Sköfnungur - 03.05.1902, Blaðsíða 4

Sköfnungur - 03.05.1902, Blaðsíða 4
4 SKÖFNUNGUR. I, 1. Ymsum sýslubúa sinna bakar því sýslu- maður töluverðan óþarfa kostnað, enda mæl- ist þessi yfirvaldsráðstöfun ílla fyrir bjá almenningi, sem von er. En að líkindum þykir sýslumanni al- menningi svo mikils varðandi, að fá að kjósa hann á þingið, eptir alla frammistöð- una síðast, að ekki sé í kostnaðinn horfandi(!) Vér ætlum og, að síztbæri aðteljahann eptir, ef úrslitin yrðu hin gagnstæðu, að ísfirðingar sýndu nú þá rögg af sér, að veita honum lausnina frá þingstörfunum. Það væri þjóðinni þarft verk, eins og nú á sten lur. Frá kosningaleiðangri sýslumanns Haf'steins. Eptir það, er sýslumaður H. Hafstein hafði i febrúar- og marz-mánuðum hornað megin- pai’t kjörd* misins, sbr. 14.—15. nr. „Þjóðv." þ. á.. skaut bann á fundum í Bolungarvík og Hnífsdal í öndverðum aprilmánuði, og hafði, á báðum fund- unum, stórpolitíkusann Jón Laxdal sér til aðstoð- ar, til þess að brýna fyrir kjósendum þau atriðin, sem hann síður vildi sjálfur ympra á, í margra manna áheyrn. svo sem að muna nú að kjósa sýslu- manninn og Matthías, en kjósa engan Valtýing á þingið o. fl. Af Bolungarvíkurfundinum brá sýslumaður sér síðan út í Skálavik ytri, og varð að ganga Skála- víkurheiði i töluverðri ófærð. — Kvaddi hann þar kjósendur á fund sinn, og beiddi hvern og einn einslega, að kjósa sig á kjörfundinúm; en suma hitti hann, að sagt er, á heiðinni, og bar þá frarn sömu tilmælin en kvað hafa fengið fremur litla áheyrn, enda skopast almenningur, sem von er, að öllum þessuin látum. og þykir ekki einleikið. Skömmu eptir heimkomu sina, fór sýslumaður síðan bæ frá b,e hér í Skutilsfirði, í sams konar atkvæða-sníkjum; en hvívetna þar. er hann eigi hefir fengið ákveðin atkvæðaloforð, i öllnm þessum Jeiðangri sínum, — og þau munu hafa orðið nr- slitin all-viðast —, kvað hann hafa beðið kjósend- ur. að finna sig fyrir kjörfundinn, og þá á að reyna — síðustu pressuna(!) Allur þessi gauragangur sýslumannsins var um garð genginn, er ritstjóri „Sköfnungs" kom til kjördæmisins, með „Skálholti“ 22. apríl, og síðan hefir sýslumaður haldið kyrru fyrir, hve lengi sem það verður, og látið sér nægja, að láta liggja boð fyrir kjósendum, er i kaupstað koma, að finna sig til viðtals. Mikil er umhyggjan fyrir föðnrlandinu(!), er maðurinn sýnir. GÓÐUM MÖNNUM TIL ATHUGDNAR skal þess getið, að þó að hr. H. Hafstein sé sýslumað- ur Ísíirðinga, þá leiðir eigi þar af, að þeir þurfi að kjósa hann, sem þingmann, enda getur margur verið brúklegt yíirvald, þótt eigi sé til þing- mennskunnar fallinn, t. d. sakir ósjálfstæðis gagn- vart yfirboðurum sínum, sakir valdafýsnar o. fl. En þótt eigi sé það héraði voru til sóma, ætl- um vér þó, að embættisstaða hr. Hafstein’s hafl ráðið mestu um, er hann var kosinn hér siðast. En hvað óttast þeir, sem láta gyllta borðann ráða atkvæði sínu? Þeir vita þó, að sýslumenn verða að fara að lögum, hver sem i hlut á. Að ætla þeim eitthvað annað, væri að væna þá varmennsku. En slíkar getsakir eru ósæmilegar. Engu að síður skal það þó tekið fram, að séu þeir einhverjir, sem titra fyrir gyllta borðanum, og láta þann titring ráða atkvæði sínu, þá ættu þeir að minnsta kosti að sitja heima, en láta ekki atkvæði, sem þannig eru til orðin, hafa áhrif á mikilsvarðandi málefni þjóðarinnar. SKIPTAKUNDURINN. Svo nefna menn leyni- f'und, er helztu sýslumannsliðar héldu hér á ísa- firði fyrri part aprílmánaðar. Þar voru kjörskrár úr hreppunum og kaupstaðn- um, og skiptu menn störfum, hvaða kjósendur hver skyldi taka. Þó voru stöku kjósendur álitnir svo „óbetran- legir“, að enginn fékkst, til að „umvenda11 þeim. ÞAÐ má ganga að því vísu, að enginn kjós- andi, sem flækzt hefir i vélaneti apturhaldsliðsins, sitji heima á kjördegi. Énginn kjósandi, er stjórnbótaflokknum fylgir, ætti því að BÍtja heima. Munið, að eitt atkvæði GETUR ráðið úrslitum! Síra KJARTAN, Grunnvíkinga klerkur, hefir verið hér i kaupstaðnum þessa dagana, til að finna sýslumanninn sinn, og kvað eiga að flytja bónorð- ið við Hornstrendinga, sem fyrri daginn. „En hvað á nú að segja þeim þar nyrðra sýslu- maður góður?“ Bænahúsið í Furufirði hefir fengið guðsþjónustu, og „herþjónustusögurnar“ duga ekki lengur. Hvað skyldu þeir nú finna upp? RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN. Litla prentsmiðjan.

x

Sköfnungur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sköfnungur
https://timarit.is/publication/210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.