Sköfnungur - 03.05.1902, Blaðsíða 2
2
SKÖFNUNGUR.
Sakir þessa viljum vór sigra, og til
þess væntum vór styrks allra góðra og ftjáls-
lyndra drengja.
Fyrir landshöfðingjaílokkinn, eða „heima-
stjórnarmennina“, sem sig svo nefna, er það
á hinn bóginn, sem hnífstingur í hjarta, að
hugsa til þess, að æðstu völdin komi í nýj-
ar hendur, enda byggja iná ske sumir helztu
forkólfarnir í þeim flokki allar sínar frani-
tíðarvonir á áframhaldandi riki hinnar nú-
verandi embættis-nkliku“, eða einhvers af
því sauðahúsi.
Með nýrri stjórn kynni og embættis-
eptirlitið að skerpast, vinirnir yrðvj ef til vill
aðrir o. s. frv.
Þetta skapar hitann, og því verða þeir
að harnast nú við kosningarnar, til þess að
öðlast þann meiri hluta á þingi, sem einn
er þess megnugur, að halda hinu fallandi
riki þeirra uppi, eins og nú er koinið.
En fái apturhaldsliðar meiri hluta á
þÍDgi, þáerallt í þeirra hondi, og geta þeir
þá gert, sem þeim sýnist, anDað tveggja
að samþykkja stjórnarskrárbreytinguna, og
fá svo ráðherra að sínu skapi, einhvern úr
embættis-„klikuninu, eða að hindra fratn-
gang allra stjórnarskrárbreytinga, t. d. með
því, að „fleyga“ málið, eins og á undan-
förnum þingum, svo að núverandi stjórnar-
ástand haldist enn óbreytt, og völdin verði
í sömu manna höndum, sem nú ....
Frambjóðendur í Tsafjarðarsýslu og
kaupstað. Á kjörfundinum hér í kjör-
dæmÍDU 11. júní næstk. verða í kjöri:
Af hálfu stjórnbótaflokk8Íns:
sira SlG. STEFÁNSSON í Vigur
°g
Skúli Thoroddsen.
Af hálfu lan dshöfðingja- eða apt-
urhaldsflokksÍDs:
H. HAFSTEIN, sýslumaður,
og
MaTTHÍAS ÓLAFSSON, verzlunarstjóri.
I, 1.
Fleiri verða eigi i kjöri, að því er enn
hefir heyrzt.
Allir frjálslyndir menn í kjördæminu
kjósa tvo hina fyrnefndu.
Dálagleg iðja.
Ef apturhaldsliðið segði, sem er, að það
væri nú að berjast fyrir þvi, að geta haldið
núverandi landshöfðingja við völdin, eða þá
að fá hann, eða einhvern hans nóta úr apt-
urhaldsflokknum, sem ráðherra, þá yrði fylgi
þess lítið, ekki sízt hór í Isafjarðarsýslu.
Þetta má því fyrir engan mun segjast,
heldur verður að tala hátt um ættjarðarást,
brennandi áhuga á þjóðarÍDnar högum, og
þar frain eptir götunum. ,r..^...
En um fram allt verður að ófrægja og
rægja stjórnbótaflokkinn, til að .koma /hans
mönniun af þingi, því að þar er „lífið katt-
arins og allra músanna komið undir“.
Og það væri lika synd að segja, að
rógurinn væri sparaður.
I allan liðlangan vetur hefir ræðutextinn
verið sá sarni, að þingmannaefni stjórnbóta-
flokksins væru svikarar og prakkarar, er
myndu svíkja kjósendur, og snúast önd-
verðir gegn innlendri ráðherrastjórn, hvað
sem þeir nú segðu.
En af því að stjórnbótaflokkurinn hefir
íýst hinu gagnstæða ótvírætt yfir, bæði í
bréfum til flokksbræðra sinna, og í bréfi til
sjálfs ráðherrans, sem prentað er í blöðun-
um, þá er þessi rógurinn hverjum manni
svo auðsær, að ólíklegt er, að nokkur sé
svo vitlaus að trúa.
Þetta sér og viðurkennir apturhaldsliðið
einnig, og því er gripið til þeirra ráða, að
ljúga því upp, að dr. Valtýr, eða Skúli
Thoroddsen, hafi nú sagt það og það við
þenna eða hinn.
Um dr. Valtý hefir apturhaldsliðið t. d.
logið því upp, að hann hafi, á stúdentafundi
í Kaupinannahöfn í vetur, tjáð sig mótfall-