Suðurland - 27.10.1910, Qupperneq 2
78
SUÐURLAND.
SUÐURLAND
kemur út vikulega (minst 52 blöð á ári). Verð
árgangsins 3 kr., er borgist fyrir 1. nov. Upp-
sögn skrifieg fyrir 1. nóv. og því aðeins gild, að
kaupandi sé þá skuldlaus.
Ritstjóri og ábyrgðarm. : Oddur Oddsson,
gullsmiður, Reginn, Eyrarbakka. Og skulu
allar ritgerðir, sem í blaðið eiga að koma
sendast honum.
Gjaldkeri: Jón Jónatansson, búfræðingur
á Asgautsstöðum.
Prentarar: JÓN HElGASON og KARL H. BJARNARSON
Þeir veita móttöku öllum auglýsingum, sem í
blaðið eiga að koma.
Afgreiðsla blaðsins er i prentsmiðjunni,
utanáskrift: Afgreiðsla Suðurlands, Eyr-
arbakka.
Brynjólfl mínum sem Óllum vildi vera til
góðs þó lítið bæri á?“
-----0-0*0-----
Utan úr heimi.
—o---
Lýðvcldið Portúgal. Svo sem getið
var um í Suðurlandi fyrir skömmu, hafa
nú lýðveldismenn komist þar til valda og
hrist af sér konungdóminn.
Nóttina milli þess 4. og 5. október kl.
2 um nóttina vöknuðu íbúar Lissabonborg-
ar við að skotið var 21 fallbyssuskoti. Pað
var herópsmerki byltingarmanna, og hófst
þá þegar blóðugur bardagi á götum borg-
arinnar. Héldu byltingamenn með magt
og miklu veldi til hallar konungs, en hann
var þá flúinn ásamt ekkjudrotningunni
móður sinni, til Njörvasunds.
Helztu dagskrármál lýðveldismanna eru
þessi: Breyting á skólamálum landsins,
sjálfstæðir dómstólar, afnám munkaveldis-
íns og aðskilnaður ríkis og kirkju.
Forseti lýðveldisins heitir Tlieophilo Braga,
nafnfrægt skáld, vísindamaður, heimsspek-
ingur og stjórnmálamaður', heflr hann af
sumum verið nefndur „Georg Brandes
Portúgals".
Að 3 —4 vikum liðnum er búist við að
hin nýja stjórn lýðveldisins taki til starfa.
Spánn. Nýjustu útl. fréttir hafa oss
borist í Pæreyiska blaðinu „Tingakrossur",
frá 19. þ. m. (Frá Rvík heflr ekkert blað
komið síðan frá 15. þ. m.) Stjórnarbilt-
irigin í Portúgal hefir haft þau áhrif á Spán
að búist er við stjóruarbyltingu þar, er
minst vonum varir. Lýðveldismönnum
fjölgar.
Hvaðarræva heyrast raddir um samein-
ing Spánar og Portugals í lýðveldi.
Alfons konungi steypt frá völdum þá og
þegar, nema ekkjudrotningin viki úr landi
alfarin. Þó er hætt við að stutt verði í
konungdæmi Alfons hér eftir, ef hin nýja
stjórnarbylting í Portúgal nær alþýðu hylli.
Ferft til Færeyja og íslantls. Fær
eysk ungmennafélög hafa boðið til sín
norsku æskulýðsfélögunum næsta sumar
1911, og er það myndarlega gert.
Nú hreyfir Norðmaðurinn Johan Austlö
því máli í Björgvinjarblaðinu „Gula tidend“
að skemtilegt væri, að norsku félögin færu
til íslands um leið, í heimsókn til frænda
sinna þar. Segir hann, að Helgi kennai’i
Valtýseon hafl stungið upp á því á ung
mennafélagamótinu á Voss 1908 að íslenzk
ungmennafélög byðu norskum ungmenna-
félögum heirn til íslands vorið 1911, og
hefði því verið mikið vel tekið. Hann
kvartar yfli því, hvað lítið samband sé á
milli noiskra og islenzkra ungmennafólaga,
miklu minna en milli norskra og færeyskra.
Ritstjóri „Gula tidend“ kveður þetta
mjög æskilegt, en segir, að fæieysku fé-
lögin hafl boðið þeim til sín, en sér sé
ekki kunnugt um, að neitt slíkt boð sé
komið frá íslendingum.
Vill ekki „Skinfaxi" og sambandsstjórn
U. M. P. í. taka þetta mál til meðferðar?
Færeyjar. „Tingakrossur" geta þess,
að 28. september síðastl. höfðu 26 manns
látið líflð af fiskiflota Færeyinga á þessu
ári.
Fram hefir nú snúið við, ætlaði áður
til norðurheimskautsins, en er nú lagður
áleiðis til Suðurbeimsskautsins. Norðmenn
urðu forviða þegar þessi óvænta fregn kom.
Óefað er ástæðan sú, að norðurheims-
skautið heflr mist aðdráttarafl sitt fyrir
heimskautsfaia, því er nú náð. En nú
tekur suðurheimsskautið við.
X.
Haustferðirnar.
— 0 —
Loksins fékk eg þó næði að hripa nokkr-
ar línur. í haust heflr margt kallað að
— eins og raunar alla ársins tíma.
Sífeld ferðalög og umstang heimafyrir.
Eftir fjallferðina varð eg að skreppa í kaup-
staðinn; — alt er ónýtt ella. — Mér þótti
það sarnt 'okkert sældarbrauð í annari eins
rosatíð og verið hefir, að drasla i gegnum
forarendemið!
Hann hefði átt að sjá vegina í haust,
þessi sem hefir afhent þá í „góðu og gildu
standi". — Já, þvi segi eg það: alt er
fullboðlegt handa okkur.
Margur var maðurinn á ferðinni, „fram
og til baka“ úr kaupstaðnum. í „Öldun-
um“ mætti eg syni Geirmundar nágranna,
þessum sem alt af er að „stúdera" og
nú er þó kominn það langt að hann geng
ur í „lafafrakka". Hann er víst að heim-
sækja kærustuna, hugsaði eg.
í þetta skifti var hann þannig á sig
kominn, að eg þakkaði forsjóninni — rétt
einusimú — fyrir það, að hún Gróa mín
skyldi hryggbrjóta hann hórna um árið,
þegar fasið var sem mest á honum. Eg
vona að hún Gróa mín eigi framtíð fyrir
höndum þó hún tæki bóndaefnið fremur
en þennan — mér lá við að segja —
spjátrung.
Eg fór að raula fyrir munni mór þetta
nýkveðna:
„Vort land það heimtar meir on kjól og kraga,
sem kitlar dáð og þor úr hvorri taug“.
— og eg fór að hugsa um það, hve marga
við ættum líkan þessum — en i því stóð
vagninn fastur í einu hvarflnu.
í kaupstaðnum ætlaði eg að fá — með
al annars — góðan gegningainann; en
ekki gat eg fengið hann. Flestir, sem eg
falaði voru óvanir slíku starfi. Mér gramd-
ist dálítíð við einn náungann, tók eg þann
tali úti á götu. Hann var þokkalega klædd-
ur. „Heyrðu lagsmaður", sagði eg: „viltu
NÍÚTKOMNAR BÆKUR:
á Prenismiðju Suðurlands.
Bimur af Sörla sterka, verð kr. 0,35.
Söngvar handa U. M. F. — — 0,25.
koma gegningamaður til mín i vetur ?“ —
„Ertu vitlaus", sagði náunginn, „eg sem
er hér að læra tungumál og dans!“ Svo
var hann óðar þot.inn í burtu. Eg hrópaði
á eftir honum: „Heyrðu iagsi, því í fjand-
auum brúkar þú ekki hvítt um hálsinti,
eins og hinir lærdómsmennirnir!“
Meira ekki um kaupstaðarferðina í þetta
sinn. Fjallferðin gekk þolanlega, en sjald-
an hefi eg verið úti í öðrum eins illviðris-
ham. Nóttina sem við lágum í „verinu"
var stórrigning og afspyrnurok. Pá lá við
a? eg tryði því sem Geirmundur hefir alt
af haldið fram, að laugardagstunglin hefðu
æfinlega verstu ótíð í för með sér. Pað
vildi til, að eg hafði ofurlitla hressingu
meðferðis, og kom hún nú í góðar þarfir.
Eg mun ekki fara á fjall eftir að búið er
að „bannsyngja" alla „hressingu“ úr land-
inu.
Ekki var til setunnar boðið, þegar heim
kom úr kaupstaðarferðinni. Mór hafði
verið stefnt fyrir gamla búðarskuld — og
hlaut því að fara i nýja ferð i hinn kaup-
staðinn. Raunar rámaði mig í það, að eg
hefði einhverntíma gert „vröfl" við kaup-
manninn út af skemdu bankabyggi, og þá
ekki hirt um að borga honum dálitla upp-
hæð. En nú sá eg að kaupmaðurinn var
minnugri en eg. Hann hafði sýnilega
munað eftir því, að þetta sama ár lagði
eg inn blauta og — ykkur að segja —
hálfferuga ull hjá honum. Eg hikaði því
ekki við að fara þessa för. Sætt komst á
— og það gott hafði eg af þessari ferð,
að eg ætla að reyna hér eftir að láta ekki
stefna mér fyrir skuldir — þó „krítugur"
sé — því slikt borgar sig áreiðanlega illa.
— Reyna heldur að semja í tíma og muna
eftir borgunarloforðunum.
Peir höfðu um margt að spjalla þar i
kaupstaðnum, það heyrði eg. Þeir hnakk-
rifust um pólitík og fríkirkju, smjörbústyrk
og fisktoll — aukaþing — það var þó lif-
andi ennþá — og bankafargan. kvennfreJsi
og fossasölu, sláturshús og kaupfélög m.
m. Og svo var náunginn bakbitinn skratt-
ans ári laglega — svona til að sykra hitt
samtalið. — Hvað er eg annars að hugsa.
Eg man það núna, að lambhúsveggurinn er
hálfhlaðinn.
Hinu vildi eg heldur ekki gleymt hafa,
að í næstu viku á að halda fund í Fram-
farafélaginu og mun eg fara þangað — þó
ekki verði máske til annars en að glettast
við hann Geinnund karlinn.
Asmundar.
Sjóræningjar við Island,
Sýslumanni og lireppstjórsi rænt.
— :o:o:—
Föstud. 7. þ. m. var Breiðafjarðarbátur-
inn á ferð milli Flateyjar og Stykkishólms.
A skipinu voru, meðal annara farþegja
Guðm. Björnsson sýslum. og Snæbjörn
hreppstjóri fiá HergiJsey. Er þeir komu