Suðurland - 06.01.1911, Side 1
SUÐURLAND.
II. árg.
Eyrarbakka 6. janúar 1911.
Landsímastöðin á Kyrarbakka er opin frá
kl. 8Va—2. og 3lk—8 á yirknm dögum. Á helg-
um dögum frá kl. 10 — 12 f. hd. og 4—-7 o, hd.
Einkasíminn er opinn á saraa tíma.
Sparisjóðup Árnessýslu cr opinn hvern
yirkan dag frá kl. 3—4 e. hd.
Lestrarfélag Eyrarbakka lánar út bœk-
ur á sunnudögum frá kl. 9—10. f. hd.
Gleðilegt nýár!
„Traustir skulu hornsteinar hárra sala.“
—o----
(Frnih. Sjá 20. tbl.)
Hyrningarsteinn þióðargæfunnar er and-
leg og líkamleg menning einstaklinga þjóð-
arinnar. Það verða menn þeir að muna,
sem ganga eiga undan öðrum með góðu
eftirdæmi. Það hljóta blaðamennirnir að
vita, mennirnir „sem inóta iýðsins vilja".
Hætt er við því, að þeir muni það ekki
allir, eða vilji ekki minnast þess, þegar
„bsita" þavf einhvern „landsjóðsöngulinn",
og flska skal feitan drátt eða þegar þeim
finst að þörf só að blása sem best að
sundrungarglæðunum, til þess að geta því
betur komið ár sinni fyrir borð.
Allir hugsandi menn hljóta að sjá og
viðurkenna það, að blaðagreinar, sem vekja
reiðihug og sundrung, eru „steinar í göt
unni“ á leið þjóðarinnar til þroska og gæfu.
Þeim steinum þarf að ryðja burt.
Er það auðsótt verk?
Síður en svo. Framkvæmanlegt er það
samt.
Hver ráð skai hafa? Hætta að kaupa
og iesa stjórnmálabiöðin?
Eigi mundi þýða að ráðleggja slíkt, enda
er það ekki, að minni hyggju, besta ráðið,
en maklegt væri það. Hagkvæmara hygg
eg að sé að reyna að kveða niður þann
„iila anda“, sem birtist í blaðagreinum
þeirra stjórnmálamanna, sem ár og sið og
alla tið reyna til að sverta og svívirða
mótstöðumenn sfna með öilum þeim brögð-
um, sem flokksrígurinn og valdafíknln blæs
þeim i brjóst.
Andi sá þolir eigi Ijós menningarinnar
og kristindómsins. Pví er það ráðlegast
að beina starfinu í þá átt og keppa af öll-
um mætti að því þarfa og háleita takmarki:
að gera þjóðina sannmentaða oq sannkristna.
Þegar því takmarki er náð, mu i sundrung-
in hverfa eins og ís í sólbráð, því ljósi
sannrar menningar og trúar fylgir ylur, sem
megnar að verma hið visna ög kalda í
þjóðlífl voru. Það er sannfæring mín og
trú.
Andlátsorð Göethe, þýska skáldkonungs-
ins, voru: „Meira ljós!“ (Mehr Licht).
Sama andvarp hefir stigjð upp frá
brjóstum ótölulegs fjölda manna, sem fund-
ið hafa sárt til þess, að versta ánauð, sem
þjáir manninn og þjakar, er ánauð fávisk-
unnar og lastanna, ánauð sem er mörgum
sinnum verri en ilt stjórnarfyrirkomulag.
Óstjórn og kúgun eru að vísu tálmanir á
framsóknarbraut þjóðarinnar, sem geta um
stund, hamlað framförum hennar, en hugga
mega menn sig við það, að engin þjóð býr
til lengdar við stjórn, sem hún ekki á skilið.
fað er dómur mannkynssögunnar, stað-
festur af reynslu liðinna alda.
Enginn taki orð mín svo, að eg vilji að
lagðar sóu algjörlega árar í bát í stjórn-
frelsisbaráttu þjóðarinnar. Nei, langt frá
því, en muna ættum vér það, „að varðar
mest til allra orða, að undirstaðan rétt sé
fundin".
Og undirstaða þjóðfrelsisins er ekki stjórn-
málaþref og biaðadeilur, heldur traust þjóð-
leg menning, bygð á kristilegum grundvelli.
Gleðilegt er, að nú þegar er byrjað að
starfa í þessa átt, og mikið hefir áunnist
á síðustu árum og má þakka það, að miklu
leyti, auknum, andlegum þroska þjóðarinn-
ar, fræðslulögunum nýju og ungmennafé-
lögunum. Skammt er síðan að fræðslu-
lögin nýju gengu í gildi og ungmennafélög-
in byrjuðu starf sitt, en þó hygg eg að
talsverðir ávextir sjáist af áhrifum beggja,
erida þótt st.arf þeirra og áhrif séu að
rnestu hulin fræ, sem bíða síns tíma.
Sumir af lesendum þessa blaðs raunu, ef
til vill kunna því illa að fræðslulögin nýju
skuli vera talin að hafa blessunarrík áhrif
á landslýðinn, því mér er kunnugt urn, að
margir voru þeim óvinveittir í fyrstunni.
Þau hafa sína ófullkomleika og galla eins
og önnur mannaverk, en það er eg sann-
færður um, að fá lög munu verða íslend-
ingum til jafnmikillar blessunar og þau, ef
rétt er á haldið.
Margir hafa óttast að lýðskólarnir og
aukin alþýðufræðsla yrðu til þess að ala
leti og ómennsku hjá þjóðinni. Menn hafa
ímyndað sér, að bókleg þekking og verk-
legar framfarir gætu ekki samrýmst. Margt
sannar, að slíkt sé háskaleg villa og ein-
ber ímyndun. Fyrri mótbáran er mjög
veigalítil og fellur, svo að segja, um sjálfa
sig, því reynsla annara þjóða og vor eigin,
þó stutt sé, sannar ótvírætt að aukin lýð-
fræðsla lamar ekki framkvæmdaþrekið, held-
ur eykur það að miklum mun.
Vér þurfum eigi annað en minnast
Norður-Ameríku — „landskólanna" — til
þess að sjá, að síðari mótbáran er röng,
því óviða mun skólum og skólamáium
betur á veg komið en þar, og hvergi á
bygðu bóli eru eins miklar verklegar fram-
kvæmdir.
32. blað.
Eg gæti ekki óskað þjóðinni neins betra
en þess, að hún ætti sem flesta og bezta
skóla, — skóla sem þroskuðu líkama og
sál nemeudanna í íullu samræmi, — skóla
sem öllum stæðu opnir, — skóla, sem
runnir væru af instu rótum þjóðareðlisins
cg samrýmdust kröfum framtíðarinnar.
Hvers þörfnumst vér sérstaklega til efl-
ingar alþýðumenningunni? Feirri spurn-
ingu er fljótsvarað. Vér þörfnumst góðra
lýðháskóla. — Eg skil eigi hvað þjóðin
hefir lengi getað verið án þeirra. Lýðhá-
skólarnir hafa þó markað dýpst framfara-
spor í líf frændþjóða vorra og þeir eru runn-
ir af norrænuin rótum og er það kunnara
en frá þurfi að segja, að forvígismenn þeirra
voru mjög hrifnir af Eddunum og öðrum
forníslenskum bókmentum. Því ættu lýð-
haskólar, þó sniðnir væru eftir erlendu lýð-
háskólunum, að eiga einkar vel við þjóðar-
eðli vort og háttu. Eg veit það, að lýð-
háskólar nútímans eru talsvert ólíkir fyrstu
skólunum sem stofnaðir voru af lærisvein-
um Grundtvigs, en vonandi liftr „andinn"
enn hinn sami, þó tímarnir hafi breyzt og
mennirnir líka. —
Lýðháskólamálið má ekki deyja. Það
verður að lifa og komast í framkvæmd.
Allir sem vilja að lýðháskóli verði stofn-
aður á Suðurlandsundirlendinu — í „hjarta
landsins" — verða að taka höndum sam-
an og starfa að því af heilum hug með ó-
skiftum kröftum. Fað mál verður að vera
ofar allri sundrung og flokkadrætti.
Þegar barnaskólar eru stoínaðir alstaðar,
sem hægt er, í sveitum landsins og sjó-
þorpum, 2—3 unglingaskólar í hverri sýslu
og lýðháskóli i landsfjórðungi hverjum, þá
eru lýðfræðslumál iandsins komin í gott
horf.
Pað er hætt við, að langt verði að bíða
þess að skólamál landsins komist á þenna
rekspöl, sem eg hefi bent á, en óskandi
væri að þess yrði ekki mjög langt að bíða.
íslendingar eru fáir, fátækir og smáir,
því verður ekki neitað. Því meiri ástæða
er fyrir þá að hlúa sem best að öllu sem
hefir gróðrar og þroska skilyrði hjá einstak •
lingunum. Og það er hka ástæða fyrir þá
að vera á verði og leitast við að uppræta
hvert illgresi, sem reynir að þroskast í
þjóðlífsakrinum, því þaðan en ekki að utan
ógnar mesta hættan.
Sundrungin er versta illgresið. Reynum
að rífa hana upp með rótum. Þegar það
hefir tekist
„munu bætast harmasár þess horfna,
hugsjónir rætast, þá mun aftur morgna".
Þorsteinn Friðriksson.
—----0*OK>------