Suðurland - 06.01.1911, Blaðsíða 3
SUÐUR’LAND
125
eru í voða, þarf ekki að breiða nema fyr-
ir dyr og glugga, en réttast er samt að
kæla járnið með vatni.
3. Springi lampi og eldurinn læsi sig í
oliuna, er sjálfsagt að viðhafa sömu aðferð
og að framan er nefnd, nefnilega að kæfa
eldinn með fötum eða öðiu því um líku,
sem hendi er næst.
Þegar slökkt er á lampa er hættuminst
að skrúfa kveikinn dálítið niður, taka glas-
ið af lampanum og blása síðan hægt á ljós-
ið. Hættulegt getur verið að blása ofan í
glasið ef lítil olía er á lampanum, einkum
ef kveikurinn er of mjór og fyilir ekki út
í pípuna.
4. Ef að kviknar í fötum manns, má
ekki hlaupa til að leita sér hjálpar, því
hætt er við að eldurinn blossi úpp í föt-
unum, og maðurinn missi meðvitundina.
fegar svo ber undir, á að kæfa eldinn með
því sem hendi er næst, svo sem rúmföt-
um og því um líku, fleygja sér niður og
velta sér um gólflð. Sé vatn við hendina
er ágætt að hella því á gólfið og velta sér
svo upp úr því. Séu fleiri menn viðstadd-
ir, er oftast hægt að kæfa eldinn þannig
og að ná í vatn svo fljótt sem. unt er til
þess að kæla fötin og slökkva eldinn al-
gert.
P. Nielsen.
*—— -<XK----—
Skemtanir á Eyrarbakka.
Það kom að því, að lifnaði yfir skemt-
unum Eyrbekkinga. Enda var daufc yfir
Eyrum lengi fram eftir.
Fyrst reið á vaðið verkmannafélagið
„Báran". Efndi það til almennrar skemt-
unar 17. des. Hófst hún með tölu, er
formaður félagsins, hr. Bjarni Eggertsson
hélt; var á eftir sungið nýtt kvæði. Rá
var sýndur gainanleikurinn „Gamli Toggi“,
og tókst eftir vonum. — Þá sönga karla-
kór, undir stjórn hr. guðfræðings Jóhanns
Briem. Þótti söngurinn takast vel. Þá
flutti Einar E. Sæmundsen, skógvörður, er-
indi „um lestur fornsagna." Yar það erindi
hið bazta og að ágætum haft af öllum er
á hlýddn.
Aftur söng karlakórinn, og þar á eftir
sýndu tveir menn bendingaleik (Pantomime).
Var því tekið með dynjandi lófaklappi. Þá
var farið að dansa og skemtu menn sér
við hann fram á morgun. Þótti skemtun
þessi hin besta.
28. des. var skemtun hjá „kvenfélagi
Eyrarbakka". Hófst hún moð erindi er
Einar E. Sæmundsen flutti um starf iélags-
ins, líknaistofnanir, kvenfrelsi o. fi. Þótti
öllum það erindi gott og mætavel flntt,
(Væri æskilegt að Suðurl. flytti einhvern
útdrátt úr þessum fyrirlestri við fyrsta
tækifæri).
Þá söng kvennakór: „Kvennaslag" Guðm.
Guðmundssonar, undir stjórn hr. Jóh. Briem,
ótti það vel takast. Þá voru sýndar skraut-
sýningar: 1. Fjallkonan, 2. Ingibjörg í
Baldurshaga, er hún syrgir burtför Friðþjófs,
3. Særður hermaður.
Góður rómur var gjör að sýningum þess-
um, þóttu þær allvel takast. Næst á eftir
söng frú Eugenia Nielsen einsöng, þótti þar
unun á að hlýða, enda heflr frúin fögur og
mikil hljóð, og ekki er á þeim að heyra,
að frúin sé við aldur.
Pá söng kvennakórinn aftur nokkur lög
og tókust þau fremur vel, þótti þó áskorta,
að sumar raddirnar beittu sér nóg.
Þá hófst uppboð mikið á „bögglum".
Varð þar bráttt fjör á ferðum. Stóð það
yflr nokkra stund. Kunnu menn vel að
meta tilgang félagsins með bögglauppboð -
inu, og buðu óspart í, — því margir voru
bögglarnir og seldust þeir allir.
Eftir það hófst dans, stóð hann fram
undir morgun.
Eitt sinn um nóttina, er hlé varð á dans-
inum, söng séra Ólafur Magnússon í Arn-
arbæli nokkur smálög; var að þeim góður
rómur gjör.
Skemtun þessi var mjög vel sótt, enda
þótti hún hin besta er hér heflr lengi ver-
ið haldin.
þeir, sem hér hafa brotið ísinn. Verður
þetta vonandi i fyrsta en ekki siðasta sinn,
að sýnt verður hér kappsund, enda óviða
betur lagað við sjóinn en hér innan skerj-
anna.
Eftir hádegið hafði skotfólagið" æflngar
úti, þusti þangað margt manna að horta
á, þótti þeim gaman að. En varlega þarf
að fara við slík tækifæri, svo ekki verði
slys að.
Félag þetta er aðallega stofnað í því
skyni að vekja áhuga á íþróttum, sérstak-
lega skotflmi.
4. janúar var jólatrésskemtun hjá Báru-
félaginu, var hún fjölsótt.
5. janúar héldu álfar nokkrir blysfarir og
brennu var dansað á eftir, Pótti mörgum lítið
til koma og kölluðu slíkt hégóma einn.
Samskonar blysför og brenna var og á
Stokkseyri.
í kvöld (6. jan.) verður jólat.résfagnaður
barnastúkunnar „Gleym mér ei“, verður
þar ýmislegt til skemtunar haft.
30. des. heimsóttu okkur Eyrbekkinga
nokkrir Stokkseyringar og buðu á sjónleik
í Fjölni. Þustu þangað margir, — en því
miður brugðust mönnum vonirsínar. Pótti
leikur þessi stórum mun lakari en þeir
leikir er Stokkseyringar hafa sýnt hér und-
anfarna vetur.
Efnið virtist að vera þeim um megn.
Enda ekki kostur á því hér að sýna leik-
rit, sem mikinn umbúnað þarf til og bún-
inga, og er það vorkunn nokkur, þótt þar
sé ábótavant. En málið á leik þessum
þótti svo vont, að hörmung var að heyra.
Á því skeri verða þeir að vara sig næst er
þeir láta þýða fyrir sig leikrit úr útlendu
máli.
Á gamalárskvöld var veður hið bezta.
fá var og gleðskapur margskonar um hönd
hafður, Leikfimisflokkur U. M. F. E. undir
stjórn hr. kaupfélagsstjóra Guðm. Guð-
mundssonar sýndi leikflmi í garðinum við
„Húsið“. Voru fyrir þeim borln blys, en
öðru hvoru lýst upp sviðið með allavega
litum skrautljósum. Flugeldar þutu fram
og aftur um loftið og logandi vígahnettir
sveimuðu yflr höfðum manua. Púðurkerl-
ingar kváðu og við raust og þeystu úr sér
eldi og eimyrju og huldu áhorfendur í
reyk og svælu.
Mest gekk þó á um kl. 12. Kveðja
gamla ársins, — og velkomendakveðja hins
nýja árs. — Þótti öllum gott þarna að
vera og vav líka viðstatt fólk svo hundr-
uðum skifti, enda var veður hið bezta.
Nýjársdagurinn byrjaði með þvi áð 5
ungir menn þreyttu kappsund frá Einars-
hafnarbryggjunni, um 25 faðma. Varð þar
skarpastur Ingvar Loftsson, synti hann leið
þessa á 57 sek. og fékk að launum blek
byttu úr slípuðum kristalli (um 6 kr. virði).
Hinir sem tóku þátt í sundinu voru: Ás-
grímur Guðjónsson, Gísli Jóhannsson, Val-
geir Jónsson, Jón Tómasson.
Piltar þessir hafa engrar kenslu notið, en
hafa þó reynt að nema sundið af sjálfu
sér. í sjó hafa þeír farið daglega í vetur.
Má búast við að þetta verði fyrirboði meiri
framfara í þessari þörfu og heilnæmu íþrótt
hér á Bakkanuin. ileiður og þökk eiga
Nýkominn til Þórðar Jóns'sonar á Stokks-
eyri „Bændaförin", ferðasaga norðlenzku
bændanna, og kostar kr. 1,50 með nokkr-
um myndum. Verður getið nánar í næsta
blaði.
--------------
Sundið á nýjársdag í Reykjavík.
Fljótastur varð Erlingur Pálsson, synti
25 faðma á 37 sek. Fljótastur allra, er
reynt hafa sig í Reykjavík.
Fundarboð.
Laugardaginn 20. jan. n. k. heldur
„Suðrafélagið“ fund að Þjórsártúni. Byrj-
ar kl. 12 á hádegi. Að kvöldi sama dags
og á sama stað verður skemtisamkoma.
Til skenstunar verðuv Ræðuhöld, málfund-
ir og ef til vill fyrirlestrar o. fl.
Aðgangur 25 aurar.
þjórsártúni 28. des. 1911
Ólafur Isleifsson,
Undirskrifaður afturkallar hér með öll þau
ærumeiðandí orð, er eg í ölæði hefi haft um
verslunarmann Jón Sigurðsson á Eyrarbakka.
Norðurkotifd. jan. 1911
Jón Jónsson.
AðaJfndur
„Prentfélags Árnesinga" verður haldinn í
Fjölni á Eyrarbakka laugardaginn 6. febr.
kl. 12 á hádegi.
Kosin ný stjórn. Lagðir fram reikning-
ar félagsins. Ennfremur verða lagðar fyrir
fundinn ýmsar lagabreytingar.
7. febrúar 1911
Stjórnin.
Utgefandi: Prentfólag Arnesinga.
Abyrgðarmaður: Karl H. Bjarnarson
Prentsmiðja Suðurlands.