Suðurland - 06.01.1911, Síða 2
124
SUÐURLAND.
Tugamálið.
t*á er nú komið að| því, að nota skal
hið nýja, lögákveðna tugamál.
Er það trúa vor, að mörgum þyki þessi
breyting máls og vogar illur þrándur í
götu, þótt óefað sé hér breytt um til hins
betra.
í Suðurl. hefir litillega áður verið drepið á
þessa breytingu, og óskað hefir þar verið
eftir bendingum um, hvort heppilegra væri
að nota nöfnin þau hin grísku og latnesku,
eða nýyrði þau sera þegar hafa komið fram.
Páist handhæg og auðnumin íslenzk
heiti á kerfi þessu, sem samsvari hinum
gömlu nöfnum, því sem næst, eða sýna
hvað þau eiga að tákna, þá virðist ekki
vafamál að taka heldur upp íslenzku heitin.
Það hefir legið oss þungt á hjarta, að
geta ekki fundið upp eða fengið hjá þeim,
er mestir eru íslenzku menu á landi hér,
nothæf nöfn á þassu nýja tugakerfi, þykja
mörgum stirð og tornumin þau heiti er
fyrst voru fitjuð upp. Svo var það, að
hr. landlæknir Guðmundur Björnsson lét
til sín heyra í Þjóðólfi 16. des. s. 1. og er
það fræðslumálastjórinn hr. Jón Þórarins-
son sem ber það þar fram.
Yiljum vér taka hér upp ummæli þeirra,
mönnum til íhugunar.
Kunnugt er það, að landlækninum er
sérlega ant um hreinsuu móðurmilsins, og
hefir ekki látið sitt eftir liggja í ræðu og
riti að fága „móðurmálið góða“ og vernda
það fyrir útlendum oiðskripum og óþarfa
blendingi. Fræðslumálastjórinn er og mörg-
um kunnur að góðu í þá átt, þótt oflítið
láti hann á sér bera. Vonum vér að heyra
„raddir almennings" um tillögur landlækn-
isins. Birtist hór orði ótt greinin í f’jóðólfi,
49. tbl. um
Tugamálið.
Eg fókk bróf í gærkveldi um háttatíma
og bið „í>jóðólf“ að lofa ileii um að sjá það:
„Kæri vinur!
Mér er sagt að kennarar í barnaskólan-
um séu nú að stritast við að troða tuga-
kerfinu inn í börnin og gangi hörmulega.
Er ekki að furða, þótt erfitt veiti að kenna
börnum þennan nýja fróðleik á grísku og
latínu. En því í ósköpunum má líka ekki
kenna þeim þetta eins og annað á íslenzku.
„íslenzkan er orða frjósöm móðir;
ekki er þörf að sníkja, bræður góðir!“
segir Bólu-Hjálmar. Honum varð aldrei
orðaskortur, kariinum þeim.
Eg veit að vísu, að það verður rugling-
ur úr því, að hafa íslenzk sérnefni á hverri
stærð í þessu tugakerfi. En mér hefur
dottið 'einfalt ráð í hug : Ekki er nú ann-
að en þýða frumheitin og taka síðan ein-
hver íslensk forskeyti í stað þeirra grísku og
latnesku, sem ekkert barnið skilur og allri
alþýðu manna er óþarft að kunna. Fruin-
stærðirnar meter, gram og liter mætti kalla
stiku, met og mueli, eins og lagt hefur ver-
ið til. í staðinn fyrir deka , hekto- og kilo
mætti hafa tug-, há- og stór-, en tí- lág- og
smá- í staðinn fyrir desi-, centi- og milli.
f“á yrði útkoman þessi:
smástika (millimeter)
lágstika (centimeter)
tístika (decimeter)
stika (meter)
tugstika (dekameter)
hástika (hektometer)
stórstika (kilometer).
smámet (milligram)
lágmet (centigram)
tímet." (decigram)
met (gram)
tugmet (dekagram)
hámet (hektogram)
stórmet (kilogram) o. s. frv.
Yæri ekki einhver munur fyrir islenzk
börn að !æra þetta svona.
Allur þorri landsmanna lærir aldrei ann-
að mál en íslenzku.
En ef menn vilja fara að ryðja inn í
móðurmálið útlendum orðum, til hægðar-
auka fyrir þá, sem læra önnur mál — á
því er er einlægt klifað — þá er ekki einu
um vandara en öðru. Hvers vegna er þá
verið að kenna börnunum „faðir vor“ á
íslenzku — því ekki á latínu líka, svo að
þau kannist við það, ef þau koma í kaþólska
kirkju.
Það er ilt til þess að vita, að menta-
menn landsins, alþingi og stjórn, skuli
gangast fyrir þvi, að spilla móðurmálinu,
í stað þess að fegra það og bæta.
Grískan er horfin úr mentaskólanum og
bráðum fer latínan líka, en íslenzkukensl-
an verður aukin, sem betur fer. En svo
á að fara að troða grísku og latínu í sak-
laus börnin um land alt. Er það ekki grát-
bioslegt?
Eg hripa þcr þessar hugsanir mínar af
því . . . . — og svo ertu fræðslumálastjór-
inn okkar.
Þinn einlægur
G. Björnsson“.
* *
«
Landlæknirinn er flestum næmari á fag-
urt og hreint íslenzkt mál. Btéfið lýsir
gremjunni yfir því, að mentamenn lands-
ins, alþingi og stjórn skuli „gangast fyrir
því að spilla móðurmálinu í stað þess að
fegra það og bæta“.
fað er nú einmitt ógæfan, að þessum
góðu mönnum getur ekki komið saman
uin það, hvacl sé spilling á móðurmálinu
okkar. Sumir kalla það engin lýti og enga
spilling þó að tekin séu upp útlend orð, ef
ekki er að öðru leyti brotið í bág við ís-
lenzk mállög og venjur; aðrir telja hvert
útlendt orð að minsta kosti óprýði á mál-
ínu. Yér þoldum ekki „telegraf8, „telefón"
og „telegram", og eru þetta þó óneitanlega
haudhæg orð, og allra þjóða kvikindi eru
þau. Ritsími, talsími og símskeyti ruddu
sér á augabragði til rúms af því að í þeim
orðum er islenzkt blóð.
Einhver takmörk verða að vera fyrir
því, hve miklu má hrúga inn í málið af
útlendum oiðum. Aldrei ætti að gera það
að óþörfu. Meiri þörf á að hreinsa eitthvað
til en að bæta við óþverrann.
H/F Völundur auglýsir í gær til sölu:
Buffet, Servanta, liontrakíldar hurðir, Gerikti,
$
Kilstöð og ýmsar aðrar tegundir af listum,
o. s. frv. Er ekki prýði að öðru eins og
þessu í íslenzkri tungu? En svona er tal-
að og skrifað. Ekki er eldhúsmálið betra.
Og alt mætti segja á íslenzku.
Viija ekki þeir kennarar, sem kann að
ganga erfiðlega að kenna börnunum tuga-
kerfið á latínu og grísku, reyna að kenna
það með þessum íslenzku heitum, sem land-
læknirinn leggur til að notuð verði? Reynsl-
an sker úr því, hvort þau festast. Ef þau
gera það, eru þau góð.
Jón l’órarinsson.
—----0*0*0----
Fáeinar leiðbeiningar við eldsvoða.
Það getur komið fyrir að menn við elds-
uppkomu standa ráðalausir með hvað gera
skuli til þess að að slökkva eldinn. Leyfi
eg mér því að koma með fáeinar leiðbein-
ingar í þá átt, sem ef til vill, gætu komið
að gagni.
1. Komi eldur upp í húsum eða bæjum,
hleypur oftast sá, er fyrst verður eldsins
var, eftir vatni til þess að slökkva með.
Þetta er ekki altaf rétt aðfarið, sé vatnið
ekki alveg við hendina — og það á sér oft
stað — svo það getur orðið um seinan að
ná til þess. Hið fyrsta sem gera þarf —
sé vatnið ekki við hendina — er það, að
reyna að kæfa eldinn strax og má til þess
nota allskonar fatnað: rúmföt, teppi og
fleira sem við hendina er. Undir slikum
kringumstæðum má ekkert tillit taka til
þess, hvað það kostar, beinlínis eða óbein-
línis. Sé ekkert annað hendi næst, en föt-
in sem maður stendur í, geta menn farið
úr jakka sínum eða pilsi.
Þegar eldurinn hefir þannig verið þak-
inn með einhverju, þá á að þrýsta fast að,
svo loftið nái 'ekki að komast að honuin.
Menn ættu^aldreUað reyna að slökkva eld
eða kæfa með berum höndum, þvi það er
oftastnær árangurslaust, "og getur þar að
auki verið mjög hættulegt.
Takist ekki að slökkva eldinn þegar í
byrjun, má samt tefja fyrir því að hann
brjótist út, með. því, að loka samstundis
öllum gluggum og hurðum í húsinu þar
sem eldsins varð fyrst vart, svo að sem
minst loft eða súgur komist að honum.
2. Komi eldur upp í húsi eða bæ, og
ekki takist að slökkva hann þegar í byrj
un, má búast við því að húsið brenni til
grunna. En eins og hér hagar til á Eyr-
arbakka, þár sem húsin standa svo nálægt
hvert öðru, má búast við að næstu hús
séu í voða , og nður þá á að bjarga þeim.
Til þess má nota segl, „presseningar“ og
þesskonar. Er það neglt á húsið sem bjarga
á, og skal svo ausa á það vatni, þangað
til öll hætta er úti. Á járnvarin hús, sem
cJíálfsRinn
órökuð, ólituð, liæld og gallalaus kaup-
ir undirritaður háu verði.
duðmumlur Ebeneserson
skósmiður á Eyrarbakka.