Suðurland - 23.09.1911, Side 1
SUÐURLAND.
II. árg.
Eyrarbakka 2B. seftcmbcr 1911.
15. blað.
Auglýsingaverð.
Þumluuguriun af meginmálsletri kostar 1 krönu, miðað við
eina d&lksbreidd í blaðinu. Fyrir BmáleturBauglýBÍngar (potit
eru teknir 3 aurar fyrir orðið.
0 Só auglýst að mun er mikill afBlft,ttur geíinn. %
Landsimastöðin á Eyrarbakka cr opin frá
kl. 8V2—2. og 3ya—8 á virknm dögum. Á helg-
um dögum frá kl. 10—12 f. hd. og 4—7 e. hd.
Einkasíminn cr opinn á sama tíma.
Spapisjóðui' Árnessýslu cr opinn hvcrn
virkan dag frá kl. 3—4 e. hd.
Lestrarfélag Eyrarbakka lánar út bæk-
ur á sunnudögum frá kl. 9 —10. f. hd.
Til kaupendanna.
Gjalddagi“„Saðurlands“é"er 1. nóvember
í haust. Þá eiga blaðgjöldin að vera greidd.
Heiðruðu kaupendur hér í nærsýslunum!
Gerið svo vel að muna eftir blaðinu ykkar
nú í haustkauptiðinni, að borga það. Til-
vera blaðsins í framtíðinni er undir því
komin, að þér reynist skilvÍ3Ír við það.
Vér erum þess fullvissir, eftir þeim mót-
tökum, sem blaðið heíir fengið hjá yður,
að þér viljið hlynna að þessu eina blaði,
sem gefið er út á hinu víðlenda og fjöl-
bygða Suðurlandsundirlendi, — héraðsblað-
inu gkkar, — það hafið þér sýnt með því
að gerast mjög alment kaupendui ’þess, og
sýna því ýmsan hlýleik og vináttumerki á
annan hátt, svo sem margir hafa gert.
Biður nú Suðurland ykkur að vera sam-
taka um, að greiða blaðgjaldið nú í haust-
kauptíðinni, því í haust þarfnast blaðið
allra sinna peninga, því mörg eru útgjöld-
in. Verið þess fullvissir, að “Suðurland
mun verða þeim mun betur úr garði gert
framvegis, sem þér hlynnið betur að því.
Og væri það ekki sæmdar og metnaðarauki
fyrir yður, sem í þessum héruðum búið,
að blaðið gæti stækkað og orðið fjölbreytt-
ara að efni en það nú er, — langstærsta
og besta héraðsblaðið á landinu, í lang-
stærstu og bestu héruðunum. — Kæmi
það ekki vel heima?
Sökum anna á prentsmiðjunni í sumar,
verður ekki tilbúið sögusafn II. árg. í haust,
en verður prentað fyrri part vetrar. Valin
verður góð og skemtileg saga og fá hana
allir skilvisir kaupendur. Verður auglýst
í blaðinu þegar lokið er prentun hennar.
Blaðgjöldin greiðist til gjaldkerans, Guðm.
Jónssonar í Heklu. Eitinig má borga þau
við verslanir hér og á afgreiðslu blaðsins.
Kaupendur Suðurl. í Rvík og grend, eru
vinsamlegast beðnir að borga blaðgjöld sin
til Ögmundar Ögmundssonar við verslun
»Björn Kristjánsson8.
Heyvinnuvélar og notkun þeirra.
Eftir beiðni hr. Guðm. ísleifssortar Stóru-
Háeyri, vil eg segja nokkur orð um vélar
þær, er hann heflr látið nota í sumar og
undanfarin sumur, nefnilega heyvinnuvél-
arnar, sláttu- og rakstrarvól.
Um sláttuvélar skal eg vera fáorður,
því þær eru orðnar svo kunnar og útbreidd-
ar meðal almennings, að kosti þeirra sjá
og vita allir sem annars hafa séð eða reynt
þær. Eg ætla því ekki að tala neitt frek-
ar um nytsemi þeirra, en um notkun þeirra
vil eg fara fáum orðum. Bar eru að mínu
áliti ýmsir agnúar á, t. d. að maðurinu
situr ekki á vólinni og munu þess víða
dæmi, o. fl. Með því að sitja ekki á vél-
inni, getur maður ekki haft nægilegt vald
yflr bæði vélinni og hestunum og er það
til stórtafar, auk þess sem það er óverk-
legt og vélin verður framþyngri og þar af
leiðandi erfiðari en ekki hægari hestunum.
Heyrt hefi eg um einn af okkar bestu
bændum, að hann hafi notað sláttuvél í
sumar, án þess nokkurntíma að leggja Ijá-
ina á. Betta dæmi, sem mun koma bæði
af vanþekkingu og hugsunarleysi, hvetur
mig til þess að taka það skýrt fram, að
undantekning er, ef ekki þarf að leggja Ijá-
ina á daglega. Hitt mun til lengdar ofraun
fyrir hestana og þarafleiðandi vinnutöf.
1 sambandi við þetta vil eg leiða athygli
manna að vél (kostar 22 kr.). er Guðm.
ísleifsson hefir fengið til að leggja Ijáinn
á; gjörir hún það bæði fljótt og vel, er
handhæg og auðveld og ætti að mínu á-
liti áreiðanlega að fylgja sláttuvélunum.
Menn ættu þá er þeir eru á ferð á Eyr-
arbakka, að fá að líta á vél þessa, þar eð
hún er óþekt hér á landi.
Rakstrarvélina er þörf að minnast á,
því eg hefi orðið þess var, að menn bera
vantraust til hennar. Hún á undir öllum
kringumstæðum að fylgja sláttuvélinni.
Kostar kringum 145 kr. og mun engu sið-
ur borga sig en sláttuvélin og gengur all-
staðar að er sláttuvél er notuð, mjög auð-
veld í notkun og létt einum hesti. Vil eg
lauslega minnast á heppilegasta notkun
hennar að mínu áliti, og ýms önnur atriði
í sambandi við hana.
1. það þarf að raka tvisvar með henni
sama stykkið, annars rakar hún ekki
nægilega vel; rakar hún alt fyrir það
á við 5—6 stúlkur, sé röskur hesturfyr-
ir henni á sæmilegum sléttum.
2. Heppilegast, tel eg að láta heyið liggja
í ljá þar til það er orðið þurt. — Hitt
getur líka gengið að raka í flekki, að
öðru leyti en því, að vélin breiðir ekki
á heyinu. Bað ættu menn ekki að gjöra
í þurkatíð.
3. í pöntuninni þarf að taka það fram, að
vélarnar séu þétt tannaðar (ekki meira
en 2 þuml. milli tanna) og að tannirn-
ar séu kantaðar en ekki sívalar.
Eg hætti svo að þessu sinni með ósk
um aukna vélanotkun á landi voru. Mun
best fyrir bændur að fá vana menn til að
koma vélunum á stað og kenna þeim
mönnum er þær eiga að nota, en vera ekki
að burðast við það án þess að fá tilsögn,
því það er auk þess að vera stórskaði fyr-
ir eigendurna sjálfa, rækilegt meðal til að
koma vantrausti og óhug inn hjá öðrum
er þeir sjá að vélarnar ganga illa.
Jbn Briem
Aðf lutningsba nnið.
Mér likaði ekki vel þegar eg las síðasta
tbl. Suðurlands og sá að aðflutningsbannið
var gjört að umræðuefni í sambandi við
næstu kosningar, því eftir því máli ber alls
ekki að fara þá. Að kosningar fara fram
er af vænfanl. stjórnarskrárbreytingu, og
eftir skoðunum frambjóðenda á því máli
ber að fara, þótt meir muni ráða hvaða
stjórnmálaflokki þeir tilheyra, en ef svo
líka verður farið eftir skoðun þeirra á að-
flutningsbanninu, þá er það til þess, að
ýmist er farið eftir stjórnarski'ái breyting-
um, flokkapólitík eða aðflutningsbanninu,
og er slíkt besta leiðin til að sundra og
er þá ílt verk unnið. Aðflutningsbannið
er ekki flokksmál, og því ekki rétt að blanda
því saman við þau, enda vafasamt að því
væri sigur í því, því hjá flestum mun meir
ráða stjórnmálaskoðanir en það. Bótt að-
flutningsbannið verði tekið til umræðu á
næsta þingi, er ástæðulaust að ímynda sér
að það verði gjört á annan hátt en þann,
að það verði lagt undir þjóðaratkvæði aftur,
því fyrst það er orðið til á þann hátt, verð-
ur það eigi numið úr gildi nema á sama
hátt, og aðrir en æstir bannmenn munu
eigi amast við því, enda er það í fylsta
máta réttmætt, því nú er málið betur rætt
frá báðum hliðum en 1908, og er ólíklegt
að bannmenn álíti að fylgi sitt hafl þverr-
að við það, og oflítill meiri hluti þá til þess
að það hafl verið réttmætt að lögleiða það
og með því að gengið só til atkvæða um
það aftur, er fenginn um það endilegur
úrskurðurá þann hátt, sem vera ber.
Læt eg svo staðar numið, enda er Suð-
urlandi ekki holt að ræða mikið þetta þaul-
rædda mál.
Þ.
* *
*
Suðurland er ekki svo ófrjálslynt, að það
vilji ekki taka aðrar greinar en þær, sem
eru samhljóða skoðun ábyrgðarmannsins,
einungis að þær séu kurteysar og ræði
málefni en ekki mann.