Suðurland


Suðurland - 14.10.1911, Blaðsíða 1

Suðurland - 14.10.1911, Blaðsíða 1
SUÐURLAND. II. árg. Eyrarbakka 14. oktober 1911. 18. blað. Auglýsingaverð. Þumluugurimi' af meginraálBletri koetar l krónu, miðað við eina dálksbreidd i blaðinu. Fyrir smáleturBauglyBÍngar (petit eru teknir 3 aurar fyrir orðið. 0 Sé auglýst að mun er mikill afsláttur gefinn. 0 Landsímastöðin á Eyrarbakka er opiu frá kl. 8Va—2. og 3Va—8 á virkum dögum. A helg- um dögum frá kl. 10—12 f. hd. og 4—7 e. hd. Einkasíminn or opinn á sama tima. Sparisjóður Árnessýslu er opinn livcrn virkan dag frá kl. 3—4 e. hd. Lestrarfélag Eyrarbakka lánar út bæk- ur á sunnudögum frá kl. 9 —10. f. hd. Yegalögin frá 190Y. Það var alþingi 1907 sem vann það þrek- virki að fæða af sér vegalögin illræmdu, — illræmdu segi eg, þvi óvinsælli lög hafa ekki gerð verið. Vór Árnesingar höfum fengið að súpa seyðið af þeirri lagasmíð og fáum víst betur. í 9. tbl. Suðurl. I. árg.," er’ ritstjórnar- grein um „vegamál" sýslnanna hór eystra. Sú grein er mjög viturlega og skarplega skrifuð. Leyfi eg mér að biðja Suðuriand fyrir III. kafla hennar. Hann fjallar sér- staklega um áðurnefnd iög. Mór virðist som menn hafl aldrei fremur þörf að hug leiða slíkt, en fyrir kosningamar, einmitt nú, þegar á að fara að troða upp á okkur enn þá einu sinni reykvískum'þingmönnum. Og það öðrum þeirra, (Haiinesi)1 sem sam- þykti þessi óréttlátu lög. Það verður a.ð gera þær kröfur t.il kjósendanna, að þeir viti hvað ]>eir gera, þegar þeir ganga að kosningaborðinu, en láti ekki leiðast af fortölum blindaðra flokksmanna. III. kafla nefndrar vegamálagreinar leyfi eg mér þá að taka hór orðréttan upp, álít að ekkert orð megi úr honum missast: „Vér vikum að því siðast, að þegar vega- málum landsins — og sérstaklega þessa bygðarlags, væii komið í slíkt óefni, sem raun er á, þá væru það vegalögin frá 1007 sem aðallega væru sök í því. Skulum vór þvi taka lög þessi tii íhugunar og rannsaka helstu galla þeirra — kostir þeirra eru oss ósýnilegir. Og í rauninni er það ekki nema eitt aðalatriði, sem hór er nýmæli og mesta þýðingu hefir, og það er viðhald veganna, sem lögin ákveða að skuli — moð fáein- um undantekningum — hvíla á þeim hér- uðum, sem vegirnir liggja um. Og þegar litið er á ástandið í Árnes- og fíangárvalla- sýslum, þá sætir það furðu að slíkt, nýmæli skuli geta orðið að lögum, og þó maður vænti ekki mikils af alpingi íslendinga, þá getur maður samt orðið alveg hissa á því ofurmagni heimskunnar, sem hór kemur fram. En furðulegast er það þó af öllu, að þegar faiið var fram á að laga verstu vitleysurnar á þinginu 1909, þá rífast báð- ir flokkar, sem annars ekki geta komið sér saman um neitt, um að faðma að sér þennan kjörgrip og allar breytingar eru J) Leturbreytingar gerðar af höf. skornar niður. Og úr þessu getur ekkert bætt, nerna umbótakröfurnar komi frá hór- uðunum, nógu alvarlegar og eindregnar, og það i tíma, áður en vegalögin eru búin að því, sem fynrsjáanlegt er að þau hljóta að gera, að eyðileggja bæði samgöngur og gjaldþol — að minsta kosti Suðurlands- undirlendisins, hvað sem öðru liður. fví að varla mun löggjafarvaldinu hafa dulist það, að þegar vegaviðhaldinu er fleygt yflr a sýslurnar, þá er ekki að eins visað á nær tóman sjóð þar sem sýsiusjóðirnir eru, heldur er líka pint það litla, sem þeir geta við sig losað, íra öðrum fyrirtækjum, öiluin knýjandi nauðsynlegum, og öllu þessu er fleygt i botnleysu, þar sein vegaviðhald- ið er, þvi að, eins og vór höfum áður sýnt fram á, verður vegaviðhaldið svo dýrt vegna þess, hvað illa er til veganna vandað í upphaíi. Af þessu leiðir, að vegaviðhaldið hiýtur að verða gagnslaust, vinnur það eitt að tæma sýslusjóðina, og þetta( eitt, sem hverjum heilvita manni hefði att að vera fyrirsjaaniegt i byrjun, hefði átt að vera nóg til þess að afstýra öðrum eins óskap- naði eins og vegalögin frá 1907 eru fyrir þessar sýslur. Og þó eru enu fleiri atriði en þetta eina, sem gera vegalögin bæði meiningarlaus og ranglát. Tiigangur iaganna mun hafa átt að vera sa, að létta viðhaldskostnaðinum af landssjóði, til þess að hann gæti varið þess meira fó til nýrra vega og brúa, og leggja þeiuian kostnað á þau svæði, sem héfðu uot af veginum. En þessum tilgangi na ekki vegalögin frá Í907. Með þeirn ákvæðum, að hvert hérað viðhaldi sínum veguin, er tekið eitthvert hið heimskuleg- asta og um leið hið ranglatasta spor, sem hægt er að hugsa sór, af því það ber oft við að vegur, sem liggur í einni sýslunni, sé litið eða ekki til gagns fyrir þá sýslu, heldui' alt. aðra, og undantekningaratriðin bæta sárlítið úr þessum ágalla. Að minsta kosti er þvi svo varið hér í Árnessýslu. Af 16 hreppum sýslunnar eru 9 sem alls ekki nota til aðdrátta veginn miili f’jórsar og Ölfusár og af þeim 7 hreppum, sem þá eru eftir ei u það 2 þeirra fjölmennustu sein uota hann sárlítið, og víst litið sem ekkert, þegar efri vegurinn er kominn á. Aft.ur á móti notar öll Rangárvallasýsla þann veg og Vestur Skaftafellssýsla að miklu leyti. Alt urn það losnar þó Árnessýsla aðeins við V, hluta af viðhaldi þessa vegar, en viðheldur hinum vegunum að öllu leyti, þótt þeir séu eins mikið eða meira notaðir af utanhéraðs en innanhéraðsmönnum. Og að slíkt er ranglæti sem engri átt nær, það er hlutur sem víst engum getur dulist nema islenskum alþiiigismönnuin, sem margir eru úr Reykjavík og af þeim ástæð- um einum of vilhallir iöggjafar í þessu efni. Því að ákvæðin um vegaviðhaldið virðast fyrst og fremst hafa þann tilgang, að leggja vegi út frá Reykjavík í allar áttir, þeim bæ að kostnaðarlausu, en láta aftur sýslurnar borga hvern vegarstúf, sem liggur út um landið. tessi yflrgarigspólitík Reykvíkinga, sem líka kemur fram i simamálinu og víð- ar, var með réttu umkvörtunarefni í mis- róttisgrein Rangæinga forðum, en þess var þar ekki gætt, að alt þetta er sveitunum sjálfum að kenna, sem fylla þingið af Reyk- víkingum ár eftir ár, því að enginn getur með róttu ámælt Reykvikingum, þótt þeir reyni að skara eld að sinni köku,‘ af ])ví bændur víðsvegar um land eru nógu heimskir til þess að kjósa þáíþau þing- sæti,semþeir ættusjáltirað skipa. Hefðu höf. vegalaganna hugsað nokkuð um rettlæti eða sanngirni, þá hefðu þeir lagt vegavið- haldið, — ef þeir hefðu létt því af lands- sjóði, — ekki á þær sýslur, sem vegirnir liggja um, heldur á öll þau sýslu- og bæj- arfélög, sem gagn hefðu af veginum — og þá hefði Reykjavík ekki verið gleymt. En auk þess nær það engri átt, að leggja vegaviðhaldið á þær sýslur, sem ekki hafa upphaflega verið spurðar um stefuu veganna. Eins og enginn getur álitist skyldur til að taka út og borga aðrar vörur en þær, sem hann sjálfur þarf á að halda og biður um, eins ætti ekki heldur neinn að vera skyld- ur til þess að halda við þeim vegum, sem lagðir eru að honum fornspurðum, ef tii vill þar sem hann síst myndi til kjósa og heflr minst gagn af þeim. En héruðin hafa ekki verið aðspurð, þegar vegirnir voru lagðir; þar var tekið tillit til utanhéraðs- manna, sem vegina þurftu að nota, eins og rétt var, en þá átti ekki heldur að demba viðhaldskostnaðium á eitt hérað eingöngu. Og hvar á svo að taka það fó, sem þarf til viðhaldskostnaðar, þegar ekki er vísað á neina tekjustofna? Hvar á að fá fó til þess að legga nýja vegi, aukavegi út frá aðalvegunum ? Allar framfarir, efnaleg framþróun og framleiðsluaukning er í mesta voða stödd út af þessum heimskulegu og ranglátu vegalögum, sem meðal annars eru samþykt. á alþingi’ af þingmönnum Ár- nesinga!! Eftilvilláannarþeirra cnnþá cftir að fá þakklæti fyrir frammistöð- una lijá kjóscndum síuum; hinn sá þann kostinn vænstan að hverfa úr höndum kjósenda hór fyrir síðustu kosningar. Þetta verður að nægja að sinni um að- alefni vegalaganna: viðhaldsskylduna. Að því er Suðuiiandsundirlendið snertir, er þetta ákvæði með öllu ófært: 1. af því héruðin vanta tekjustofna til þessa vegaviðhalds, 2. af því héruðin eiga heimtingu á viðhaldi aðalvegarins þeim að kostnaðarlausu í samanburði við þær samgöngur á sjó, sem aðrir landsfjórðungar njóta. 3. af því vegaviðhaldið, ef það er tekið af landssjóði, á að sjálfsögðu að leggjast á öll hlutaðeigaridi sýslu- og bæjarfólög eftir ákveðinni ítölu, 4. af því vegirnir eru lagðir án þess hér- uðin fái nokkvu að ráða um stefnu þeirra og 5. af því vegivnir eru afhentir svo vondir, að þeir þurfa viðgerðar vib þegar í byrjun. Þetta síðasta atriði gefur tilefni til að tala um eitt ákvæði þessara alræmdu vega- laga: afhendingarákvæðið. Til þess að ein silkihúfan sé upp af annari í vegamálinu, er það ákveðið i 10. gr. að skýrsla eða vottorð landsverkfræðings sé full sönnun þess, hvort vegur eða vegarkafli sé fullger eða þær skemdir bætt.ar, sem eigi eru að kenna umferð eða eðlilegri rýrnun — með öðrum oi ðum: vegirnir mega afhendast útslitnir, ef þeir aðeins eru lausir við „slysa- göt“, og þeir eru afhentir, ekki teknir út af báðum aðilum með oddamanni. Þetta eru þau rangindi, sem engu tali tekur, að veita veikfræðipgnum slíkt vald, enda hefir hann þegar neytt þess ósleitilega, þannig

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.