Suðurland


Suðurland - 14.10.1911, Blaðsíða 3

Suðurland - 14.10.1911, Blaðsíða 3
SUÐURLAND 73 AðflutningsbanniS. Það kom í ljós á síð- asta þingi að þingmenn vildu þar skernma sín fyrri verk, með frestun þeirra, en það er föst sannfæring mín, að bannlögin reyn- ist heillarík í framtíðinni og ætti fremur að flýta framkvæmd þeirra en fresta, eink- um þar sem nú virðist drykkjuskapur stór- um fara í vöxt og er slíkt voðalegt. Er sannarlega kominn tími til að stífla þessa eiturlind, hún hefir ofmargan góðan dreng eyðilagt og er að eyðiieggja. Verð eg nú að láta her staðar nurnið að sinni, væntanlega sendi eg þór línu við tækifæri, ef guð lofar. Óskandi þérogfesendum þínumallraheilla, er eg þinn með virðingu 10. sept. 1911. Einar Sigurfinnsson. Frá fréttaritara Suðurl. í Rvík. 9. oktober. Spi’eugiiig. Eitt af stærri herskipum Frakka sprakk i loft upp á höfninni Toulon þ. 25. sept. Yflr 500 manns fórust. Eldí'jallið Etna á Sikiley byrjaði að gjósa um miðjan fyrri mánuð. Gos þetta heflr þegar valdið afarmiklum eyðilegging- um. — Þremur dögum eftir að vart var við fyrsta eldgýginn, voru taldir yfir 300 eldgígir gjósandi. Þar sem hraunið fer yflr, er frjósamasta svæðið á allri eyjunni. Öskufallið feikilega mikið, svo, að naumast sést munur á nóttu eða degi í grend við fjallið. Hcrliðlð í Vinarborg skaut niður og særði yfir 100 mans þ. 17. f. m. Petta stafaði af útimóti er jafnaðatmenn héldu þennan dag. Um 40 þúsuudir manna voru þar samankomnir og ræðupallar voru reistir þar eigi færri enn 30 og talað frá öllum þeirra í einu, eingöngu æsingaræður gegn stjórninni. Múgurinn hrópaði: „Niður með stjórnina!" „Lifl ]ýðveldið!“ o. s. frv. Herliðið var fengið til að skakka leikinn og þeirri viðureign lauk með voðalegum blóðsúthellingum. — Síðustu frognir segja, að alveg só óvíst um tölu hinna föllnu og særðu, en fleiri hundruð manns hafa verið flutt á sjúkrahúsin. Frá Spáni er að frétta hina mestu óöld; sumar borgir í hervörslu; dráp og brennur hingað og þangað um iandið. Verk- föll í öllum iðnaðaigreinum í Saragossa. Lýðnum og herliðinu lendir iðuglega í blóð- ugum bardögum og veitir ýmsum betur. Frá Portugal. Konungssinnar þar gera alt sem í þeirra valdi stendur til að koma Manuel konungi aftur til valda. Her þeirra (norður við landamærin) bíður nú altilbú- inn til að ráðast á lýðveldismenn; bíða að eins eftir peningum sem þeir eiga von á frá Englandi. Voðaástand á ítaliu. Rúsundir manna farast úr kóleru. Nýlega er yflrlæknir frá Stokkhólmi, Holmgren að nafni, kom- inn heim úr skemtiför um Ítalíu, og fluttu „Kvöldtíðindin" þar eftir honum 11. f. m. Þetta meðal annars: Astandið í Genúa er hræðilegt og í Liv- orno deyja daglega um 300 manns úr kóleru. Stjórnin reynir að hefta veikina. Þýsk herskip vaða nú mjög um Stóra- belti og hafa gert dönskum sjómönnum stórtjón. Einkum hafa þau eyðilagt síldar- net þeirra hunduðum saman. Hafa Danir heimtað skaðabætur, en óvíst hvort. því verður sint. Óöld i Kiua er nú hin mesta. Innan- lands óeyrðir miklar, vatnsflóð o. fl. Tugir þúsunda manna farast. Tripolisher á ítala valdi eftir langvinna skothrið. Balkan órólegur. Símsk. til Isaf. 6. þ. m. Undirbúningsfundi undir næstu alþingiskosningar hafa þeir verið að halda þingmannaefnin þrjú, séra Kjartan Helgason, Jón Jónatansson og Sig. Sigurðsson. Á Stokkseyri héldu þeir fund kl. 12 á miðvikudag sl. og hér á Eyrarb. um kvöldið. Lýstu þeir afstöðu sinni gagn- vart þeim helstu málum, sem búist er víð að liggi fyiir næsta þingi, og þá fyrst og fremst stjórnarskrármálinu. Ekki voru þing- mannaefnin allskostar ánægð með stjórnar- skrárfrumvarp siðasta þings, voiu t. d. allir sammála um, að ekki hefði verið nauðsyn að fastákveða þar að ráðherrar skgldu vera 3. nóg að stjórnarskráin hefði leyft fjölgun ráðherra. Rýmkun kosningaréttarins voru þeir eindregið fylgjandi sóra Kjartan og Jón, meðal annars að kvenfólki væri veittur kosniugaróttur, álitu, að ranglátt væri að varna þeim konum sem taka vildu þátt í stjórnmálum atkvæðisréttar. Séra Kjartan áleit kvenþjóðina fult svo hæfa til þess að hafa holl og góð áhrif á ýms þýðingarmikil mál sem karlmenn. Sig. Sigurðsson vildi hlifa kvenþjóðinni við að dragast út í deilu- mál dagsins og andmælti fremur kosningar- rétti kvenna. En allir voru þeir á einu máli um það, að kostir frumvarps síðasta þings væru svo miklir, að æskilegast væri að samþykkja frumvarpið óbreytt á uæsta þingi til þess að stofna málinu ekki í tvísýnu. Sparnaðarmenn voru þeir auðvitað allir þ. e. vildu styðja að gætilegri fjármálapóli- tík. Spurningar komu fram um það, hvort þeir mundu vilja styðja núverandi stjórn framvegis, ef til þess kæmi að núverandi ráðherra vildi taka að sér stöðuna áfram. Sig. Sigurðsson tjáði sig honum eindregið fylgjandi, en séra Kjartan og Jón kváðust ekkert ákveðið geta um það sagt, enn væri aðeins stuttur tími liðinn af stjórnartið hans, langt fram að næsta þingi og margt gæti breytst til þess tíma og því algerlega óhugs- andi að gefa bindandi loforð löngu fyrirfram. í sambandsmálinu sagðist Sig. Sig. hafa sömu skoðun og fyr, Jón taldi heppilegast að málið væri alveg strykað út af dagskrá og ekkert hreyft við því fyrst um sinn, sömu skoðunar var sr. Kjartau, taldi sig þó ekki ófúsan til samkomulags með miðlun ef málið yrði tekið upp. Vildi vinna að frið inn á við og út á við. Þá voru þingmannaefnin spurð um skoðun þeirra á aðflutningsbannsmálinu. Voru þeir eindregið fylgjandi bannlögunum sr. Kjartan og Sigurður, en Jón að því leyti, að hann vildi ekki að þau væru afnumin af alþingi einu, en var því meðmæltur, að þau væru lögð undir þjóðaratkvæði aftur, og það væri búið fyrir 1915, er þau eiga að ganga í gildi að fullu. Því voru hinir mótfallnir. Fundurinn var tjölsóttur af kjósendum og fór vel^fram. Á E.b.fundinum kom fram tillaga um, að lýsa velþóknun á framkomu gömlu þingm. á síðasta þingi, hún var tekin aftur, enda mæltist Sig. Sigurðsson til þess, mun hafa hálfvæmt við. Þeir eiga mikla þökk fyrir það, innan- sýsluframbjóðendurnir, að halda fundi hér neðra. í’ví hafa menn ekki átt að venjast áður. — En eitt er næsta kynlegt, og það er, að 4. þingmannsefnið, Hannes Þorsteinsson mætti ekki á fundunum og sendi kjósend- um engin skeyti um afstöðu sína til hinna ýmsu þýðingarmiklu mála. fess var þó fremur þörf fyrir hann en t. d. Sig. Sigurðs- son. Sigurð þekkja menn fremur í gegnum alþingistiðindin, en Hannes hefir verið for- seti og því alókunnugt um afstöðu hans t. d. til stjórnarskrármálsins o. fl. Við kosningarnar 1908 gat t. d. Jón Bergsson á Egilstöðum ekki mætt á þing- málafundum sökum veikinda, en hann fékk hinum innansýsluframbjóðandanum, Sveini frá Firði umboð í hendur til þess að lýsa skoðun sinni, ekki aðeins í sambandsmálinu, heldur og í ölium aðalmálum kjördæminu viðkomandi, en Sigurður Sigurðsson lýsti því yflr, að hann hefði ekkert umboð frá Hannesi til þess að lýsa afstöðu hans í nokkru máli og varðist allra frétta í því efni. En það er þó að misbjóða almenningi, að ætlast til að haun kjósi blindandi, láta ekki svo lítið að tilkynna nein forfoll. Það er tæplega hægt að skoða þetta á annan veg en óbeinhnis afturköllun á fram- boðinu. Þau þingmannaefni, sem ekki vilja leggja það á sig — eða ekki láta svo litið að tala við kjósendurna, geta tæplega vænst þess, að fá atkvæði þeirra, síst þegar menn eru í kjöri sem hafa virt kjósendur svo mikils að tala við þá. Ágrip þetta or tekið eftir báðum fund- unum (á Stokkseyri og hér). J. H. ---------------- cTCáíí smjörverð. Clephan & Wienke New-castle on Tyne seldi síðustu sendingu frá Þykkvabæjar- smjörbúi á 1,20 aura pundið brutto eða um kr. 1,14 pd. netto. Þetta mun vera hið hæsta verð sem fengist heflr. Búnaðarsamband Suðurlands selur 4 hesta veltamda fyrir plóg og sláttuvél. Lysthafendur snúi sér til Agústs Hclga- sonar Birtingaholti eða Jóns Jónatanssonar á Ásgautsstöðum.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.