Suðurland


Suðurland - 14.10.1911, Blaðsíða 2

Suðurland - 14.10.1911, Blaðsíða 2
72 RUÐURLAND, var t. d. nú í vor Flóavegurinn svo illur nálægt Bitru, að til stórvandræða horfði, og sýslan varð að kosta stórfé til umbóta, og þó hafði verið gert við þennan vog i fyrra suraar, og hann síðan afhentur. Varla hafa ófærurnar á þessum vegi verið að kenna umferð eða óeðlilegri rýrnun, úr þvj ekki var um lengri tíma að ræða, heldur hinu, að illa hefir verið gert við veginn, en engin leiðrétting hefir fengist á þessu. Sömuleiðis varð sýsian að gera við stór- skemdir á veginum fyrir sunnan Selfoss, og eru slíkt ekki góðar framtiðarhorfur. Páð er ekki síst afhendingarákvæðið, sem gerir þessi lög ófær. í’ess ber að geta, að þau hlunnindi fylgdu vegalögunum, að sýslufélögum voru gefnar eftir skuldir þeirra til viðlagasjóðs, sem stafað hafa af byggingu vega og brúa. Þótt Árnessýsla væri búin að borga mikið af þeim skuldum, þá var samt þetta þægilegt ákvæði, en því er spilt með því, að stjórn- arráðinu or gefin heimild til að heimta, að því fé sem þannig sparast verði varið til nýrra vega, og þar með er snara lögð um hálsinn á öllu sjálfstæði hóraðanna, stjórn- arráðið getur kúgað sýslunefndirnar til hvers sem því sýnist, með því að nota þennan rétt, sinn, eí sýsiunefndir vilja þver- skallast í öðrum máluin. Er það auðsætt, hvað hættulegt slíkt ákvæði er. Hér verður að uema staðar að sirmi, og væri þó tilefni til að athuga margt, annað í þessum lögum, svo sem ákvæðin um jarðrask, lögferjur o. fl., en það verður að bíða. Grein þessi er aðaliega rituð til þess, að vekja menn til umtals um vegamál héraðsins og vekja athygli manna á hinum gildandi vegalögum, sem að einhverju leyti verður úr að næta. En hvernig á að kippa vegamálunum í betra horf? Gainan væri að það atriði yrði rætt, og rriunum vér við tækifæri koma fram með vorar tillögur, aðrir get.a gert sínar. * » * Eins og svo rækilega er tekið frain í t'essari grein, er það vítavert, að 1-tndsmenn skuli vera svo blindaðir að fylla þingið með búsettum mönnum úr Reykjavík. Þeir hag- nýta sér auðvitað heimsku landsmanna, sem ekki er að lá. En hvað snertir nefnd vegalög, þá vil eg spyrja heiðraða kjósendur, hvorir þeim þykja liklegri til þess að vinna af alhug að afnámi þeirra á þingi, Reykvíkingarnir, Hannes og Sigurður, eða innansýsluframbjóðendurnir, séra Kjartan og Jón Jónatansson, sem báðir oru gjaldendur í sýsiunni og hljóta því sjálfir að finna til byrðarinnar. Viija menn ekki leggja flokksklafana til hliðar og athuga of- urlítið héraðsmálin óg kjósa eftir þeim. Hátt er hrópað með það, að hér sé að- eins kosið til eins þings, en engin vissa er fyrir því, getur vel komið' fyrir að þeir þingmenn, sem nú vei ða kjörnir, sitji lengur. í>að er ekki vansalaust fyrir eina lang- fjölmennustu sýslu landsins, að sækja báða þingmenn sína út úr sýslunni, og óþarft verk og ekki gott, eru þeir menn að vinna, sem eru nú að læða út í almenrúng ýms- ura hviksögum, sem miða í þá átt að rýra álit innansýsluframbjóðenda. Varist alla óeðiilega og óheilbrigða flokkaof stæki við kosningarnar í haust. Hafiðeinung- isfyriraugum gagn og sæmd kjördæmisins og þjóðarinnar í heild sinni. Kjósið þá menn, sein iíklegastir eru ti) að hrinda á- hugamálum ykkar í rétt horf. Adam. Úr Meðallandi. Kæra Suðuriand! Pað er nú orðið all langt síðan þú hefir fengið iínu 1rá mór, jafnve) þó eg hafl hugsað mér að láta það ekki dragast svona iengi. I-Infa vaidið því ýmsar annir og aðburðaleysi, et( eg ætla nú að bæta það upp og láta þig fá til birting- ar, það sem héðan er fréttnæmt. Eg hætti þar við síðast., er gamla „Góa“ var að kveðja land og iýð, með sóiríkum sumarlegum hlýleika, þó nokkuð væri enn til sumarmálanna. Einmánuður rann upp með sama hætti, og byrjaði hann með því að múgur og margmenni safnaðist saman á sjávarströndinni, skyldi þar halda uppboð á hinu strandaða skipi, „Babettu" og góssi því tilheyrandi. Var þar saman komið fólk úr Meðallandi og nærliggjandi sveitum, var það sannefnd „Einmánaðar samkoma", veður blítt og bjart og lá vel á öllum, en þá er til verka skyldi taka, kemur skyndi boði með þá fregn að gufuskip sé að stranda við eða í Kúðaós. Sýslumaður bregður þeg- ar við, setur skrifara sinn, Jón Þorsteinsson fyrir uppboðshaldara, og kveður til fylgdar nokkra vaska drengi og ríður áleiðis til hins nýja strands. Getir hann síðan þær ráðstafanir sem honum virðist nauðsynleg- ar og snýr aftur til uppboðsins og lýkur því. Hið nýstrandaða skip hót „Volante" frá Grimsby. Skipverjar 12 að tölu koniust siysalaust á land og voru fluttir til bæja. Skipstjóri sagði sig ekki í strand en talaði um að létta skipið ef þörf gerðist. Skipið hafði lent vestan við ósinn, svo nærri hreppsmörkum, að vafi lék á hvort það til- heyrði heldur Meðallandi eða Álftaveri. Mátti sjá að hlutaðeigandi hreppstjórum var allþungt í skapi þó stiltir væru. Varð þar ekkert til tiðinda, fyr en 2 dögum síðar komu þau boð skyndilega, að nú skyldi tekið til að skipa upp flski og selja jaín- óðum. Þustu menn á stað og vildu fá sér í soðið, en þegar til kom var skipið farið og koiriið á sæ út og höfðu menn ekki meira af því. Urðu menn allgramir yfir þessari lognu fregn sem við ekkert hafði að styðjast nema ranga eftirtekt. Sýnir þetta eins og margt fleira, hve litið er tak- andi mark á þó eitthvað sé fullyrt og eins hitt. hvað misskilningur getur af sér leitt. Ókunnugt er hvar hviksaga þessi hefir ver- ið búin til, en i Skaftártungu er hún fyrst fullvaxta, þaðan barst hún austur á Síðu og svo suður í Meðalland. Hefir þetta eir;- att síðan verið nefnt stóra vitleysan eða lyga-strand. Góða veðráttán varaði áfram en um pásk- ana gerði nokkurn snjó, er brátt-tók þó upp aftur og vorið kom blítt og gróðursælt, að sönnu í kaldara lagi stundum, grasspretta mun hafa orðið í meðallagi eða vel það. Til sláttar var almennt tekið í 12. og 13. viku sumars. Var þá þurkatíð fyrst en svo eftir 14. helgina brá til óþurka er vöruðu í 3 vikur. Gerði þá góðan þerrikafla þar til nú fyrir hálfum mánuði að gerði stór- rigningu og deyfutíð svo alt fylti, en þerri- dagar komu seinni part síðustu viku. í gær og í nótt var ofsaregn. Heyafli mun hér tæplega í meðallagi, af því tiðin reynd- ist svona og sláttur nú á förum. Töður hröktust talsvert, en það er bót í máli að margir eiga firningar frá fyrra ári, svo hey- birgðir eru víst í góðu lagi. Bráðum kemur kornskerutíminn en hvern- ig lítur út, með uppskeru er mér lítt kunn- ugt um. Garðrækt er hér talsverð og lítur út fyr- ir að gefi góða uppskeru í þetta sinn. Ætti sú atvinnugrein að vera betur stunduð en alment er, þvi nóg er landið og vel fallið til slíkrar ræktunar víða. Mætti mikið spara með því kornvörukaup og væri það vissu- lega mikil framför og vænlegt til þjóðþrifa að leggja stund á að auka inulenda fram- leiðslu en minka hin útlendu vörukaup, auk þess eru garðávextir ljúffeng og nærandi fæða. Það er vonandi að mönnum fari að skiljast. að „holt er heima hvað“ og að ræktun landsins er sá sparisjóður, sem besta vexti gefur og aldrei er hætt við að verði gjaldþrota. Það er því í alla staði óhætt að leggja fé sitt í hann. Ræktun landsins er líka sá besti vottur um þrek og þol og andlegt og líkamlegt atgjörvi og fyrsta sporið til velmegunar og efnalegs sjálfstæðis, en efnalegt sjálfstæði er undirstaða alls annars sjálfstæðis. En hér þarf eins og annarstað- ar samtök sérþekkingu og bætt verkfæri, handveikfæiin þuifa að víkja fyrir nýjum vinnuvélum þar sem hestafl má nota, og þær þurfa menn að kaupa í félagi og nota í félagj. Bændur þurfa líka að læra með- ferð jarðvegarins, áburðarins og verkfær- anna, svo að þeir séu starfi sínu vaxnir. Væri æskilegt, að þú, kæra Suðurland vild- ir gefa smábendingar í þá átt. ISú er haustið þegar komið, hirin mikli veðravaldur er að færa herbúðir sínar nær og nær og sýnist stundum albúinn að senda haglregn yfir landið, en vonandi verður nokk- •ur timi þangað til umsátur hans byrjar fyrir alvöru, og verður að nota þann tíma vel, menn neita allrar orku að draga föng í bæina, svo mönnum og málleysingjum sé óhætt þó hann haldi þeim í herkví nokk- urn tíma og þurfi ekki að bíða tjón af skeytum hans. Lítið er hér talað uin landsmál, enda öðru að sinna um þetta leyti árs, en all- margt er þó íhuguuarvert í því sambandi fleira en stórpólitíkin. Kost á sér til þing- setu fyrir þetta kjördæmi hafa þeir gefið: Sig. Eggerz sýslumaður og Gísli Sveinsson cand. jur. Munu þeir báðir hafa hér tals- vert fylgi. Óskandi væri að kosningadagur- inn yrði sannur heilladagur fyrir land og lýð. Mér virðist þessir tímar svo alvarleg- ir og jafnframt hættulegir, að fuil ástæða sé' til þó menn séu áhyggjufullir, væntan- legir þingmerm eiga úr svo miklum vanda að ráða, á margvíslegan hátt, að það er fyllsta þöif að til þess veljist vitrir og vand- aðir menn, sem bæði hafa vit og vilja tii að hafna hinu illa en velja hið góða, og finni til þeirrar ábyrgðar, sem áþeimhvíl- ir. Og kjósendur hafa hér sinnar ábyrgð- ar að- gæta í vali fulltrúa sinna. Þeir þurfa að biðja hver íyrir öðrum og fyrir sjálfum sér, og þeir þurfa og eiga að biðja Guð að styrkja fulltrúana og gefa þeim hyggindi til að setja landi lög, sem heillavænleg reynast. Hér þarf margs að gæta sem mikilsvert er. Má þar meðal annars neína.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.