Suðurland


Suðurland - 27.10.1911, Blaðsíða 1

Suðurland - 27.10.1911, Blaðsíða 1
SUÐURLAND. II. árg'. Auglýsinyaverð. Þumlungurinn af meginmá-lBletri kostar 1 krónu, miðað við eina d41ksbreidd í blaðinu. Fyrir smáletursauglyBÍngar (petit eru tekníx 3 aurar fyrir orðið. Q Sé auglýst að mun er mikill afsl&ttur gefinn. % Landsímastöðin á Eyrarbalcka cr opin. frá kl. 8Va— 2. og 3Va—8 á virkum dögum. A lielg- um dögum frá kl. 10—12 f. hd. og 4—7 e. hd. Einkasiminn er opinn á saina tíma. Sparisjóður Árnessýslu cr opinn hvern virkan dag frá kl. 3—4 c. hd. Lestrarfélag Eyrarbakka láuar út bæk- ur á sunnudögum frá kl. 9 —10. f. hd. Ungmennamál. Framtíðarhorfnr nngm. fél. íslensku. ísleuskur lj'ðkáskóli. í „Skinfaxa“ hefi eg litillega gjört grein fyrir skoðun minni og skilningi á starli og stefnu ungmennafélaganna íslensku, upphafi þeirra og takmarki, og veit eg vel, að þar er eg í fylsta samræmi við fyrstu forgöngu menn þessarar hreyfingar hér á landi _ Bjartir og hlýir lýðháskólastraumar höfðu snortið svo fyrst.u og fremstu forgöngu' mennina, sinn í hvoru landi, að vísu á tals' vert ólíkan hátt, en þó í fullu samræmi' svo að hrifni þeirra og hugsjónir mynduðu fasta heild, er lögð var til grundvallar að „U. M. F. í.“ — Og það mun síðar í sög- ur fært, að betri grundvöll hafl tveir menn ungir og lítt reyndir sjaldan lagt að nokkru verki! — Það var því heldur eugin tilviljun að þeir fáu íslendingar meðal yngri manna, er snortnir voru af lýðháskólahreyfingunni norrænu, slóust þegar í lið með „landnáms' mönnunum" nýju og tókust forustu áhendur' Þannig var ungmennafélagsskapurinn ís_ lenski beinlínis grundvallaður á lýðháskóla. hugsjónum þeim, er reynst hafa grannþjóð um vorum svo giftusamlegar og blessunar. ríkar. — Pær hugsjónir framkvæmdar j verki hafa á tiltölulega skömmum tíma gert litla landið Danmörku að frægu menn- ingar- og framfaralandi, — og gert Noreg að frjálsu og sjálfstæðu ríki. — Svo rík var lýðháskólahugmyndin i hjört- um fyrstu forgönguinannanna ungm.félaga vorra, að á fyrsta öambandsþingi voru á Þingvöllum 1907 var hreyft því máli, «3 ungm.félögin beittu sér fgrir stofnun íslensks lýðháskóla — á Þingvöllum. — Fögur hug- mynd og þrungin af þjóðrækni og stórfurðu- legum skilningi á einni dýpstu og brýnustu þjóðarþörf vorri! — Fannig er þá rakin hin stutta ættartala U. M. F. í., og kemur hún saman við ætt hinna norrænu félaga, er öll eiga rót sína að rekja til lýðvakningar Grundtvígs í Danmörku. — Og enn þá þann dag í dag eru lýðháskólar grannþjóða vorra besti bakhjarl ungmennafélaganna, Eyrarbakka 27. oktober 1911. uppspretta sú, er þau ausa 'úr'fáhuga og lífsmagni. — Hver lýðháskóli erírauninni fyrirmyndar ungmennafélag — eða ung- mennaheimili, og þaðan koma þvi sí og æ bestu ungmennafélagarnir. —--------Hvern veg snýr nureynslasú, er vér ísl. höfum fengið í ungmennafélags- starfi voru þenna stutta tíma! Er hugs- anlegt, að vór getum til lengdar haldið við áhuga og lífsmagni ungmennafélaganna án þess að hafa nokkura uppsprettu að ausa úr, þótt vér um stundarsakir — meðan félögin voru fá — gætum „lifað“ á eld- móði þeim og ahuga, er fyrstu forgöngu- mennirnir færðu oss utan að'. — Nei. Alls ekki! — Reynslan sýnir það og sannar hér á landi, sem sjálfsagt var og er enn, að til þess að ungmenna- félög vor geti blómgast og þroskast á þann veg, er þeim var ætlað frá upphafi, — verða þauaðeigaöfLugail Og „ramislensk an“ íyðlláskóla að baki sér\ — Pá er þeim borgið! Ög með því móti einu uá J>au takmarki sínu! — — Þess er heldur eigi að dylja, að heitasta ósk og von margra góðra ungmennafólaga er og heflr frá upphafl verið sú, að félags- starf vort. yrði til þess að flýta fyrir stof n- un íslensks lýðháskóla. Hin mikla aðsókn að ungmennafélögun - um víðsvegar um land alt — straumur unglinga og æskulýðs vakinn af hinni ó- ljósu þrá, sem grípur hvert óspiit ungling s' hjarta, er „ungmennafélags“-strengirnir eru hreyfðir, ]>að er hróp og köllun til þióðar inn- ar, æskuheit bœn um íslenskan lýðháskó la, er orðið gœti gróðrarstöð hins góða og fagra, er hreyfist með æskulýðnum. Skóla er skírt gæti þrána og gert hana að með- vitund, þroskað ættjarðarástina og stálsett hana til framkvæmda, vakið guðstrúna og gert hana að sannnfæringu. , Þessliáttar skóli er brýnasta þörf vor Islendinga nú á dögum. H. V. Tugamálið. Nú er fawð að nota í viðskiftum hið nýja mælikerfi, sem ýmist er nefnt metra-mál, tugamál eða stikumál og stundum er það nefut kerfi en ekki mál. Hætt er við að mörgum verði ótöm þessi nöfn, fyrst i stað, og hætti við að vilja heldur nota gamla málið, og er það eðlilegt, þó augljóst sé, að tugaskifting sé hin hagkvæmasta í öll- um reikningi. En það var einkum eitt í þessu sam- bandi sem eg vildi minnast á, það eru nöfnin. Útiendu heitunum hefir verið breytt í innlend og það var mjög vel hugsað, því hin innlendu munu miklu betur auðnumin 21. blað. en hin útlendu heiti, stikan er fallegra en meter og vog er fallegra en gram, en sá er galli á gjöf Njarðar, að útlendu heitin eru notuð jafnhliða hinum innlendu og jafn- vel fremur, til stórlíta á málinu og almenn- ingi veitir stórum erfiðara að átta sig á því, heldur en þessu væri ekki svona rugl- að saman. Mér virðist heppilegast að nota alment i ræðu og riti innlendu heitin, eða algjörlega fella þau úr gildi og nota þau útlendu þá einungis. Þetta vildi eg óska að „Suðurland" vildi minna menn á, og eg vona að menn yfir höfuð leitist við að hreinsa mál sitt og byggja út úr því út- lendum orðum, þar sem íslensk orð eru til að tákna sama hugtakið. íslenska tungan er sá kjörgripur sem menn mega ekki skemma vísvitandi. Annaðhvort alíslenskt eða alútlenskt. Enga blöndun. Einar Sigurfinnsson. -------»<>0~0 -- SímsRcyti frá *3lviR 2*/l0—’ll. Guðmundur Isleifsson, Háeyri. Útaf unmælum Suðurlands, fykir okkur rétt að lýsa því yfir, að við munum aldrei verða á móti hafnargerð í Þorlákshöfn. Hannes Þorsteinsson. Sigurður Sigurðsson. * * * Hvað sannar svo þessi yfirlýsing Reyk- víkinganna. Hún hrekur ekki eitt orð af ummælum síðasta Suðurlands. Gefur að eins gægjur að þeir séu ekki brjóstheilir sínu eigin bæjarfélagi. Halda að mann- gildi sitt vaxi við það hjá kjósendum hér. Svo þunnir halda þeir við séum, Arnesingar. Yfirlýsingin frá þeim heiðruðu herrum, hefði þurft að vera ákveðnari, t. d. á þéssa leið: Útaf ummælum Suðurlands, lýsum við því yfir, að við erum eindregið með hafn- argerð í Þorlákshöfn og þeim mannvirkjum öðrum í Arnessýslu, sem á dagskrá hafa komið og standa í sambandi við hana. — Hefði yfirlýsingin verið svona ákveðin, þá hefði einhver orðið til að trúa þessu. En þeir segja aðeins: „aldrei verða á móti henni“. Geta hæglega smogið út er til atkvæðagreiðslu kæmi á þingi, án þess að hafa svikið kjósendur í nokkru. Svo auvirðilegt yfirskyns-kattar-klór er þetta. Þeir munu þó ekki vilja segja með sím- skeyti þessu : á okkur er ekkert að byggja ! Við erum allra vinir en engum trúir ? Skilja mætti þetta svo. —-----O^OO--------

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.