Suðurland


Suðurland - 27.10.1911, Síða 2

Suðurland - 27.10.1911, Síða 2
82 SUÐURLAND. Markaðsfréttir. Neivcastle-on-Tyne. í síðustu fréttum gátum vér þess, að næstu skip mundu koma hingað á sunnu- degi. Til allrar hamingju kom aukaskipið „Ask“ með miklar sendingar, er komust mátulega á maikaðinn, svo oss hepnaðist að ná hinu háa verði og geta innan skamms selt ailar birgðirnar. Næstu viku á eftir kom „Ceres" og rétt á eftir „Sterling" með 2 sendingar, og með því markaðurinn hélst, náðum vér einnig hinu háa verði fyrir þessar sendingar. Gæðin voru á líku stigi og í fyrri send- ingum, en kröfur kaupenda eru langtum meiri í ár en fyr, og er það skiljanlegt, þar sem smjörið hefir aldrei verið í jafn háu verði. Þess hærra verð sem almenn. ingur verður að gefa fyrir einhverja vöru, vaxa kröfurnar til þess að varan sé 1. flokks vara. f’ótt sum smjörbúin hafi ef til vill ekki náð eins háu verði og áður, er það ekki merki þess að gæði smjörsins séu minni en áður, en aðeins eðlileg afleiðing ástandsins sem nú er. — — Markaðshorfur góðar enn og sennilegt að þetta háa verð standi enn í nokkrar vikur. y. V. Faler & Co. Áfangastaðir. Margar eru þær torfærurnar á vegunum hér Sunnanlands enn þá, þó altaf sé verið að bæta þær smátt og smátt, brúm fjölg- ar og vegir aukast með ári hverju, einkum er það hér í Skaftafellssýslu að torsótt er að ferðast. Valda því einkum hinir löngu sandar og hin breytilegu, straumhörðu jök- ulvötn, sem tíðum banna ferðir manna og varla mun vera hægt við að gera, svo vel sé. En það er annað sem einkum átti að vera umtalsefni mitt í þetta sinn, og það er haglendi fyrir ferðahesta. Menn hér úr Vestur Skaftafellssýslu, austan Mýrdalssands verða að sækja allar sínar nauðsynjar j Vík og flytja á hestum. Á þeirri leið er Mýrdalssandur — graslaus eyðimörk — með vondu vatnsfalli (Múlakvísl). Að vestan verðu við hana taka við fjöll, er farið fram. an undir háum hömrum en neðan við þá eru sumstaðar grasbrekkur og fitjar sem eigendur hafa nú girt fyrir svo ekki er mögulegt að láta hest taka niður þó líf hans liggi við, og þó til Víkur komi, tekur ekki betra við, þá verður að flytja hestana langan veg áður en þeir mega taka niður, Þetta er mjög svo tilflnnanlegt, því það mun hverjum manni skiljanlegt, hvað erfitt og hættulegt það er að ferðast svona lengi á hagleysu. Það er að sönnu eðlilegt að menn vilji verja eign sína fyrir skemdum- en naumast er það mannúðlegt að fyrir, muna hungruðum og þreyttum ferðahesti að taka niður, sér að skaðlitlu. Það er stór nauðsyn að bót sé ráðin á þessu á einhvern heppilegarr hátt, og mér virðist næst liggja að þeir sem um vegina eiga að sjá — landsjóður og sýslusjóður — kaupi eða fái ieigða áfangastaði nægilega þétta, þar sem hægt er, svo ekki þurfi að fara þessa alt of löngu áfanga án þess að hvíla. Eg vildi aðeins hreyfa þessu máli, góðum mönnum til íhugunar, og eg vona að fleiri vilji taka í þenna streng, og tala máli „þarfasta þjónsins", sem ekki getur kvartað yfir kjörum sínum, nema með sínu þögula augnamáli, sem því miður fáir virðast gefa gaum. Við verðum fegnir að fá að hvíla okkur stundarkorn og fá okkur hress- ingu við erflða vinnu. Setjum okkur því í spor hestsins, þegar hann þreyttur og svangur þrammar undir þungri byrði og fær ekki að ná í grastætlu tímanum saman. Miskunn við málleysingja. Einar Sigurfinnsson. -----<kk>---- cTCásfióli cJs/anós. Þann 6. okt. voru innskrifaðir á hann 41 stúdent, en af þeim voru 9 útskrifaðir af mentaskólanum í vor. Búist er við að nokkrir hafi bætst við siðan. í guðfrœðisdeild eru: Ásmundur Guðmundsson Jakob Kristinnsson Tryggvi Þórhailsson Vigfús Ingvar Sigurðsson í lagadeild eru: Árni Jóösson Björn Pálsson Böðvar Jónsson Eiríkur Einarsson Hjörtur Hjartarson Jón Ásbjörnsson Jónas Stephensen Jón Ben. Jónsson Jón Þórarinn Sigtryggsson Ólafur Lárusson Páll Eggert Ólafsson Páll Pálmason Pétur Magnússon Sigurður Sigurðsson . Steindór Gunnlögsson Porsteinn Porsteinsso í læknadeild eru: Árni Árnason Árni B. P. Helgason Árni Gíslason Axel Böðvarsson Bjarni Snæbjörnsson Björn Jósefsson Einar E. Hjörleifsson Guðm. Ásmundsson Halldór Hansen Halldór Kristinnson Helgi Skúlason Jóhannes Á. Jóhannsson Jónas Jónasson Jón Jóhannesson Jón Kristjánsson Jón Ólafsson Konráð R. Konráðsson Magnús Björnsson Sveinn V. Sveinsson Vilmundur Jónsson Þórhallur Jóhannesson. —<.---0»0*'C---- Misrétti. Eg þekki gamian mann, er hefir verið bóndi til þessa, fátækan sæmdarmann. Hann haíði lengi búið við ailgóð efni, kom- ið mörgum börnum til manns, en er nú orðinn eignalaus. Jeg talaði nýskeð við hann um kosningahorfur, þótt hann fylgd- ist vel með, vildi hann nú sem minst tala um slíkt af gremju yfir því, að nú hafði hann ekki kosningarétt. Hann borgaði ekki nógu hát.t útsvar, en hafði þó ekki þegið af sveit. Jeg hugsaði til uppgjafaembættismann- anna — þyngsta þurfamannanna, — mis- mun á kjörum þeirra og hjá uppgjafabænd- um. Embættismenn fá það há laun, að ef þeir eru ekki eyðsluskepnur, geta þeir safnað auði, — það hefir reynslan líka sýnt- — og þyrftu því ekki að gera sig að þurfamönnum, tuttugu sinnum og þar yfir þyngri ómagar en uppgjafabændur, ef þeir neyðast til að knýja á þær dyr, sem fá- tækum er fuflgott: hjá sveitarstjórninni og missa um leið kosningaréttinn, en embætt- ismenn ekki, þó þeir komist á eftirlaun af óreglu og ómensku. Hverjum er þetta misrétti að kenna? Þeim sem kosningaréttinn hafa notað. Þegar kosningar hafa farið fram, hafa oft bændur, sem hafa verið þeirri stöðu vaxn- ir, „dumpað" fyrir embættismönnum, sem hafa ekki sýnt neinn dugnað. Það heflr víst verið álitið, að þeir beri hag alþýð- unnar mest fyrir brjósti, og séu bezt falln- ir til þess að sjá hag hennar borgið, en svo þegar rætt hefir verið um afnám eftir- launa á þinginu, þá hefir þeim ekki verið geðfelt að ríra réttindi sinnar stéttar. Um ekkert deiluatriði eru alþýðumenn eins sammálá sem það, að afnema eftir- laun embættismanna hið fyrsta, en þótt undarlegt sé, hafa þeir, sem virt hafa þessa eimóma kröfu alþýðumanna að vettugi, verið margendurkosnir. Vonandi fer það að lagast, og eftirleiðis verði engir hugs- andi menn til þess, að gefa þeim atkvæði sitt. Ekki er það þó mín skoðun, að allir embættismenn eigi hér óskilið mál. T. d. hafa margir prestar verið mjög nýtir menn á þingi og ekkert athugavert við að kjósa þá, séu þeir sæmdarmenn. Enda mega þeir skoðast sem mentaðir bændur á þingi. Vér eigum eingöngu að kjósa þá, sem afnema vilja öll eftirlaun, og varast að kjósa þá sem vilja verða snýkjudýr á landssjóði, eða eru gjarnir á að vilja viðra sig upp við mtiri hlutann, og sízt þá, sem þektir eru að því, að tala öðru vísi en þeir hugsa. Mikið hefir verið rætt og ritað um að auka alþýðuvaldið, en ef kosnir eru Reyk- vískir embættismenn og þeirra aftaníhnýt- ingar, er það skoðað í spéspegli. Þ. ------ooo —

x

Suðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.