Suðurland


Suðurland - 27.10.1911, Blaðsíða 3

Suðurland - 27.10.1911, Blaðsíða 3
SUÐURLAND 83 tJlvœéi flutt á 80 ára afmæli Jórunnar forgilsdóttur 11. okt. 1911. Lag : Sat hjá læknum. — Yflr fagra æfl’ og langa áttu’ að lita, kona góð! Þú hefir safnað þér og börnum þínurn dýrurn sparisjóð: Guðs og manna góðra hylli gæfan lét þór falla’ í skaut; um áttatíu ár með snilli yflrvannstu hverja þraut. Sómakona silfurhærða, sittu hjá oss litla stund, þigðu kaífi og kökubita af kunningjanna þinna mund. Eins og barn þú giaðst enn getur. og gleðja aðra ljúft er þér. Og ekkeit getur glatt oss betur, en góða. sál ef hittum vér. Ekki’ er liflð einskis virði, ef að það er lifað vel; yfir langa æfi’ að líta er þá líkt og fagrahvel dreifir geislaskrúði skæru skýin gegn um þrumu myrk. Lífið er til láns og æru, ef ljóssins von er björt og styrk. Hafðu, Jórunn, þakkir þýðar þína fyrir dygð og trygð! A þér hríni óskir vorar: Engin mæba, sorg né hrygð yflrbugi andans göfgi, er þig jafnan hefir prýtt. Æskufagur yndis-höfgi æfikvöid þitt geri bhtt! Gamall Oóðkunningi. Utan úr heimi. Stórmerkilegur forninenjafuiidur. í þorpinu Terslev við Ringsted, hafa fundist þýðingarmiklar fornmenjai-. Börn sem voru að stinga upp í garði, fundu skjólu, fulla af silfurpeningum og fleiru. Er ætlað að fé þetta sé frá 10. öld og hafl verið falið þarna. í skjólunni var’, meðal annars: hálshring ur, i ]/2 al. langur, snúinn saman úr V4 þml. gildum guli- og silfurþráðum, hálsfesti, fléttuð úr silfurþráðum, 2. al. löng, fjöldi af armböndum, sum 1 þml. á breidd og ]/g þml. á þykt. Enníremur silfurskál stór, um 2]/2 þml. á hæð og um 5 þml. í hringmál, og margir aðrir silfurmunir, hníf- ur með silfurfesti, 500 silfurpeningar af ýmsum stærðum. Vegur þetta alls um 13]/2 pd. Ný eimskip eru nú í smíðum hjásam- einaða gufuskipafélaginu, ekki færri enn 7. Eitt þeirra á að vera til íslandsferða. Það skip er ætlað að kosti 1 milj. króna 270 feta langt og 40 fet á breidd. Rúmar 70 farþega á 1. farrými og líkt á 2. A Þilfari verður stór og rúmgóður borðsalur og einnig verður þar hljóðfærasalur mikill. Niðri í skipinu verður búnings- og baðher- bergi. Ennfremur verður lestarrúm mjög vel um búið, með stóru frystirými, verður þar hægt að hafa 7 gráðu frost. Ætlast er til að þar verði flutt nýtt kjöt og fiskur. Skipið rúmar um 1000 sraálestir og heflr 13 miina ferð. Þar sem skipið ekki getur lagst við bryggju, flytur það farþegja á milli í vólarbát, sem fylgir skipinu. Það mun eiga að hefja ferðir sínar í júnímán- aðarbyrjun 1912 og þá hættir Ceres ferðum hingað. furkar miklir í Noregi í sumar, svo hætt er við að verkfall verði í vetur, sök um vatnskorts, en vatn er notað sem hreyflafl. Bagrov, sá er skaut. Stolypin til bana, var hengdur 25. f. m. Til íslandsferða heflr hið norska ís- landsferða gufuskipafélag, keypt i Hamborg þýskt gufuskip, sem svo verður gert við og dubbað upp og heflr síðan strax ferðir sínar. Wathne er forstöðumaður þessa fé- lags, er nefnist: „Den norske Islandsrute". Tveir amerískir verkfræðingar komu 29. f. m. til Færeyja að rannsaka kola- og koparnámur á Suðurey. Kol eru í jörð bæði kringum Trangisvaag og Kvalbo og hreinn kopar er víða á vesturströnd eyjar- innar, nælægt Sumbo og Yaag. Albertí er nú sagður lasinn mjög, sem afleiðing fangavistarinnar. Svo magur kvað hann vera orðinn, að kunnugir þekkja hann naumast. Hann hefir beðið leyfis um, að mega læra spönsku í frítímum sínum, og hefir verið veitt það. Er ætlað, að hann muni hyggja að fara til Suður-Ameríku, að aflokinni fangavist. l)ýr fariuur. Fyrir skömmu kom gufuskip til Stokkhólms með kaffifarm, sem virtur var á 4]/2 miij. króna. Guðmundur Hjaitason á fyrirlestra ferðum. fann 24. þ. m. lagði hr. Guðm. Hjaltason A stað í fyrirlestraferðir austur um Arnes- Raugárvalla- og V. Skaftafellssýslu. Er hann sendur af fjórðungsstjórn U. M. F. í. til þeirra ungmennafélaga, er í sambandinu eru. Hin félögin fá ekki að kaupa af honum fyr- irlestra þó þau viiji. Fyrirlestrarnir verða haldnir þannig: Grímsnesi 27. okt. Laugardal 29. — Biskupstungum 31. — Hrunamannahrepp 2. nóv. Gnúpverjahr. 4. — Undir Eyjafjöllum 7. — Mýrdal 10.—11. — Gaulverjabæ 17. — Stokkseyri 18. — Illa hyggjum vér ungmennaféiög, sem ekki eru í sambandinu muni kunna því, að fá ekki að hlýða á Guðmund, og varla mun það vænst til samkomulags og að fá félög inn í sambandið, að banna Guðmundi að halda fyrirlestra fyrir þau, ef þau vilja kosta þá sjálf. Það mun eiga að vera bót í máli, að hann má gjöra aðra ferð til að sinna þeim, ef hann viil vinna til þess. En í þessari ferð má hann alls ekki segja neitt til andlegrar uppbyggingar fyrir vesahngs hafrana, sem standa til vinstri hliðar sam- bandsins. Best tryðum vér því, að Guðm. kynni því illa, að verða að gera þessi félög að olbogabörnum, og eins og áður er nefnt, mun þetta ekki vera leiðin til samkomu- lags og samvinnu. Öðrum ráðum verður fram að fara, ef hlýta skal. Þessi aðferð er naumast í anda hins rétta ungmennafé- lagsskapar. Það eru annars engin sældar kjör, sem Guðm. eru nú boðin hér heima, fyrir starf hans langt og vel unnið, ef U. M. F. í. ætlar að hafna ritgjörðum hans í blað sitt, Skinfaxa og senda hann í fyrirlestraferðir á þann hátt er áður er nefnt. Ef til vill launar sambandið þær ferðir svo vel, að óþarfl sé fyrir Guðm. að innvinna sér nokk- rar krónur aukreitis, ef hann á þess kost. Betur að svo væri. Nágrannaþjóðirnar hafa tekið'Guðm. opn- um örmum, og aldrei reynt að leggja stein í götu hans, heldur greitt fyrir honum á allar lundir. Allir hafa kepst um að fá hann til sín, til að hlýða á ræður hans, sem allar eru þrungnar af eldmóði sannrar ætt- jarðarástar og eru björt ljós, sem lýsa veg- inn upp á við tii sannrar menningar og þjóð- þrifa. Veitir oss af slíkum áhrifum? Hver vogar að neita því, að kenningar þær er G. H. flytur, séu hollar og þarfar æskulýð vorum ? Þörfnumst vér máske ekki annara kenn- ingar, enn þeirra, sem nú eru efst á baugi hjá oss, stjórnmálakenningarnar ? Guðm. Hjaltason á að vera leiðarljós æskulýðsfólaga vorra, af því hann byggir á traustum grundvelli. En til þess þurfum vér að búa þannig að honum nú, að hann þuifi ekki að flýja land vort á ný. Vér vonum að til þess komi aldrei. Vór megum ekki missa hann. —..—<m--------- c7jœr og ncer. Tiðarfarið hið allra besta, sem hægt er að fá. Hreinviðri, frost og stillur. Fiskilaust er nú hér. HciLbrig'ði góð, viðast hvar, kvef hefir þó gengið, en er víst í rénun. Kosningaróður er nú talsverður um þessar mundir, er barist af kappi allmiklu og mun þó harðna enn bardaginn um hver- ir skuli á þing komast, innanhéiaðsmenn eða utanhóraðsmenn. Vant að sjá hverjir bera sigur úr býtum í baráttunni. ísliúsið á Eyrarbakka óskar þess getið, að það liafi til síld, sem hægt sé, að fá í beitu, ef menn vildu róa til fiskjar.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.