Suðurland


Suðurland - 11.11.1911, Blaðsíða 2

Suðurland - 11.11.1911, Blaðsíða 2
90 SUÐURLAND. fijdddigi Suðurlands er liðinn. að þegar eitt heimiii byggir sér lítið hús til ísgeymslu. Peir eru hlaðnir úr torfi og best að veggir séu nokkuð þykkir og vel „myldaðir", svo hvergi verði súgur gegn- um. Síðan er þakið yfir með torfi svo ekki geti lekið )>ó rigningar gangi. Svo er tekinn upp ísinn á veturna; við þá aðferð munu margir kannast, og ekið í kofann. Þegar fult er orðið, er þakið með heyrusli og torfi ofan á. Með þessum frágangi tókst vel að geyma is, þó oft þyríti á hon- um að taka, ef vel var gengið frá dyrum í hvert sinn. Þar sem ekki var til ískpfi, en menn vildu ná ís til geymslu, var stund- um tekinn fjárhúskofi eða hesthús, sem ekki þurfti að nota, og ísinn drifinn inn þangað og siðan hiúð að, er þiðna t.ók með vorinu. Væri ekki reynandi hér syðra að taka upp þessa aðferð. Sé til is að sumrinu, má bæði setja rjómaföturnar í ísbyrgið og kæla þar, eða sækja ísrnola og setja í vatn- íð sem föturnar eru kældar í. Þessar bend- ingar eru ófullkomnar, því skal ekki móti borið, en þó þess verðar að þeim sé gaum- ur gefinn, þar sem engin ísgeymsla hefir verið reynd. — Að vísu er örðugra með ísgeymslu hér syðra on nyrðra, vegna hinna miklu rigninga hér, en þó tæplega svo örðugt að ekki megi gjöra tilraunír í þessa átt. Skógarmaðurinn. (Brot). Aleinn hrekst eg um hraun og fjöll með hruflaðar, kaldai' fætur. Um hálfnakinn Jíkamann ieikur mjöll leiðast mér nætur — leiðast mér dimmar nætur. Sjaldan þori’ eg á sama stað sofa utan nóttu eina. Veit eg að enginn má vita það, verð eg því leyna — verð eg það öllum að leyna. Veit eg að elta mig ótal menn, sein ætla sér fjár að vinná; tii höfuðs mér Jögð eru hundiuð þrenn sem hunda’ á að ginna — hunda’ á til morðs að ginna. Veit eg að enginn hlífir hal: höfuð hans á sýna, bóndanum niður í Brynjudal, borgar hann mína — borgar hann hauskúpu rnína. Þessvegna hrekst eg um hælislaus, í hraungjótu hvíli’ eg um nætur. Marga. daga er eg matarlaus, merglausar fætur — inagnþrota kaldar fætur. lJröstur. -----—<-KX>----- Heiðurssamsæti. Hinn 21. okt. voru 50 ár liðin síðan þau Guðmundur Guðmundsson og Sigríður Gísladóttir, hjón að Saurbæ í Ölfusi giftust. — Þessi gömlu heiðurshjón — bæði komin á níræðisaidur — hafa búið sómabúi í mörg ár, einkum þegar þess er gætt, að þau höfðu stóra ómegð fram að færa. Áður en Sigríður giftist þessum manni sínum, hafði hún áður verið gift í 10 ár Guðmundi Gissurssyni, bróður F’órodds bónda Gissurs- sonar, er um mörg ár hefir búið að Reyk- um í ÖJfusi. Með þeim manrii sínum eign- aðist hún 10 börn og önnur 10 með síðari manni sínum. í heiðursskyni við þessi öldruðu sóina- hjón var þeim af sveitungum þeirra haldið samsæti að Kröggólfsstöðum á 50. hjúskap- arafmælisdegi þeirra. — Samsætið byrjaði á því að Jón oddviti Ögmundsson í Vorsa- bæ bauð menn velkomna þegar undir borð var sest. Fyrir minni heiðursgestanna talaði séra Ólafur í Arnarbæli og að lokinni ræðu hans voru sungin eftirfarandi erindi: Það að eiga samleið sina, svona hálfrar aldar skeið, það er ekki öllum gefið, allra síst, þá grýtt er leið, flestir lúuir, lífs í hreti lúta fyr að kaldri jörð. — 50 ár er ógna tími, e f að leið er myrk og hiirð. — Kæru hjón, som hærur prýða, liafið nú í 50 ár, saman fylgst í ást og eining, alt var beggja, gleði og tár. Þegar æfin lék í lytidi Jjúfust tengdi kærleiks rós. l’egar dimdi’ af þrauta éli þá var drottinn beggja ljó». Þökk fy r’ir starfið, lifið longi, Ijúfu vinir, kæru hjón ! — Ættum marga ykkar líka endurrisi gamla Frón. — Og þótt ykkur hverfi kraftur, kæru vinir ! — Lands um reit, áfram heldur ykkar starfi, afkomenda dáðrík sveit. Þökk fyr’ir vcrkin, vel er unnið, vinir öfdnu, langa bið. Sú er von og ósk vor allra ykkar njóti lengur við. Drottinn blessi ykkar elli, ykkur veiti styrk í náð. Ykkur leiði, effi’ og huggi alvalds hönd í lengd og bráð. Þá afhenti Jón Ögmundsson gullbrúð- kaupshjónunuin 80 kr. i gulli, gjöf frá» sveitungurn. Engilbert Sigurðsson á Krögg- ólfsstöðum þakkaði fyrir hönd hinna gömlu hjóna. í samsætinu tóku þátt rúml. 40 manns og fór það hið besta fram. Gömlu hjónin, sem ekki höfðu átt því að fagna um dagana að heimurinn dekraði við þau, voru mjög þakklát og sýnilega hrifin af þessari óvæntu hugulsemi sveitunga sinna. Guð blessi hin háöldruðu hjón og gefi þeim farsælt æfikvöld. Misskiining’ur. Raddir hafa heyrst um það, þó fáar séu, að Suðurlaud hafi brugðist stefnuskrá sinni nú við nýafsta.ðnar alþingiskosningar, tekið þátt í „ílokkapólitík", þ. e. stutt fremur þingmannaefni þau hér í sýslu, er sjálfstæð- ísmenn hafi „stilt upp“. Þetta er mis- skilningur sem réttast er að leiðrétta. Blaðið hafði fastákveðið, löngu áður en nokkuð var kunnugt orðið um þingmensku- fi amboð hér í sýslu, að styðja að kosningu innanhéraðsmanna, fremur en utanhéraðs, svo framarlega sem nýtir innansýsluraenn gæfu kost á sér. Blaðið hefir því að engu leyti brugðist stefnuskrá sinni. Það verður ekki bent á nokkra grein í blaðinu nú um kosningarnar, þar sem minst só einu orði á núverandi stjórnmálaflokka. Suðurland mælti með kosningu þeirra sóra Kjartans í Hruna og Jóns Jónatansson- ar búfræðings, sem innanhéraðsmanna, og þykist blaðið ekkert þurfa að blygðast sín fyrir það. Enda mun enginn gætirin og gieindur Árnesingur gefa því það að sök. --------------- Bókafregn. E i n a r Arnórsson: Ný lögfræðisleg For- málabók. Reykjavík. Kostn- aðrmaður Jóh. Jóhannesson. Pj'entsm. Gutenberg, 1911. Bókin cr um 430 bls, í stóru broti og kostar i kápu kr. 4,00. Það er stórra þakka vert að fá slíka bók sem þessa, hefir verið hörgull á henni nú í mörg ár. Gamla formálabókin uppseld, enda orðin á eftir tímanum og úrelt, þótt góð væri á sínum tima. Bókin er afar fjölbreytt að efni og hefir ýmislegt nýtt að flyfja, sem flestum mun lítt kunnugt áður, má þar nefna, meðal annars: um ellistyrk, fjármál hjóna, borg- aralegt hjónaband, ýmislegt um landbúnað (t. d. forkaupsrétt Jeiguliða), iðnaðarnám, fyrníng skulda, um veð og veðsetningar, tékka, félagssamninga, firmu og verzlana- skrár. rithöfundarétt, einkarótt að Jjósmyrid- um og uppgötvunum, vörumerki, námurétt- indi, róttur til verzlunar o. fl. — Það sem breyzt hefir frá því hin eldri formálabók kom út 1886, er hér að sjálfsögðu tekið með. Framan við bókina er orðaskrá, er hún til mjög rnikils flýtis og hægðarauka, er leita þarf eftir sórstökum atriðum. Flestir munu sjá, hve handhægt það er að hafa lögfræðislegan ráðunaut altaf við hendina, sem ekki kostar meira en 4 kr. (5,50 að bandi meðtöldu). Bæði er nú það að ekki er alla jafna hægt að ná í lögfræð- inga, enda verður hún oft dýr, hjálpin sú, og er þvi víst að menn taka bók þessari tveim höndum og kunna höf. og kostnaðar- manni þakkir fyrir útgáfuna, sem er hin vandaðasta að öllum frágangi. Þessi bók þarf að komast á hvert heimili. Allir vilja bjarga sér sem mest sjálfir í þeim atriðum er varða róttindi og sjálfstæði hvers eins. Til þess er formálabókin ágætur leiðarvísir. Suðurl. mælir hið besta með bókinni.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.