Suðurland


Suðurland - 02.03.1912, Blaðsíða 1

Suðurland - 02.03.1912, Blaðsíða 1
II. árg. Eyrarl>akka 2. marz 1912. 40. blað. Landsímastöðin á Eyrarbakka er opin frá kl. 8V2—2. og' 31/2—8 á virkum dögura. Á holg- um dögum frá kl. 10 —12 f. hd. og 4—7 c. hd. Einkasímánn er opinn á sama tíma. Sparisjóður Árnessýslu cr opiiux livcrn virkan dag frá kl. 3—4 e. hd. Lestrarfélag Eyrarbakka lánar út bæk- ur á sunnudögum frá kl. 9—10. f. hd. Um brunaábyrgð og brunabótagjöld, Það or langt síðan, að menn fundu til þess, að nauðsyn bar til að tryggja hús sín og aðrar eignir fyrir eldsvoða, til þess að komast ekki með öllu á vonarvól, þótt þesskonar slys bæri að höndum. Og það er langt siðan ábyrgarsjóðir hafa myndast í þessu skyni, ýmist stofnaðir af einstökum mönnum eða styrktir af ríkjunum og eru þeir sjóðir nú orðnir mjög storir. Og svo stutt sem vór íslendingar annars eruru á veg komnir með ýmsar þær tryggingar, sem bráðnauðsynlegar eru og aðrar þjóðir hafa komið á fót hja sór fynr löngu, þá eru þó eldsvoðatryggingarnar orðnar algeng- ar hjá oss, og mun ástæðan til þess aðal- lega vera sú, að án slíkra trygginga geta menn ekki sett hús sin að vtb-, og með- fram auðvitað sú, að menn ekki geta hugs- að til þess að standa slyppir uppi, ef illa fer. Menn eru sem sagt neyddir til að vá- tryggja hús sín, hvað sem það «ostar, og eru það þó sannkölluð neyðarkjör, sem vér íslendingar fáum i þessu efni. Reykviking- ar sleppa að vísu hóflega, af því þeir fa hús sín vátrygð (að 2/3 að oss minnir) í samábyrgðarfélagi danskra kaupstaða, en þar telja Reykvikingar sig með, þrátt fyrir alt sjálfstæðið; aðrir landshlutar verða aft- ur á móti að teljast íslenzkir og sæta fyr- ir það miklu verri kjörum. Iðgjöldin hafa farið smáhækkandi; nú eru þau orðin 3°/00 af steinhúsuin, 71U°/oo a£ járnklæddum timburhúsum og KÚ/z %0 af timburhúsum, sem ekki eru aljárnklædd. í oðrum lönd- um mun gjaldið vera ftá 1—3 °/00. En svo er ekki nóg með þetta. í haust er leið fengu hreppsnefndir í kauptúnuin landsins, þeiin er hafa yfir 300 íbúa, bréf frá stjórnarráðinu, sem skipaði þeim að útvega slökkviáhöld fyrir nál. 1400 kr., og koma upp húsi yfir þau, og var þetta gert samkvæmt lögum um brunamál frá 1907, þannig, að kostnaður ,við þetta legsf á sveitasjóðina, og þarmeð marga þá gjald- endur, sem ekkert gagn geta haft af þeas- urn slökkvitólum. Ekki er nein von gefin um að iðgjöldin verði fæt'ð hið minsta nið- ur fyrir þetta, f*að þarf því ekki mikinn spoking til að sjá, að þessi lög eru vand- ræðalög, hrein og bein fóflettiug á miklum þorra landsbúa, án þess nokkur íviinun komi á móti. Samt, mun varasamt, að ámæla þingi eða stjórn fyrir lögin, því að heyrst hefir, að útlend vátryggingarfólög hafi krafist þeirra og ómögulegt að komasl, hjá að sinna þeirri kröfu, því að fólög þessi segjast tapa á íslandi, og hafa óneitanlega fengið hér marga skellina, t. d. á Akureyri og Oddeyri, Húsavík og Reykjavík, auk margra annara minni háttar eldsvoða. Yirð- ist þetta ekki nógu vel athugað af þeim mönnum, sem berjast fyrir innlendum bruna- bótum, af því þeim blöskrar sú fjárupphæð, sem rennur út úr landinu fyrir þetta, og sennilegast er það heppilegt, að innlendar ábyrgðir ekki hafa verið til hingað til, að minsta kosti ekki í stórum stíl. En engu að síður verður því ekki neitað, að það er blöskranleg upphæð, sem vér verðum hór að borga útlendum sjóðum og væri full þörf á, að úr þessu yrði bætt. Tilraun í þá átt mun hafa verið gerð með lögunum um vátryggingu sveitabæja, en þar eru þó tveir gallar á, annar sá að lögin aðeins ná til sveitabæja, hinn sá, að ekki er unt að tryggja þriðja hluta eignarinnar, og er þeg- ar af þeirri ástæðu mörgum manni fyrir fram bægt frá að nota sér þessa vátrygg- ingu. fað vantar nú að vísu ekki að menn finui til og kvarti sáran yfir öllum þessum göllum og sjái eftir þeirri feiknarupphæð, sem vér verðum að borga i brunabætur, fram yfir það, sem aðrar þjóðir láta af hendi. Só spurt um ástæðuna til þessa, þá kiingir altaf við sama svarið, það, að félögin tapi á íslandi, og maður getur ekki leyft sér að rengja það. En þá liggur næst að grenslast eftir því, hvernig á þessu tapi stendur og hvort ekki er hægt að gjöra ráðstafanir til að afstýra því að nokkru leyti, svo hægt veröi að byrja á nýjan leik með hóílegri kjör enn þau sem nú eru. Það er þetta atriði málsins, sem mest, velt- ur á, en hinsvegar það atriði, sem minst hefir venð rætt og er það illa farið. Lík- lega er það hugmyndin að bætur fáist á þessu, þegar kauptúnin eru skylduð til þess að kaupa slökkvitól og koma upp slökkvi- liði, en þar er þó sannarlega um þá von að ræða, sem er „bæði völt og myrk“. Því að komi eldur upp einhversstaðar í þorpi, tekur það tíma að koma boðum til slökkviliðsins, síðan að blása liðinu saman, síðan að koma slökkvitólunum til hússins og þar á eftir að ná vatni, svo meðan á þessu stendur, verður lítill húskofi brunn- inn til ösku og eldurinn búinn að læsa sig svo um stórt hús, að eigi verður við raðið af hálfu slökkviliðsins — ef eldxirinn þá er svo magnaður, að hann ekki verður slökt- ur hjálparlaust af húsliúunum sjálfum. Vitanlega er hugsanlegt að slökkviliðið geti vainað eldinum að breiðast út, en það ætti að mega gera með einfaidari og ódýrari ráðum enn þeitn, sem lögin ákveða. Vér héldum því fram, að enginn skaði sé skeður, þótt eigi sé enn stofnað verulegt innlent brunabótafélag, en fltinum þó hius- vegar til þess, hvílíkur skaði það er, að öll þessi háu tryggingargjöld renni út úr landinu. Og í þessu er engin mótsögn. Það sýnist ekki vera vafamál, að bruna- ábyrgð með skaplegum gjöldum ætti að geta borið sig vel, hér sem annarsstaðar, en jafnlítið efamál er hitt, að hingað til heflr hún ekki gert það. Og vegna hvers? Vegna þess eins, að ekkert eftirlit hefir hingað til verið haft með því, hvað tekið hefir verið til brunabóta; öllu heflr verið gert svo að segja jafnhátt undir höfði og afleiðingin orðið sú, að sá sem vel og tryggiiega gengur frá húsi sinu til þess að fyrirbyggja eldsvoða, verður að borga fyrir hinn, sem lætur alt reka á reiðanum og gengur svo iila frá eldstæðinu, að húsið sífelt er í hættu statt. Vafalaust er það hér, að meinið liggur, og hér er það, að verulegar umbætur þarf að gera. Bezt er að fuliyrða ekkert um, hverjum þetta er að kenna, þá þarf það ekki að verða deiluefui. En eigi brunabótafélag, hvorr heldur er innlent eða útlent., að geta þrifist hér, virðist enginn vafl á, að öðru vísi verður að fara að, hér eftir enn hingað til. fað er ekki ófióðlegt að virða fyrir sér íslenzku eldsvoðaua og gæta að orsökum þeirra. í stóru brununum norðanlands hefir eldurinn læst sig hús úr húsi og er það sízt að furða, þar sem húsin eru ó- járnklædd á hliðuuum. Hvað væri hægara enn að fyrirbyggja þessa hættu — ef ekki að öllu, þá að mestu — með ákvæðum um, að engin timburhus í kaupstöðum eða verzl- unarstöðum skuli tekiu i eldsvoðaábyrgð, nema aljárnklædd séu. Að þetta só veru- legt tryggingaratriði, má sjá frá Reykjavík, þar sem stór hús hafa brunnið, t. d. Glasgow og Féiagsbakaríið, en eldurinn þó ekki hefir iæst sig í íleiri hús, af því þau voru al- járnklædd. Getur nú nokkur talið nokkurt réttlæti í því fólgið, að leggja þungan bruna- bótaskatt á alt landið, til þess eins að kaupstaða- og kauptúnabúar norðanlands geti sloppið við að járnkiæða húsveggi sína? En hinsvegar enginn vafi á, að lagaákvæði um þetta myndi létta af mikilli brunahættu, og dregið myndi hafa úr norðlenzku brun- unum ef svo hefði verið gengið irá húsum þar. Þá hefir.hitt og oft verið orsök til elds- voða, að illa hefir verið gengið frá ofnum og eldavélum i húsum. Sumstaðar eru leir- eða járnpipur i reykháfs stað og er enginn furða, þótt það reynist illa. Úr þessu mætti bæta með þvi að lögbjóða, að engin hús megi taka í eldsvoðaábyrgð, nerna með fulltryggum reykháfl, og að frá ofnum og ofnpipum skuli gengið tryggilega eftir nánari ákvæðum. Liklega væri það hart að valdbjoða siíkt íyrir þau hus, sem þeg-

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.