Suðurland


Suðurland - 02.03.1912, Page 2

Suðurland - 02.03.1912, Page 2
156 SUÐURLAND SUÐURLAND kemur út vikulega (minst 52 blöð á ári). Yerð 3 kr., er borgist fyrir 1. íióv. Uppsögn skrifleg fyrir 1. nóv. og því aðeins gild, að kaupandi sé skuldlaus við blaðið. Ritstjóri og ábyrgð.armaður Jón Jónatans- son alþm. á Asgautsstöðum, en séra Gísli Skúla- son, Stóra-Hrauni annast blaðið í fjærveru hans. Allar greinar, som í blaðið eiga að koma, send- ist öðrum hvorum þeirra. Gjaldkeri, Guðm. Jónsscti verzlunarmaður í Heklu á Eyrarbakka tekur á inóti öllum blað- gjöldum. AuglýsSngar sendist í prentsmiðjuna. Borg- un fyrir smáauglýsingar og þakkarávörp — 3 aurar fyrir orðið — verður að fylgja. Afgreiðsla blaðsins er í| prentsmiðjunni. Utanáskrift: Afgreiðsla Suðurlands, Eyr- arbakka. Þaugað sendist allar umkvartanir um vanskil á blaðinu og blaðpantanir og annað það, er afgreiðslunni viðkemur. ar eru bygð, en væntanlega gætu þau slopp- ið með að setja sementspípur í reykháfs stað, en mættu þá búast við hærra iðgjaldi enn þeir, sem hefðu góða reykháfa. — Myndi í þessu felast mikil trygging, en lit- gjöldin yrðu ekkí veruieg. Þá ætti ekki heldur að leyfa eldhæitan iðnað í timbhrhúsum, að iniusta kosti ekki nerna sérstakar trygginganaðstafanir sóu gerðar gegn eidhættu. í kaupstöðum ætti heizt ekki að leyfa slíkan iðnað nema í úthverfunum, svo önnur.hús verði ekki i sórstakri hættu stödd þessara hluta vegna. Loks myndi heppiiegast, að séistakirmenn önnuðust reykháfa- og ofnpípnahreinsun, en heimilin yrðu ieyst af þeim vanda. Ættu þessir menn að líta eftir, hvort öryggisfyr- irinælum væri vandlega hlýtt og finna að ef svo væri ekki, og lika ættu þeir að geta gert við þ.tð, sem bilar í reyíchafum, ofn- pípum og ofnplötum o. fl. Suðurland óskar þess, að menn taki til máls uin þetta mikla og merkilega vanda- mál og vill gjarnan taka á inóti ritgerðum um þetta efni og ræða þær. Með þessari grein höfuin vér viijað hefja umræðurnar. Er það skjótast af að segja, að oss virðast hin núverandi afarháu brunabótagjöld vera að miklu leyti sjalfsslraparviti, sprottið af því að vanrækt hefir verið að krefjast nauð- synlegra og sjálfsagðra öryggisráðstafana gegn eldhættu. Oetum vér ekki ósliað al- menns innlends brunabótasjóðs, nema um leið sé bót ráðin á þessu skeytingarleysi. En þær bætur, sem helzt blasir við að þyríti að gei a, virðast vera þessar: 1. að taka ekki timburhús í þóttbýli í eldsvoðaábyrgð, neina aljárnklædd sóu. Til sveita, þar setn um eriga eldhættu er að ræða utan að frá, er þetta ákvæði þó ó- þarft. 2. að eigi skuli taka neitt hús í ábyrgð, neina með^ tryggum reykháfi, só annars farið með eld í húsinu, enda só líka vand- lega gengið frá ofnum og ofnpípurn. í reykháfs stað mætt.i þó leyfa að hafa sem- entspipur í þeim húsum sem þegar eru bygð. 3. að eigi skuli leyft að reka eldhættan iðnað í timburhúsum, nema sérstaklega tryggilega sé um búið, og 4. að sérstakir inetm séu settir til sót- hreinsunar og eftirlits. Virðist enginn vafi á, að ef þessa væri gætt, rnyndi eldsvoðum mjög fara fækkandi og ættu þá iðgjöldin að iækka. Ennfrem- ur ætlu þeir menn að fá betri kjör, sem hafa vatnaleiðslu um hús sín, þar sein þeir að jaínaði eiga hægra með að slökkva, ef elds verður vart. Hitt verður aftur á móti ekki varið, að láta þá sem tryggilegan út búnað hafa, borga fyrir hina og færa upp gjöld hja alinenningi fyrir eldsvoða, sem stafa al hirðuleysi og eftirlitsleysi. Hér þarf aðgerða við og þeirra fljótra. Mikið mein að þingið 1907, sem hafði bruna- málin til meðferðar, ekki leitaði samninga við ábyrgðarfélögin um lækkun á iðgjöld- um, bygðum á slíkum tryggingargrundvelli. í stað þess að demba þessnm brunalaga- óskapnaði yfir landsbúa. En myndi enn ekki mega nokkuð við þessu gera? Sjálfsagt má ganga að þvi vísu, að fyrir næsta þingi liggi margar kvartanir yfir þeim útgjöldum, sem brunalögin baka kaup- túnunm. Mun þar að vísu ekki verahægt að sakast um orðinn hlut, en hitt bæði mætti gera og ætti að gera, að gera tilraun til þess að fá iðgjöldin lækkuð, þá myndu líka þessi útgjöid borga sig. Og komi heil- brygð brunamálalög, þá hljóta iðgjöldin að lækka. Hingað til hefir sorglega lítið ver- ið gert tii þess að læra af skaðanum i þessu efni, og er þar ásökun, sem beina ma bæði til löggjafanna og uinboðsmanna bruna- bótafélaganna, en nú er málið orðið svo knýjandi, að taka veiður það fra rótum, og það væntum vér að næsta þing geii. Búnaðarfólög. i. SveitabúnaðarMögin. Sveitabúnaðarfélögin eru einhver fyrsti vísirinn til almenns fólagsskapar meðal bænda. Þrátt fyrir ýmsa annmarka, er verið hafa á félögum þessum, hafa þau orð- ið til hinnar mestu nytsemdar. Og á því er enginn vafi, að allverulegur hluti al- raenura jaiðábótafrainkvæmda hér á landi er beint fram kominn fyrir það, að félög þessi komust á. Pað er landssjóðsstyrkurinn sem hrund- ið hefir félögum þessum af stað. Heflr því styrkveiting sú orðið hin þarfasta og land- búnaði vorum til verulegrar eflingar. Það hefir stundum kveðið við hjá ýms- um þeiin, er amast hafa við styrk þess- um, að það væri hart að vera að borga mönnum fé fyrir að gera jarðabætur, er sjálfar borguðu sig á fáum árum, og þessu fé væri illa varið. En þetta er talsverður misskilningur. Styrkur þessi hefir sjaldan numið neinu verulegu fyrir þiggjendur, beint fjármunalega, og getur því eigi talist borg- un, enda væri siikt óþarft. En styrkur þessi hefir unnið mjög mikið gagn óbein- linis. Hitt er annað mál, hvort styrks þessa er bein þörf nú orðið í þessari mynd og hvort ekki er nú orðið réttara að verja þessu fó nokkuð öðruvísi, og skal að því vikið síðar. Sveitabúnaðarfélögin hafa frá þ ví íyrsta ver- íð, ogeruennaðallegajarðabótafélög, þóflest þeirra hafi í lögum sínum ætlað sór fjöl- breyttari starfsemi. Þessi stefna féiaganna hefir að mörgu leyti verið heppileg, þau hafa haft lítið fó til umráða og því ekki hyggiiegt að dreifa kröftunum, þó má ým- isiegt finna að þessari einhliða starfsemi félaganna, og verður nánar vikið að þvi hór siðar. Fyrst framanaf áttu félög þessi víða örð- ugt uppdráttar, áhugi margra á jarðabót- um daufur og félagsandi lítiil. Þetta var að ýmsu leyti eðiilegt. Jarðabætur allar máttu teljast nýjungar, voru þvi margir hikandi í framkvæmdum, og höfðu ýmsar efasemdir um arðsemi þeirra. Getið er t. d. víða um þá menn, er töldu það beinlínis jarðaspell að slótta^þýfi. Hefi eg heyrt eina sögu allkýmilega um þetta á Yesturlandi. Set eg hana hér, og sel hana ekki dýrara enn eg keypti, en sagan mun sönn vera. Var sögumaður minn merkisbóndi þar vestra. í sveitinni þar sem sagan gerist, var ný- stofnað búnaðaifélag — eitt með þeim fyrstu er stoínuð voru. — Hafði það raðið tii sín 2 menn, er fara skyldu um sveitina óg vinna að þuínaslóttuu. Á einum bænum, er þeir komu á, var bondi eigi heima er þá bar að garði. Geiðu þeir sór þá litið fyrir, og tóku til síarfa í túninu, þar setn þeim sjálf- um leist, því nóg var af að taka: hvergi lófastór blettur slóttur i túninu, enda mun svo verið hafa viða í þá daga. Skömmu eftir að þeir eru teknir til starfa, kemur húsfreyja til þeirra, heldur fasrnikil, og hefir reku reidda um öxl. Bað hún þá gera annaðhvort, að verða á brott hið skjótasta, ella kvaðst hún mundi færa rekuna í höf- uð þeim. Kveðst hun eigi þola slík jai ða- spell á meðan hún ætti nokkur ráð á kot inu. Varð verkamönnunum bilt við orð húsfreyju, og sáu þann sinn kost beztan, að verða á brott hið skjótasta. Ekki er óhklegt, að þeir hafi verið ekki allfáir, er líkum augum hafa litið á jarða- bótanýjungarnar í fyrstu sem húsfieyja þessi. Verður þá skiljanlegt, hversvegna svo hægt miðaði áfram í fyrstu, og líka hitt, að það átti þá vel við, og þess var bein þörf að uppörfa og hvetja inenn til jarðabóta með tjárstyrk. En á þessu er nú orðin mikil breyting, gagnsemi jarðabótanna er orðin kunn af reynslunni, og að þeim er nú unnið af sí- vaxandi kappi og fjöidi bænda starfar að þeim með frábærum dugnaði. Þó virðist svo sem ennþá haíi eigi tek- ist til fuils að uppræta alt það illgresi rót- gróinna hleypidóma, skammsýni og sam- takaleysis, sera í fyrstu stóð sveítabúnaðar- fólögunum svo mjög fyrir þrifum. Nú væri ástæða til að vænta þess, eigi aðeins að búnaðarfélag væri á komið í sveit hverri, heldur líka að hver einasti bóndi sveitarinnar væri í búnaðarfélaginu'. En allmikið mun ennþá á skorfa að svo sé. Að vísu munu búnaðarfólög vera til 1 flest- um sveitum, en sumstaðar eru þau lítið annað enn natnið eitt, og þess gefast dæm - in, að ekki er nema helmingur bænda sveit- arinnnar í búnaðarfélagi. Hverju sætir slikt ? Mönnum er þó orðið Ijóst að með slíkum félagsskap veiður þeim miklu greiðara um

x

Suðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.