Suðurland


Suðurland - 02.03.1912, Page 3

Suðurland - 02.03.1912, Page 3
SUÐURL AND 157 jarðabótaframkvæmdir enn ella. Eru þessir gömlu þjóðlestir, sundrung og tortryggni svo rótgrónir í hugum manna, að jafnvel sannanir reynslunnar, er blasa við opnum augum þeírra, geti engin ahrif á þá haft ? [Framh.] íslenskur hershöfðing’i. í nýkomuu 1. hafti þ. árs af Eimreiðinni, sem er fjölbreytt og skeintileg að vanda, er meðal annars grein með þessari fyrir- sögn. Er tilefni hennar grein í blaðinu „Politiken" í fyrra, er danskur stjórnmála- maður ritar sunnan frá Miðjarðarhafsströnd- um. Efni greinar þessarar er að þessi danski stjórnmálamaður hefir orðið þess vísari, að íslenzkur maður hafl getið sór góðan orð- stír sem hershöfðingi suður í Savoyen 1703. Tekur hann það fram, að þes:- -;é getið um hershöfðingja þennan — gagnstætt því sem sagt er um liðsmenn haus — mð hann hafl verið róttsýnn maður og mannuðlegur". Höfundur greinar þessarar í „Politiken" beinir þeirri fyrirspurn til íslenzkra sagn- fræðinga, hvort þeir geti nokkuð upplýst um það, hver maður þessi hafi verið. Nú tekur dr. Valtýr sig til í aðurnefndri grein í Eimreiðim^i, og kemur fram með allsennilegar hkur og tilgátur um það, hver þessi maður hafl verið. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að maðurinn hafl að ðll- uin likindum verið Guðmundur Guðmunds- son, Jónssonar lærða. Segir hann margt frá högum Guðmundar þessa. Hafði Guð- mundur dvalið langvistum í Danmörku, gengið þar í herþjónustu og náð mikilli hylli Sofíu Amalíu drottningu. Likurnar sem dr. Valtýr færir fyrir því, að Guðmundur þesssi hafl verið hinn um- getni hershöfðingi, eru mjög sennilsgar, og er gaman að iesa greinina. Og margur mun taka undir það, er doktorinn segir síðast i greininni — að það væri „nógu gaman að hugsa til þess, að sonarsonur Jóns lærða, alþýðusnillingsins okkar þjóð- fræga og höfundar „Krukkspár", hafl effcir hina dönsku æflntýrabraut sína orðið hers höfðingi og getið sér góðan orðstir suður í Savoyen". ------------- Mannalát og slysfarir. Hér á Eyrarbakka andaðist að heiuiili sínu 26. f. m. Guðni Jönsson, verzlunarm., eftir hálfsmánaðar erflða legu. Hann var sonur Jóns bónda Sigurðsson- ar og Ingibjargar Guðnadóttur í Steinskoti og yngstur af þreinur börnum þeirra hjóna. Þegar er hann gat unnið fyrir sér, gerðist hann vinnumaður, — faðir hans var þá dáinn. — Droskaðist hann íljott að burð- um og hlaut gott álit góðra in.ma, enda gerðist hann íijótt formaður oj; naut í þeirri stöðu aimennrar hylli, svo menh þorðu að t.rúa honum, bæði fyrir eigun sínum og og lifl sínu á sjónum. Gætir.n var hann og hirðusamur, viss í viðskiftum, góður fátækum og^stiltur í allri framgöngu. Er hásetum hans að honum mikill missir, nú i vertíðarbyrjun, og sveit- arfólagið heflr mist góðan liðsmann. En rnestur er þó missir nánustu náung- anna, konu hans og sonar. Hann var kvæntur Sigríði Vilhjálmsdóttur, bónda á Hofl á Rangárvöllum, og liflr hún '„mann sinn með einuin syni þeirra hjóna, 11 ára gömlum. Síðustu árin var Guðni sál. verzlunar- maður við Ingólfsverzlunina á Háeyri,! og naut hann einnig í þeirri stöðu hylli hús- bónda síns og samverkamanna. Hann varð 44 ára gamall og mun hafa komist í allgóð efni. Dvaldi hann hér í þorpinu alla æfl og geta menn séð af dæmi hans, að hór má sem annarstaðar lifa og dafna, ef dugnaður er annarsvegar. G. í. Um siðustu helgi komu nokkur þilskip til Reykjavíkur, er höfðu laskast allmikið nokkru áður. Tvö þeirra höfðu mist af sér menn, „Haffari“ einn og „Langanes" flmm. Meðal þeirra, sem fórust af „Langanesi11 var Sigurður, sonur Jóns bónda á Syðra- velli i Gaulverjabæjarhrepp, mesti efnis- maður og aflamaður. Frekur er hann á mannslífunum þilskipa- útvegurinn okkar, og varla tekur hann bátaútveginum fram að því leyti. Ætli það só ofmælt, að skipshöfn hafi farist að meðaltali á ári hverju, síðan skútu- útvegurinn hófst ? Á víð og dreif. Veðrátta. Norðan og norðvestanstorm- ar hafa verið stöðugir undanfarna viku, og frost talsvert, einkum fyrri part vikunnar, 10—11 stig C., en hreinviðri. Snjór heflr enn ekki sést i vetur hér eystra, svo t9Íj- andi sé. Atli. Róið var á Stokkseyri alment á sunnudaginn var. Fengust þá 10—35 í hlut af ýsu. Siðan heflr lítið gefið á sjó og afli mun minni þegar róið heflr verið. Vertíðin er nú að byrja íyrir alvöru. Sjómenn hafa verið að flytja sig til Þor- lákshafnar þessa dagana. Smjörsala. Sandvíkurbúið, sem er eina starfandi smjörbúið i vetur hér eystra, heflr selt smjör nýlega fyrir 103 kr. 100 pd. netto. Er það allálitlegt verð. Ættu fleiri smjörbúiu hór eystra að fara að dæmi Sandvíkinga og reyna að starfa að vetrinum. Ekki er innlendi smjörmark- aðurinn svo glæsilegur. Sjónlclkar. Á Stokkseyri voru á sunnu- daginn var sýndir 2 smáleikar: „Æfltitýrið í garðinum “ og „Misskilniugur á misskiln- ing ofanu. Fyrri leikurinn var sýndur hór í fyrra og tókst þá allvel, en þó engu siður nú. Hlutverk það í leik þessum, er leikið var í fyrra af Önnu Helgadóttur, var leikið af Ragnheiði Jónsdóttur, og fórst henni það mjög laglega. Hinn ieikurinn hefir ekki verið sýndur hér áður; er lítið í hann spunnið, en vakið getur hann ósvikinn hlátur, ef vel er með farið, og svo var í þetta sinn. Voðabál í Khöfn. Aðfaranótt þess 24. febr. s. 1. kviknaði í sykurverksmiðjunni í Borgergade í Khöfn og varð bálið svo mikið, að heilar stórar húsaraðir brunnu til kaldra kola. Blíkt bál heflr eigi sést þar síðan Kristjánsborgarhöll brann. ------0*00—------ íslenzkir sagnaþættir. Eftir dbrm. Bryujúlf Jönsson frá Minna-Núpi. Kolbcinsættar-þáttur. Um Porstei.n í Tungufelli, séra Kolbein son lians, Reykjahjónin o. fl. Vinnukomir töldu vankvæði á að fara til kirkju einn sunnudag: eina vantaði skó; önnur átti eitthvað ógjört; þriðju þótti ofseint að fara. Þá kvað Guðrún ; Mörgu’ að þjóna, mörgu’ að svara, margt som hindra kynni! — Eg á skóna. Eg skal fara. Eg næ blcssauinui. Vordag einu var harið tað á túni og ekið af því sandi, þá voru beiu úr þorskhöfðnm seydd til matar. Guðrún kvað ; Þá sté margur þungt og gleitt þundur stáls og píka; þá var bai’ið. Þá var soytt. Þá var okið líka. Vinnukona, er Helga hét, hló að Eiriki, er hann hafði hettu í harðindum. Guðrún kvað til hennar í gamni: Utan snilda’ um Isa-hjarl. ef það notast mætti, Helga vildi’ eg hettukarl hæruskotinn ætti. Feimin vinnukona færðist undan aðbætakarl- mauns „hald“ (þ. e. nærbrók). Guðrún kvað þá í glettni: Það vill lcita einatt út sem inni’ er stíft og baldið. Eyr hefi’ eg saumað fyrir hrút og fáið þið mér haldið ! Við sama eða svipað tækifæri hefir Guðrún kveðið þetta um sjálfa sig; Guðrún, gömul lcona, gjörir að passa eldiun. Hún er „sona og sona“, — samt nógu viðfcldin. Á hana allir vona, allrahoízt á kvöldin. — Hún bætir höldin. Pá er fréttist lát flökkukerlingar, er Vigdís hót og ýmist var köllnð Kjafta-Vigga eða Vigga blá- kinn. því liún var óvenju-málug og hafði valbrá, þá kvað Guðrún ; Óska cg Vigga svofns í svíma sé nú mæðufrí. AUir þagua einhvcrntíma, ekki’ er að vera’ að því. Fyrij*spurn. Hvar fæst sy .uu’ ódýrastur í marz og apríl hér sunna ilands og hvað kostar hann? Spurull. Munið að panta reiðhjólin í tima. Sjá auglýsinguna i 38. bl. Suðurlands.

x

Suðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.