Suðurland - 24.08.1912, Blaðsíða 1
SUÐURLAND
•ps Héraðsblað Sunnlendingafjórðungs
III. árg
Landsímastöðin á Eyrat-bakka er
opiii frá kl. 8i/a—2. og 3Va—8 á virktim
dögum. Á helgutn dögum frá kl. 10—12
f. hd. og 4—7 e. hd.
Einkasiminn er ojnnn á sama tíma.
Sparisjóður Árnessýslu er opinn
hvern virkan dag frá kl. 3—4 e. hd.
Lestrarfélag Eyrarbakka lánar út
bœkur á sunnudögum frá kl. 9—10. f. hd.
Strandferðirnar.
Eitt af þeim málum, sem mest er
knýjandi að ráða fram úr á þessu
þingi eru strandferðirnar, þar sem
Thorefélagið hefir beðist lausnar á
samningi sínum, og víst ekki um
imnað að tala., en að veita því þá
lausn, þar sem annars ekki lægi við
annað enn gjaldþrot, en verði það
leyst fiá strandferðunum, mun trygg-
ing vera til fyrir því, að það haldi
áfram millil andafetð u m.
Eins og nærri má geta lagði stjórn-
ln mál þetta fyrir þíngið, þegar í
Þingbyrjun, setti neðri deild og þegar
nefnd í málið. Sú nefnd heflr nú
raett málið vandlega, og er samdóma
um að gefa Thorefél'iginu eftir strand
ferðasamninginn frá þessa árs lokum.
En hvað á þá að gera við strand-
íerðirnar, það er spurningin. Nefndin
getur þess, að Alþingi 1909 hafl bor-
ist hagfelt boð í strandferðirnar frá
Sameinaða gufuskipafélaginu, en nú
vili erindreki þess félags ékkert boð
gera í j>œr, og virðist iíklegast, að
Það félag vilji ekkert hafa með þær
ferðir að gera.
^itanlega geta þessi strandferða-
vandræðí ekki komið til af öðru enn
Því, að þær ferðir ekki borga sig, og
nefndin gerir sér mikið far um að
rannsaka hvernig á því standi, og
kemst að þeirri niðurstöðu, að við-
komustaðir skipanna séu alt of marg-
ir. Sá kafli nefndarálitsins hljóðar
svo:
„Hór þykir við eiga, að geta þess,
að nefndin hefir gert sér talsvert far
nm að grensiast eftir, hvernig á því
standi, að strandferðirnar hafa borið
s,8 svo iUa, sem raun heflr á orðið
bæði og fyrri. í þessu skyni heflr
nefndin átt tal við skipstjórann á
Austia og auk þess spurst fyrir hjá
alþingismönnum, sem kunnugir eru
vi svegai um landið. Árangurinn af
þessu er sá, að nefndin þykist mega
fullyrða, :að viðkomustaðir strandbát-
anna séu langsamlega of margir, að
ekkert vit só í. Þetta kemur af því,
að útgerðariélagið, sem kostnaðinn
ber, ræðui ekki viðkomustöðum og
ferðaáætlunum. f>ar er landstjórnin
með að áskilja viðkomustað, og fer
hún þar eftir óskum og kröfum alþing-
ls< En alþingismenn hafa jafnan reynst
0,:raUðir á að krefjast gufuskipavib-
koniu, hver í sínu kjördæmi, einatt
á fráleitustu stöðum; stundum lik-
Eyrarbakka 24. ágúst 1912.
Nr. II.
Rangárbrúin
verður vígð næstkomandi laugardag, 31. þ. m.
kl. 1 e. h. Ráðherra vígir.
lega af einhverri mikilinensku, til að
geta sagt kjósendunum, að þessu hafi
þeir áorkað að útvega kjördæminu
nýjan viðkomustað. Eað eitfc er
víst, að reynslan heflr sýnt og sannað,
að ekki allfáir viðkomustaðir eru þeir
í áætlunum strandbátanna, þar sem
ýmist er ekkert eða sama sem ekk-
ert að ílytja, hvorki fólk, farmur né
póstsendingar. A sumum þessum
viðkomustöðum er ýmist ekkert eða
eða þá eitt eða tvö póstkort og bréf,
stundum farmur sem fyrirfæst frá
50 aurum til flmm kr. í flutnings-
gjald, og sumir eru þeir staðir, sem
enginn vinnur til að senda bát frá
úr.landi út í skipin, þegar þau koma.
Sendi skipstjóri bát í land, spyr fólk-
ið, hvern skollann þeir viiji, hér sé
ekkert að gera. Á fjörðum þeim og
flóum, þar sem landsjóður borgar ha-
an. styrk til gufuskipa innan flóa,
sleikja strandbátarnir upp sömu hafn-
irnar samhliða flóabátunum, og stund-
um samtiða millilandaskipunum, og
etur þannig hver frá öðrum, svo að
tvö skipin af þiemur fá alls ekkert
að gera, og eitt fær einhvern örlítinn
slatta. Nefndin telur víst, að,af 47
viðkomustöðum „Yestra" mætti að
skaðlaus fella úr 23: viðkqmustaði,
nokkra þeirra i öllum ferðum, en
nokkra í helmingi ferðanna eða meira.
Nokkuð áþekt er með „Austra“. Af
26 viðkomustöðum hans telur nefnd-
in mega fella niður að minsta kosti
9 viðkomustaði, suma í öllum ferð
um, suma í nokkrum. Aftur kynni
að þurfa að bæta þar við einum eða
tveim höfnum í nokkrum ferðum, ef
Suðurlandsskipinu verður slept, og
og önnur úrræði tekin með sam-
göngur við Vík og Stokkseyri.
Með þessu iríóti mundi vinnast tími
til að láta „Vestra" fara einar tvær
eða þijár hringferðir hraðar, eins og
þær sem „Austri" fer. Vér tökum
þetta fram sem bendingu, því að vór
höfum orðið þess áskynja, að allar
hinar hröðu hringferðir „Austra“ hafa
borið sig, og oft gefið álitlegan arð.
Af því sem hér heflr verið sagt,
má ráða í höfuðástæðuna til þess, að
strandferðirnar hafa ekki boiið sig;
auðvitað eru þar til eitinig fleiri á-
stæður: farmgjald af umfermdum vör-
um úr millilandaskipunum, það er
strandferðaskipin fá, er aðeins }/B af
farmgjaldinu milli útlanda og fslands.
En þetta er of líUð,- enda engin frá-
gangssök að iáta greiða ofurlítið auka-
farmgjald fyrir slíkar umfermdar vör-
ur, þótt það munaði viðtakendur litlu
í sama,nburði við hagi æðið við að fá
vörurnar á höfn til sín; en safnast
þegar saman kemur, og þetta gæti
dregið skjpsútgerðina svo að talsverðu
munaði. Ennfremur or farþegagjald
milli næstu hafna einatt alt of lágt.
Það er ekkert vit í því að hafa far-
gjald farþega með strandbátunum eina
50 aura milli hafna, þar sem flóa-
bátarnir taka hálfa aðra og tvær krón-
ur. Alt þetta nú talda hefir valdið
því, hve illa strandferðirnarhafaborgað
sig. Og öllu þessu er auðgeflð að
kippa í lag.“
Að því er Suðurlandsskipið snertir,
þykir það sannað að það só þyngsti
ómaginn, og þykir sjálfsagt að hætta
við þær. Hinsvegar tekur nefndin
vinsamlegá erindi frá Rangæingum
og Arnesingum um að láta mótor-
skip ganga milli Reykjavíkur og Suð-
urlandshafnanna, og vill nefndin helst
styrkja þessar sýslur til þess að halda
sjálfar uppi slíkum skipaferðum, jafn-
vel með þvi að gefa þeim mótorskip,
og önnuðust þær svo sjálfar ferðirn-
ar. fegar strandferðirnar svo tak-
mörkuðust eins og nefndin gerir ráð
fyrir, telur hún að til þeirra muni
nægja 40 þús. kr.
Samkvæmt þessu leggur meiri hluti
nefndarinnar til:
1. að Thorefélagið sé leyst frá
strandferðasamningnum frá lokum
þessa árs, og
2. að stjórninni sé falið að leita
fyrir sér um samninga hvar sem hún
getur um strandferðir, svo góðar sem
kostur er á, án þess að verjatilþess
meiru fé en svo, að eigi fari stórum
mun fram úr 40 þús. kr.
; Miúnihlutinn, Jón Ólafsson, heflr
! eigi alveg getað fylgst með samnefnd-
armönnum sínum. Einkum þykir
honum ilt að missa Þýzkalandsferð-
irnar, sem fólagið losnar við jafn-
framt strandferðunum, og vill því
• binda eftirgjöfina því skiiyrði, að fól-
agið fari á millilandaskipum sínum
nokkrar ferðir milli Lúbeck og Kaup-
mannahafnar, eftir ákvæðum Stjórn-
árráðsins, því í Lúbeck kváðu íslands-
skip geta fengið undanþágu frá hafn-
: argjöldura. Ennfremur vill hann láta
landsjóð kaupa strandferðaskipin
: „Austra“ og „Yestra", eða taka þau
á leigu með sanngjörnum kjörum, og
| reka sjálít strandferðir, en það er
meiri hlutinn hræddur við, sem að
framan segir.
Það mun ekki ofsagt eftir þessum
gögnum, að strandferðamálið er vand-
ræðamál, og gegnir furðu, að það
skuli ekki fyrri hafa verið tekið til
svo rækilegrar meðferðar. Er sann-
arlega erfltt, að spá fyrir því, hver
úrræði þar verða tiltækilegust. En
sjálfsögð leið er það, sem nefudin
bendir á, að fækka viðkomustöðunum.
En hvað mikið er hægt að fækka
þeim? Myndi það ekki geta verið
tiltækilegt, að fara víðar að eins og
nefndin gerir ráð fyrir, að gert sé
hér við suðurströndina, að styrkja
mótorskip, sem aftur stæðu í sam-
bandi við millilandaskipin eða stærri
hringferðaskip. Ætli það væri ókleyft
að hafa st.randferðaskip, sem kæmu
aðeins við á ísafirði, Akureyri og
Seyðisflrði, þar sem eru ágætar hafn-
ir eða skipabryggjur, en bjarga sér
annars með stærri eða minni mótor-
skútum? Slíkar ferðir myndu áreið-
anlega vera hentugri fyrir vöru- og
mannflutninga, og jafnvel sennilegt,
að þær gæfu álitlegan arð. Og ef
mótorsnekkjurnar væru í fyrstu lagðar
til af landsjóði, væri hart ef þær ekki
gætu svarað sér nokkurnveginn.
Hinsvegar láir „Suðurland" það ekki
meiri hluta nefndarinnar, þótt hann
væri myrkfælinn við að láta landið
kaupa gufuskip og reka sjálft útgerð-
ina. Og er það þó eigi að BÍður
hugsjón, S9m hlýtur að vaka fyrir
öllurn, að landsmönnum vaxi svo
flskur um hrygg, að þeir geti sjálfir
annast allar samgöngur á sjó, bæði
við útlönd og eins hafna á milli á
landinu sjálfu. En að sjálfsögðu verð-
ur að gæta allrar varúðar og fara sér
hægt með að koma þessari hugsjón
í framkvæmd, fikra sig áfram, smátt
og smátt, uns markinu er náð. Og
sú hin stórkostlega framför, sem orð-
ið heflr síðastliðið ár, að nota mót-
orskip, er brenna jarðolíu, í stað gufu-
skipa, sem eyða kolum, ætti að verða
oss íslendingum að gagni öðrum
framar, þar sem vér eigum svo erfltt
J með að ná til kolanna. Mundi það
ekki vera ráðið fyrir oss, að byrja á
mótorskútum, einni eða fleirum, og
byggja siðan á þeirri reynslu, sem
við það fengist?
Fágætt ferðalag.
Herra Kofoed Hansen, skógræktar-
stjóri, koin hingað í siðustu viku, og
hafði farið eiusamall Yatnajökulsveg,
sem ekki heflr verið farinn í afar-
langan tíma. Telur „Suðuiland" víst,
að lesendum þess muni þykja mikil