Suðurland - 30.11.1912, Qupperneq 1
SUÐURLAND
Alþýðublað og atvinnumála
III. sílg
Eyrarbakka BO. nóTcmbcr 1912.
Nr. 25.
Lundsímastöðin á Eyrarbakka or
opin frá kl. 8^/3—2. og 3Va—8 á virknm
dögum. A helgum dögum frá kl. 10 — 12
f. hd. og 4—7 e. hd.
Einkasíminn cr opinn á snma tíma.
Sparisjóður Árnessýslu ev opinu
hvern virkan dag frá kl. 3—4 e. hd.
Lestrarfélag Eyrarbakka lánar út
bœkur á sunnudögum frá kl. 9—10. f. hd.
Ræktun landsins.
II.
Síðan vér fengum löggjafarvald og
fjáriáð, hefir þing og stjórn á ýmsan
hátt reynt að hlynna að ræktun lands-
ins, bæði almennri jarðrækt og svo
nú á seinni árum að skógvækt og
sandgræðslu.
Ef dæma skal um áiangurinn af
þvi er gert hefir verið af hálfu þings
og stjórnar til eflingar almennrijarð
rækt, og þá sérstaklega um árangur
jnn af því fé, er veitt hefir verið í þessu
skyni, verður hver og einn að mynda
sér skoðun um þetta eftir því sem
fyrir augað ber og eftir eigin kunnug-
leika og eftirtekt. Engar skýrslur eru
til uin þetta, er neitt veiði bygt á.
Skýrslur þær, sem út evu gefnar um
stærð ræktaðs lands ognytjar af því,
eru allar ramvitlausar og þjóðinni til
stórskammar, og sjálfsagt er að við-
urkenna það, að ef manni verður það
á að ætla að byggja nokkuð á þeim,
gerir maður sig sekan í hinni mestu
flónsku. Er því hin mesta nauðsyn
á að reyna að færa þetta í lag sem
fyrst, því ábyggilegar skýrslur um
þetta efni geta orðið til hinnar mestu
nytsemdar. Gætu þær oft gefið mik-
ilsverðar bendingar, bæði um áiang-
urinn af því er reynt hefir verið að
gera til umbóta, og eins um það
hvað mest nauðsyn er á að styðja,
en ekki er unt að fara frekar útí
þetta efni að sinni.
Framkvæmdir í aimennri jarðrækt
hafa verið studdar af hálfu hins op-
inbera, bæði beinlinis og óbeinlinis.
Beinlínis með fjárstyrk og hagkvæm-
um lánveitingum, en óbeiniinis með
bættum samgöngum og aukinni fyr-
irgreiðslu á sölu búnaðarafurða. Af
beinum fjárstyrk, er veittur hefir
verið af landsjóði, hefir styrkurinn
til búnaðarfélaga líklega komið að
jafnbestum notum, og hann getur
enn orðið að miklu gagni. Hefir
áður verið minst nokkuð á styrk
þann hér í blaðinu, og skal því eigi
fjölyrt um hann nú.
fá hefir fjárstyrkur sá, er veittur
hefir verið Búnaðarfélagi íslands,
komið jarðræktinni að mjög miklu
gagni. Alivei'ulegur hluti af því fé
hefir gengið til styrktar ýmsum rækt-
unarfyiirtækjum og tilgróðrartih auna,
en gróðrarstöðvarnar eru ómissandi
brautryðjendur fyrir framförum öilum
í túnrækt og matjurtarækt.
Pess vav getið í upphnfi greinar
þessarar, nð tvísýnt mundi um það,
hvort meir hefir dregið úr ræktunar-
framförum hér, fjárskortur til fram
kvæmdn eða vafinn um arðsemina.
Úr þessum vafa eiga gróðrarstöðvarn-
ar að hjálpa til að leysa. Þá eru
og margar vafaspurningar um rækt-
unaraðferðir o. fl., er miklu skiftir
um hvernig ieysast. Og úrlausn
þessarar spurningu er hlutverk gróðr-
arstöðvanna. —
Annars er það talsvert auðveldara
að styðja með fjárframlögum að þvi
að íá hinar ýmsu vafaspurningar um
jarðrækt vora leystar, en hitt, að sjá
lattdsmönnum fyrir fé til framkvæmd
anna nteð hagkvæmum kjörum, og
sú hefir líka oiðið reyndin.
Ræklunarsjóðurinn hefir oiðið að
miklu liði, einkum ineð lánveitingum.
Lánskjörin hafa verið mjög svo að-
gengileg, enda eru miklar jarðabætur
til orðnar fyrir lán úr þessum sjóði,
sem að líkindum væru annars ógerð-
ar, en sá sjóður nær skammt til að
fuilnægia þörfinni, sem altaf fer sí-
vaxandi.
Viðlagasjóðslánin til girðinga hafa
orðið til hins mesta gagns, og verður
það að teljast happaráð, að gefinn
var kostur á siikum lánum. Pvj
hefir að vísu verið haldið fram, að
það væii óskynsamleg pólitík að lána
landsjóðsfé með svo lágum vöxtutn,
er landsjóður sjálfur þarf að taka fé
að láni með hærri vöxtum. Fljótt
á litið virðist þetta rótt athugað. En
þegar nánar er aðgætt, sést það þó
fljótt, að þetta er fyllilega réttmætt;
með þessu fé er verið að auka rækt-
un landsins og þar með framleiðsl
una, og þar af leiðandi stækka og
styrkja skattagrundvöll landsjóðs. En
þetta mundi ekki gert án lánveitinga
þessara, úr því ekki eru til í landinu
lánst.ofnanir, er veitt geta jafn hag
kvæm lán í þessu skyni, en íslensk
jarðrækt þarfnast ódýrra og hentugra
lána. —
Verðlaun úr Ræktunarsjóði hafa
unnið nokkurt gagn, en miklu minna
tiltölulega en lánin. Veldur þar um
nokkru, að sú rogla sem fylgt hefir
veiið við úthlutun verðlauna þessara
er alls ekki sem heppilegust. Verð
launin hafa verið veitt eftir dags-
verkatölu, án þess skeytt hafi verið
um aðstöðu eða efnahag hlutaðeig
enda. Enginn rnunur gerður á leigu-
liða eða sjálfseignai bónda, fátækum
einyrkja eða efnabónda, er hefir næg
án vinnukraft.
En þetta er ekki rétt, verðlaunin
eiga fyrst og fremst að vera hvatn
ing fyrir hinn efnalitla, viðurkenning
fyiir dugnað hans og iðjusemi. Á
þann hátt verða verðlauna þessara
mest not, eu ekki með því að bita
þau niður eftir dagvorkatölu einni,
án tillits til efnahags og aðstöðu. Á
síðasta búnaðarþiugi var þess óskað,
fijítlddagi
„Snðurlands“
var 1. nóvQTtiBer.
At AT JTA
að breytt yrði til um úthlutun verð-
launanna í þessa átt og gerðar upp-
ástungur um það, hvernig þessu yrði
fyrirkomið, en þessum uppástungum
hefir enn eigi verið sint — þarf lík-
lega að árétta betur ef duga skal.
Yfir höfuð má annars segja að
flest það, er gert hefir verið af hálfu
þings og stjórnar til eflingar almennri
jarðrækt, hafi horið sæmilegan árang-
ur, og þótt skiftar kunni að verða
skoðanir um sumt í einstökum atrið-
um, verður ekki annað sagt en við-
unanlega hafi tekist það sem gert
hefir verið. Hitt er annað mál, hvort
löggjafar- og fjárveitingavaldið hefir
gefið þessu svo mikinn gaum sem
vert var.
Eins og nú er ástatt, veltur ef til
vill mest á því tvennu, að efla og
útbreiða hverskonar þekkingu og
kunnáttu og greiða götu allri nytsamri
nýbreytni, og hinsvegav að sjá fyrir
nægu lánsfé með hágkvæmum kjör-
um til ræktunarfyrirtækja, mun það
draga drýgst til umbótanna, og á því
veltur það, hvort meivi háttar rækt-
unaifyiirtæki, svo sem stærri áveitur
geta komist í framkvæmd eða ekki.
Væntanlega sér þing og stjórn skyldu
sína í þessu efui, en það er fleira en
„fjárframlög" er miklu skiftir, er um
það er að ræða að efla ræktun lands
ins. Löggjöfin getur stutt hana á
margan annan hátt, og það hefir enda
verið gert.
Eitt allra mikilvægasta atriðið fyrir
ræktun landsins er ábúð jarðanna,
hvernig um hana er búið af löggjaf
ai valdsins hálfu. Ábúðarlög vor eru
gömul og úrelt að ýmsu leyti. Þegar
þau eru samin, er ræktunaráhuginn
nývaxinn og tökin lítil til framkvæmd
anna, og margt hefir breyst síðan.
Fyrir skömmu siðan var meir en
helmingur jarða á landinu í leiguábúð
og henni að ýmsu leiti illri og óhag-
kvæmri.
Nú hefir löggjafarvaldið slegið því
föstu, að sjálfsábúð væri nauðsynlegt
skilyiði fyrir framförum i búnaði og
aukinni ræktun landsins, og út frá
þessum skilningi eru þjóðjarðasölulög-
in til orðin. Og samkvæmt þeim
lögum hafa nú margar þjóðjarðir verið
seldar ábúendum. Um það má nú
samt sem áður deila, hvort sú stefna
var rett að selja jarðeignir landsjóðs,
því ekki verður annað séð en að hæg
hefði veiið heimatökin að koma svo
fyiir ábúðinni á þjóðjörðunum, að hún
að engu leiti þyrfti að hindra um-
bætur leiguliða á jörðunum. Sá er
aftur á móti galiinn á því að selja
þjóðjarðirnar, að tryggingin er engin
fyrir því að jarðirnar haldist 1 sjálfs-
ábúð framvegis. Þær geta komist í
leiguábúð aftur þegar minst varir, og
er ræktun landsins síst betur borgið
með því að einstakir menn sóu lands-
drotnar en landið sjálft. Nokkur
hætta getur og af því stafað, að jarð-
ir lendi í sífeldu kaupbralli bæði inn-
lendra manna og útlendra með óeðli-
legri verðhækkun sem verði til hins
mesta meins fyrir ábúð og yrkingu
javðanna.
Tilgangur þjóðjarðasölulaganna er
góður, en tryggingiu fyrir því, að sá
tilgangur náist er sára lítil. Á síðasta
þingi kom fram frumvarp þess efnis
að tryggja landssjóði endurkaup þjóð-
jaiða er ganga úr sjálfsábúð, á þessu
er full nauðsyn, en vandséð er hvort
því verði við komið svo vel fari.
En það er ekki tilgangur greinar
þessarar að ræða þjóðjarðasölulögin,
en hitt er ástæða til að benda á, að
jafnframt og löggjafarvaldið slær því
föstu, að leiguliðaábúð standi ræktun
landsins í vegi, — þá gerir það varla
svo teljandi só til að bæta kjör leigu-
liða á jörðum einstakra manna. Er
svo að sjá sem þingið hafi jafnan
verið hrætt við að hrófla nokkuð við
ábúðat'lögunum frá 1884. Líklega
þó ekki af því að þau lög hafi þótt
svo mikil gersemi, heldur mun það
fiemur hafa valdið, að vandhæfi hefir
þótta á vera, að bæta kjör leigulið-
anna án þess að þröngva kosti jarð-
eigenda. En það sem hér skiftir
mestu máli er það, að láta ekki leigu-
liðaábúðina vera þröskuld i vegi fyrir
ræktun landsins. Ábúðarlögunum
þarf að breyta, svo að leiguliðar þurfi
ekki að hika við að gera þær jarða-
bætur, er nauðsynlegar eru og þeir
geta framkvæmt, og tryggja þarf þeim
að njóta arðs verka sinna. Yerði
þett ekki gert án þess að jarðeigend*
um þyki sínum kosti þröngvað um
of, sýnist ekki vera niikið í húfi.
Jarðeigendur hafa þá þær útgöngudyr
að selja jatðir sínar ábúendum, eða
þeiin, er gerast vilja ábúendur. Nú
eru ótal aðrar leiðir opnar fyrir menn
til að geia fé sitt arðberandi, en að
l9ggja það í jarðeignir til að leigja
þær öðrum. Mundi landbúnaði vor-
um það óefað hollast að engum ein-
stökum mönnum þætti borga sig að
eiga jaiðir til að selja þær á leigu,
þegar svo væri komið, mundi og
þjóðjarðasölulögin ná betur tilgangi
sínum.
Ekki skal að þessu sinni íarið út í
það, að gagnrýna ábúðarlögin, það
yrði of langt mál, en á eitt atiiði
skal bent, er stendur í nánu sam-
bandi við það, sem hér er um að
ræða — ræktun landsins. Þingið
1911 samþykti það ákvæði, að eftir
árið 1919 mætti ekki taka til gieiua