Suðurland - 30.11.1912, Qupperneq 3
SUÐURLAND
99
viðskiftum vorum þangað sem oss
er hagkvæmast, þvi okki geta þeir
gert kröfu til þess að vér af einskærri
umhyggjusemi fyrir hag danskra
kaupmanna látum verslun vora vera
í þeirra höndum. Yér eigum þeim
ekki svo mikið gott að launa.
Gott væri að kaupmenn vorir og
fésýslumenn láti málið í fullri alvöru
til sín taka. Úr þeirri átt ætti helst
að mega vænta bæði þekkingar og
nokkurs máttar til umbótatilrauna.
Mun að þessu nánar vikið siðar.
Kosningar i Noregi. Nýafstaðn-
ar kosningar í Noregi hafa gengið
mjög vinstrimönnum í hag. Kosn
ingar hafa verið sóttar af miklu kappi.
Hafa bændur lagt sig mjög fram um
að stjaka hægrimönnum frá kosn-
ingu. Eru það einkum fossalögin og
hinn taumlausi yfirgangur útlends
fjármagns er hægrimenn hafa unnið
sér mest til óhelgi með. Þykir
bændum hætta á fetðum af ráðs-
mensku þeirra, og þeir hafa tekið í
taumana og það rækilega.
Til Munda.
Eg bið Suðurland að skila til Hall-
mundar, að grein hans í 20. tbl. verð-
ur ekki gerð að umtalsefni af mér.
Ef mér findist eg hafa ástæðu til að
hefna mín á honum, mundi eg opin-
bera hans rétta nafn, en það væri
of illa með hann farið eins og nú
er komið fyrir honum. Eg þekki
nafn hans eins vel og hann mitt,
sem honum er svo munntaint, enda
er hann gamall kunningi minn, og
þó honum gangi illa að selja hunda-
þúfuna sína, þá er það ekki eins
mikið mér að kenna og hann heldur.
Samt má hann skemta sér við þá
hugsun svo lengi sem honum likar.
En eg leiði hann hjá mér fram-
vegis.
Kolbeinn Eiriksson.
Reykjafoss með húsi og tóvinnu-
vélum hefir Árnessýsla nú keypt af
hlutafélagi því, er átt hefir og starf-
rækt tóvinnuvélarnar. Sýslunefndin
var í ábyrgð fyrir láni fyrir félagið,
og þóttu nú þau úrslitin best, að
sýslunefndin hirti alt saman. Liklegt
er að sýslunefndin reyni nú að hressa
þetta fyrirtæki við með einhverju
móti.
Aldarafmæll Péturs Guðjónsens
organista í Reykjavík var í gær.
Hann var með réttu talinn „faðir
söngs á ísamold". Var einhver hinn
fyrsti brautryðjandi þeirrar fögru list-
ar hér, og eigum vér honum mikið
að þakka í því efni. I Reykjavík
átti að minnast 100 ára afmælis
hans með samsöng í dómkirkjunni,
og víðar um land hafa verið ráð
gerðir kirkjusamsöngar o. fl. til há-
tíðabrigða.
Fréttabréf.
—o—
Meðallandi 5. nóv. 1912.
Iíeiðraða Suðurland! Loksins eítir
lauga bið sting eg nú niður pennan-
um til að hripa þér fáar línur, en eg
býst nú við að það verði fáort og
efnislítið, vegna þess, að hér ber svo
nauðafátt til tíðinda,
Tíðarfar i sumar ágrett yfirleitt.
Jörð spratt óvanalega snemma, varð
grasvöxtur góður á túnum, en a á-
veitulausum mýrum tæplega í með-
allagi. Sláttur byrjaði fyr en venju-
lega og nýttist heyafli mjög vel, mátti
segja að óslitinn þerrir væri dag eftir
dag frá byrjun sláttar og til septern
bersbyrjunar; var það mjög heppileg
tið á mýrlendi, en seigbeitt mun hafa
verið á vallendi. Siðan gerði stór
felda rigningarrosa um langan t.íina;
áttu þá flestir hey úti, og hröktust
þau mjög, en náðust um síðir.
Með vetrarbyrjun gerði nokkurt
frost, sem hélst vikutíma, en nú er
aftur komin þýða.
Heyskapur mun hér alment í betra
lagi. Uppskera úr kálgörðum í meðal-
lagi, kannske vel það sumstaðar. —
Rekalaust með öllu hér i sumar.
Heilsufar manna alment heldur
gott í sumar og yflrleitt góð líðan
það eg veit,
Fremur virðist hér dauft yflr fé-
lagslífl, verður lítið úr framkvæmdum
hjá þeim félögum sem hér starfa.
Hygg eg að orsökin liggi hið innra
hjá einstaklingunum í félögunum,
samúð og ábyrgðartilfinningu fyrir
skuldbindingu og lögum félaganna
virðist víða vanta, en maður vonar
að þetta lagist, og að félögin rísi nú
upp, eftir sumarhvildina, með fullum
krafti til starfs og framsóknar.
Lýk eg svo máli mínu að þessu
sinni og óska þér og lesendum þín-
um góðs og gleðilegs vetrar og allra
heilla. Yirðingarfylst
Einar Sigurfinnsson.
Keflavík 18. nóv. 1912,
Herra ritstjóri Suðurlands:
Héðan er ekkert nýstárlegt að
frétta.
Allmikla eftiitekt vakti hjá mér og
öðrum greinin í Suðurlandi um raf-
lýsingu. Hér heflr raflýsingarhug-
sjónin komist á hreiflngu 1 kauptún-
inu, en af framkvæmdum ekkert
orðið en. í hvorum staðnum sem
er, virtist þó eitt áhæti ulítið og nauð-
synlegt., sem sé, að fá sérfræðing í
þeirri grein til þess að dæma mál
efnið til lífs eða dauða.
Eg mun hlusta nákvæmlega eftir
því hvað þið Eyrabúar gerið í þessu
efni, og hvernig þið fáið hreifiaflið.
Vindmyllufyrirmynd hefl eg til, sem
er þeim kosti búin, að geta gengið i
hvaða vindstöðu sem er, án þess
neitt þmfl að breyta henni. Lítið
vafamál er það, að all oft mætti
nota vindinn, en vafalaust þyrfti þó
annað afl í forfðllum hans.
Heilsufar er hér fremur gott al-
ment. Atvir.nulaust hjá þorra fólks
nú um stundir, og ekki litið til sjáf-
ar.
Nýlega dáiníVogum: Elín Bjarna-
dóttir húsíreyja og Steingiímur Stein-
grímsson 83 ára gamall. í Hávarð-
arkoti í Njarðvíkum María kona Guð-
inundar bónda þar.
yígúst Jónsson.
Ráðherra fót- til Kristjaníu um
mánaðarmótin síðustu, til að eiga tal
við norsku stjórnina um tollsamn
inga. Danska blaðið Riget segir að
þegar hann komi aftur til Hafnar,
muni standa til einhverjar ráðagerðir
um sambandsmálið.
Raflýsingar.
—o--
„Neyðin kennir naktri konu að
spinna", segir málshátturinn og er
svo að sjá, sem hann sé að rætast
nú um raflýsingu í húsum manna
hér. Aflið til raflýsingar 6igum vér
viða til, en því hefir verið lítill gaum-
ur gefinn, en nú er okurverðið á
steinolíunni að kenna mönnum að
líta í kring um sig. SigJfirðingar
hafa nú nýverið látið verkfræðing
undirbúa raflýsingu hjá sér. Isflrð-
ingar eru að taka raílýsingu á dag-
skrá, og hérna eystra er að koma
dálítil hreyfing í þá át.t, fyrir Stokks-
eyri og Eyrarbakka. Er það hér
mrsta nauðsynjamál að þetta sé tek-
ið til athugunar, þar sem nokkrar
líkur eru til að því verði við komið.
Hví skyldum vér að nauðsynjalausu
gerast féþúfur erlendra okurfélaga. ?
Stærsta brú á Norðurlöndum
er nýlega fullgevð í Sviþjóð yfir „Ánger
manelven" við Forsmo. Var hún tekin
til notkunar 1. þ. m. Hún er 262
metrar á lengd og vegur 1200 tonn.
Hæðin frá vatnsfleti upp að brúargólf-
inu er 49 metrar.
Brúin er bygð á Motala verksmiðju
í Svíþjóð. Pykir hún hin mesta
listasmíði, en dýr er hún, kostar
398,900 kr.
Hraðskreitt herskip. Nýr bryn
dreki er Englendingar eiga, hið mesta
heljarbákn, fer 29,7 til 31,7 mílur á
vöku. Skip þetta heitir Princes Royal.
Ameríkst gjaldþrot. Alt er stór-
felt hjá Ameríkumönnum — gjald,
þrotin lika. — Eitt stórfélag þar, er
var samsteypa af mörgum verksmiðj
um er smiðuðu olíuhreifivélar, og
nefndist „United States Motor Comp-
any“ er nýlega orðið gjaldþrota og
eru skuldir þess 150 milj. kr.
Timatal Gyðinga. Nýársdagur
þeirra var 15. sept. og ártal það er
þeir nú rita er 5678. Trúaðir Gyð-
ingar halda heilagt um áramótin í 2
daga. Tíu dögum síðar hafa þeir
föstuhald í 24 kl.tíma— það er að
segja þeir sem vilja, — hinir éta
óátalið eins og lystin leyflr.
Friðarhorfur.
—0—
Nú dregur að leikslokum.
Tyrkir eru að þrotum komnir og
hafa leitað um frið. Hitt er og víst;
að Búlgarar veita ekki vopnahlé
nema óskoiið sé gengið að þeim
kostum, er þeim líkar.
Fólkorustan við Lule Burgas hefir
ráðið úrslitum. Tyrkjaher hefir
ekki borið sitt barr síðan. Bardagi
þessi jafnast við þær fólkorustur, er
frægastar eru í sögum og skift hafa
sigrinum meðal heilla þjóða, svo sem
orustan við Wateiloo, Sadowa eða
Sedan. Með orustu þessari hefir
Tyrkjaveldi í Norðurálfu liðið undir
lok og má Tyrkjum gott þykja, ef
þeir fá að halda Miklagarði með litl-
um landskika umhverfls, og íáða því
þá viðsjáv stórveldanna en ekki mátt-
ur sjálfra þeirra.
Ófriður þessi er einhvar hinn
merkilegasti, er háður heflr verið á
vorum dögum. Enginn hefir orðið
með jafnskjótum úrslitum nema
óftiður Pjóðverja og Austurríkis-
manna 1866. En Bismark barðist þá
ekki til lands. Hann lét sér nægja
að Austurriki hóldi öllu sínu nema
Feneyjum, er þegar voru orðnar
lausar í hendi og þá fengnar Ítalíu.
Ef Bismark hefði krafist mikis hluta
af landeignum Austurríkis, þá hefði
styrjöld sú staðið miklu lengur. En
í þessum ófriði verður sú nýlunda,
að heilu keisaradæmi eru örlög sköp-
uð á tæpum þrem vikum. Pví að
hversu sem veltist, þá er það vist,
að Tyrkir halda engum landeignum
hér í álfu, er nokkru nema, þegar
friður verður saminn.
(Ingólfur).
.....------ -- •
Eftirmæli.
Eins og getið var hér í blaðinu,
andaðist á Stokkseyri 8. þ. m. hús-
frú Kristín Þórðardóttir, eftir langa
sjúkdómslegu. Banamein hennar var
krabbamein í maganum.
Kristín sál. var fædd 27. júní 1860
á Mýrum í Villingaholtshreppi. For-
eldrar hennar voru meikishjónin
Þórður Eiríksson og Helga Sveins-
dóttir, er þar bjuggu — bæði dáin
1908.
Eftirlifandi manni sínum, Jóni
Þorsteinssyni járnsmið giftist hún
1. des. 1888. Bjuggu þau hjón fyrst
í Kolsholtshelli í Villingaholtshreppi,
en fluttust til Stokkseyrar árið 1893
og áttu þar heima síðan. Þeim hjón-
um varð 5 barna auðið, lifa 4 þeirra,
2 dætur komnar yfir fermingu og 1
yngri, og 1 sonur, Pórður, bókhald-
ari við Ingólfsverslun á Stokkseyri.
Kristin sál. var mæt og góð kona,
hjartagóð og hjálpfús, góðlynd og
glaðlynd, og ávann sér vináttu og
vitðingu allra, er henni kyntust.
Bðrnum sínum var hún ástrík og
umhyggjusöm móðir og iækti heim-
ilisskyldur sínar með hinni mestu
kostgæfni.
Hún var ein af þessum konum,
sem ekki gera neitt til þess að vekja
athygli á sér útávið, en rækja sitt
kyrláta starf inuan heimilisveggjanna
með ræktarsemi og umönnun íyrir
heimilinu og góðvild og hjálpfýsi við
aðra, og það er gott og nytsamt æfl-
starf.
Dökkjarpur licstur, 8 vetra
gamall, vakur, mark blaðstýft fr. h.,
biti eða fjöður fr. v., tapaðist í haust
frá Asgautsstöðum. Hesturinn var
i góðum holdum, viljugur tii reiðar,
styggur i haga. Sá er hitta kynni
hest þennan, geri undirrituðum við-
vart.
Jón Jónatansson.