Suðurland


Suðurland - 27.06.1913, Blaðsíða 1

Suðurland - 27.06.1913, Blaðsíða 1
SUÐURLAND Alþýðublað og atvinnumála IV. árg. Eyrarbakka 27. júní 1913. »•:• • S u ð u r I a n d • • kemur út einu sinni í viku, a • q laugardögum. Árgangurinn kost- £ » ar 3 krónur, crlendis 4 kr. 0 Ritstj Jón Jónatansson á : : Ásgautsstöðum. Innhcimtumenn Suðurlands eru hér á Eyrarbakka: skósmiður • Guðm. Ebenezerson og verzlm. JónAsbjörnsson (við verzl. Einarshöf'n). I Roykjavík Olafur Gíslason verslm. í Liveroool ! : í Auglýsingar sendist í prent smiðju Suðurlands, og kosta: J kr. 1.50 fyrir þuml. á fyrstu síðu, • en 1,25 á hinum. Launahækkunarfrumvörpin. Hvort frumvörp þessi erumörgeða fá eða aðeins eitt, má hamingjan vita, en hitt er nú víst oiðið, að það er ekkert smáræði sem fram á er farið, því 25 ei u embættin sem launa- hækkunin á að ná til. Ástæða stjórnatinnar fyrir þessari launahækkun kvað vera sú að lífs nauðsynjar hafi stigið svo mjög í verðí síðustu árin. Þetta er að vísu iótt, en hitt er jafnframt víst, að ef hækka ætti launin af þessari ástæðu, þá yrði að sjálfsögðu að byrja á lægst launuðu embættunum, því þeir sem þeinr embættum þjóna, hljóta þó oft- ast að eiga örðugra með að geta framfleytt sér og sínu skylduliði á launum sínum en þeir sem sitja í best launuðu embættunum. En eftir því sem Suðurland Jiefir tengið fregnir af, þá eru það sist lægst launuðu em- bættin sem stjórnin ber fyiir brjósti, en einmitt hæst launuðu embæltin, þar sem launin eru frá 3—6000 kr. Að vísu er nokkrum lágt launuðum embættum lofað að fljóta með, en það kemur skýrt fram, að á þessari ástasðu som stjóinin ber fyiir sig, getur launahækkunin ekki verið bygð, því ef svo ætti að vera, þá er „byrj að á öfugum enda". Þegar um það er að ræða að hækka laun embættismanna, er að vísu á fleira að líta en launaupphæðina. Laun þó lág séu geta verið fullsæmileg Þegar litið er á það starf sem heimt- að er af þeim er embættinu gegnir. Munuiinn er mikill á því embætti sem sl<ilyrðislaust heimtaralla starfskrafta mannsins, og hinu, sem ekki er um fangsmeiia en svo, að embættismnð- uiinn er ijtio bundinn af starfinu og getur stundað ýmiskonar atvinnu aðra. Þessvegnagetur0ft veriðástæðu laust að hækka launin þó lág séu, en bó er þaö óefað, að fiemur eru það láglaunuðu embæltin er sanngjarnt vaeii að hækka. En langtlest embættislaun þau 6r stjórnin nú viJl hækka, eru fulisæmi leg einspg þau erU; og um gum þejna væri kanske okki úr vegi að athuga nánar, hvort staifið sem innt er af hendi i þessum embættum, er í raun og veru svo mikils virði fyrir þjóð ina, að tilvinnandi sé fyrir hana að greiða þessi laun sem embættunum fylg.ja nú, hvað þá hærri. Sú eina launahækkun sem komið gæti til mála að sinni, er að hækka þau lægri embættislaun, sem eru ósanngjarnlega lág í samanburði við önnur, bæta úr misrétti. En jafnvel slikar launahækkanir getur þó ekki komið til mála að gera fyr en stjórn og þing er búið <að sinna almennum og eindregnum kröfum þjóðarinnar í eftiilaunamálinu. Þessvegna eru þessar launahækk- anir stjórnarinnar, hvað sem öðru líður, ótímabærar að þessu sinni. Og ennfremur væri brýn nauðsyn á að athuga rækilega hvort ekki væri unt að gera þær launahækkanir, er sannpjaiHar og réttmætai kynnu að þykja, án aukinna útgjalda fyrir land sjóð, með því að fækka embættum, leggja niður ýms embætti og land- sjóðslaunaðar stöður, sem nú eru til, en vafasamt er að tilvinnandi sé fyr- ir þjóðina að halda við. Embættismannafjöldinn ersvogeysi- mikill á þessu fámenna landi, að til vandiæða horflr, og fyllsta ástæða er til að taka til rækilegrar íhugunar hvort ekki er hægt að fækka á fóðr- unum dálítið. Þá yrði hægara að launa sæmilega þau embættin sem óhjákvæmileg eru. Og þetta hefði nauðsynlega þurft að taka til athug- unar áður en farið var að fara fram á að hækka launin. Annars er ekki vert að fara frek- ar útí þetta mál að sinni, mtðan þessi launahækkunarfrumvörp stjórn- aiinnar eru okki kunn orðin, onda mun þess nú skamt að bíða héðanaf. Búnaðarsamband Suðurlands. Aðalfundur 1913 Aðalfundur Búnaðarsamband Suð- urlands var haldinn að Þjórsártúni laugardaginn 21. þ. m. Á fundinum voru mættir fulltrúar frá þessum búnaðarfélögum: Úr Vestur-Skaftafellssýslu Búnaðavfélögum Kirkjubæjar og Hvammshreppa. Úr Rangárvallasý.slu Búnaðarfél. Austur Eyjaffalla, Hvol- hrepps og Landmanna, (fulltrúi bún- aðarfélags Holta og Ásahrepps hafði tilkynt forföll.) Úr Áinessýslu BJnaðarfól. Hrunamanna, Biskups- tungna, Laugardals, Giímsness, Ölfus, Sandvíkur, Hraungerðis, Stokkseyrar, Gaulverjabæjar, Villingaholtsog Skeiða- hreppa, Ennfremuv mætti á fundinum full- Nr. 3. trúi Árnessýslu, Eggert Benidikttsson hréppstj. í Laugardælum, (kosinn af sýslunefnd). Auk þessara fulltrúa voru og stjórnarnefndarmennirnir nú allir mættir. Helstu fundarmál voru þessi: I. Eeikningar. Lagðir íram endurskoðaðir reikn ingar Sambandsins fyrir síðastliðið ár. Höfðu endurskoðendur ekki haft neitt við þá að athuga, voru þeir samþyktir í einu hljóði. (Jafnaðarupphæð reikningsins var rúm 3000 kr. Eignir Sambandsins i hestum og verkfærum voru við ný- ár riíml. 1000 kr. Byrjað á stofnun varasjóðs, lagt í hann árið 1912 kr. 80,00). 2. Störf Sambandsins árið 1912. Formaður skýrði frá störfunum, höfðu þau verið framkvæmd eftir því sem við varð komið, samkvæmt álykt unum aðalfundar i fyrra. Aðalstörfln höfðu verið þessi: a. Leiðbeiningarslarfsemi samfara mælingu jarðabóta. Þessari starfsemi hafði eun ekki orðið við komið í Vestur Skaftafellssýslu, með því sýslu- nefnd þar hafði ekki viljað fara eftir tillðgum Sambandsins um mælinga- mennina. Þeir slroðunarmenn jarðabóta sem Sambandið hefir í sinni þjónustu, hafa jafnframt því að skoða og mælajarða- bætur vei11 ýmsar leiðbeiningar í jarð rækt, einkum hirðing og notkun áburð- ar, gert minni háttar hallamælingar, leiðbeint um vatnsleiðslur o. s. frv. b. SáðsUttusýnisreitir. Á aðalfundi í fyrra hafði verið ákveðið að koma upp innan hvers bún iðarfélags í Sam bandinu 1 slíkum reit, reitstærðin 1 dagslátta. Undirbúnir í fyrra 9 reit- ir ¦— heifaðir og sáð í þá höfrum — grasfræi sáð í þessa reiti nú í vor, leggur Sambandið til grasfræið ókeyp is (25 pd. í hvern reit). c. Plœgingakensla. Hún hafði að þessu sinni farið fram aðeins hjá 3 félögum, fleiri ekki óskað eftir henni — áður lokið einni umfejð með kenslu þessa hjá öllum félögum innan Sam- bandsins. d. Leiðbeining % vélanotkun. Leið- beining þessi var veitt með því móti að Sambandið hafði falið vissum mönnum : í Skaftafellssýslu l,í Rang- árvallasýslu 2 og í Árnessýslu 1 að setj.i saman sláftnvélar fyrir þá sem þær keyptu, og jafuframt veita leið beiningar um notkun vólanna. Hafði það greitt þessum mönnum 3 kr. fyr- ir hverja vél, en hlutaðeigendur önn uðust borgun að öðiu leyti. En í Arnessýslu var þetta gert að öllu leyti á kostnað Sambandsins að þessu sinni, með því að loiðbeining í véla- notkun hafði áður farið fram í hia um f-ýolunum báðum í tvö sumur ókeypis, en litið í Arnessýslu. — 35 sláttuvélar höfðu bætst við í fyna á Sambandssvæðinu, 3 rakstrarvélar og 20—30 brýningaráhöld. Alls eru sláttuvélarnar hér austanfjalls um 100 og fjolgar enn að mun í sumar. e. Verðlaun fyrir góða hirðing aburð- ar höfðu veitt verið nú í fyrsta sinn samkvæmt ályktun aðalfundar í fyrra. Verðlaunin voru veitt 8 mönnum, 25 kr. hverjum, og greiðast þau í verk- færum. Um starfsemi Sambandssins á ár- inu sem leið urðu litlar umræður. Fulltrúarnir úr Skaftafellssýslu kvört- uðu um að engin leiðbeiningastaif semi frá Sambandinu hefði farið þar fram í fyrra, og óskuðu að úr yrði bætt. Stjórnarnefnd bar fyrir sig ógreining þann er verið hafði milli hennar og sýslunefndarinnar, en við- urkendi að gera yrði tilraun til að koma þessari starfsemi þar á eigi að síður, en tjáði sig hafa viljað bíða fundarályktunar um það mál. Uiðu allmiklar umræður um þetta, og að lokum samþykt að Sambandið tæki upp þessa staifsemi í Vestur-Skafta- fellssýslu nú í sumar hjá þeim félög- um, er þess óskuðu. Þá lagði formaður fram tillögu stjórnarnefndar um starfsemi Sam- bandsins næsta ár, en þær eru þesa- ar: 1. Plægingakenslu verði haldið áfram á næsta ári með sama sniði og var í fyrra. Gert ráð fyrir 3 kensluskeiðum. 2. Sýnisreitir þeir 9 að tölu, sem teknir hafa verið upp á þessu ári verði fullgerðir á næsta ári og teknir upp alt að 8 reitir í viðbót. 3. Leiðbeining í vélanotkun haldið áfram með sama fyrirkomulagi og i fyrra. 4. Sambandið'táði i þjónustu sína á næsta ári, um vortimann, sérfróð- an mann, er fari um milli búnaðar félaganna og veití verklegar og munn- legar leiðbeiningar í garðrækt. 5. Leiðbeiningastarfinu haldið á- fram í þeim sýslum sem það vilja nota. Um þessar tillögur urðu talsverðar umiæður, einkum þó um 4 tillöguna. Voru skoðanir skiftar bæði um þörf- ina á slíkum leiðbeiningum, getu Sam- bandsins til að taka þær að sér og tökin á að koma þeim svo fyiir að verulegt gagn yrði að. Urðu þau úrslitin að lokum, að fundurinn vildi ekki aðhyllast uppástungu stjórnar- nefndar um sérstakan mann til þessa stavfs, en samþykti aftur á móti að fela þeim mönnum, er hefðu á hendi jarðabótamælingu og leiðbeiningastarf- ið, að veita leiðbeiningar í garðiækt eftir því sem við yrði komið. Að öðru leyti voru tillögur stjóin- arnefndar samþyktar óbreyttar og sömuleiðis fjiirhagsáætlun sú, er st jóin- arn9fnd lagði fram í sambandi við tillögur þessar. Það fó sem stjórn- arnefnd h;fði áætlað til sérstukra leið-

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.