Suðurland


Suðurland - 19.07.1913, Blaðsíða 2

Suðurland - 19.07.1913, Blaðsíða 2
22 STJÐURLAND skatt. Aí fyrstu 1000 kr. x/2 af hundr- aði, af 1000—2000 kr. 1 af hundraði, „og svo framvegis, þannig, að skatt- urinn eykst um V2 af hundraði á hverju þúsundi, sem tekjurnar hækka, alt að 6 af hundraði, sem greiðst af því sem tekjurnar nema yfir 11000 kr. Þó skulu hlutaíólög greiða í tekjuskatt 3 af hundraði af öllum skattskyldum tekjum." „Skattskyldar tekjur teljast hvers- konar iaun, ávöxtur, arður eða gróði, er gjaldanda hlotnast af eign eða at- vinnu eða einstökum verknaði eða atvikum ef þetta verður metið til peningaverðs, svo sem: a. tekjur af landbúnaði, sjávarútvegi, siglingum, verslun, veitingasölu, iðnaði, handiðnum, námurekstri og hverjum öðrum atvinnuvegi, b. tekjur af embættum, sýslunum, biðlaunum, eftirlaunum, lífeyri og og hverskonar styrktarfó, sem og tekjur af allskonar vinnu, andlegri og líkamlegri, c. landskuld af leigujörðum og arður af allskonar ítökum og hlunnind- um, leiga eftir hús, lóðir og skip, svo og áætlað árgjald af hvers- konar fasteign, er eigandi notar sjálfur. Ennfremur leigur eftir innistæðukúgildi á jörðum, sem eru í leiguábúð og af byggingar- peningi og öðru lausafé, sem á leigu er sett, d. arður af allskonar verðbréfum, skuldabréfum, vaxtabréfum og hlut- abréfum þeirra félaga, sem eigi greiða tekjuskatt hér á landi, svo og vextir af útistandanhi skuldum og öðrum fjárkröfum, þótt bréf sé eigi fyrir, sparisjóðsinnlögum og hverri annari arðberandi innistæðu. e. ágóði við sölu á eign, enda þó salan falli ekki undir atvinnurokst- ur skattgreiðanda ef ætla má, að hann hafi koypt eignina eða öðl- ast hana á annan hátt í því skyni að selja hana aftur með ágóða eða hún hefir ekki verið í eigu hans lengur en 3 ár, f. gjafafé og vinningur í veðmáli og talnaspili. * Af tekjum þeim, sem fást með því að eyða stofnfé eða taka lán skal eigi skatt greiða, né heldur af fjár- auka er stafar af erfðum, stofnun hjúskapar, greiðslu lífsábyrgðar, bruna- bóta eða þesskonar." Frá tekjum skal draga áður en skattur er lagður á: Kostnað við atvinnurekstur, trygg- ingar og nauðsynlegt viðhald. Skrif stofukostnað, eftirlaun og aðrar kvað ir er á kunna að hvíia. Iðgjöld af lifeyri og annari lögboðinni persónu tryggingu. Skatta og opinber gjöld af fasteignum og atvinnurekstri, svo aukaútsvar og aðra persónuskatta til sveitar, landsjóðs og kirkju. Vexti af skuldum gjaldanda. Framfærslu eyri fyrir börn undir 14 ára aldri og aðra skylduómaga 75 kr. fyrir hvern. Nokkuð fleira er það sem draga skal fiá, en þetta er það helsta. „Af tekjunum skal greiða skatt til hvers sem þeim er varið, hvort held- ur gjaldandi heftr þær sér og skyldu- liði sínu til framfæris og nauðsynja, nytsemdar eða munaðar, til þess að færa út bú sitt eða atvinnuveg eða til þess að afla sér fjár, til gjafa eða hver^ annars sem vera skal. Tekjur sem eftir lögákveðinn frá- drátt ekki nema fullum 500 kr., eru undanþegnar skattgjaldi. „Innlend hlutafólög og önnur at- vinnufélög skulu greiða skatt af öll- um tekjum sínum, að kostnaði frá- dregnum. Útlend hlutafólög og önnur atvinnu- vinnufólög sem eiga eignir hér á landi og hafa tekjur af þeiin eða af atvinnu, sem hór er rekin, skulu greiða skatt af tekjum þessum. Úó eru vátrygg- ingarfélög undanþegin skattgjaldi hvort sem þau eru útlend eða innlend." „Undanþegin öllum tekjuskatti er landssjóður og aðrir þeir' sjóðir, er standa undir umsjón landstjórnarinn- ar, kirkjusjóðir, sveitarfel. og bæjar- fél., sparisjóðir, sem ekki eru eign einstakra manna, kaupfólög, pöntun arfél. og samskonar fólög og fram- leiðslufólög (smjörbú, sláturhús og önnur slík félög), nema að því leyti sem þau reka verslun sem eigi er takmörkuð við félagsmenn eina, enn- fremur sjóðir, félög og stotnanir, er vinna í almennings þarflr eða skatt- frelsi er veitt með sérstökum lögum eða samningum við landsstjórnina." Skattinn skal innheimta á mann talsþingum ár hvert, í fyrsta sinn 1915. Heimilt er með ákvæði í fjárlög- unum að hækka og lækka tekjuskatt fyrir eitt fjárhagstímabil í senn“. Um leið og lög þessi koma til framkvæmda falla úr gildi eldri lög um tekjuskatt, um ábúðar- og lauea- fjárskatt og um húsaskatt (þ. e. þess- ir skattar falla þá niðui). í nánu sambandi við þetta frum- varp stendur Frv. um fasteignarskatt. „Af öllum fasteignum skal gjalda skatt í lands- sjóð eftir matsverði a/io af hundraði. Eigandi skal greiða skatt þennan, en á jörðum sem eru í leiguábúð þegar lög þessi koma til framkvæmda get- ur eigandi kraflst endurgjalds á V3 skattsins af leigjanda þar til nýr samn- ingur er gerður." Eignir þær, sein skatturinn hvílir á, eru: a. Jarðeignir, hvort, heldur bænda- eignir eða þjóðeignir, eignir kirkna og prestakalla, kristfjárjarðir eða aðrar fátækraeignir, eignir sveitar félaga eða stofnana hverju nafni sem nefnast. b. Húseignir með lóðum í kaupstöð- um og verslunarstöðum, svo og önnur hús og lóðir, sem ekki eru metin með jörð t. d. þurrabúðir og grasbýli. e. Cbygðar lóðir í kaupstöðum og verslunarstöðum, svo og aðrar óbygðar lóðir og lendur, sem eru fráskildar jarðeignum og eigi hafð- ar til ábúðamota. Ennfremur sér- skilin jarðarítök og hlunnindi, svo sem námur, varplönd, veiðiá>-, foss- ar, rekaréttindi o. fl. Undanþegin skattinum eru hús þau og lóðir, itök og hlunnindi, sem eru þjóðeign eða til almenningsþarfa, svo sem kirkjur, skólar, sjúkrahús o. fl.“ Ennfromur þær eignír er eigi nema 300 kr. virði í eígu sama manns. „Á jarðeignír legst skatturinn á eftir gildandi jarðamati. Á húseign- ír og lóðir, itök og hlunnindi skal hann lagður eftir virðingu skatta nefndar; sé hús og lóð ekki sam- eign, skal það virt hvort í sínu Iagi“. „Fastoignaskatturinn skal í tvö ár frá gjalddaga ganga fyrir öllum veð- kröfum í eignum þeim, er hann hvíl ir á“. SkattUrinn er heimtur inn á matin- talsþingurn; fyrsta skiftí 1915. Skatt- inn má hækka og lækka með ákvæði i fjárlögunum fyrir eitt fjárhagstíma bil í senri. Þessi tvö fturnv., ef samþykt verða, breyta mjög skattalöggjöfinni og gera hana míklu eðlilegri því ástandi sem nú or. Að sjálfsögðu getur það ver- ið álitamál hvort það fyrirkornulag sem þau gera ráð fyrir, er réttlátt eða heppilegt í öllum greinum. Hitt er þó víst, að skattafyrirkomulagið sem nú er er orðið úrelt og á alls ekki við lengur, þó það væri gott á sínum tíma. Úað er svo mikið tal- að um skattamálin, að „Suðurl." þótti íótt að geta þeirra nánara en annara málefna, og það því fremur sem lík- lega verður mikið um þau rætt á þessu þingi. Þá koma nokkur frumv. sem leiða af hinum tveimur, ef þau verða að lögum. Frv. um jarðamat. „Allar jarð eignir á landinu skal meta til pen- ingaverðs 10. hvert ár, þó svo, að fyrsta jarðamat eftir lögum þessum skal fara fram árið 1914 ogsvohvert ár, er ártalið endar á 0“. „Hverja jörð skal meta eins og hún mundi sanngjarnlega seld eftir gæðum hennar". „Með hverri jörð skal meta hús þau er henni fylgja og höfð eru til ábúðarnota, nema þau séu í eign annars en jarðeiganda". „Jarðamatið skal fram fara í júní- mánuði og matið skal framkvæmt af skattanefnd". Landsstjórnin skal láta semja jarða- bók fyrir alt Iandið, samkværnt rnats- gerðum skattanefnda, með þeim breyt- ingum er vorða kunna á matinu, og skal bókin send ókeypis öllum sem fá Stjórnartíðindin kauplaust. Jarða- bókin gildir sem gjaldstofn fyrir fast- eignarskatti um næstu 10 ár.“ „ Allan jarðamatskostnað skal greiða úr landsjóði." Jarðabókin frá 1861 verður úr gildi uumin ef frumvarpið verður samþykt. Þetta frumv. er mjög þarflegt, því núgildandi jarðamat er orðið alger- lega óviðunandi og ranglátt sem mest má vera. Það kann að hafa verið gott fyrir rúmri hálfri öld, en á þess- um síðasta aldarhelrningi hafa orðið svo mikla og margvíslegar breyting- ar á verðmæti jarðanna, bæði af völdum mannanna og náttúrunnar, að svona gamalt jarðamat getur ekki náð neinni átt. Nýtt mat verður því að koma sem allra fyrst, þó ekki sé miðað við annað en að koma á sam- ræmi í verðinæti jarðanna sem gjald- stofna. Oft er lika miðað við jarða- rnatið í kaupum og sölum og við virðingar. fbið má nærri geta hve sanngjarnt það er þegar verst lætur. Sú breyting er líka til bóta í frumv. að þar er gert ráð fyrir að meta til peningaverðs, annað getur heldur ekki kornið til nrála. Frv. um skattanefndir. „í hverjum hreppi og kaupstað skal vera skatta- nefnd. í skattanefnd sitja 3 menn, í kaupstöðum bæjarfógeti og 2 menn er hann kveður til, en í sveitum hreppstjóri og 2 menn er sýslumað- ur tilnefnir. Á sama hátt skal skipa eirm vara nefndarmann." „í hverri sýslu og kaupstað skal vera yfirskattanefnd." „Sami maður má eigi sitja i skat.ta- nefnd og yfirskattanefnd. Yfirskatta- nefndarmenn, aðrir en formenn utan kaupstaða, skulu skipaðir æfilangt. Skattanefndarmeno, aðrir en fornrenn , skulu skipaðir til 10 ára, þannig að annar nefndarmaður fer frá 5. hvert, ár, í fyrsta sinn eftir lrlutkesti.“ „Skattanefndir hafa á hendi jarða- matsstörf samkvæmt gildandi lögum. Sömuleiðis er það skylduvork skatta- nefndar á 10 ára fresti um sama leyti og jarðamat fer fram að virða allar húseignir og lóðir, sérskilin ítök og hlunnindi í umdæmi sínu, þær sem skattskyldar eru að lögum.* Frv. þetta er í 23 gr. og kveður greinilega á um skipun og verk3við skattanefndar og svo „almennákvæði". Er nefndinni ætlað að grenslast sem best eftir efnahag manna og gefa skýrslu um og semja skattaskrá. Petta frv. er eins og hin fyrri að mestu leyti verk milliþinganefndar 1907. Frv. um laun hreppsljóra. Að hreppstjóri fái í laun 1 kr. fyrir hvern fullan tug hreppsbúa, þó ekki undir 30 kr. Frv. um verðlag. „Frá 16. maí 1914 skulu öll gjöld, sem ákveðin eru í landauruin eða álnatali eftir verðlagsskrá, reiknuð til peninga eftir meðalverði í verðlagsskrám þeim er gilt hafa í hverri sýslu um sig um síðastl. 10 ár, 1904—1914.“ Þetta er geit til að losast við um- stang við að undirbúa verðlagsskrárn- ar, því ef ábúðar- og lausafjárskattur verður afnuminn, þá verða svo fá gjöld miðuð við verðlagsskrá. Frv. um breyt. á þeim tíma, er manntatsþing skulu háð. Um að 1915 og þaðan af skuli manntalsþing byrja um nriðjan júnímánuð og haldið áfram tafarlaust. Þetta er ein afleið- ingin af hinum fyrirhuguðu sköttum af tekjum og fasteign. Ætlast er til að þingum sé lokið fyrir júnímánað- arlok. Stjórnarskrárfrumv. það, er getið var í síðasta blaði, felur í sér marg- ar og stórar breytingar. fessar eru stærstar: Ríkisráðsákvæðið felt burt, landrit- araembættið afnumið, konungkjörnir þingmenn afnumdir. Tala þingmanna verði 36, er allir séu kosnir. Sam- einað þing kýs 12 menn i efri deild. Kosningarréttur veittur öllum, konum og körlum, sem kornin eru til lög- aldurs, eru fædd hér á landi eða hafa átt hór lögheimili í 5 ár. Skilja má ríki og kirkju með einföldum lögum. Enginn er skyldur að gjalda til þeirr- ar guðsdýrkunar, sem hann aðhyllist ekki sjálfur. Ráðherra skal vera einn. •Með sérstöku lagaboði má skjóta lagafrumv. samþ. af alþingi til leyni- legrar atkvæðagreiðslu. Sambands- lög skulu borin undir ieynilega at- kvæðagreiðslu. Umboð konungkjör- inna þingmanna falla niður um leið og lögin koma í gildi; þá skal og efna t.il nýrra kosninga. ----.^<>«o«o

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.