Suðurland


Suðurland - 02.08.1913, Blaðsíða 2

Suðurland - 02.08.1913, Blaðsíða 2
30 SUÐURLAND manna sinna, sem varpað heflr frægð- arljóma yfir hið gríska nafn og hafið Grikkland upp í hetjuminningarnar og getið því sógufiægð, sem þá er hún var mest, ekkert tilspara til að fá góðan árangur af þessu stríði, sem á að fullkomna og staðfesta hið hesta lausn arverk. Og þessari baráttu fylgir blessun drottins, eins og hinni fyrri, og eg ákalla hann um náð. Grikk- land hið mikla lifi! Gríska þjóðin lifi! Gefið út í Baizar þann 20. júní (3. júlí) 1913. Konstantín Rex. (Lausl. þýtt eftir „Riget".) Þakklátssemi! „Verkmannablað“ið, sem út er far- ið að koma í Reykjavík, flytur þá kenningu, að þakklátssemi sé léleg- asta dygðín, og beri vott um skriðdýrs- hátt, og hefirþað þessa speki eftir ensk- um manni. Allir menn, með heilbrigða hugsun, sjá fljótt og finna hvílík fjarstæða og erkivitleysa þetta er, vita að þakkláts- semi er ijós vottur prúðmensku og kurteisi. Þakklátssemin er því sjálf- sögð dygð hjá hverri siðaðri þjóð. En blaðið hefir orðið alvarlega „snortið" af þessari kenningu sinni, t. d. hefir einn maður af sérlega mik- illi ósérplægni og áhuga reynt að út- breiða blaðið hér á Eyrarbakka, aug- Jýst það á sinn kostnað í Suðurlandi og ritað þar greinarkorn um stefnu blaðsins til þess að kynna það. „Verk- mannablað“ið gat, hengt hattinn sinn* á einhverjar smávillur, sem það taldi standa í téðu greinarkorni, flestar nauðaómerkilegar þó, og í stað þess að gera hlýlegar athugasemdir við það sem þuríti (ef nokkuð var), þá setti það kuldalegan skæting úr sér til mannsins — það voru þakkirnar sem hann fékk. Birst hafa og í blaðinu greinar, sem heita „Tryggvasenna". Er þar andmæJt greinum frá Tryggva Gunn- arssyni, sem hann skrifaði í Lögréttu í vor. í*að er nú í sjálfu sér ekkert at- hugavert við það, þó andmælt sé greinum. Slíkt er heilbrigt. En þjóð- in á heimting á því, finst mér, að það sé gert á sómasamlegan hátt. Þessi „Tryggvasenna" er þrungin af svo stækri fyrirlitningu og blátt áfram ókurteisi í garð þessa aldurhnigna mikilmennis, að slíkt er hreint dæma- laust. Og þó Tryggva kunni eitt- hvað að greina á við verkamenn í Reykjavík, þá ætti öllum að vera það Jjóst, að hann vill verkamönnum landsins alt hið besta, eins og hann vili Jandinu alt hið besta. Tvo menn getur greint á um Jeiðir, þó báðir vilji vel. Svo er um Tryggva og verkmannafélagið „Dagsbrún". Og þá ríður á að hvorirtveggja kunni að virða mennina, hugsjónina sameigin legu, sem á bak við stendur hjá báðum. Hver hefir stuðlað fremur að því á síðari hluta fyrri aldar, og það sem af er þessari, að islenskir verkamenn fengju vinnu, en Tryggvi Gunnarsson ? Hefir h ann ekki verið lífið og sálin í ýmsum stórtækum atvinnufyrirtækj- um til lands og sjávar? Hversu oft hafa ekki fátækir verkamenn í Reykja- vík fengið atvinnu fyrir tillögur hans og framkvæmdir í bæjarstjórninni ? Studdi hann ekki fátæka prentara, sem voru áð koma sér upp sjálfstæðri vinnustofu í Reykjavík. Þessar og fleiri líkar spurningar mætti leggja fyrir verkmenn í Reykja- víkurbæ og út um alt land. Eru þetta launin sem Tryggvi fær hjá verkalýðnum? Eg sé að „Yermannablað“ið er að raupa af því að það sé mikið keypt í Reykjavík. Jæja, verkamenn góðir! Þá hafið þið í höndum ykkargreinina „Tryggva- senna“. Athugið hana vel og and- ann sem hún er skrifuð í. Rennið svo augunum yfir lífsstarf þessa ald- urhnigna manns, sjáið hvað fyrir hans dugnað er framkvæmt í þessu landi og í bæjarfélagi Reykjavíkur, og eg er sannfærður um að þið fáið megnasta ógeð á „Tryggvasennu" og því, að nokkurt blað, sem gerir kröfu til þess að heita heiðarlegt blað, skuli flytja svo óhræsislega skrifuð mót- mæli. Tryggvi Gunnarsson er einn af þeim fáu fyrirliðum þessárar þjóðar, sem hefir starfað, ekki aðeins í orði, heldur og í verki. Og á hann það manna sístskilið, hvorkisem „Tryggvi Gunnarsson" né heldur som „bæjar- fulltrúi" Reykjavíkur, að hann sé svo óhræsislega óvirtur, sem gert er í téðri „Tryggvasennu". — En þegar þakklæti er lélegasta dygð- in, þá er vanþakklætið auðvitað mesta dygðin. Eða hvað? — VerJcamaður. ÆlóóGaéió í SalóniRi. Það var skýrt frá því í vetur, að Grikkir og Búlgararar í sameiningu hefðu tekið Saloniki. Síðan hafa báð ar þjóðirnar haft þar nokkurt setu lið, með því þær ætluðu sér báðar borgina þegar skiftin yrðu gerð. Nú þegar ófriðurinn gaus upp milli sambandsþjóðanna, þá létu Grikkir það vera sitt hið fyrsta að reka Búlgara úr borginni. Peir vildu nauð- ugir fara og leiluðu sér hælis í svo- nefndu Sofíumusteri (moskee). Þegar þeir sáu Grikki umkringja musterið, þá beiddust þeir friðar og létust mundu vikja.burt. En er Grikkjum þótti það dragast, þá réðust þeir inn í húsið. En þegar þar kom þá hófu Búlgarar grimdarskothríð á móti þeim. Grikkir beiddust ekki vægðar, en drápu hvern einasta Búlgara sem þeir náðu í. Á öðrurn stað höfðu Búlgarar tek- ið sér aðsetur í kvennaskólahúsi. Þar dundi skothríðin frá báðum hlið um jafnt, þangað til Grikkir fengu sér fallbyssu og skutu af henni vægðarlaust uns Búlgarar beidd- ust vægðar. Þeir voru svo her- teknir. Nú er búið að cyða öllu liði Búlg- ara í Saloniki. Óþarfa launahækkanir og1 eyðsla úr landsjóði. Jámbraut austur. Suðurland á þakkir skilið fyrir að hafaritað á móti launaviðbótum handa best launuðu embættismönnum lands- ins. Bes^ var þörf, því að landstjórn- in hefir lagt fyrir alþingi nokkur laga- frumvörp í þá átt og um stofnun nýrra embætta. Ef alþingi samþykkir þetta, veldur það langt yfir 40,000 kr. árlegum útgjöldum fyrir landssjóð, en landið fær eigi neitt verulegt eða betri vinnu fyrir þetta. Bað er 40,000 kr. árlegt tap fyrir þjóðfélagið. Embættismenn þeir, sem hér eiga hlut að máli, eru misjafnir; sumir þeirra eru dágóðir embættismenn en sumir ekki, og sumir alveg bráðónýt- ir, sem alls ekki hafa verðskuldað að komast í þá stöðu sem þeir eru í. Ef þetta verður samþykt á alþingi, munu margir aðrir embættismenn koma til næsta alþingis og heimta launaviðbót, og þá getur þetta kostað landið 80,000 kr. á ári eða meira. Vér öfundum embættismennina alls ekki af launum þeirra, en vér verðum að kre/jast ]iess af alþingi, að ]>að fresti þessu máli og bœti fyrst atvinnu- vegina og fjárhag landsins, áður en það fer að auka laun þeirra, sem mest hafa. Fjárlagafrumvarpið sýnir að fjár- hagurinn er eigi svo glæsilegur, að slíkt sé forsvaranlegt. Þótt með tekj- um séu taldar afborganir af útlánum viðlagasjóðs 116,000 kr. og væntanl. útdregin bankavaxtabréf 40,000 kr. samtals 156,000 kr., er þó tekjuaf- gangur aðeins 75,586 kr. Það er með öðrum orðum yfir 80,000 kr. tekjuhal li! Sumt mætti spara sem sett er á fjár- lagafrumvarpið, t. a. m. 1200 kr. skáldlaun til Borsteins Erlingssonar, sem aldrei hefir gert neitt öll þau ár, sem hann hefir haft skáldastyrk, eða 2500 kr. á ári til Hannesar for- steinssonar til að semja æflsðgur!! Hann hefir ritað æflsögu Benedikts Sveinssonar í Andvara, lökustu æfi söguna sem komið hefir i því tíma- riti. Ef hér væri farið eftir verðleik- um og réttlæti, væri ómögulegt að veita honum meira en tvö til fimm hundruð krónur; auk þess hefir hann embætti. . Fleira mætti nefna, en vér látum þetta nægja að sinni. En vér skatt- gjaldendur verðum að krefjast þess af þingi, að það fari vel með fé lands ins. Vér skorum því á alþingi að láta járnbrautarmálið sitja fyrir öllum launahækkunum og ónýtum og rang- látum fjárveitingum í ár. Bað er eitthvert hið mesta framfaramál og nauðsynjamál, sem hér er um að ræða, og það eru öll líkindi til að það muni ekki þurfa að kosta lands- sjóð meira á ári að leggja járnbraut austur að Þjórsá, en nemur launa hækkunum þeim og óþarfa og ónytj unga fjárveitingum þeim, sem farið er fram á. Alþingismenn! Látiðekkiþáskömm spyrjast af þingi, að launahækkanirn- ar verði látnar sitja 1 fyrinúmi fyrir járnbrautarmálinu. Bætið fyist samgöngur og bjarg- ræðisvegi landsins og efnahag. Þegar það er gert, er timi kominn til að bæta laun embættismannanna en fyr ekki. Einn af gjaldendum landsjóðs. * » « Atlis. Grein þessi barst blaðinu eftir að launahækkunarfrumvörpin voru fall- in. Hvita þrælasalan. Eitt af stóru mannfélagsmeinunum nú á dögum, er sala „hvítra þræla". í Ameríku er hún orðin að plágu og margir af stjórnmálamönnum Banda- ríkjanna beita sér fyrir að fá hana afnumda. Einna fremstur í þeirra hóp er Taft fyrrum forseti, og varð honum mikið ágengt á stjórnarárum sínum. En þrælakaupmennirnir gef- ast ekki upp að heldur. fegar þrengt er að þeirn heima, þá færa þeir sig austur yfir hafið og gera kaupin þar með ýmsum ráðum. Flestir þykjast þeir vera „agentar" til að útvega vinnufólk vestur og bjóða oft góð kjör, en svo þegar vestur kemur, þá stilla þeir svo til að engum vörnum vorði komið við. Stundum látast þeir vera trúboðar, helst af mormóna- flokki, og ýmsum öðrum brögðum beita þeir. Pessi ófögnuður er orðinn svo magn- aður í mörgum löndum Norðurálf- unnar, að ýmsir mannvinir hafa risið upp og myndað félög í ýmsum lönd- um til að sporna við honum. Fyrir tveimur árum var stofnað eitt slíkt félag, sem nær yfir Þýska- land, Bretlandseyjar og Danmörk. Því hefir orðið allmikið ágengt og hefir hepnast að afhjúpa suma fantana. Mörg slík félög eru til í ýmsum öðr- um löndum, því menn hafa þóst verða þess varir við nánari rannsókn, að þrælakaupmenn læðast um allar bygðir í flestum eða jafnvel í öllum löndum Norðurálfunnar, mest þó þar sem löggæslan er minst, eins og t. d. á Balkanskaganum. Fyrir rúmum mánuði átlu þessi félög fulltrúaþing í Lundúnum. Var þar borið upp frumvarp um að koma á lögum um að hýða skyldi þræla- salana. Bað var Arthur Lee, þing- maður frá Hampstead, sem mælti mest með því. Skoraði hann á full- trúana frá öðrum löndum að berjast fyiir þessu heima fyrir. Hann sagði, að síðan þessi regla var upptekin á Englandi, mætti segja að þrælasal- arnir væru horfnir þaðan. Ennfremur hélt hann því fram, að óumflýanlegt. væri að koma á alþjóð- legum reglum til útrýmingar ófögn- uðinum, svo að þi ælasalarnir létu sér skiljast það, að þeir væru um allan heim taldir óþrifagerlar mann- kynsins. Enginn fulltrúi var þarna frá ís- landi, sem ekki var heldur von, því það hefir víst aldrei verið aðgætt hvort þessir herrar koma hingað. Mundi það vera alveg óhugsandi að einhver kynni að hafa ferðast hér um í sauðargæru, eins og alltítt er í öðr-

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.