Suðurland


Suðurland - 09.08.1913, Blaðsíða 4

Suðurland - 09.08.1913, Blaðsíða 4
36 SUÐURLAND „Baltic“-skilvindan. Samkvæmt útdrætti úr „Beretning no. 9“ frá vélaprófunarstöðinni á land- búnaðarháskóla Noregs (í Ási) varð niðurstaða á fituupphæðinni í undanrenn- unni þannig: Baltic B: 10 0,10 Alfa viola II 0,12 Primus Ax. 0,15 Domo I 0,16 Diabolo 0,17 í téðri skýrslu stendur, að þrjár síðastnefndu vélarnar skilji mjólkina laklega. Pantið hana hjá kaupmanni yðar. Einkasali á „Baltic“-skilvindunni er: Jakob dunnlogsson Köbenhavn K. •MHMttHfHMMiHMNM íslenzkir sagnaþœttir. Eftir dbrm. Brynjúlf Jónsson fráMinna Núpi. V. þáttur. Kcldnamannaþáttur. —:o:— Þá var Guðmundur Erlendsson kominn að Keldum, er Skaftáreldurinn kom upp. Plúði þá margt fólk úr Skaftafellssýslu, •umt til Rangárvallasýslu eða Arnessýslu, cn þó langflest til Gullbringusýslu. l’að hugði þar til bjargar af sjó. En svo fór, að fjöldi af því dó þar. En það sem eftir lifði var rekið aftur á sínar sveitir í Skaftafellssýslu. Þar var þá neyð fyrir eftir eldinn. Einn af þessum mönuum liét Bárður Sigvaldason, maður vel að sér og smiður góður. Hann átti vin á Rang' árvöllum, Einar bóuda á MinnaHofi, föður Péturs þar, föður Guðmuudar bókbindara, l’angað leitaði Bárður. Með honum var kona hans og dóttir þeirra er Sigríður hét, 14 ára eða 15. Þau áttu 1 hest og var hann einn eftir af búpeningi þeirra. Bárður bað Einar visa sér á hæli. Einar kvað tvö býli laus þar í sveit, annað væri í Oddahverfi, hitt væri hjáleíga frá Keld’ um, er héti Króktún og væri ýmist bygt eða í eyði. Gæti liann reynt að fala annaðhvort þessara býla. Bárður bað Einar fyrir þær mæðgur, en tók hestinn og reið af stað. Eyrir ofan tún á Minna' bofi skiftust vegir: l’angað reið Bárður roeð augun aftur og lét tauminn liggja á roakka hestsins. Bað hann Guð að láta nú hestinn velja þann veginn, er betur gegndi. Hesturinn fór Keldnagötu. Þaug' að hélt Bárður, fann þau hjón og falaði Króktún. Guðrún studdi mál hans og bygði Guðmundur honum það með kú' gildum, og fékk honum við til liúsa eftir þörfum. Þá er næst eftir var messað á Keldum, komu hreppstjórar inn í Skála eftir messu og átöldu það mjög. að Guð' mundur tæki öreiga inn í svoitina, sögðust fyrirbjöða það. Guðmundur svaraði fáu. Guðrún gaf sig þá að og sagði: „Þið gotið rekið hann í burt þegar hann fer að sækja til ykkar. I’angað til getið þið látið hann afskiftalausan11. Þeirlétuþað mál þá niður falla. Þaú Bárður bjuggu nú í Króktúni og höfðu í fyi'stu eigi annað til viðurlífis en mjólkina úr kúgildískúnni og svo það er Guðrún gaf þcim. Kýrin gekk um sum- arið með heímakúnum 4 Keldum og var mjólkuð þar á stöðlinum. Bætti Guðrún við mjölk hennar á hverju máii. Kýriu bar snomma vetrar, en dó að kálfburðin- um. Þá var Guðrún ekki heíma; hún sat yfir konu á Steinkrossi, — sá bær er nú í eyði. — Var hún þar viku áður konan yrði léttari, því milliferðir voru þá óhæg- ar vegna harðinda. Þá beið Guðmundur ekki atkvæða konu sinnar; vissi enda hvað liún mundi leggja til. Hann færði Bárði aðra kú, nýborna, fyrir hina dauðu. Eyrir jólin hvarf Guðmundi gamall sauður, svart- hosóttur. Þótti honum það ckki einleikið og lést ekki vita hve frómur Bárður væri. Guðrún lét sem hún hoyrði það ekki. A aðfangadag jóla gekk Guðmundur vestur í kotið. Þar sá hann gæruna af Hosa. Var ekkí farið dultmeðhana. Eigi spurði hann neins og fór heitn aftur. Þá sagði hann við konu sína: „Nú sá eg gæruna af Hosa hjá Bárði. Hann hefir stolið hon- um.“ Guðrún svaraði snöggt: „0 pæ o pæ! okki hefir hann stolið houum.“ Þá sá Guðmundur að hún hafði gefið Bárði sauðinn. Mintist hanu aldrei á Hosa fram- ar. Svo mátti kalla, að Guðrún léti Bárð hafa atvinnu hjá sér, því hún fékk hann til að endurbæta ílát og hirslur á Kcld- um og bæta nýjum við, eftir því, sem lienni þótti þörf á. Veitti hún houurn gott fæði á meðan og borgaði honum vol fyrir. Eins og kunnugt er, hefir bærinn að Keldum nafn sitt af kaldaversluuppsprett' um, sem eru hjá bænum. Verður af þcim lækur, eigi lítill, er rennur suður í Raugá. Verður milli árinuar og lækjarins nes all- mikið, og er þar haglendi gott. Það heitir Haldið; því þar er ófært bæði yfir læk' inn og ána. Eru skepnur þar því í sjálf' heldu, nema á þann veg er að bænum veit. Nú hefir Rangá brotið sér farvcg í gcguum Haldið og skift því í tvent. En það varð löngu síðar cn hér er komið. — Það var morgun einn um vorið, litlu eftir fráfæru, að Guðmundur sá, að kinda' hópur var rekinn framan úr Haldinu. Sagði hann Guðrúnu frá því, og sagðist ckki skilja hvernig því gæti verið liáttað. Guðrún sagði honum þá, að Hvolhrepp' ingar, sem um veturinn höfðu fengið mat' arlán á Keldum, hefðu, cftir beiðni hcnn- ar, borgað skuldirnar með veturgömlum gimbrum, er þeir hefðu látið lembast og fært frá þeim, cn komið svo með þær, 20 alls. Þær vildi liún svo gcyma í Haldinu, mjalta þær og hafa mjólk þeirra fyrir útálát handa fólkinu. Hún væri þykkvari en kúamjólk og því betra útálát. Því gerði Guðrún þetta, að Guðmundur hafði ærnar í seli í Keldnaseli. Sigríður Bárð' ardóttir mjólkaði gimbrarnar fyrir Guðrúnu, en Guðrún gaf henni eftirmjölt þeirra fyrir. Mjög hafði Sigríður gert orð á því síðar, hve Guðrún hefði verið henni góð og foreldrum hennar. Hofði það vissulcga verið rétt, sem faðir hennar hefði sagt; að það hefðu verið sín mestu happaspor, er hann reið með augun aftur upp að vegamótunum fyrir ofan Miuna-Hof og hesturinn valdi Keldnagötuna, Er þess fyr getið. —- Sigriður giftist siðar Brynjólfi Jónssyni, þeim er flutti bygðina frá Yík' ingslæk að Þingskálum undan Sandfoki. Margt manna cr frá þeim komið. Þótti Sigríður skörungur mikill. Son átti Bárður er Sigurður hét, haun var miklu yngri en Sigríður. Hann bjó í Snjallsteinshöfða- hjáloigu og átti börn. Einn son hans var Bárður í Kollabæ. Börn þeirra Guðmundar Erlendssonar og Guðrúnar voru 5s Páll, Steinu, Halldór, Guðrún og enn dóttir, sem eigi er nafn' greindogdó úr holdsvciki á ungum aldri. Frá Páli verður enn margt sagt. Steiun bjó í Vetleifsholti og átti 14 börn eða 15, var eitt þeirra Torfi söðlasmiður í Reykja' vík, faðir Steins prests í Hvammi qg Ar' nesi, föður Halldórs læknis í Olafsvík. — Steinn var drykkjumaður mikill, og svo voru þeir allir bræður. En Páll kunni bezt hóf á því. Var drykkjuskapur þá almennur. Halldór bjó á Reyðarvatni. Hann var drjúglyndur og kvað þetta oft við raust, er liann var drukkinn: Drottinn gaf Dóra Reyðarvatnið Stóra. Hvað fókk hann í staðinn? Spesíu hjá Dóra. Ef til vill er þetta svo að skilja, að Halldór hafi heitið á þurfaling, eða Strand' arkirkju, til að komast að Reyðarvatni. Ingibjörg hét koua hans. Hana hafði áður átt Þorsteinn, húsmaður í Þorlákshöfn. Þar hafði Halldór róið, or hann var frum. vaxta og þá kynst Ingibjörgu. Maður hennar var þá þjáður af langvinnri brjóst- veiki, er dró hann til dauða. Áður hafði hann verið formaður og sjósóknari. Er sagt að um hann sé þessi víaa — þó hún geti vel verið eldri: Þjóðin flest i Þorlákshöfn þvi til lýta sneri i Þorsteinn út á þorska dröfn þriðja’ í páskum reri. Ingibjörg var ólétt er Þorsteinu lézt og ól dóttir er Guðbjörg hét. Síðan giftist hún Halldóri. Attu þau dóttur er Guðrún hét. Hennar fékk Böðvar Jónsson frá Uppsölum í Hvolhreppi. Þau bjuggu á Reynifelli, siðar en Finnbogi ríki. Guð- björg giftist Einari Gunnarssyni frá Hvammi í Landsvcit, Brá Halldór þá búi og fékk þcim Reyðarvatn, cn fór að Reynifclli til Böðvars og Guðrúnar. Þar dó hann 19. apríl 1837, 59 ára. Einar á Reyðarvatni dó 1835, Son hans var Guun' ar bóndi i Kirkjubæ. Eftir það fluttist Böðvar frá Reynifelli að Reyðarvatni. Son lians er Tómas er nú (1913) býr þar. — Guðrúnu Guðmundsdóttur átti Marteinn bóndi á Litlalandi í Olfusi. Hann var skáldmæltur vcl. og orti fyndin gaman' kvæði. Dóttir þeirra var Guðrún. kona Einars prentara Þórðarsonar í Reykjavík. Frh. Staka fundin í sundvörðunni. Þegar eg bænir þreyttur les, í þankann stundum flýgur: Nú er orðin „Nulla spes“*) netið Hannes smýgur. K.ári. *) Sbr. Rvk. ÓskilaUross seld í Hraungeiðishr. í Árnessýslu: 1. Rauður hestur, tveggja vetra, mark: blaðstýft fr. h., biti aftan v. 2. Rauður hestur, tvævetur, mark: standfj. f. h., standfj. fr. v. Hraungcrðishr. 4. ág. 1913. Eggert Benediktnson hreppstjóri. k-Lííss gBBHBBM BgMEM— Dökkrauftur hcstur, hvítur á aftuifótum, flatjárnaður með nýjum skeifum, mark: sneiðrifað a. h. stýft v., er í geymslu hjá Guðjóni Tómas- syni á Dísastöðum, sem biður eig- anda að vitja hestsins hið fyrsta og borga áfallinn kostnað. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Jónatansson, alþingism. Prcntsmiðja Suðurlands. 94 ingu eftir alt saman. Heldurðu ekki að einhver hafi gefið mér bend- ingu um það og eg svo beðið þín vegna peninganna?" Hann faðmaði hana að sér aftur og svo leiddust þau fram og aftur um heibergið litla stund. Þeim kom saman um að hún skyldi skrifa honum fyrst og hann skyldi skrifa á bréf sitt til hennar: „vitjar sjálf“. Að átta dögum liðnum ætlaði hann að koma aftur, og þá skyldu þau geta fundist í næði. Þess lengur sem Gabríel naut þægindanna og áhrifanna af ná- vist Þrúðar, þvi lóttara \arð honum í skapi, og þegar fólkið í veit- ingahúsinu kom á kreik, kvaddi hann Þrúði hjartanlega með kossi og handabandi. Leit hann nú'ált öðrum augum á viðburðina en áður, nú fanst honum eugu yfir að sýta, og honum fanst sér mundi ekki veita eifitt að elska og virða Þrúði sem eiginkonu sína og förunaut í blíðu og stríðu, og að hann mundi njóta hamingjunnar í fullum mæli með henni, eftir þvi sem um var að gjöra, þegarfyrsta ást hans hafði farið út um þúfur. Hann var léttur í skapi þegar hann stoig á skipsfjöl og litla gufuferjan ílutti hann óðfluga niður Rín. En þegar hann sá alt í einu skrauthýsið sitt blasa við, rétt hjá lendingunni, og iðjagrænar vinekrurnar í baksýn, var eins og þokuskugga slæi yfir huga hans og framtiðáifyrirætlanir. Hafði hann ekki ætlað sér að koma öðru- vísi heim aftur og í öðrum kringumstæðum. Alt í einu fanst hon- um litli hringurinn frá kærustunni brenna á fingri sér. Hann strauk hann af fingrinum og stakk honum í vestisvasann. En hann skamm- aðist sín bráðlega yfir staðfestuleyú sínu og dró hringinn aftur á fingur sér. Þegar ráðsmaðurinn kom á móti honum við gerðishliðið og heilsaði honum og bauð hann velkominu, hafði hann ekki þrek til að líta frarnan í hann, en sagði aðeins að óumfiýanleg störf hefðu rekið sig heim aftur svona fljótt. Hann tók varia eftir því sem ráðsmaðurinn sagði um uppskeruna, en um leið og haun fór inn sagði hann svo fyiir, að ekki inætti ónáða sig, því hann þyrfti að skrifa áríðandi bréf með póstinum. Áður en hann hafði lagt á stað í för þessa hafði hann fylt flest herbergi í húsinu með allskonar skrauti og dýrindis húsbúnaði og ýmsum dýrum munum, sem hann hafði vonast eftir að geta gefið Kornelíu þegar hún héldi innreið sína í nýju heimkynnin, svo hún hefði þó nokkuð að sýna foreldi um sínuin þegar þau kæmu að heim-

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.