Suðurland


Suðurland - 06.09.1913, Blaðsíða 4

Suðurland - 06.09.1913, Blaðsíða 4
52 SUÐUR’LAND „Baltir-skilvindan. Samkvæmt útdrætti úr „Beretuiug no. 9“ frá vélaprófunarstöðinni á land- búnaðarháskóla Noregs (í Ási) varð niðurstaða á fituupphæðinni í undanrenn. unni þannig: Baltic B: 10 0,10 Alfa viola II 0,12 Primus Ax. 0,15 Domo I 0,16 Diabolo 0,17 í téðri skýrslu stendur, að þrjár síðastnefndu vélarnar skilji mjólkina laklega. Pantið hana hjá kaupmanni yðar. Einkasali á „Baltic“-skilvindunni er: Jakob Grunnlögsson Köbenhavn K. borga burðargjöld með póstum, ef alt lendir svo í vanskilum. Afleiðingin verður sú að kaupendurnir segja upp blaðinu og er það að vonum. f’eir, sem hindra á einhvern hátt blöðin frá að komast til viðtakenda, spilla þar fjármunum annara, sjálfum sér til einkis gagns en öðrum t.il stórtjóns. Ofan af slíkum náungum þarf að fletta hlífðarlaust. ----------------- Til atbugunar við fregnmiðann á fremstu síðu í blaðinu, skal þess getið, að hluttaka í „Eimskipafélagi íslands" hefir nokkuð aukist síðan fregnin barst út. Svo hefir það og verið hér á Eyrarbakka eftir því er blaðinu hefir tjáð Guðmur.dur sölustj. í „Heklu“; lætur hann þesa um leið getið, að hann taki enn um stund á móti hlutafé til féiagsins. Það var af ógáti að skeyti „sam- einaða" var ekki birt í íslenskri þýð- ingu á fregnmiðanum. fað verður eitthvað á þessa leið: „Til þess að fyrirbyggja misskiln- ing, tilkynnist hérmeð yðar hágöfgi, að tilboð vort um strandferðir 1914 —1915 verður afturkallað, ef alþingi samþykkir að styðja „Eimskipafélag íslands“ með hluttöku eða styrk til að halda uppi millilandaferðum". Breytlng hefir orðiði „Prentsmiðju Suðurlands". Jón Helgason, sá er var einn af aðalstofnendum blaðsins og forstöðumaður prentsmiðjunnar frá byrjun, fluttist til Roykjavíkur um síðustu helgi. „Heimilisblaðið" flutti hann með sér. Hann vinnur nú í Félagsprentsmiðjunni í Reykjavík. Á víð og dreif. Smjörsalan hefir gengið lakar í sumar en tvö undanfarin ár, og þó heldur vel eftir venju. Eftirspurnin var dauf fram eftir sumrinu, en er altaf að aukast; mest er síðast frétt- ist. Verðið hefir oftast verið neðan við 90 aura, en heldur yfir það nú síðast, og þá von um hækkun. Alþingl hefir nú staðið meir en lögákveðinn tíma og verður enn lengt um eina viku eða til 13. þ. m. Olíuyerð 1 Reykjavik 16 aura pt.; fatið 29—32 kr. (Símað í dag). Síldarverð á Akurcyri 22—26 kr. tn. Björgvlnjarfélagið hefir tjáð sig fúst til að semja við iandsstjórnina um gufuskipaferðir (strandferðir ?) Af Eyrum. AHalaust með öllu. Skipakomur. „Venus", hlaðin kolum til h/f „Ingólfur", kom í vik- unni. „Ingólfur" átti að koma á þriðjudaginn en er ókominn. Landsvcrkfræðingurinn er hér staddur til að athuga garðstæði fyrir garði til varnar jakaburði úr Ölfusá. Hóðan fer hann út í Þorlákshöfn til að athuga lendingar og undirbúa væntanlegar endurbætur á þeim. Stökur. (Vogrek). Oft á þingi er hrópað heyr, hugsað minst um vandann. — Stóra Jyklinum stinga þeir í stjórnarskráarfjandann. Starfar þjóð á þingi svinn, Þarna sérðu vottinn. Fjandinn sótti fjárlögin og fór uaeð þau í pottinn. Gruil i Alaska. Sagt er að fund- ið sé gull land mikið vestur í Alaska, langt fyrir vestan Klondyke. Gullið er þar svo mikið, að sumir hafa unn- ið sór inn alt að 10 þús. kr. á dag. Alment dagkaup orðið 40 kr. Gull- nemar streyma þangað vestur til að höndla hnossið, þó kalt sé og ömur- legt þar að búa. Lýsing Ucsts er tnpast liefir frá Girafar- holti í Mosfellssveit. Brúnn hestur, 8—10 vetra, taminn, lítið tvístjörnóttur, hvítur neðan hóf- skeggs á öðrum afturfæti (minnir hægri), en aðeins rák hvít um hóf- hvarf á hinuin; aljárnaður var hann, með þykka skeifu undir öðrum aftur- fæti en fornar undir öðrum fótum, vorafrakaður, (minnir) kiárgengur. óvíst um eyrnamark, en á lendum merki Kaupfél. Stokkseyrar: K (v.) S (h). — (Kom úr Rangv). Hittist hestur þessi, bið eg gert aðvart eða skilað til mín gegn góð- um fundarlaunum. Grafarholti 30. ágúst 1914. Björn Bjarnarson. Salat til sölu. Upplýsingar í prent smiðjunni. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Jónatansson, alþingism. Preutsmiðja Suðurlands. 100 Hún svaraði ekki, eins og hún væri í vandræðum að byrja. Hún leit ekki á hann, en horfði út um gluggann á þokuna, sem sólin var nú farin að grisja í gegnum. Hann horfði órólegur og forvitinn í andlit henni, eins og vildi liann lesa úr svip hennar i hverjum erindum hún væri komin. „Þrúður“, sagði hann aftur, „á eg ekki að láta koma með vín- gias handa þér og brauðbita? Viltu ekki fá þér sæti? Þú hlýtur að vera þreytt?" „Nei, þökk fyrir", sagði hún róleg og vingjarnleg. „Eg sat á skipinu og stend ekki lengi við. Eg er aðeins komin til að —“. „Líttu á“, tók hann frammi fyrir henni og sýndi henni örkina sem hann var búinn að skrifa á nafnið hennar. „Þú hefðir fengið bréfið í kvöid ef þú hefðir ekki tekið af mér ómakið". „Því betra“, sagði hún, „það mundi hvort sem var ekki haía verið viðeigandi •— eg meina að það liefði ekki getað orðið mér gleðiefni, jafnvel þó þér hefðuð skrifað mér brennandi ástarbréf. Þér elskið aðra, sem á það iíka fremur skilið, og þá hefðum við bæði orðið lánleysingjar". „Hver hefir sagt þér —?“ tók hann frammi í steinhissa. „Lísibet hefir eiginlega sagt mér það fyrst, en mig var þegar farið að gruna margt. Eg hefi lika orðið angurvær í hvert sinn er eg hefi litið á hringinn yðar, því mór hefir altaf fundist hann vera altof fallegur fyrir bóndastúlku. En svo þegar eg hugsaði aftur um alt það fagra sem þér höfðuð sagt við mig og um góðlega andlitið yðar, sagði eg við sjálfa mig: Þegar öllu er á botninn hvolft, er það víst viiji forsjónarinnar að við lifum saman í ást og eindrægni. Þegar eg sagði frænku minni að eg væri hætt við að fara í burtu, varð hún giöð við og fór þegar að finna „heldra fólkið" til að biðja um uppgjöf á vistinni og færa því aftur festuféð. Pað hefði líka vel gengið, ef urigfrúiu hefði ekki veikst skyndilega. Yerið þér ró- legir, nú er hún í afturbata — en foreldrarnir vildu fá duglega og umhyggjusama stúlku, og það álitu þau mig, en ekki taka hverja sem væri. Eg varð að fara þangað, eins og eg skrifaði yður. Eg þakka Guði fyrir hvernig þetta hefir ait gengið, því ef eg hefði ekki farið þangað, vissi eg ekki enn i dag hvernig ástatt væri. Fyrstu tvo dagana varð eg einskis vísari. Ungfrú Korneiía lá kyr og þög- ul í rúmiuu, og þó hún á kvöldin og nóttunni talaði mikið í óráði, 101 varð eg engu nær. En eg varð þess Þó' brátt vísari að hún bjó yfir einhverjum duldum harmi, Því hún var altaf mjög hrygg þegar hún var með öllu ráði; samt sem áður var hún góð eins og engill, bæði við mig og aðra, og hún sýndi mér svo mikla tiltrú, að eina nóttina sagði hún við mig: „Eg eg skyldi deyja, Þrúður, þá lof- aðu mór því, að taka bréf, sem liggur ofan á í bréfageyminum mín- um og fara með það á pósthúsið, og segja engum frá því. Eg veit að þú kemur ekki upp um mig“. Ef lofaði henni þessu og hugs aði svo ekkert frekar um það. Pað var í fyrra morgun, þegar hún var sem þyngst haldin. Seint um kvöldið kom læknirinn og reit nýjan lyfjaseðil handa henni, og eg varð að fara í lyfjabúðina með seðilinn. Pegar eg var á heimleið aftur, mætti eg Lisibet, sem hafði verið þar þjónustustúlka á undan mér, og eg var henni svo- lítið kunnug og þessvegna hafði hún mælt með mér við húsbænd- urna. Hún hafði heyrt að ungírúin væri veik og spurði nú hvernig henni liði, sagði eg henni það sem mér sýndist. „Ó, sagði hún og hló, „svona sjúkdómur verður ekki iæknað- ur með lyfjagutli. Fyrst þarf að vita af hverju veikin stafar, og það veit eg upp á hár“. „Hversvegna seturðu þá ljós þitt undir mæliker, fyrst þú ert svo hyggin?" sagði eg. „Já, eg gæti nú ef til vill sagt lieldur mikið, annars gengur henni eftir verðleikum. Hún gat ekki liðið mig, af því eg leyfði piltunum að líta hýru auga til mín. Og sjáif hefir hún gjört enda brent við kærastann sinn, og þegar hann iét rkki hafa sig að leik- soppi, yðraðist hún eftir öllu saman og fær nu að súpa af því seyð- ið. Eitt er víst, að þessi veiki er ekki banvæn". Svo spurði eg hana hvernig hún vissi þetta, sagði hún mér þá að kvöld eitt hefði kærastinn komið, en hún sagðist ekki hafa þekt hann, en það hefði verið fallegur piltur og vel búinn, og hann hetði nefnt ungfrúna frænku og hún hann frænda. Hún heyrði líka alt samtal þeírra út um dyrnar, og sagði mér það eins og hún mundi best, og svo sagði hún, að þegar frændinn hefði verið farinn og frakkneski maðurinn líka, hefði hún komið inn í stofuna og séð ungfrúna í legubekknum, með klútinn fyrir augunum og hann hefði verið svo votur, að mátt hefði vinda hann“. Hér þagnaði Þrúður litla stund og horíði vorkennandi á Gabríel,

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.