Suðurland


Suðurland - 23.12.1913, Blaðsíða 2

Suðurland - 23.12.1913, Blaðsíða 2
ÍLO SUÐURLADN ekki. Flokkarnir voru altoi hátt upp í draurasjónahillingum til að vita um hin sönnu mein þjóðarinnar. En í þessum alsherjargraut mistu kjósendur flestir brátt. auga á hinum upphaflegu steínum gagnvart Dönum; jafnvel hin ómerkilegu málefni voru horfin, takmarkið glatað, en ófull- nægð blind þrá hið innra, löngun til að halda áfram með sama hraða og íyr. Fá komu menn í stað málefna, flokkshöfðingjar og bardagahetjur, sem sveifluðu vígaöxinni hátt svo að skein á dreyrugt blaðið. Herinn fylkti sér kringum þá; nöfn þeirra urðu heróp- ið, vilji þeirra dutlungar og stundar óskir hernaðarráðagerð. Sigurgleðin, og hið blinda, heimska fylgi stó for- ingjunum til höfuðs, svo að þeir töldu sér alt fært, hverskonar hiingl og brall var leyfilegt; enginn gat fundið að, alt var jafngott. Eitt helsta blað ið prédikaði þá kenningu, að æðsta boðorð hvers stjórnmálamanns ætti að vera að geta yfirgefið vini sína og f'allist í faðma við övinina VitanJega er það samkvæmt anda þingræðisreglunnar, að hver stétt í mannfélaginu geti átt í þinginu for vígismann i hlutfalli við fylgismanna fjölda. En hér varð alt annað ofaná. Bændur áttu jafnan einhverja úr siuni stétt á þingi, en sjaldan stóðu þt'ir framarlega í flokkunum og höfðu mga heildarstefnu. Sjómenn og verka menn í bæjum hafa enga talsmenn att á þingi, því ekki er teljandi þeim til heilla útgerðarmenn og kaupmenn, smn í þinginu hafa st.aðið á móti af öllu afli hverskonar endurbótum fyrir sjimenn, jafnvel því að sómasam- Jega væri litið eftír að fiskiskipin væru ekki manndrápsbollar. Sú eina stétt sem vetulega hefir mannað þingið var embœttisstéttin: sýslumenn, dóin arar, læknar, prófessorar og prestar. í þessum hópi hafa verið ýmsír þjóð- nýtir menn, sjálfsagðir og til heilla í þingínu, en fleiri hafa þeir verið sem mjög heflr brostið þekkingu, vilja og ahuga til þingstarfa. En höfuðgall inu á þessari þingskipun er og var að ein stétt var þar einvöld, en það má aldrei vera. Engin stétt er nógu góð, vitur og sanngjörn til að búa fyiir aðra. Milli stéttanna er barátta iim brauðið og ljósið; og þar sem þvi or skift verður hver að sjá um sig. Fjolmörg dæmi eru til, er sýna þetta, eti eg vel sem sýnishorn eftirlauna- málið. Enginn vafl er á að öll al- þýða óskar að afnema eftirlaun em bættísmanna. Og engin frágangsók væri fyrir þá, fremur en aðrir menn, að spara nokkuð til elliáranna. Máli þessu er oft hreiít á fundum, ekki síst þar sem verið er að veiða at- kvæði. En aldrei hefir verið reynt að gera neitt í þinginu í þá átt, af þeirri einfóldu ástæðu, að þar sat í ruiklum meiri hluta su stétt, sern átti von á að njóta eftirlaunanna. Ef bændur og sjómenn hefðu átt tals inenn á þingi eins og þeir höfðu rótt til, þá væru eftirlaunalögin fyrir löngu úr gildi numin. Hér er því komið að öðrum höfuð galla gömlu flokkaskiftiugarinnar. Hún heflr ekki einungis verið ótrygg og hvikul; hún heflr líka verið ranglát og villandi. Hún hefir gint alþýðuna, við sjó og til sveiia, til að fá em- bættismönnunum til meðferðar nær alt hið pólitíska vald í þinginu. Þannig er þá sannað og sýnt, bæði hversvegna flokkaskipunin er orðin óieysanleg flækja, og hversvegna al- þýðan hefir borið svo lítið úr býtum, þótt hún að nafninu eigi þátt í □ög- gjöf og landstjórn. Orsökin er, að flokkaskiftingin var bygð á útlendu málunum í stað hinna itinlendu, og að ein stótt hafði alræðisvald í þing- inu. Stórverk Bændaflokksins er það, að hafa tekið sér vígstöðu samkvæmt innanland3málum. Og ef hann heldur saman og er tryggur stefnu sinni, neyðir hann aðrar stéttir þjóðfélagsius til að fylkja á sama grundvelli. Þá sóst best, hvar hver er staddur. Þá munu embættismenn og kaupmenn mynda flokk, íhaldssaman, með þeim mönnum í landinu, sem vel trúa for- ustu þeirra. Bændaflokkurinn drotn ar í sveitunum en í bæjunum mynda verkamenn og sjpmenn flokk, er held- ur fram áhugamálum þeirra. Þegar svo er komið, er flokkaskipunin orðin heilbrigð og eðlileg. En hvað um utanlandsmálin munu menn spyrja? fví er fljótsvarað. f’au eiga að liggja í þagnargildi fyrst um sinn. Yitaskuld látum við ekki ganga á rótt okkar. Við gerum enga uppgjafarsamninga við neina þjóð. Við látum sam- bandsmálið liggja á hillunni. Allir menn með heilbrigðri skynsemi og þekkingu á aðstöðu okkar gagnvart Dönum vita, að nú og um langt skeið verður ökleift að gera við þá hagfelda sambandssamninga. Þess- vegna mælir alt með að snúa sér eingöngu að innlendum málum. Bar er mest þöifln og uppskeruvonin. Bændaflokkurinn hefir tvöfalda þýð- ingu í þjóðlífmu. Hann á að halda verndarhendi yflr rótti sveitanna, en hann á þar að auki að hreinsa alt an'drúmsloftið í íslenska stjórnmála- heiminum. Hann á að kenna hverri stétt að halda saman og sigla undír réttu merki. Hann á að kenna ís lenskum kjósendum að fylkja um málefoi, en ekki um menn. Um ungmennafélögm (Guðm. Hjaltason.) Iungangur. Ungmennafélögin eru eit.t af menn- ingarmeðulum þjóðar vorrar. Og þau eiga að verða og geta líka orðið miklu fullkomriari en þau eru nú. En eigi þau að eflast og fullkomnast, þá verður æskan ennþá betur að halda sér við það sem stefnuskrá þeirra lof ar, halda fast við kiistíndóminn, efla þjóðrækni og siðgæði, t. d. bindindið. En eldra fólkið verður Jíka að leggja rneiri rækt við ungmennafélögin eti það hefir gjört hingað lil. Það verð- ur að styðja og efla þau ekki síður en sérhverja aðra framfara viðleitni unglinganna, og aldrei að láta sér detta í hug að amast við neinu sæmi- legu — hvað þá góðu — æskufélagi. I. Skógræktln. Skógar og plönLurækt yfirleitt hafa mí mörg U. M. F. tekið á stefnuskrá sína. Og með þessu vilja þau m. a. vera þjórðækin í verkinu- Þau hafa því girt sér smærri og stærri rækt- unarreiti, þetta frá 200 — 300 □ f. alt að 2 dagslátturr, og sumstaðar ennþa stærri. Og svo hafa þau út- vegað sér bæði innlendar og útlendar plöntur, svo hundruðum, já þúsund um skiftir. Til þess hafa'^ þau eitt miklu fé og miklum tíma — bæði svefns og öðrum hvíldartíma, stund um í óþakklæti foreldra og húsbænda. Ekki heflr það verið tóm léttúð eða „rall" sem hefir ríkt í U. M. F. á meðan þau voru að stríða við að koma upp þessum mörgu ræktunar- reituin! En nú er farið að prédika fyrir U. M. F. sem öðrum, að skógplöntun verði til lítils gagns á landi hér. Og hver veit nema eitthvað só íétt í prédikun þeirri? Og það er von að skógræktaráhuginn hjá öllum þorra manna dofni, ef það sannast, að tíma og fé hefir verið varið til ónýtis við trjáplöntunina. Og þá má líka búast við, að mörgum ungmennafélögum falli allur ketill í eld, og hugsi sem svo: Til hvers vorum víð nú að öllu þessu girðinga og plöntubraski ? En ekki skulu ungmennafélögin láta sér hugfallast, þótt sannað yrði að trjáplöntun sé til lítils eða einkis gagns hér á landí. Ungmennagirðingarnar geta sannar- lega orðið að gagni fyrir því. Ekki þarf annað en sá í þær kartöfium og kálfræi. Það borgar sig, hvað svo sem ti jáplöntuninni liður. Vanti áburð í girðingarnar, þá er að sá í annan helming þeirra aðeins þetta árið og svo í hinn helminginn hitt árið. Hafa svo, til reynslu, eins og bent hefir verið á í blaði þessu dálítinn trjá- plöntu og blómareit þar sem hentast er í girðingunni. Það þaif ekki að kosta mikið og verður litið tíma og fjártjón þótt trén og blómin mishepn- jst. En islensk tré og íslensk blóm ættu að geta lifað þar. Birki og reynir t. d. Og þar sem næst til skóg- ar, þar œtlu þeir helst að girða og friða skógreiti eins og Laugardalsfél ið hefir gert, því víst er um það, að viðhalda má skógum þeim og skógar leyfum, sem vér núhöfum. Og víða er skógurinn i vexti, bæði hækkar hann og breiðist út, t. d. í Mýrasýslu. Og þar sem skógur heflr vaxið eftir landnámstíð og jatðvegur er óskemd- ur nokkurnveginn, þar ætti skógur að geta vaxið enn sé hann ftiðaður vel. Skógræktarmálið er eitt af lífsspurs málum vorum, því eldiviðinn vantar víða svo hörmulega. Ef vér höldum áfram að brenna áburðinum, þá þarf ekki að búast við miklum framförum í túnræktinni, þá verður örðugt að fjölga býlum í sveitunum, þcí minkar ekki mannstraumurinn til kaupstað anna og til útlanda, þá þarf yflrleitt ekki að gera sér neinar glæsivonir um verklega framför þjóðarinnar. Pað má nú, auðvitað, taka upp meira af mó en gjört, er. En bæði er óvíst að mórinn hér á landi sé eins rnikill og sumir mófræðingar halda. Og svo á hann næsta langt í larid með að myndast aftur að gagni þar sem hann einusinni er uppi ættur. Og langt verður líka þangað til raf- magnið í vötnum vorum fer að veita oss eldsmatinn, t. d. elda og upphita húsin, þótt iafljósum fari nokkuð að fjölga. Er því best að fara liœgt í að kœla þennan litla skógplöntunar áhuga, sem vaknaður er — hann 'er ekki^hættu- legur. En hvað sem ’þessu líður, þá ættu ungmennafólög "ekki að ’hætta við girðingarnar, heldur halda þeim Oð og auka þær. Fi amh. Listin afskræmd. Eftir að eg hafði hlustað á Bjarna Björnsson, ætlaði eg mér þegar að skrifa grein um hann. Var mérþásagt að hann væri um það leyti alfarinn af landi burt, svo eg hætti við það. Nú sé eg að hann er byrjaður aftur á sínum sama starfa, og bið því rit- stjóra Suðurlands fyrir éftirfarandi linur. í vor ferðaðist eg milli ísafjarðar og Reykjavíkur. Skipið kom við á ýmsum höfnum á leiðinni. Á Fiat- eyri var viðstaðan lengst. fá gekk einn farþiganna á lard, festi upp auglýsingar í þorpinu um það, að hann mundi skomta fólki méð „list“ sinni um kvöldið. Retta var eftirhermumaðurinn Bjarni Björnsson. Mér var sagt að hann væri að koma úr hringferð kringuin landið, og hefði fólk þyrpst til hans kvöld eftir kvöld að hlusta á hann, enda var hann hróðugur yflr hve vel sél' gengi. Mér var foryitni á að fara að sjá og heyra „list" hans. Samkoman varð furðu vel sótt, því sú fregn heflr borist út um landið að eftirhermur hans þyki góð skemt- un í höfuðstaðnum. Hvað var nú á skemtiskránni ? Eftiihermur eftir leikendum úr Leikfélagi Reykjavikur og sumum dönsku leikendunum sem komið hafa hingað síðastliðin ár. Éftirhermur eftir ýmsum stjórnmálamönnum vor- um og öðrum er opinberlega tala á mannfundum. Svo sem alþingismönn- unum Lárusi prófessor Bjarnasyni, Jóni Ólafssyni o. fl. Eftirhermuupp- lestur eftir Einari Hjörleifssyni og „Ingimundarvísur" og aðrar þeim líkar léttúðar- — að eg ekki segi klám- — vísur sungnar. Eg hefl séð alla islensku leikendurn- ar, sem hann hermdi eftir, leika í Reykjavík, og er hann ekkert veru- lega líkur neinum þeirra, nerna að- eins einum (Ftiðfinni prentara). Af þessari skemtiskrá álit eg þó eftir- hermur hans eftir þessum íslensku loikenduin tiltölulega meinlausastar, og þó var þetta ekkert annað eu hörmuleg afskræming leiklistarinnar. Eg hefl séð þessa leikendur leika þessi hlutverk sem hann er að herma eftir þeim, svo vel, að allir áhoríendur í loikhúsinu hafa setið hljóðir til þess að taka sem nákvæmast, eftir hverju oi ði og látbragði, og njóta listarinnar sem bost. Þeir sem þvi liafa heyrt og sóð þetta leikið áður hljóta að finna listinni misboðið með þessu, og ekki að undia þo þeir verði bæði hryggir og reiðir ; en allur fjöldi fólks gorir sér ekki grein fyrir því sem fram fer, meir en svo, að það hlæi' og fiflast yflr skripalátunum sem gerast fyrir framan það. Ilvernig skrípalætin eru til orðin, um það or

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.