Suðurland


Suðurland - 07.01.1914, Blaðsíða 2

Suðurland - 07.01.1914, Blaðsíða 2
114 SUÐURL'AND Annars er óþarfl að fara nánar út í þetta að sinni, það er gert svo glögt og ítarlega í grein hr. J. J. í síðasta blaði, að óþarft er að svo stöddu við það að bæta. En á þessa nýju og íyrstu tilraun til eðlilegrar flokkaskipunar, Bænda flokkinn, þykir rétt að minnast dálítið. Rað er rétt sem hr. J. J. segir í grein sinni, að Bændaflokkurinn var ekki litinn neinum vinaraugum af sumum í Reykjnvík, bæði utan þings og innan. Samvinna Bændaflokksins við gömlu flokkana í þinginu gekk þó „eftir atvikum" vel, enda átti Bændaflokkurinn ekkert meira undir þeir ra náð hvers um sig en þeir hans. En hitt var öllum vitanlegt að þessi flokkur var ekki vel séður á sumum æðri stöðum, eða hjá suraum höfð- ingjum gömlu flokkanna. Og skrafað var það rétt fyrir þinglokin að tveir af þeim, sinn úr hvorum flokki hefðu átt tal saman um að gera bandalag moð sínum flokkum til að „drapa þennan b..... bændaflokk". Ef til vill verður það reynt nú við þcssar kosningar, ýmist opinberlega eða þá í laumi. En verði það reynt et það kjósendanna að átta sig á því hvort fyrir þá muni betur gefast, að Ijá lið sitt til þess að eyða þessari fyrstu tilraun til eðlilegrar flokka skípunar, eða að styðja hana. En enginn sem vill hafa fyrir því að hugsa sig dálítið um ætti að þurfa að vera í vafa um þetta. Það verður ef til vill sagt að þessi flokkur sé óþarfur, og að hann geti etkert orðið nema nafnið. 0 jæja! við höfum heyrt hvað höfðingjar gömlu flokkanna segja: Verið þið ekki að þessari vitleysu að mynda ré;stakan flokk; eins og við höfum ekki altaf viljað sinna þessum áhuga- malum ykkar, eins og við viljum ekki þetta sama. Og haldið þið að þið getið haldið saman flokki þar sem sumir ykkar eru gamlir Sjálfstæðis menn en sumir gamlir Heimastjórn- nrmenn o. s. frv. Já, þarna kemur jtað. Sambandsmálið á hjá þeim enn að ráða flokkaskipun og annað ekki. Og það enda þótt að það mál sé úr sögunni um sinn. Rví sambands- samningagerð við Dani getur ekki legið fyrir í náinni íramtíð. En einmitt af því að nú eru það innanlandsmálin en ekki sambands- niálið sem fyrir liggur, geta menn skipað sér saman til samvinnu um |>au án þess að þurfa að taka tillit lil þess hvar þeir hafa áður staðið rneðan alt annað réði flokkaskipun inni, og með eðlilegri og heilbrigðri samvinnu um þessi mál ætti smám- saman að geta dregið saman til meiri oiningar útávið. — Við Bændaflokksmenn þekkjum aðalmótbárurnar sem frarn verða færðar gegn flokki okkar og ættum að vera við þeim búnir. Við vitum að nú er tími kominn til að fylkja í réttri skipan. Við viljum ekki vera uppfyllingartölur á víð og dreif, aftan við stóru feitu tölurnar gömlu flokk- anna. Við viljum raða okkur saman og halda saman, og látum hvorki hót.- anir, ginningar né fagurmæli aftra okkur frá þvi. Retta verða þeir allir að hafa í huga sem ganga til kosn- inga undir merki Bændaílokksins, og þetta verða kjósendur að hafa í huga sem þennan flokk vilja styðja. Blöð gömlu flokkanna hafa lítið minst á Bændaflokkinn eða stefnu hans, þau hafa látið hann í fiiði, þess er skylt að geta, hvað sem því veldur. Lögréttu þykir stefnuskrá hans ekki nógu ákveðin. Má vera að Bændaflokkurinn hafl tekið þann annmarka að erfðum frá eldri flokk- unum, og skal síst á móti því borið að stefnuskráin þyrfti og ætti að vera ákveðnari, og hún verður það vænt- anlega. í ísafold heflr birst stefnuskrá frá hálfu Sjálfstæðismanna, sem að sumu leyti virðist falla saman við stefnu- skrá Bændaflokksins. Rað er vinn- ingur fyrir flokkinn er fleiri vilja vinna í svipaða átt, en að engu leyti gerir það hann óþarfari. Séra Sigurður Stefánsson skrifar nýlega langa grein í Lögréttu, meðal annars um riðlun flokkanna á síðasta þingi, Þykir honum miður fara að svo varð og spyr í skopi: „Hví voru flokkarnir ekki 40? En það hefði ekki verið meiri fjarstæða þótt svo hefði orðið heldur en það sem fyrir honum virðist vaka: að einn flokkur geti safnað þjóðinni undir meiki sitt. Rað er óhugsandi að því er innan- landsmálin snertir, en það væri æski- legt og ætti ekki að vera ómögulegt að flokkarnir gætu sýnt sem mesta einingu útávið. Bændaflokkurinn eða milliþinga- stjórn hans hefir gert lítið að því að „stilla upp“ sem kallað er. Pykir réttast að leggja það á vald kjósenda í hverju kjördæmi hverjir þar eigi að verða í kjöri, en þess ætti að mega vænta að það verði í ekki allfáum kjördæmum þeir menn er fylgja vilja stefnu Bændaflokksins og. taka sér stöðu í honum. Flokkurinn spyr ekki um það hvort frambjóðendur hafi verið Sjálfstæðis eða Heimastjórnarmenn, heldur um það eitt hvort þeir vilji vinna í þá stefnu sem flokkurinn hefir sett sér, og til þeirrar samvinnu treystir hann bændunum fyrst og fremst, — Við kosningarnar næstu fylkja gömlu flokkarnir á sínum grundvelli, og Bændaflokkurinn á sínum. Það er kjósendanna að ráða leikslokum. Sveitakjördæmin út um land geta nú fyrst og fremst reynt sig á því hvort þau vilja heldur leggja alt sitt ráð á vald gömlu flokkanna, sem hafa allan mátt sinn og megin í nokkr- um mönnum í höfuðstaðnum, sem álíta sig hafa þegið „af guðs náð“ valdið til þess að ráða lögum og lof- um fyrir þessar hræður út um landið, eða þau vilja sjálf vinna að samtök um til samvinnu um landsmál, sam- tökin sem eru þannig vaxin að þau eiga sér rætur víðsvegar úti hjá þjóð inni og geia átt fyrir sér að þróast og styrkjast á heilbrigðum grundvelli. J. 7 Um ungmennafélögin. (Eftir Guðm. Hjaltason.) —:o:— Framh. II. Jþróttirnar. Ungmennafélögin eru líka að votta þjóðræknina í verkinu með því að Aðalfundur Prentfélags Árnesinga verður haldinn í Fjölni á Eýrarbakka laugardaginn 31. jan. 1914, kl. 11 i. hd. Hluthafar ámintir um að mæta. <Rrentfdlagsstjórnin. *************************** stunda og útbreiða ýmsar íþróttir. Það fer þó vonandi varla með þær eins og skógplöntunina, að þær verði gagnslitlar eða gagnslausar dæmdar. Rví það eru víst allflestir heiisufræð ingar samdóma um, að t. d. flmleik- ar, sund og böð séu ómissandi fyrir heilsuna sé skynsamlega að farið. Og um heilsuna ætti þó allir að hugsa, hvað svo sem þeir nú dæma um ungmennafélögin. Heilsumálið er og að verða mesta áhyggjuefnið margra framfaramanna. Og er það von. Nýlega, einmitt núna í „Skírni", er fyrirlestur eftir Steingrím lœknir. Efnið er okki álitlegt: það heitir „Heimur versnandi feru. Sýnir Stein- grímur þar, að mikil aftuifðr sé núna í heimmum þrátt fyrir állar fram- farirnar, afturför í heilsu sálar og líkama. Tekur hann helstu dæmin úr þeim löndum, sem framfarirnar eru hvað mestar í. Þar eykst tann veiki, þar fækkar fæðingum, þar fœkk- ar góðum mœðrum; þar eykst tæringin, geðveikin, fábjánaskapurinn, krabba meinin, heyrnar og málleysi, augna sjúkdómar og ýmsir fleiri sjúkdómar. Par síhnignar siðferðinu og sjálfsmorð- um fjölgar mikið. Og „svipuð hnign- unarmerki má finna hjá okkur“,seg- ir hann. (>g svo bætir hann við: „Ressvegna er ástæða fyrir okkur ís- lendinga að líta í okkar eigin barm og reyna að koma í veg íyrir frek ari spiilingu holdsins". „Yér veiðum að viðra vora fölvu kroppa í lofti og sólskini undir berum himni og halda líkamanum hreinuin jafnt utan sem innan“. Er hann því auðvitað með fimleik- um og böðum, bæði vatnsböðum, lofc- böðum og sólböðum. Böð þessi öll eru alveg ómissandi, þau hreinsa og styrkja líkamann svo hann stendur sig miklu betur á móti árásum margra sjúkdóma, já þau lækna líka suma sjúkdóma beinlinis. Og auk þess gera köldu böðin mann- inn harðari af sér svo honum verður minna um alla vosbúð og kulda í vötnum og sjó frostum og snjó. Og köld böð styrkja og herða sálina á margan hátt. En baða verður eftir vissum reglum og er hægt að fá þær hjá lækninum. III. Slðgæðisástand ungmonnafélag- anna. „Og lendir nú ekki alt þetta ung- lingabrask í« léttúð og ralli? hugsa og segja margir. Ekki hefl eg orðið þess var í þeim ungmennaíélögum sem eg þekki. Yið skemtanir þeirra hefl eg verið, en hefi ekkert haft út á þær að setja. Og annars held eg áð fullorðna fólkinu og gamalmennunum sé best að fara hægt í það að dæma um léttúð æskunnar. Eg er nú kominn á sjötugs aldur og hefl næsta mikið kynst unglingum utanlands og innan bæði sem skólabróðir, leikbróðir og kennari og er kominn að þeirri niður- stöðu, að æskan stendur alls ekkert á baki. hinum eldri í mannkostum yflrleitt. Hefl eg reynt að sýna fram á það í „Kirkjublaðinu" 1913 nr. 14 og skal hér aðeins bent á eitt af at- riðum þessa máls, sém þar eru nefnd. Oft er mikið talað um óstöðug- lyndi æskunnar. En aldrei hefi eg getað fundið að unga fólkið sé yflr- Jeitt hviklyndara en eldra fólkið. Rað er nú siður en svo. Hörmulegustu og Ijótustu svikin hafa oftastnær ver- ið framin af þeim sem komnir voru af æskuskeiðinu. Og ekki hafa, til dæmis, félög eldra fólksins orðið stað- fastári en æskufélögin. Æskulóttúðin og hviklyndið minnir mig oftast á afneitun Póturs. Sviksemi eldri ár- anna minnir mig fremur á Júdas. Æskuléttúðin verður aldrei eins ófög- ur og óeðlileg og léttúð fullorðinsár- anna. En margur stórversnar með aldiinum, er meinlaus í bernskunni, hvikull í æskunni, en svikull á eldri árunum. í loforðum og viðskiftum heflr mér virst unga fólkið að minsta fult svo samviskusamt sem eldra fólkið. Ef ekki samviskusamara. Samt er munur á hvaða ungt fólk á i hlut. Sumt lærir næsta snemma að slá plötur. Og oft hefl eg heyrt, en betur væri að það væri slúður, að óhættara heflr þótt að t. d. lána stúlkum fé en piltum. En öll góð ungmennafélög munu kenna öllum ungliogum jafnt ráðvendni og sam- viskusemi. IV. Eg er því viss um að ungmenna- félagsskapur vor þarf ekkeit aðskamm- ast sín fyrir neinum öðrum félagskap eða menningarstofnunum hér á landi þeim sem eg þekki nokkuð. Og unga fólkið ekki heldur fytir eldra fólkinu. Já, eg fer svo langt, að eg held að eldta fólkið sumt geti farið að læra margt gott af ungmennafélögunum. Hveit ætli sé nú „uppbyggilegra", að vera á ungmennafundi, byggja girðingar, gróðursetja plöntur, iðka fimleika, taka þátt í góðum umræð- um, heyra vekjandi og fræðandi fyr- irlestra, eða þá að sitja á seiðhjalli kærleikslausra dagdóma og við vín- drykkjur? Eg segi ekki að margir geri þetta, en til eru þeir, bæði hér á landi og annarsstaðar. Langbesta fólkið, sein eg hitti fyrir utanlands, bæði í Noregi og Danmörku, vaT

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.