Suðurland


Suðurland - 07.01.1914, Blaðsíða 4

Suðurland - 07.01.1914, Blaðsíða 4
116 SUÐURLADN fræðaskólann í FJensborg, en stundaÖi barnakenslu á vetrum. í kennaraskólann gekk hann, þegar er hann var settur á stofn og tók kennarapróf, fyrsta voriðV sem það var haldið i Reykjavík. Eimskipafélag íslands. Eftirtekt skal vakin á því, að þeir sem vilja koma fram með breytinga eða viðaukatillögur við lagafrum- Gísli sál var vel látinn rnaður. Þeir sem kyntust honum nokkuð fundu brátt að hann bar næmar tilfinningar í brjósti og var næmur fyrir öllú er betur mátti fara, vildi og ávalt hið rétta. Góður var hann [samvinnu- maður og félagsbióðir og styrktar- maður í hvívetna öllu því er til mannfagnaðar heyrði enda var hann skemtilegur í viðkynningu og gaman- samur. Góður kennari þótti hann, áhuga- samur og lipur og beitti sér vel við starf sitt. Hann lætur því eftir hugljúfa'minn. ingu í hugum þeirra er honum kyntust og angurblíða eftirsjá foreldra og barna sem hann hafði helgað staif sitt. En reyna fókk hann það, sem aðrir er þá braut ganga, að ekkí liggur luiii til auðlegðar, nema íleiia leggist til. Stéttarbróðir. Guðríður Guðmundsdóttir á Núpum andiðist 9. nóv. s. 1. Hún var fædd að Reykjarkoti í Ölfusi 1837, dóttir hoiðurshjónanna Guðmundar Gíslason- ar og konu hans Ingveldar Gísladótt- ur, er lengi bjuggu í Reykjarkoti. Guðríður sál. var hjá foreldrum sínnm þar til hún var 9 ára, að hún niisti föður sinn, var hun svo hjá xnóður sinni og stjúpa Sæmundi Sæ mundssyni, er síðar bjó á Elliða- vatni, þangað til hún var 18 ára, er Inin giftist f’orgeiri bónda f’órðarsyni í Hagavík í Grafningi, og bjuggu þau lijóti þar til vorið 1858, er þau fluttu að Núpum í Ölfusi og bjuggu þar til voiið 1904, er þau létu af búskap fyrir ellilasleika, og dvöldu þau hjón siðun til dauðadags hjá Steinunni d’ttur sinni og tengdasyrii sinum Guðmundi fóroddssyni, er tóku þá við jörðinni eftir þau. Guðríður sál. eignaðist með manni sínum 12 börn, 4 þeirra dóu í æsku en 8 lifa, 7 dæt- ur og einn sonur. Guðríður var góð kona manni sín- urn og góð móðir barna sinna, enda tókst henni mjög vel að gera þau að góðum og nýtum mönnum, og naut liún góðrar samvinnu i því verki þar sein maður hennar átti hlut að. Hús- móðir var hún hin indælasta og munu þoir er hjá henrii dvöldu lengí geyma minningu hennar sér í minni. Guðríður sál. var þróttmikil bæði til sálar og líkama fráman af æfinni, einnig vel skynsöm og stilt en þó glaðlynd. Hún elskaði guðs orð og guðs hús og lét altaf halda uppi hús lestrum. Hinn 13. maí s. ]. neisti Guðríður sál. mann sinn eftir 7x/2 árs legu hans í rúminu og gerðist þá mikið á um þrek hennar, enda var þá heilsa hennar mikið farin að bila, uns hún andaðist eftir 11 vikna legu 76 ára að aldri. Hún var jarðsungin við Kotstrandarkirkju 21. nóv. s. 1. Blessuð sé minning þeirrar heiðurs- konu. VII. —■--------------- varp bráðabyrgðastjórnarinnar, verða að hafa skilað slíkum tillögum til einhvers úr bráðabyrgðastjórninni, eða á skrifstofu Eimskipafélagsins fyrir |). 12. þessa mánaðar. Tillðgur, sem selnna koma, geta eigl komið uiulir atkvæði á stofnfundiuum. Frá 12.—16. þ. m., að báðum dögum meðtöldum, fá hluthafar, sem borgað hafa hlutafé sitt, eða um boðsmenn þeirra, afhent.a aðgöngumiða og atkvæðaseðla fyrir stofnfundinn. Engum verður veittur aðgangur að stofnfundinum nema hann hafi aðgöngumiða. Stofnfundurinn verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu þ. 17. þ. m. og hefst á hádegi. Skrifstofa félagsins er í Austurstræti nr. 7 (beint á móti ísafoldarprentsmiðju), og er opin frá því i dag á hverjum virkum degi, frá kl. 12—2 og 5—7 e. hd. Reykjavík 6. jan. 1914. Bráðabyrgðastjórnin. ——oe—eacwaa— Hljómleika héldu þau eins og til var stofnað, ungfrú Guðmunda Nielsen og kennari Helgi Hallgrímsson sunnud. milli jóla og nýárs. Þótti mörgum það nýstárleg skemt- un og var gerður að góður rómur og þakkað með dynjandi lófaklappi og sumt varð að endurtaka. Væri vel ef kostur yrði á síðar að fá að heyra til þeirra aftur. Bað er svo sjaldan sem við austanvérar fá- um að njóta listarinnar i einu eða öðiu. And ri. Á víð og dreif. Kirkjubruni. Á annan jóladag kviknaði í kirkjunni á Undirfelli í Vatnsdal, meðan messugjörð stóð yflr. Náði eldurinn skjótt að magn- ast, svo ekki varð við ráðið að slökkva. Flýði söfnuðurinn í mesta ofboði úr kirkjunni. Fátt manna var í kirkju i og gekk því fólkinu vandi æðalaust að j komast út, en mátti þó eigi tæpara standa. Ofsa hvassviðri var um dag inn og brann kirkjan á skömmura tíma til kaldra kola. Vcðurtcptur varð mikill fjöldi fólks er kirkju sótti að Breiðabólstað á Skógarströnd á annan jóladag. Var afar mannmargt við kirkjuna þennan dag — en enginn komst burtu frá kirkjunni aftur þennan dag. Ingólfshúsið. Dregið var um Ingólfshúsið eins og til stóð 2. þ. m. ITappið lilaut seðillinn nr. 8665, en seðil þann átti biskupinn í Laufási, herra Þórhallur. — „Æfintýri á gönguför" verður að forfallalausu leikið um næstu helgi (10. og II. Þ. m.). Vissara að panta aðgöngumiða í tíma. Mannslát. Á gamlársdag lést Adol/ Adolfsson faðir Jóns hreppmefndaroddvita á Stokkseyri. Hans verður nánar minst í næsta blaði. fijalddagi Snðnrlands er liðinn! Kaupendur „Suðurlands" á Eyraibakka og í grend, sem ekki eru búnir að borga, eru vinsamlegast beðnir að gera það sem fyrst, geta þeir þá vitjað kaupbætisbókanna um leið og þeir borga blaðið til gjaldkerans Uuðmundar Ebenezcrssonar skósmiðs á Eyrarbakka. Sjalóéagi „Suóurlanós“ var 1. nóvamBar. **Ktt*K*ttft****«**K*ttKX*ft*XX* I I’akkarorð. fað sparar peninga að láta gorma á útihurðina. Fást í Heklu. Þess ber að geta sem gert er. I ógústm. 1912, varð eg (Árni Eyjólfsson) vegna heilsubilunar að flytja á heilsuhælið að Vifilstöðum og dvelja þar til 20. maí þ. á. Á þessum tíma voru heimilisástæður mínar að ýmsu leytí heldur erviðar, enda hafa sveitungar mínir o. fl. fundið til þess og bætt úr því með margvíslegri hluttöku til að gjöra mér og konu minni byrðina bærilega. Vil eg þar fyrst og fremst tilnefna Kiðjabergshjónin Gunnlaug Rorst.eins son og Sofíu Skúladóttir, sem ásamt Jóhannesi Einarssyni í Eyvík munu hafa átt nppfökin að peningasamskot- um og gengist fyrir þeim með aðst.oð þeirra Ásmundar Eiríkssonar á Neðra- Apavatni, Jóns Sigurðssonar á Búr felli og koriu hans Kristínar Berg steinsdóttur, Og seinast en ekki síst vil eg nefna Guðmund mág minn Bjarnason á Seli, sem auk annarar hluttöku og hjálpsemi vatði mörgum dögum til að annast heimíli mitt svo sem ætti hann það sjálfur. Maiga fleiti mætti nefná, sem á líkan hátt sýndu mér og konu minni mannúðlega hluttöku, hjálpsemi og góðan vilja, sem yrði of langt rnal hér. AUa þá hjálp, hluttöku og umhyggju- semi, sem okkur var sýnd í þessum kringumstæðum, bæði af sveitungum okkar, nefi'dum og ónefndum, og öðrum úti írá, þökkum við af hjarta og biðjum Guð að launa á þann hátt, er hann sér hverjum einum fyrir bestu. Hraunkoti í Grímsnesi 20. des. 1913. Árni Eyjólfsson, Sólveig I’oryeírsd. Enda þótt við vítum, að þeim, sem við ætlum sérstaklega að minnast með með þessum línum, sé ekkert fjær skapi, en að góðverkum þeirra sé haldið á lofti; þá getum við samt ekki látð hjá líða, að færa einlægar hjartans þakkii; okkar hjona, öllum þeim, sem tóku þátt í erfiðum kríng- umstæðum okkar næstliðinn mánuð. Vil eg þá sérstaklega nefna þau, sem stóðu næst sæng minni; lækni Guðm. Guðfinsson, og Ijósmóður í*ór unni Bórðardóttur á Moldartúngu, sem hjálpuðu mér með sérstakri lipurð og lægni, og sem ég, næst guði, á líf mitt að launa og drengjanna, sem ég fæddi. Bá viijum við einnig nefna sam- býlisfólk okkar, Sig. Sigurðsson og bústýru hans Jónínu Jónsdóttur, og hjónin Sig. Sigurðsson og Borghildi Pótðard. á Bjálmholti, sem ótrauð létu okkur í té alla þá hjálp, sem þeim var auðið að veita; og meðal annars tóku af okkur börnin meðan ásæður okkar voru lakastar. Og loks þökkum við öllum þeim nágrönnum okkar og vinum, sem á einn eða annan hátt sýndu okkur hluttokningu. Og þó að við vitum, að verk þeirra séu séð og metin af þeim, sem betur kann að met.a en við; þá viljum við samt biðja þann hinn sama, að launa öllum þessum vel- gerðamönnum okkar; og helst með því, að láta þá finna til sælu, finna til nálægðar guðs og velþóknuar fyrir vel unnið kætleiksverk. Marteinstungu. 17. des. 1913. Gvðrún Kristjánsd. Gunuar Einarsson. sresEsæKggreaBsaE&r11 ■.. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Jónatansson. Prentsmiðja Suðurlands.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.