Suðurland


Suðurland - 24.01.1914, Blaðsíða 2

Suðurland - 24.01.1914, Blaðsíða 2
126 S'UÐURLAND ir verið siður. Fyrirlestrar voru íluttir minnst 4 á dag, til íþróttanáms voru ætlaðar 5 klst. á dag allá, til mál- funda lVa tími, og á kveldin frá kl. 9—10 var oftast upplestur. Málfundarnir voru að þessu sinni miklum mun daufari en verið heflr á námskeiðunum að undanförnu. Um- talsefnin oftast smávægileg og um ræðurnar daufar. Annars er þessara funda nánar getið hér á öðrum stað. Iþróttaná mskeiðið. íþróttakennsluna höfðu þeir á hendi Helgi Ágústsson frá Birtingaholti og Kári Arngrímsson frá Ljósavatni, er þá kennslu hafði á hendi á námskeið- inu í fyrra. Eru þeir báðir miklir að vallarsýn, enda iþróttamenn ágætir. Hafa þeir og mikinn áhuga fyrir íþróttum og öliu því er likamsmentun snertir og því ekki umkent, þótl. ýmislegt færi öðruvísi en ætiast var til í öndverðu hvað iþróttirnar snertir. Þar erekki um að kenna öðru en áhugaleysi nemenda, sem mikið þótti, þrátt fyr- ir allar heiðarlegar undantekningar, eins og „rektor" mælti f loka ræðu sinni. Glimur voru æfðar á morgnana frá kl. 8—10, en alveg óskiijanlega fáir tóku þátt í þeim, svo margt sem þarna var ungra manna. Munu þeir verið hafa eitthvað 10 alls sem glímdu þegar bezt var. A daginn kl. 2—4 voru oftast hafð- ar íþróttaiðkanir úti, knattspaik stang a’stökk og fleira, voru á þessu ýmsir öiðugleikar því blautt var og sleipt oftast og stundum rigning. A kveldin frá kl. V1/^— 81/* var kend „Mín aðferð" og tóku víst all- fl stir þátt í henni. En yfirleitt virt- ií-l iþrótta áhugi sumra þessara ungu manna vera ærið daufur, en sýnu meiri var aftur fjörglampinn í augum þoirra, er eitthvað heyrðist til har- monikunnar, sem stundum bar við, þangað til þeim „tímum" var fækkað eða að mestu afnumdir. í fyrra fylgdu ungir menn er þá dvöldu á námskeiðinu, íþróttakennsl untii með miklu fjöri og áhuga, og svo munu og nokkiir hafa gert í Þ' tta sinn, en sýnileg var þó aftur- förin frá í fyrra, og virðist alt benda til þess að sama megi um þessi nám- skeið segja sem um búnaðarnám- skeiðin að ofætlun sé það fyrir áhuga tnanna, að búast við að þau verði s >11 til verulegs gagns árlega. Efni fyrirlestra þeirra, er fluttir voru á námskeiðinu og ekki er getið hér að framan, var sem hér segir. Ressir fluttu fyrirlestra: Árnií?Pálsson sagnfræðingur: 6 EinarE. Sæmundsen: Um skóga landsins að fornu Og nýju 2 Um trjáiækt og blómrækt 1 Um alþýðukveðskap 1 4 Ingimundur Jónsson Holti: Um hirðing á kúm l Um verkleg búnaðarnám 1 2 Jón Jónatansson: Um verkfæri og notkun þeirra 2 Um akstur 1 Um nýyrkingu 1 Um garðrækt 1 5 Jón Sigurðsson frá Kallaðarnesi: 2 Kofoed Hansen skógræktarstjóri: Um skógmál*) 1 1 Ólafur ísleifsson læknir: Um kynbætur plautna og trjáa 1 Um samvinnufélagshugmyndir Bandarikjanna 1 2 Páll Bjarnason kennari: Um menning og mentun 2 2 Sig. Sigurðsson alþm.: Um hrossarækt 1 Um búreikningshald 1 Um fólkstreymið úr sveitum 2 Um vinnu og framleiðslu 1 Til ungu mannanna 1 6 Porf. fórarinsson Spóastöðum: Um viðskiftastefnu 1 1 Fyrirl. ails 31 Störfum námskeiðsins var þannig skift: Frá kl. 8—10 glímur og st.ökk, — — 10—11 fyriilestur, — — 11—12 morgunverður, — — 12 — 3 fyrirlestrar (l kl.st. ætluð hverjum fyrirl.) — — 3—4 íþróttir (Knattspark og fl. úti við), — — 4—5 miðdagsyerður, — — 5—7 umræðufundur, — — 7—872 íþróttir (oftast „Mín aðferð“), eftir 9 eða kvöldverð frjálsar skemt- anir, upplestur og fl. Þó varð stund um að breyta frá þessu, því fyrir- lestrarnir urðu of margir til þess að flytja þá á þeim tíma, er þeim var sérstaklega ætlaður. Þessi mál voru rædd á umræðu fundunum: 1. Um búreikningahald, 2. — grasbýlabúskap, 3. — að „þúa“ eða „þéra“, 4. — sauðfjárhirðing, 5. — sparsemi, 6. Hafa U. m. F. rækt köllun sína? 7. Kynbætur á hrossum og nautum. 8. Hversvegna tala menn illa hver um aðra? 9. Um glímurnar. 10. Fólkstreymið úr sveitunum til kaupstaðanna (rætt á tveim fund um). 11. Hvort er betra að vera giftur eða ógiftur? 12. Garðyrkja. 13. Aðflutningsbannið. Heldur þóttu umræðufundirnir dauf- ir að undanteknum þeim fyrsta og síðasta. En á fyrsta fundinum hafði dagað uppi margt fulltrúa af Rjóma- búafundinum er haldinn var daginn áður, en náði nokkuð fram á mánu dag. Tóku margir þeirra til máls og var talsverður dugur í umræðunum. En þegar þeir voru farnir, varð þögn um allan salinn — meira segja stein- hijóð — nema þegar harmonikan var knúð — en það var ekki ósjaldan. Á siðasta fundinum var það aðflutn- ingsbannið sem kveikti í mönnum, enda voru þá um 100 manns saman komnir, og því síst furða þótt dálítið fjðr væri í umræðunum. En hinir fundirnir allir — »ojá“ — það er best að sleppa þeim. Um upplesturinn sáu þeir: Árni *) l’að erindi eða útdráttur úr því kera- ur síðar í „Suðurlaudi11. Pálssou, Ólafur ísleifsson, Jón Jónat ansson, Jón Sigurðsson og Einar E. Sæmundsen. — Yoru það bæði kvæði og sögur, og skal það sérstaklega tekið fram, að þar skákaði Jón frá Kallaðarnesi öllum upplesurunum. Enda sögðu þeir það á eftir að slíkan upplestur og slíka. snild hefði þeir aldrei heyrt eins og þegar hann las „Svarkuiinn“ eftir Grím Thornsen. En það þótti flestum að Jón vera heldur spar á þessa list sína, því þótt menn klöppuðu og klöppuðu, hreifði Jón sig ekki að heldur. Þá mun óhætt að segja, að ef námskeið verða aftur haldin — sem vonandi — að þá verði sæti hans vandskipað, verði hann fjarri. Og því skaut Ólafur að kunningjum sínum, að ekki hugsi hann til að halda skemtun svo að Þjórsár túni, að ekki trygði hann sér Jón fyrirfram. Svo fanst honutn til um skemtunarhæfileika hans, og svo mun og öðrum hafa fundisf. Auk þess söng Jón frá Kallaðar- nesi gamanvísur nokkurar og þótti það skemtun góð. Fánamálið. Ráðherra hefir skipað nefnd manna til þess að bollaleggja um gerð ís- lenska fánans. í nefndinni eiga sæti þeir: Guðm. Björnsson landlæknir, Ólafur Björnsson ritstjóii, Jón Jóns son docent, Porl. Porláksson málari, og Matth. Pórðarson fornmenjavörður. Hlutverk þessarar nefndar er að sjálfsögðu fyrst og fremst það, að afla sér fullvissu um um það hvort blá- hvít.i krossfáninn, sem þegar er upp- tekinn, sé svo líkur fána annara þjóða, að vér fyrir þá sök verðum að neyð- ast til að breyta gerðinni. Og er mælt að nefndin hafi þegar gert ráð stafanir til að afla sér fullrar vissu um þetta, og bíði nú eftir svörum. Annars sætir það furðu að ennþá skuli vera nokkur vafi um þetta, svo langt sem liðið er síðan uppástungur um þessa fánagerð kom fram. Hefði fyrir löngu átt að vera búið að leysa úr öllum vafa um þetta. Pað er dá- lítið skoplegt að fáni vor er talinn ýmist oflíkur Krítarfánanum, gríska konungsfánanum, eða einhverjum grískum landsfána, og enginn veit hvað satt er í þessu. En betra er seint en aldrei. Nú hlýtur spurning- unni að verða svarað. Óljúft verður oss, sem tekið höfum trygð við bláhvíta krossfánann, að aðhyllast, nokkra breytingu á gerð fánans, og þeirri einni ástæðu getum vér beygt oss fyrir, að breytingin verði óhjákvæmileg vegna of náinnar lik ingar við fána annarar þjóðar. Vér bíðum þvi með óþreyju eftir áliti nefndarinnar. En ineðan nefndin situr að störf- um er sjálfsagt að láta allar deilur um málið liggja niðri. Alt þras um fánagerðina verður ekki annað en marklaust skvaldur, á meðan það er ekki ljóst hverjar ástæður fram verða færðar fyrir breytingu á gerð fánans. r . Omakleg ummæli. Hr. alþm. Jón Ólafsson minnist ör- lítið á bændaflokkinn í blaðinu „Árvak“. Segir hann flokkinn vera hinn óþarf- asta, og ekkert markmið hafa annað en hið sama og hinir flokkarnir hafi sett sér, og sem þeir geti og hafi unnið betur að en hann. Væri það rétt að hinir eldri flokk- ar hefðu stefnt að sama markmiði sem bændaflokkurinn, þá þyrfti engan á því að furða þótt þeir hefðu unnið meira að því markmiði en bænda- flokkurinn, sem stofnaður var á síð- asta þingi og á því enn skamma leið að baki sér. Pessi staðhæfing er því marklaus, því þótt svo væri að eldri flokkarnir hefðu unnið talsvert að hinu sama markmiði sem bændaflokk- urinn hefir sett sér, er ekki þar með sannað að bændaflokkurinn geti ekki unnið að þessu enn meira. Flestir af stofnendum bændafiokks- ins hafa setið á þingi áður um nokk- urt skeið og sumir alllengi, og verið í hinum eldii flokkum, og auðvitað hafa þeir beitt sór talsvert í sömu átt og bændaflokkurinn nú stefnir, en þeim hefir unnist miklu minna á en veiða mæt.ti, ef þeir hefðu fasta sam- vinnu sín í milli, þeir hafa staðið dreifðir í eldri flokkunum, og leiðir þeirra flokka hafa legið nokkuð í ýms- ar áttir. Aðalmarkmið bændaflokks- ins hafa þeir slundum séð ærið óskýrt, en haft þá hugann á ýmsu öðru sem til litilla þjóðþrifa hefir orðið. Nú hefir það verið talin skylda hvers flokksmanns að fylgja flokknum i hví- vetna, þeir sem það gerðu ekki, vorU stimplaðir sem svikarar og áttu hvers- konar ófarnað í vændum. Með þessu móti hafa þeir menn er sérstaklega vildu vi.ina að markmiði bændaflokks- ins, verið tafðir og heptir, stundum með þessu markmiði alveg óskylduin og enda andvigum málum. Þessvegna var þess orðin brýn þörf að þessir menn skipuðu sér saman í sjálfstæða fylkingu, til þess að reyna að feta sig áfram i rétta átt, en hætta að elta mýraijós og hrævarelda gömlu flokk- anna, sem glöptu þeirn sýn og leiddu stundum útí ófæru eina. Hr. J. Ól. kallar bændaflokkinn „skálkaskjóls flokk“, segir þá hafa bjargað sér þangað er svikið höfðu eldri flokkana. En það geta ekki tal- ist svik þó einhver bjargi sér til lands þegar fleytan er að glijðna sundur undir fótum hans. Tilveruréttur bæudaflokksins er því að engu leyti hrakinn með þessuiú ummælum hr. J. Ól. né öðrum er í líka átt fara. Og óþarft er það með öllu fyrir talsmenn gömlu flokkanna að veia að vefengja tilverurétt bænda- flokksins að svo stöddu — og það ætti að vera árangurslaust. Mótstöðumenn flokksins ættu helst að biða þess rólegir að flokkurinh sýni það með framkomu sinni hvort hann á tilverurétt eða ekki. Getí hann ekki í reyndinni sannað tilverU' rétt, feilur hann um koll og mega hinir flokkarnir vel við una, þeir $ þá leifarnar svona alveg fyrirhafnar- laust. — En þeir vilja ekki bíða, og hvei'S' vegna ekki ? Þeir búast við því svona undir niðri, að flokkurinn verði ef vill eitlhvað meir en dægurfluga, e*

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.