Suðurland


Suðurland - 14.03.1914, Blaðsíða 2

Suðurland - 14.03.1914, Blaðsíða 2
152 SUÐURLAND legu vinfengi, eða til þess að reyna á eftir að baða sig í náðargeislum valdasólarinnar. Sé þingið svo skipað, að þetta ráði mestu, er vandfenginn sá maður í ráðherrasæti er fari vel með vald sitt. En ef þingið þekkir og gerir skyldu sína, og gefur ekki ráðherra of lausan tauminn, getur alt farnast þolanlega þó ekki hafl hepnast sem best ráðherravalið. Þetta þurfa kjós- endur meðal annars að hafa í huga og leggja þingmannaefnum á hjarta. Fánamálið. Hún hefir hljótt um sig ennþá fánanefndin, ekkert. heflr enn heyrst frá henni nema auglýsing, þar sem hún biður um tiliögur um gerð fán ans. Einn nefndarmanna, Jón Jóusson dósent er nú farinn til útlanda. Suðurland hefir fyrir sitt leyti tví- vegis orðið við tilmælum nefndarinn- ar um það að minnast ekki á málið meðan nefndin hefir ekki látið uppi álit sitt, og telur það rétt að blöðin geymi sér umræður um málið þang- að til. En þar sem Suðurland og fleiri blöð hafa til þessa orðið við til- mælum nefndarinnar, ætti pefndinni ekki að koma á óvart þó blöðin mælt- ust til þess að hún Jéti álit sitt koma fram svo fljótt sem unt er. Væntan- lega hefir nefndin nú fengið svör við fyrirspurnum sínum umj gríska fán- ann. Ekki hetir Suðurlandi þótttakaþvi að taka upp ‘þykkjuna fyrir Bænda- flokkinn útaf því að gengið var fram hjá honum við skipun nefndarinnar. En fróðiegt verður á sinum tíma að heyra ástæður ráðherra fyrir því að svo var gert. Ef til vill þykir stjórn inni ekki taka því að telja þennan flokk með hinum. Kosningar næstu sýna hvort þjóðin er henni þar sams hugar. G. M, og Forðagæslulögin. Suðurland þakkar fyrir grein G. M. í síðasta blaði um forðagæslulögin, enda þótt það sé hinum heiðraða höf. ekki samdóma. Það er gott að fá að heyra andmæli og aðfinnslur manna við lög sém svo mjög taka tii almennings som þessi, og af að finnslunum geta oft síðar leitt breyt ingar til bóta. En ekki getur Suðurland gert mikið úr þeim mótbárum sem hinn háttv. höf. ber fram gegn lógum þessum, og þykir þó rétt að svara þeim nokkr um orðum. Höf. efast um að lögin nái fremur tilgangi sínum en horfellislögin gömlu, og byggir þá skoðun sína fyrst og frerast á því, að lögin veiðí erfið til framkvæmda, og að þau skerði frelsi einstaklingsins til að bjarga sér sjálfir. Það er rétt að framkvæmd þessara laga er umsvifameiri en framkvæmd hinna eldri iaga, en það er kostur en ekki ókostur, því, því aðeins að forða gæslustarfið sé frainkvæmt með vand virkni og nákvæmni, getur það oiðið að liði en annars ekki. En svo um fangsmikið og ervitt er starfið ekki, að ekki megi sæmilega vinnast, of nokkur alúð er við lögð. Það er þegar sannað af reynslunni í þeim sveitum þar sem veruleg rækt hefir verið lögð við þetta starf. Það er ekki -rétt að lögin skerði á neinn hátt frelsi einstaklingsins til að hjálpa sér sjálfum. Pau veita honum einmitt bæði hvöt og leiðbeining til þess, og gerá tilraun tií að tryggja þftð að hann hjálpi sér sjálfur fyr en það er uin seinan. Og þót.t segja megi að nokkur þvingun fylgi þessum afskiffum löggjafarvaldsins um einka- hag manna, er sú þvingun fyllilega réttmæt, hvort sem á málið er litið frá þjóðhagslegu sjónarmiði, eða frá sjónarmiði mannúðarinnar einu saman. Það er satt að ef forðagæslumenn- irnir oru illa valdir og taka ekki fram þeim sem þeir eiga að líta eftir hjá og ráðleggja, verður starf þeirra litils virði. Og þar sem menn hafa litla. trú á eftirlitinu, getur svo farið að litt verði vandað til kosningarinnar, það kom hka til tals á síðasta þingi að forðagæslumenn væru skipaðir en ekki kosnir, og með því móti hefði það að líkindum verið betur trygt að sem hæfastir menn séu valdir til starfsins. En höf. heldur því fram að í flestum sveitum séu það aðoins fáir menn sem þurfa eftirlitsins með, ef svo er að forsjáinis og ráðdeildar- mennirnir eru hvervetna í meiri hluta, ætti þá að vera um nóg að velja til starfsins, og hinsvegar mætti þá einn- ig treysta því að þessi meirihluti liti svo á hag sveitarfélags síns að hann sæi fyrir því að forðagæslu starfið yrði falið þeim mönnuro, sem hefðu vit á að ráða ráðleysingjunum heilt. Þá finnur höf. það að lögunum að foiðagæslumenn séu skyldir til að koma á hvert heimili, eins þar sem þeirra er engin þörf. Yera munu þeir menn einhverjir í flestum sveit- um, sem geta sagt að þeir þurfi ekki eftirlitsins með, en þá fyrst. mundu lögin verða verulega óvinsæl, ef eftir- litið gengi ekki jafnt yfir alla, og hætt er við að nokkuð handahófsverk yrði á flokkuninni, hverjum sem falið yrði þar að skiija sauðina frá höfr- unum. Deila má um það hvort rétt var að taka upp í forðagæslulögin hegn- ingarákvæði eldri laganna, en varla er þó hægt að komast hjá því að halda þessu ákvæði, þó því að líkind um yrði sjaldan beitt. En komið geta fyrir þau tiifeili að hegningin sé réttmæt, einkum fyrir þá menn er vísvitandi og að yfiriögðu ráði hoiíella fénað sinn frá nægum heyjum, eða sýna megna óhlýðni og mót.þróa gegn öllum viturlegum ráðum. Þá minnist höf. á kostnað þann er sveitasjóðirnir hafi af lögunum. Um hann er það að segja að verði forða gæslustarfið framkvæmt í nokkurri mynd, hijóta sveitarfélögin að fá þann kostnað margborgaðan óbeiniínis i því gagni sem af eftirlitinu leiðir. Tillaga hins háttv. höf. um að feia hreppstjórum forðagæslustarfið er langt frá því að vera til bóta, enda ekki í samræmi við sjálfs hans skoð- un, þar sem hann með réttu heldur því fram að forðagæslustarfið verði að litlu liði ef forðagæslurnennirnir ekki taki þeim frarn sern þeir eiga að ráðleggja. Því þó hreppstjórar séu oftast með betri bændum sveitarinn ar, þá er siður en svo að þeir séu undanteknirigarlaust. fyrirmynd í skyn samlegum heyásetningi og góðri með ferð búfjár. En Suðurland er höf. einmitt samdóma um það að forða gæslustaifið eigi að vera í höndum þeirra manna sem fremur hafa verið fyrirmynd annara í þessu, og þess- vegna getur það ekki fallist á þessa tiliögu hans. Að þessu sinni er varla ástæða til að fara fleiri oiðum um þetta mál. En Suðurl. ljær hr. G. M. fúslega rúm ef hann vill eitthvað fleira um þetta segja. ------■--------- Manntalið 1910. Á alþingi 1909 bar þáverandi þing- maður Reykvikinga dr. Jón Þorkells- son upp þessa þingsályktunartillögu: „Neðri deild alþingis ályktar að skora á landsstjórnina, að hún gang ist sjáif fyrir því að taka manntal, er fram skal fara hér á landi 1910, og geri sjálf allar nauðsynlegar ráðstaf- anir til þess, svo og að hún sjálf sjái um, að unninn sé úr því allur sá hagfræðislegi fróðleikur, sem þöif er á, en hagfræðisskrifstofan (Statistisk Bureau) í Kaupmannahöfn sé upp héðan leyst frá þeim st.arfa". Þetta er merkileg tillaga og góð, var hún samþykt í noðri deild og afgreidd til stjórnarinnar. Nokkurt þóf varð milli stjórnarráðs- ins og dör.sku stjórnarinnar er til framkvæindanna kom, vildi fjármála stjörnin danska ógjarna láta taka þetta staif af döuskirhagstofunni, en íslenska stjórnin sat fast við sinn keip, og nú er lif.ið svo á som danska stjórnin hafi sætt sig við þessa ráða- breytni. Nú er búið að gefa út skýrslu urn manntalið. Ritið heitir: Manntal á Íslandí 1. d9P. 1910. Er i 2 heftum. Eru í fyrra heftinu hinar ýmsu töflur —alls 23— um mannfjöldann, og skiftingu þjóðarinnar eftir aldri, kyn- ferði, at.vinnu, sýslum, sveitum og bæjum osfrv. En í síðara heftinu er fyrst rækilegur formáli eftir Indriða Einarsson, í þrem köflum: I. Um hagfræði landsins fyr og síðar. II. Mannfjöldi á landinu fyrrum og nú. III. Manntalið 1910. Er formáli þossi fróðlegur og skemtilegur. Þá kemur yflrlit og athugasemdir við töflumar. Er í þessu öliusaman mikinn og gagn- legan fióðleik að finna og eiga þoir menn þökk skilda sem gengist hafa fyrir því að þetta. verk var unnið hér heima, og svo vandlega sem raun er á. Með því búast má við að þeir verði margir fyrst um sinn som ekki kynna sér rit þetta, mun Suðurl. eins og getið er um í síðasta blaði, birta smámsaman ýmsan fróðleik úr ritinu, því hér er um þann fróðleik að ræða sem hveijum manni er nauðsynlegur þeim er nokkuð hugsa um þjóðar- hagi vora. Verslun Skaptfelling'a. Það mun flestum landsmönnum kunnugt vera, hve slæmar eiu sam göngur bæði á sjó og landi hér í Skaftafeilssýslum, en hitt er ekki öllum eins kunnugt, hverjar afleiðing- ar þetta samgönguleysi hefir fyrir þá, sem við þau verða að búa, einkum er það viðskiftalífið sem ' mestan hnekkir bíður af samgönguleysinu. Verslun hefir nú verið rekin hér í Vík um 25 árabil, eða fyllilega það, áður urðu menn að sækja vörur sín- ar út á Eyrarbakka og flytja þangað afurðir sinar. Lengst af hefir verslað hér erlend verslun, eign J. P. T. Brydes, einnig hafa líka á síðari árum risið hér upp íslenskir kaupmenn, og hafa sumir þeirra getið sér ágætan verslunarorð stír og það að verðleikum, baéði við viðskiftamenn sína hér á landi og ytra, ennþá gátu þessir menn ekki náð öllum viðskiítum við þær sveitir, er hingað sækja vörur, bæði var van- inn og skuldirnar búnar að lama viðskiftafrelsið svo, að hin danska verslun hefir um langan tíma llutt mikið if verslu í ir igóð i Vikurkaup manna út yfir pollinn. Það var því ekki að ástæðulausu þó augu manna opnuðust íyrir því að betur mætti ef duga skyldi ogað eitthvað yrði að gera til þess að koma viðskiflum í betra hoif. Það munu því að sumu leyti hafa verið tildrögin að kaupfélag Skaftfell- inga var stofnað, þó þau hafi e f til vill verið önnur með, og það var von margra Skaftfellinga, að nú hefðu þeir getið það óskabarn, sem myndi verða þeim til blessunar í framtíð inni. Þeir bngðust þvi að hlynna að framförum kaupfélagsins, það fór vel af stað og félagið virtist eiga* fram- tíð fyrir höndum, setti á öðru ári upp söludeild og verslaði talsvert. Aðal tilgangur lélagsins var, eins og annara kaupfélaga, að veita lands- mönnum sem besta verslun. Það lagði mikla áherslu á það, að fækka óþöifum milliliðum, bæði hér á landi og ytra, eða minsta kosti mæla lög kaupfélagsins svo fyrir. í fám orðum sagt, félagsmenn áttu að fá vörur sínar fyrir það verð, sem þær kost- uðu með álögðum kostnaði, og þar að auki hagnað þann, sem söludeild- in kynni að gefa af sér, hann átti að skiftast milli félagsmanna árlega. Útlitið var nú glæsilegt og margir geiðu kaup við kaupfélagið — keyptu hlutabréf og versluðu við söludeildina, jafnvel þó að verðið á vörunum, sem hún hefði að bjóða, væri engu lægra en hjá kaupmönnum hér. Félagið virtist því að vera að ná tökum á mönnum, þrátt fyrir vanafestu þeirra og skuldir við aðrar verslanir hér. En hvað skeður svo? Nú í janúarmánuði eins og að undanförnu kemur st.jórn kaupfélags ins, ásamt, deildarstjórum félagsins, sem nuin vera 1 maður úr hverjum hreppi sýslunnar, saman hér í Vík og heldur hinn vanalega aðalfund félags- ins. Aðalefni fundarins mun hafa verið það, að ræða um stjórn, fjárhag og framtíð kaupfélagsins. Endurskoðendur félagsreikninganna höfðu setið nokkra daga með sveitta skallana við að athuga reikninga fé- lagsins og reikna út tap á hrossa* kaupum, vöruvöntun og fleiiu, svo að þeir höfðu tæplega lokið stöifum fyrir aðalfund, jafnvel þó að menn- irnir séu vel heima í verslunarsökum og öllu vanir. Hinn mikli dagur rann nú upp — aðalfundur var haldinn og stóð langt

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.