Suðurland


Suðurland - 25.04.1914, Blaðsíða 2

Suðurland - 25.04.1914, Blaðsíða 2
172 SUÐtTRLAND Ferð&menn! Gleymið ekki þegar þið komið til Reykjavíkur, að koma Prjónavél í hverju heimili er hið gagnlegasta áhald, sem unt er að útvega því. inn í verzlun fflarteins Einarssonar, Laugaveg 44. Par fáið þið ávall nóg úrvai af allskonar vðrum svo sem: FATAEFNI, YFiRFRAKKA, REIÐJAKKA, REGNKAP- UR, STORMFÖT OLlUFÖT og m. m. n. Ennfremur mikið úrval af ALLSKONAR SJÖLOM, og mjög mikið úrval af allskonar ÁLNAVÖRU, einnig fleslar tegundir af MATVORU ásamt mörgu fleira og þið munuð komast að því að hvergi fáið þið betri kaup en hjá Marteini Einarssyni, Laugaveg 44. Reykjavík. Líndéns heimillsprjónavél, sem einkarétt heflr um allan heim, er ein- földust, hentugust og ódýrust allra prjónavóla. Á hana má jafnt prjóna munstuiprjón og sokka, brugðna kvensokka, treyjur, nærföt, vetlinga 0. s. frv. í fyrra hlaut vélin tveim verðlaun úr gulli. Hún kostar aðoins 55 kr. Hverri vél fylgir nákvæmur leiðarvísir. Allar nánari upplýsingar gefur kaupfélagið „Hckla“ h|f á Eyrarbakka. Eitlkasali *3aRo6 Sunnlögsson, Kðbcnhavn K. Norðurför sunnlcnskra bænda, sú er getið hefir verið um áður hér í blaðinu, er nú ákveðið að hefjist 19. júní næ3tkomandi. Verður Jagt af stað þann dag frá í’ingvöllum og farið þaðan vestur í Borgarfjörð og þaðan norður. Ferðin stendur^ yflr rúmar 3 vikur. Ekki er enn fullráðið hve margir fara hér úr austursýslunum. Ef til vill verða einhverjir Borgflrðingar í förinni og 1 maður verður með úr Mýrasýslu. Fararstjóri verður Jón Jónatansson. -----0»0*0--- Fólksflutningurinn úr sveitunum. Eftir Sigurð Sigurðsson. Framh. IV. En þá er að víkja að því, hvað gert verður til þess að halda fólkinu kyrru í sveitunuin. Par er úr vöndu að ráða, enda býst eg ekki við að geta bent á óbrigð ult, ráð til þess; því er nú ver. Mönnum hefir nú dottið ýmislegt í hug, er orðið gæti til þess að draga úr fólkstraumnum úr sveituuum. En það er ver og miður að flest af því eru í raun og veru aukaatriði, er ekki orka neinu verulegu í þessuofni. Það er sagt, að fólkið eigi að hafa meira fijálsræði, að stytta eigi vinnu- tímann, að stofna til meiri skemtana en verið hefir, að koma á fót sem víðast öflugum ungmennafélögum og s. frv. Um þetta er það að segja frá mínu sjónarmiði, að vinnufólk heflr nú miklu meira frjálsræði nú en það hafði áðitr, og meira frjálsræði en jafnvel gerist víða í óðrum löndum. Að stytta vinnutímann meira en orðið er ahnent — miðað við 11—12 stunda vinnutima um slátt — nær ekki neinni átt. Það heflr enginn gott af því, hvorki lijdin eða hús bændurnir. Krafa verkamanna erlendis í verk- smiðjulöndunum um 8 stunda vinnu- tíma, kemur ekki þessu máli við. Þar stendur alt öðruvísi á, enda við- urkenna flestir í rauninni réttmæti þeirrar kiöfu. — En það er ólíku saman að jafna, að vinna innilokað- ur allan daginn í vondu lofti og að óhollri vinnu, eða vera að verki t. d. heyskap, úti undir beru lofti yfir há sumarið. Nei, þetta, um að stytta vinnutímann til sveita alment, er fánýtt hjal og gagnar ekki neitt. Svipað er og að segja um skemt- anirnar. — fegar eg athuga hvernig er ástatt hér austanfjalls í þessu efni, þá virðist mér vera — jafnvel meir en nóg — að minsta kosti nægilega mikið _um skemtanir. Og það er meir en vafasamt að nokkuðséunn- ið við að auka á þær. En svo eru það ungmennafélögin. — Þau eru að mörgu leyti vonar- stjarna mín, svo í þessu efni sem ýmsu öðru. Ef þeim er vel stjórnað og félagar þeirra skilja tilgang þess félagsskapar, þá hefi eg trú á, að þau geti haft töluverð áhiif í þá átt að festa unga fólkið í sveitunum. Þá hafa menn minst á það, að stofnun lýðháskóla nrundi stuðla að því að spekja fólkið. Það er völt von að treysta á það. Hitt er annað nrái, að gott væri og nauðsynlegt að fá upp hér austanfjalls myndarlegan unglingaskóla, er einnig mætti kaila lýðskóla. Veitti naumast af að sinn unglingaskólinn væri í hverri sýslu. En að fara að reisa dýran lýðllá skóla hér, er vart gerlegt, margra hluta vegna. Það er enginn akur fyrir slíkan skóla eins og nú stendur, og hæpið að hann mundi þrífast kostnaðarins vegna, þó eigi væri öðru til ab dreifa. En hvað á þá að gera til þess að halda fólkinu í sveitunum? Pað sem að mínu viti rnundi mestu orka í þessu efni, eru auknar og bœttar samgöngur og stofnun nýbýla eða grasbýla. Þrátt fyrir alt er ástandið víða þannig, að þeir er viija fara að eiga með sig sjálfir, geta hvergi fengið jarðnæði, og fata þarafleiðandi í burtu úr sveitinni. Hinsvegar er því ekki að leyna, að margir hafa stærri jarðir undir en þeir geta notað, og mörg jörðin er miður vel setin. Víða mætti því byggja mönnum af og skifta jörðum í tvíbýli eða tvær ábúðir. Auk þessa hagar sumstaðar svo til, að taka mætti upp hreint og beint nýbýli eða grasbýli. Sá grasbýlisbúskapur, sem hér er haldið fram og eg hefl áður lýst nokkuð gjör í „Frey“ 1912, er í raun og veru smábýlabúskapur. — Það er ekki tími til að þessu sinni að fara að skýra frá því, hvernig þessum búskap er háttað. En það vil eg benda á, að víða hér á landi er rekinn grasbýlabúskapur í raun og veru. Skal eg þar nefna Þykkvabæ inn í Rangárvallasýslu sem dæmi. Sama er og að segja um margar jarðirnar í neðanverðum Flóanum, í í Mýrdalnum, Svarfaðardalnum og víðar. En það, sem hér mun ef til vill stranda á, er þetta, að bændur vilja ekki minka við sig jarðnæðið Stefn- an er þvert á móti víða sú, að sam- eina jarðir í eitt, gera einbýli úr tví- býli 0. s. frv. En 'þetta hlýtur að breytast með bættum samgöngum og aukinni ræktun. V. Ræktuninni miðar hægt áfram, þvi er ver og miður. Þó er það víst, að fraratíð þessa lands og þessarar þjóðar byggist á því fyrst og fremst, að ræktaða landið sé aukið. Land- bunaðurinn er og verður framtíðau- atvinnuvegur þessa lands. Á honum byggist öll framtiðarvon þjóðarinnar. „Særinn er góður og síst má hann lasta“. — En svikuli er sjávaratli. Gott meðan góðu náir, og sjálfsagt er að hlynna að sjávarútveginum meðan hans nýtur. Landbúnaðurinn hefir ávalt verið talinn farsæll atvinnuvegur, og hann ætti eigi síður að verða það í fram- tíðinni. En til þess að það goti orðið þarf að gera langt um veigameiri gangskör að því að rækta og byggja landið en verið hoíir. fað þarf að j koma á fót áveitum þar sem það or I hægt. Það þarf að auka áburðinn og hirða hann betur en geri er. Það þarf í stuttu máli að ryðja landið og og rækta það svo, að á því geti lifað margfalt fleira fólk en nú á sér stað. Sanifma ræktuninni þarf að bæta samgöngurnar. Fað þarf^ að bæta þær bæði á sjó og landi. Áhrifamesta samgöngubótin á landi hlyti að verða járnbraut. Það er annars margt sem þarf að gera á j essu landi og kallar að. Sveitirnar mega ekki við því að unga fólkið fari í burtu undireins og það fer að geta gert eilthvert gagn. JÞað er öðru nær. „lðar djúpt í mold og móðu, magn og líf, sem hefja þarf“. segir skáldið. Petta líf og magn sem falið er í „mold og móðu“ eigum vér að hefja. En til þess að það megi verða, þarf fólkinu í sveitunum að fjölga og rækt- un landsins að aukast og margfald- ast. Og þá mun um leið, eins og skáldið kveður, „rísa brú til betri tíða, brú til vonarlanda frónskra lýða, brú til frelsis, brú til menta hæða, brú til mannfélagsins æðstu gæða.“ Endir. Kosningafróttir. í Eyjafjarðarsýslu: Hannes Hafstein ráðherra 382 atkv., Stefán Stefánsson 278, Jón Stefánsson ritstj. 189 > Kristján H. Benjamínsson 111. í Suður Þingeyjarsýslu: Pétur Jóns- son 202 atkv., Sig. Jónsson á Arnaf vatni 120. l?á er nú aðeins ófrétt um kosh" ingaúrslitin í 2 kjördæmum, Norðu1" Múlasýslu og Austur-Skaftafellsýsl»- Eftir þeim fregnum að dæma, e( Suðurlandi hafa borist úr þessuö5 kjördæmum, er sennilegast að Noi'ð’ mýlingar geri jöfnuð milli Saml>ands' ílokksins og Sjálfstæðismanna, verði þeir þar kosnir séra Einar Jófs son og Jón á Hvanná. En í Aust»r Skaftafellssýslu mun mega telja koS»‘ ingu Þorleifs vísa. Suðurland getur væntanlega í n0Ssl,!l blaði sýnt hvernig þessi spádóú11'1 þess rætist.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.