Suðurland


Suðurland - 11.07.1914, Qupperneq 1

Suðurland - 11.07.1914, Qupperneq 1
Jl w SUÐURLAND Alþýðublað og atvinnumála Y. árg. Eyrarbakka 11. júli 1914. Nr. 3. Suðurland kemur út einu sinni i viku, á laugardögum. Argangurinn kost- ar 3 krónur, erlendis 4 kr. Ritstj Jón Jónatansson á Asgautsstöðum. Innheimtutnaður Suðurlands er hér á Eyrarbakka: Marius Olafsson, verzlunarmaður ] ] við kaupfélagið „IN G Ó L FUR“ á Hájyri. — í Reykjavík: • Ólafur Gislason versl- ! unarmaður i Liverpool. • Auglýsingar sendist í pront- J smiðju Suðurlands, og kosta: J kr. 1,50 fyrir þuml. á fyrstu siðu, 5 en 1,25 á liinum. Cirífiur Cinarsson ytirdómslögmaöur Laugavcg 18 A (uppi) Reykjavík. Talsíml 433. Flytur mál fyrir undirrétti og yfirdómi. Annast kaup og.sölu fasteigna. Venju lega heima kl. 12—1 og 4—5 c. h. Ráðherraskiftin. Þá eru þau um garð gengin í þetta sinn ráðherraskiftin, og þar með ráð- in sú gáta sem mörgum mun orðið hafa umhugsunarefni nú upp á síð- kastið. Getið var þess til, svona manna á milli að þinginu mundi ekki takast sem greiðlegast að ráða fram úr þessu máli, mundi jafnvel alt lenda I rifrildi og vandræðum eins og 1911. En ekki heftr sú spá ræst sem bet- ur fór. Eftir því sem Suðurland hef- ir spurt var þotta mál ekki tekið t.il meðferðar fyr en á sunnudaginn var og þá afgreitt samstundis. Og úrslitin urðu þau sem getið var í fregnmiða Suðurlands á mánudaginn að Sigurður Eggerz þingmaður Vest- ur-Skaftfellinga varð fyrir valinu. Sagt er að 24 þingmenn standi bak við þessa tilnefningu. Misjafnir verða sjálfsagt eins og vant er dómarnir um það, hvernig þinginu hafi heppnast valið, og eftir dómunum þarf ekki lengi að bíða ef að vanda lætur. Fað hefir jafnan verið venja blað- anna hér, að taka hverjum nýjum ráðherra ýmist með hóflausum fögn uði, fagurgala og skjaili, eða þá með hörðustu árásum, getsökum og tor- tiyggni. Suðuiland vill hvorugum þessum sið fylgja, því þykir réttast að bíða reynslunnar og á henni mun það byggja sinn dóm. Sigurður Eggorz á stuttan stjórn- málafcril að baki sér, of stuttan til þess að af honum verði nokkuð l áðið. Ritstj. Suðurlands þekkir Sig. Eggerz að því, að vera sarnvinnugóðan mann, og einkar varidaðan og samviskusam- an, og þeir mannkostir ættu að hafa nokkurt verðgildi jafnvel á stjórn- málamarkaðinum. Um stefnu hins nýja ráðherra í mikilvægustu málunum er liggja fyr- ir þessu þingi, er Suðurlandi nokkuð kunnugt, og þó eigi til fulls, og ekki verður hún af þingfylginu ráðin, því hjá þinginu er enn ekki aunað að hafa um þessi mál, en óráðnar gátur. En væntanlega lýsir hinn nýji ráð herra stefnu sinni um leið og hann tekur við völdum. Alþingi. A þinginu er alt fremur kyrlátt enn sem komið er, að minnsta kosti á yfirborðinu. Fátt mála enn fram komið önnur en stjórnarfrumvörpin, en þau eru komin til nefnda og er þessara helst að geta: Stjórnarskrármálið N.d. Einar Arn- órsson, Skúli Thoroddsen, Bjarni Jóns son frá Vogi, Guðm. Hannesson, Pét- ur Jónsson, Stefán Stefánsson og Jón Magnússon. Kosningatög (um kosningu 6 hlut- fallskosina efrideildarþingmanna) Nd. Ben. Sveinsson, Pórarinn Benediktsson, Sig. Eggerz, Magnús Kristjánsson, Skúli Th., Jóh. Eyjólfsson, Matth. Ólafsson. Fjáraukalög N.d. Hjört.ur Snorrason, Sig. Sig., Jón á Hvanná, Björnilalls- son, Guðm. Eggerz, Eggert P.llsson og Pétur Jónsson. Breyting á siolingalögum E.d. Eir. Briem, Hákon, Karl Einarsson, Krist- inn Daníelsson og Sig. Stefánsson. Sjóvátryggingar E.d. Eir. Briem, Guðm. Björnsson, Karl Einarsson. Varnaþing i einkamálum E.d. Björn Porláksson, Jósef Björnsson, Steingr. Jónsson. Nefndakosningar hafa enn sem komlð er farið fram í efri deild ein3 og í fyrra með samkomulagi, hlut- fallskosning ekki við höfð. I neðri deild eru aftur allar nefndir kosnar hlutfallskosningu. Við nefnd- ar kosningu í stjórnarskrármálinu komu fram 3 listar. Listi Sjálfstæð- ismanna og utanflokksmanna er þeim fylgja, hlaut 12 atkv. listi Bænda- flokksins 8 atkv. og Sambandsfl. 5 atkv. Sést af þessu styrkur fiokk- anna i neðri deild. Fánamálið var rætt á miðvikudag- inn á þingmannafundi fyrir luktum dyrum. Daginn áður var þó málið tekið upp í neðri deild. Höfðu þá orðið hnippingar milli Skúia og ráð- herra H. H. vildi ráðherra ekki láta taka málið upp í deildinni fyr en að fundinum afloknum, en Skúli hafði sitt íram, og var kosin 7 manna nefnd í málið. Ekki mun þó enn fullráðið á hvern hátt málið verður afgreitt af þinginu. Bœndaflokkurinn á nú 12 menn á þingi, 3 bændur þingsins telja sig Peir kaupendur S U Ð U R LANDS. sem nærlendis búa og eiga óborgaða eldri árganga blaðs- ins, eru alvar- lega ámintir utn að greiða andvirði blaðsins nú á sumarkauptíðinni, til gjaldkerans Maríusar Ólafssonar, verzlunarmanns ílngólfiá Eyrarbakka. Hinir sem fjær búa og eiga ógreidd blaðgjöld, eru beðnir að senda þau í póst- ávísun sem allra fyrst, til sama. UMXXXMUUnU**UXUU**XMU***U*U ekki til flokksins, þessir eru: Jón á Hvanná, Hákon, og Hjörtur Snorra- son. Meðallandsáveitan. Eftir Kocfocd Hanscn. í „Suðurlandi" 30. maí 94. tbl. er grein ein um Meðallandsáveituna. Höfundurinn er mjög óánægður með það sem geit hefir verið. Ekki finnst mér nú vera ástæða fyrir mig að líta hornauga til hans fyrir það, því ég er, því miður, ekki ánægður með þetta verk sjálfur. Þegar ég var búinn að ljúka við það, þá sá ég fyrst hvernig liefði átt að framkvæma það, og skal hér í stuttu máli gera grein fyrir því, hvern- ig á þessu stendur. Þegar óg kom til Víkur vorið 1912 á leið til Meðallands, þá sögðu mér menn þar, að best væri að flytja efn- ið til Langholts á Meðallandi og það- an að Ásakvíslum, og bentu líka á, að ábúendur þar væru best kunnugir að því leyti er snertir vötnin á Tanga, þar sem vatnið skiftist og rennur að nokkru í Kúðafljót, en að nokkru í Hálsavatn. Petta var nú rangt, því að bændur á Ásum og Leiðvöllum vissu betur grein á því, og frá þeim bæjum er miklu styttra að Tanga en frá Langholti. 1909 hafði eg gort rannsóknir fram með Hálsavatni að Tanga, og full- yrtu þeir sem með mér voru, að vatnið í Hálsavatni færi alt að Meðal- landssandi. 1912 tókst ég á hendur sönni ferð og var þá samferða manni frá Langholti, syni bóndans þar. Hann fullyrti líka að alt vatnið í Hálsavatni færi að Meðallandssaudi. Par som það var mjög áríðandi fyrir mig að vita þetta með vissu, íannsakaði ég alt hraunið er liggur fyrir austan og suðaustan þann stað, þar sem Hálsa- vatn hverfur i hraunið, en gat ekki komist að annari niðurstöðu, en að hinir ofan greindu menn hefðu skýrt mór rótt frá stefnu vatnsins. Þegar eg var búin að stiila í Ása- kvíslunum óx vatnið í flóðgáttiuni og Hálsavatni svo mikið, að ég þorði ekki að stífla alla leið til stóru eyj« unnar er liggur í Ásakvíslunum, en lót tvær kvíslar við hana vera opn- ar. Ég bjóst þá við að nú myndi mikið vatn vera komið í vatnsfarveg inn á Meðallandssandinum, svo kall- aðann Skurðlæk. En þegar ég kom þangað, sá ég að hann var alveg eins og áður. Sannleikurinn er sem sé þessi, að ekki Hálsavatn, heldur aðeins ofur- lítil kvísl úr þvi, er kallast Gráakvía- vatn, heftr framiás að Skurðlæk og Meðallandssandi. Milli þeirra staða, þar sem Hálsavatn og Gróukvíavatn hverfa í hraunið er ekki nema um 200 metrar, svo engin furða er þó menu hafi ávalt verið á þeirri skoð- un að alt vatnið hefði framrás á Meðallandssandi. Ef mér hefði verið kunnugt um þetta fyrirfram, Þá hefði átt að fram- kvæma vinnuna á annan hátt, en gert hefir verið. Það hefði átt ab gera vatnsfarveg- inn í Gráakvíavatn dýpri og breiðari alla leið, þaðan frá, sem vatnið hverf- ur í hraunið og til Hálsavatns, og að byggja sterkan stiflugarð þar. Síðan hefði ekki verið nauðsyn á að stífla í Asakvíslarnar því í Hálsavatni er nóg vatn til áveitunnar. Þá hefði verið mögulegt að leggja flóðgáttina í dýpstu lautina í Hálsavatni, og að láta þetta renna eins og áður, en þetta var ekki gerandi, þegar um það var að ræða að stífla í Asakvíslun- um, því þá myndi flóðgáttin sand- verpast algerlega þann tíma ársins sem hún er lokuð, þar sem hún þá kæmi að liggja fram með straumn- um. 1909 kom eg til Meðaliands í apríl menn fullyrtu þá við mig, að vatnið 1 Asakvíslunum væri með minnsta , móti, en þá var djúpt vatn í þeirri kvísl þar sem flóðgáttin nú liggur. Sama ár kom ég aftur þangað í á- gúst, til þess að gera þar hallamæl- ingar, og var vatnshæðin hin sama sem í april. Eg lét þá uppi þá skoð- un að vatnshæðin við Tanga mundi venjulega breytast mjög lítið, og þeir sem með mér voru játuðu að svo væri.

x

Suðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.