Suðurland - 29.08.1914, Blaðsíða 1

Suðurland - 29.08.1914, Blaðsíða 1
SUÐURLAND Alþýðublað og atvinnumála V. árg. Eyrarbakka 29. ágúst 1914. Nr. 9. Ófriðurinn. Fréttii' af ófriðinura hefir Suðurland flutt til 13. þ. m. Daglega koma fregnir af þeim sorglega hildarleik og verður af þeim skeytum að eins ráðið að mönnum er slátrað eins og fé, og barist af beggja hálfu af miklum móð og harðfengi og má ekki á milli sjá. Landamæri Þýskalands og Frakklands eru eitt eldhaf frá Sviss yfir Belgiu til Hollands. Fegar barist er á svo löngu svæði gefur að skilja að einum vegnar betur á þessum stað, en verður að láta undan síga annar- staðar. Þjóðverjar eru eftir nýjustu fregnum komnir inn fyrir landamæri Frakklands hjá borginni Nancy, er það óvíggirt borg. Má nærri geta hver afdrif hennar verða. Frakkar eru aftur á móti innanvert við landamærin í Elsass og hafa tekið þar fleiri borgir og vígi. Þjóðverjar sækja harðast fram í' Belgíu og hafa nú tekið borgirnar Luttich, Brussel og Namur herskildi og krefjast 250 miljóna til lausnar borgunum af Belgjum. Þó kváðu vígin umhverfis borgirnar Lftttich og Namur ótekin enn. S. d. 5 skip springa fyrir utan Tyne. S. d. Bretar skjóta í kaf hið stóra Þýska milliferðaskip „Kaiser Wilhelm der Grosse“ við Afrikustrendur. Japanar hafa sagt P’jóðverjurn stríð á hendur og skipað þeim rheim með öll sín skip austan að og þegar byrjað að skjóta á Tsingtan hafnarbæ í nýlendu Þjóðverja í Kína. Fýski Krónprinsinn liggur særður í sjúkrahúsi í Arx la Chapella. Franz Jósep Austurríkiskeisari liggur fárveikur. Pius páfi X. andaðis 21. þ. m., svo nU er höfuðlaus her í þeim herbUðum. Skömmu áður en hann dó sendi hann Vilhjálmi Þýskalands- keisara skjal mikið, þar sem hann mótmælti harðlega að árásir séu gerðar á hlutlaus ríki. Yfirforingi breska hersins, Sir John Fruns er kominn til Paris og er tekið með miklum fögnuði. Frakkar hafa lánað Belgjum 10 milljónír £. 28. ágúst. Bretar kalla heim herlið sitt frá Indlandi. Flotalið Fjóðverja við Helgoland gerði árás á einhvern hluta breska flotans í gær. Bretar söktu tveim beitiskipum og 2 tundurspillum fyrir Fjóðverjum, en mistu ekkert af sínum skipum og voru þau eftir atvikum lítið skemd. Vörn Belgja og hugprýði er hvervetna mjög rómuð, og þó þeir hafi verið ofurliði bornir, hefir frumhlaup Fjóðverja orðið þeim að miklum mun a^iaicv oii pa heflr öraÖ fyrir i upphafl óíriðarins. Pegar þeir fótum tróðu viðurkent hlutleysi þeirra og óðu inn á Belgi eins og grimmir hundar, hafa þeir ekki búist við jafn skörpu viðnámi frá þeirra hendi. Nú hafa Englend* ingar sett lið á land í Belgíu og áttu vopnaviðskifti við Þjóðverja 25. þ. m. við Mons og héldu velli. Frakkar eru og komnir með mikið lið til hjálpar Þingið í sumar. Afrekin. Belgjum. Pjóðverjar eiga í fieiri horn að líta. A austur landamærin drepur Rússinn ekki einungis á dyr heldur býður sjálfum sér inn, veður inn á Austur Prússiand og fer heldur snúðugt. Þar er lið Þjóðverja að miklum mun þunnskipaðra. Lítur út fyrir að Pjóðverjar hafl í snarkasti ætlað að brenna alt og bræla, fyrst að vestan og geyma sér Rússann þangað til á eftir, og hafa þeim megin aðeins myndarlegt varnarlið og treyst á her Austurríkismanna, sem virðist eiga fult í fangi með Serba, svo nú virðist fremur sókn en vörn af Serba hendi, enda eru Svartfellingar gengnir í lið með Serbum. Síðustu fregnir segja Rússaher kominn að Weichelfljóti og sestan um Kóningsberg, sem er ramgirtur kastalabær við Eystrasalt. Meiga nú Rjóðverjar gæta sín að láta ekki Rússan bita af sér limi, þeir kváðu lystug- ir vera og meltingaríærin i góðu standi. Niculaus stórfursti stýrir liði Rússa. Ýmislegt af ófriðnum. Frakkar hafa eyðilagt flota Austurríkis í Adriahafi. Bretar hafa tekið 600 togara til að slæða upp tundurdufi Rjóðverja, sem morra í hálfu kafi viðsvega í Norðursjónum og orðið hafa fjölda skipa, ýmsra þjóða að grandi. Hið sameinaða gufuskipafélag misti nýlega tvö af sínum stærri skip- um Maryland og Broberg. 27. þ. m. mistu Norðmenn eitt, skip. Sama dag. „Skúli fógeti" togari Alliance félagsins í Reykjavík var öýbúinn að selja afla sinn í Englandi fyrir 747 £ hélt heimleiðis í fyrradag °8 sprakk úti fyrir New Castle. 4 hásetar drukknuðu, hinir komust af (3 Þeirra meiddir). Eins og vikið var á í síðasta blaði voru mál þau er þingið í sumar af- greiddi flest snrávægileg en ekki skorti málafjöldann, heldur en vant er. Stjórnin lagði 15 frumvörp fyrir þingið. En þingmenn bættu ríflega við. Urðu þingmannaftumvórpin 70 talsins og má það álitlegt heita á einu aukaþíngi. Flest voru frumvörp þessi lítisverð, og hefðu gjarnan mátt biða. Og undarlegur siður er það að fleygja inn á aukaþing sem átti að eiga og gat átt skamma setu, öllum þessum frumvarpagrúa. Yitanlegt að ekki yrði afgreidd sæmilega. En þessi frumvarpaflutuingssótt þing- manna sumra virðist með öllu ólækn andi. Af þessum 85 frumvörpum sem fyrir þinginu lágu hafa 44 orðið að lögum. 11 hafa verið tekin aftur. 22 feld og 8 ekki útrædd. Þingsályktunartillögur hafa verið samþykktar 22 og afgreiddar til ráð herra. Eru sumar þeirra þaríar, eða að minnsta kosti „gerðar í góðri meiningu". En litill árangur hefir oft orðið af slikum tillögum, enda hefir þingið þá stundum gengið lin» lega eftir; og sumar tillögurnar hafa verið gleymdar á næsta þingi eftir að þær voru samþykktar. Rá hafa verið samþykktar 7 þings- ályktunartillögur, sem eicki hafa ver- ið afgreiddar til stjórnaniinar. — Petta eru nú afrekin rð vöxtunum, þegar litið er á málafjeldann, og skiftir það minnstu í sjálfu sér, það er innihaldið sem alt yeltur á. Suð- urland hefir áður minnst á nokkur frumvörp, og mun smásaman geta þeirra laga er því þykir þess verð, en ekki þykir því taka að leita að hverju smástrái í þessu þingmoði. — Aðalmál þessa þings stjórnarskrár- málið nrun ekki hafa eytt miklu af tíma þingsins, enda mun það hafa verið trygt. þegar í þingbyrjun að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt enda var svo gert, og um fyrirvar- ann var ekki lengi deilt. Stjórnarskrár og fánamál hafa þó á þinginu fengið skaplega afgreiðslu, og sem reyndar hefði getað fengist á skemmri tíma. Aðgerðir þingsins út af ófriðnum nrunu „eftir atvikum" mega teljast viðunandi. — Sumum finnst altaf ástæða til að skamma þingið fyrir allar gerðir þess í heild sinni, og mun þeim sem þess- um sið fylgja finnast fátt um þingið i sumar. Og ekki er því að neita að sitthvað hefir gerst á þingi þessu sem ástæða er til að víta, telst þar til fyrst og fremst meðferð þingsins á fjáraukalögunum. Á hinn bóginn heflr þar ýmislegt komið fram er í rétta átt stefnir, og til umbóta, verð- ur reikningurinn varla gerður upp í fljótu bragði, mun Suðurland gera það svona smámsaman eftir því sem því vinnst tími til. Landsi mastöðvar nýjar eru opn- aðar í Holti uudir Eyjayöllum og í Vík í Mýrdal.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.