Suðurland - 29.08.1914, Blaðsíða 4
34
SUÐURLAND
Kaupfélagið Ingólíur.
(xjörir hunnngt: Að það hættir allri lánaverslun á Háoyri á
Eyrarbakka frá og með í dag og verður þar framvegis seldar vörur aðeins
gegn borgun út i hönd, en ekki lánaðar út. — Vörur gegn borgun út í
hönd mun félagið selja svo ódýrt, sem unt er.
Kaupfélagið Ingólfur.
Vegna breytingar þeirra á versluninni (sbr. ofangr. augl. frá kaup-
félaginu Ingólfurj, er hér með skorað á alla þá sem skulda versiuninni hór
á Háeyri að hafa borgað f. árs skuldir sínar fyrir 1. sept. næstkomandi og
þessa árs skuldir fyrir 15. okt. næstkomandi.
Eyrarbakka 1. ágúst 1914.
c3ófi. ÍDanielsson^
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
kostnaðinn við skoðunina. Ef vagn-
inn samkvæmt skoðuninni fullnægir
ákvæðum þessara laga og þeirra
reglugerða, sem settar verða sam-
kvæmt þeim, skal lögreglustjóri
skrásetja vagninn og afhenda eiganda
merki, sem setjaskal aftaná vagninn og
ekki má taka af honum meðan hann
er notaður. Verði eigandaskifti að
bifreið, skal bæði hinn fyrri og hinn
nýi eigandi tafariaust tilkynna það
lögreglustjóra. Flytji bifreiðareigandi
úr einu lögsagnarumdæmi í annað,
skal hann senda tilkyningu um flutn-
inginn tii lögreglustjóra beggja um-
dæmanna, og skal þá lögreglan taka
ákvörðun um, hvort breyta þurfi
merki vagns hans.
Lögreglustjóri getur, hvenær sem
ástæða er til, látið fara fram nýja
skoðun á bifreið, og komi það þá í
ljós, að hún fullnægi ekki lengur
ákvæðum laga og reglugerða, getur
hann bannað notkun bifreiðarinnar,
og tekið merkið af henni.
5. gr.
Enginn má stýra bifreið nema hann
sé fullra 18 ára að aldri, og hafi
ökuskírteini frá lögreglustjóra, sem
heimilar honum að stýra bifreið.
Til þess að öðlast slíkt ökuskírteini,
verður htutaðeigandi að sýna vottorð
frá lækni um að hann hafi fulla sjón
og vottorð tveggja valinkunnra
manna um að hann só áreiðanlegur
og samviskusamur. Enn fremur veið-
ur hann að standast próf, samkvæmt
; kvæðum, er stjórnarráðið setur með
reglugerð; þó má í þeirri reglugerð
ákveða að sá þurfi ekki að taka próf,
sem hefur skírteini frá erlendum
stjórnarvöldum.
Lögreglustjóri getur svift hvern
þann ökuskírteini um tiltekinn tímaeða
fyrir fult og alt, sem er dæmdur í
refsingu fyrir brot á lögum þessum
eða reglugerðum þeim, sem settar
verða samkvæmt þeim, og sömuieiðis
hvern þann, sem álitið er að hafi
ekki lengur þá eiginleika, er útheimtist
til þess að fá ökuskírteini,
6. gr.
Ökuhraðann skal ávalt temprasvo
að komist verði hjá slysum og ekki
sé trufluð umferð.
í kaupstöðum, kauptúnum og
ámóta þéttbýli má ökuhraðinn aldrei
vera meiri en 15 km. á klukkustund,
nema stjórnarráðið leyfi meiri hraða
cftir tillögum hlutaðeigandi bæjar- eða
sveitarstjórnar. Utan þessara staða
má hraðinn vera meiri, ef næg útsýn
ei yfir veginn og ökumaður samt sem
áður getur fullnægt öllum skyldum
sinum, þó aldrei meiri en 35 km, á
klukkustund. í dimmu má hraðinn
aldrei vera meiri en 15 km, á klukku-
stund.
Þar sem ökumaður sér ekki langt
fiam á veginn, í kröppum bugum við
vegamót eða gatnamót, þar sem
vogurinn er sieipur og þar sem
mikil umferð er, má ekki aka hrað
ara en svo, að stöðva megi
vagninn þegar í stað. Sé for á veg-
inum, skal aka svo gætilega, að ekki
slettist á aðra vegfarendur.
7. gr.
Ef bifreið mætir vegfarendum, skal
luin halda sér vinstra megin á veg-
inum. Bifreiðin skal þegar nema,
staðar, ef sá sem hún mætir gefur
merki, eða ökumaður sér að hestur
hræðist eða verður órór, og skal hann
gera það sem í hans valdi stendur
til þess að hestarnir komist fram hjá
bifreiðinni án þess að fælast. Sömu
varúðar skal bifreiðarstjóri gæta, er
hann vill fara framfyrir vegfarendur,
sem eru á undan honum, en þá skal
bifreiðin vera hægra megin á vegin-
um. Hins vegar skulu vegfarendur
jafn&'fi1 víkja úr vegi fyrir bifreiðum
sem öðrum vögnum, og aldrei tefja
för þeirra að óþörfu.
Ef bifreið mætir vögnum eða veg
farendum á þeim stað þar sem veg-
urinn er svo mjór, að ekki komast
hvorir fram hjá öðrum, skal bifreiðin
aka til baka og nema staðar þar sem
hinir komast fram hjá henni.
8. gr.
Ökumaður bifreiðar skal gefa merki
með horni sínu í tæka tíð, þegar hoett
er við árekstri. Hann skal þegar í
stað hætta að gefa hljóðmerki ef hest-
ar hræðast eða verða óróir, og ekki
má hann gefa hljóðmerki um leið og
bifreiðin fer fram hjá hestum á veg-
inum.
9. gr.
Ef slys vill til, sem stafar af eða
stendur í sambandi við notkun bif-
reiðar, skal ökumaður þegar nema
staðar, skýra frá nafni sínu og heim-
ilisfangi ef kraflst er, og hjálpa þeim
er slasast heflr ef þörf gerist.
10. gr.
Óski útlendingur að nota ura stutt-
an tíma bifreið, sem hann hefir með
sér frá útlöndum, getur lögreglustjóri
i því lögsagnarumdæmi, þar sem hann
fyrst vill nota vagninn, veitt honum
tímabundið leyfi til þess að nota bif-
reiðina, þó ekki lengur en 3 mánuði
með skylyrðum þeim, er þurfa þybir
til þess að ná tilgangi þessara laga.
Leyfi þetta getur lögreglustjórinn í
hverju því lögsagnarumdæmi, sem
bifreiðin er notuð í, afturkallað ef
honum þykir ástæða til.
11. gr.
Tvíhjóla bifreiðar og þær þríhjóla,
sem ætlaðar eru einura manni þurfa
ekki að hafa nema einn sterkan hem-
il og eitt skært ljós í dimmu (sbr.
3. gr.).
12. gr.
Brot gegn lögura þessum og gegn
reglugerðum þeim, er samkvæmt þeim
verða settar, varða sektum frá 10 til
500 kr., nema Þyngri hegning liggi
við eftir öðrum lögum.
13. gr.
Hijótist. slys eða tjón af notkun
bifreif?r, annað hvort beinlínis af
akstri hennar, eða af því að hestur
vegfaranda fælist, eða á annan svip-
aðan hátt, er sá, sem ber ábyrgð á
bifreiðinni skaðabótaskyldur, nemasá
sem fyrir slysinu eða tjóninu varð,
eða einhver þriðji maður, hafi orðið
valdur að slysinu eða tjóninu af á-
settu ráði eða með vítaverðri óvark-
árni, eða uppvíst verður að slysið
hlaut að vilja til, þrátt fyrir þá að-
gæslu og varkárni, sem ökumanni er
skylt að gæta.
Framanskráð regla gildir þó ekki
um slys eða tjón á fólki eða varn-
ingi, sem bifreiðin flytur, nema ræða
sé um bifreið, sem er til afnota fyr-
ir almenning gegn borgun. Að öðru
leyti fer um skaðabótaskyldu fyrir
slík slys eða tjón eftir aimennum
reglum.
14. gr.
Eigandi bifreiðar ber ábyrgð á henni
og er skaðabótaskyldur samkvæmt 13.
gr. Noti maður bifreið annars manns
í heimildarleysi færist skaðabóta-
skylda eigandans yflr á notandann.
15. gr.
Með framangreindum ákvæðum um
skaðabótaskyldu er ekki skertur neinn
sá réttur til skaðabóta, sem leiðir af
almennum reglum.
MOSS OLÍUFATNAÐUR
er bestur. Gætið vel að merkið
MOSS
standi á olíufatnaði yðar.
Hvassviðri
mikið á austan var hér á aðfaranótt
fimtudagsins. Vélarbátur nýr sem lá
í Forlákshöfn og Forleifur kaupm.
Guðmundsson átti, sökk og brotnaði
svo að aftan að vélin fór úr honum.
Far sleit og upp uppskipunarskip frá
Einarshafnarverslun.
Vélarbát sleit upp hér á Eyrarbakka
og lenti hann á skeri, brotnaði þó
ekki til muna.
MOSS OLlUFATNAÐUR.
Margra ára reynsla heflr sýnt og
sannað að olíufatnaðurinn frá Moss
er ósvikinn.
Kaupið því hann.
Á víð og dreif.
Heyannir ganga yflrleitt vel um
land alt, grasvöxtur sæmilegur viðast
hvar, og þurkleysi hvergi til baga
að mun enn þá. En nú eru margir
hér hræddir við Höfuðdaginn.
Alii. Góðflski á Vestfjörðum og
Austfjörðum. Síldarafli góður nyðra
og sömuleiðis á fsafirði.
Skilnaðarsamsflpti var ráðherra
Sigurði Eggerz haldið í Vík í Mýr-
dal 17. þ. m. um ieið og hann af-
henti sýsluna.
Kauður licstur 6 vetra, mikið tagl
°g fax. Járnaður með siitnum
skaflaskeifum, mark stýft hægra tap-
aðist frá Ingólfsfjalli fyrir austan
vegamótin á laugardaginn var. Sá
er hitta kynní hest þennan skili
honum að Tryggvaskála eða Arbæ í
Ölfusi.
(Jrár foli. í júní mánuði þ. á.
tapaðist frá Stóra-Hofi dökkgrár foli
5 ára, ójárnaður og mig minnir
marklaus, vetrarafrakaður með síðu
en heldur þunnu tagli. Foli þessi
var keyptur í fyrra sumar frá Breiða-
bólsstöðum í Austur Skaftafellssýslu.
Hver sem kynni að verða var við
þennan fola er vinsamlega beðinn að
gera mér aðvart.
Stóra-Hofi í ágúst 1914.
Guðm. Þorbjarnarson.
2 stofur, helst við veginn á Eyr-
arbakka óskast til leigu. Uppl. í
prentsmiðju Suðurlands.
I vö reiðpíls fundin á Flóavegin-
um. Vitja má að Langholti í Flóa.
Ung kýr, góð og af ágætu kyni,
miðsvetrarbær, fæst til kaups á Efri-
Gegnishólum.
Tapast hefir frá Nesi í Selvogi blá-
grá hryssa, járnuð á framfótum, klár-
geng, vetrarafrökuð. Man ekki mark.
Sá er kynni að verða var við hryssu
þessa er beðinn að gera aðvart Guðm.
Jónssyni í Heklu eða undirrituðum.
Páll Grímsson, Nesi.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Jó i Jónata nsson.
Prentsmiðja Suðurlands