Suðurland - 29.08.1914, Blaðsíða 3
SUÐURLAND
31
kveðnari svör hefði ráðherraátt að geta
flutt' þinginu um stjórnarskrár og
fánamái.
Um það sem ráðherra minnist á
að fyrir sór vaki að gera hlé á sam
bandsþrefinu og leggja alla alúð við
inqanlandsmálin, er Suðurl. honum
samfríála. Því þykir og gott, að
heyra að hann viil vinna að eflingu
landbúnaðarins og aukinni ræktnn
landsins, o. fl. En nú er eftir að
vita á hvern hátt þetta megi best
takast.
Annars er það sameiginleg synd
fyrir stjórnir og þingflokka hér, að á
hinum svokölluðu stefnuskrám þeirra
er nauða litið að græða. Flokkarnir
skamma hver annan fyrir stefnuleysi
gefa út stefnuskrár, sem aldrei stend-
ur neitt í, eða iítið annað en það
sem haldið er að best gangi í fólkið.
Og í þessu er svo meinlega jafnt á
komið stundum að enginn þarf neitt
öðrum að lá.
Hver stefnuskrá gamalla þingflokka
eða reyndrar stjórnar er á pappírn-
um, gerir reyndar minnst til. Stefnu-
skráin er þá rituð í bók reynslunnar
Öðru máli er að gegna fyrir þá sem
litla fortið eiga i stjórnmálum. Þar
býst maður altaf við einhverju til að
byrja með.
Og Suðurland vill ekki dyljast þess
að því þykir ráðherrann nýji helst til
sagnafár í þessari stefnuskrár ræðu
sinni. Pó er ekki um það að sakast
ef honum er það í hug sem ekki er
ólíklegt, að hafa sem fæst orð, en
láta því meir til sin taka í verki.
--------------
Ilarðindin og þingið.
Sjáifsagt rætist fljótlega úr aftur
hjá flestum er tjón biðu af harðind-
unum í vor ef heyskapurinn gengur
vel í sumar. En enn þá er það ekki
fullreynt. Það var því eins og Sl.
benti á í vor, ástæða til þess að
þingið hefði einhvern viðbúnað til að
draga úr afleiðingum fellisins í vor.
Lítið heflr samt orðið um afskifti
þingsins af þessu máli, — þau ein að
Sig. Stef. þakkaði guði fyrir harðind-
'n, og svo að samþ. var í neðri deild
þessi tillaga frá Birni Kristjánssyni,
Sig. Gunnarssyni og Hirti Snorrasyni.
„Neðri deild alþingis ályktar að
skora á stjórnina að sjá um, ef hún
sér fært, að varið só alt að 50 þús.
kr. af láni því, sem henni er heimil-
að að taka með lögum l.ágústl914
til þess, eftir óskum einstakra hreppa
eða sýslufólaga, eða með öðru hand-
bæru fék að bæta með hagfeldum
lánveitingum úr tilfinnanlegasta f.jón-
inu, sem hlutaðeigandi hreppar eða
sýslufélög hafa orðið fyrir á síðast-
liðnu vori".
Eitthvað örlítið gagn getur að þessu
orðið — tillögunni, en þakkargjörð-
inni — ja hver veit?
Kárl var spurður frétta af þinginu.
Hann svaraði:
Mest um héra hjalaf var
„humbug" flutti kerlingar
milli deilda; en dáðli lar
drógu ýsur kempurnur.
Listamaður.
Eyjólfur Jónsson.
Við vorum þarna í skjóli og skugga
nálægt Skógafossi. Alt í einu sáum
við að maður kom hlaupandi norður
með ánni. Og við hóldum að hann
ætlaði rakleitt inn i fossinn. En
vatnsreykur fossins hindraði hann.
Hann st.aðnæmdist, og auðsjáanlega
stóð hann hugfanginn og starði á
fossinn. Og er hann hafði staðið
þarna stundarkorn, dróg hann sig til
baka, leit oft við til fossins, en stað-
næmdist brátt, tók upp spjald og
hélt fyrir framan sig. Og við þótt-
umst sjá að maðurinn var að mála.
Og er hann, að því er okkur virtist
var búinn að því, snéri hann til baka
hljóp syngjandi — mér heyrðist Eld-
gamla ísafold, — leit við og við til
baka, uns hann var horfinn fyrir nef-
ið. Þá yfirgaf ég félaga minn; hann
fór heim til sín, en ég hafði allan
hug á því að vita hver sá náungi
var, sem starði á fossinn. Ég fór
því sömu leið og hann, og óg fékk að
vita að maður þessi var Eyjólfur
Jónsson frá Reykjavik, ættaður und-
an Eyjafjöllum. Eg hafði aldrei séð
hann, enda hafði hann verið hingað
og þangað með móður sinni umkomu-
lausri. Nú var mér sagt að hann
hefði verið að mála fossinn og af
tilviljun fékk ég að sjá myndina. Og
þarna var Skógafoss, sannur Skóga-
foss. Þar var ekkert of eða van.
Og maðurinn sem ekki hafði séð
Skógafoss fyr, haíði orðið algjörlega
hrifinn af fegurð hans og fullyrt að
enginn foss í heirni gæti verið fegri.
Svo fékk óg að sjá fleiri myndir,
sem Eyjólfur þessi hafði málað í
þessari Eyjafjallaferð sinni t. d. mynd
af Holtsnúpi, Miðskálagili, Ysta-Skála
þar sem Sveinbjörn Jónsson býr, ír-
árfossi o. fl. og allar voru þær sann-
ar og sýndu hlutina nákvæmlega eins
og þeir eru.
Og þess ei eg fullviss að þar bæt-
ist í listamannahópinn okkar góður
listamaður þar sem Eyjólfur er. Hans
hefir lítið verið getið til þessa, en
hann á svo mikið af sannri list í
fórum sínum, að hann hlýtur að eiga
eftir að vekja athygli á sér og vinna
sér frægð.
Eyfellingur.
Matvörukaup stjórnarinnar.
Landsstjórnin hefir tekið skip á
leigu og sent til New York til korn-
vöru kaupa. Þeir Johnson & Kaaber
annast um innkaupin. Skipið sem
förina fer er norskt „Hermod". Sagt
er að það sé í ráði að skip þetta fari
tvívegis og mun eigi af veita eftir
því sem horfurnar eru nú. —
Kornvörubirgðir verslananna eru
sárlitlar eða engar hér á Suður- og
Yesturlandi. Betri norðanlands og á
austfjörðum.
Þetta er því þörf ráðstöfun. —
En hvernig á svo að selja þessa
vöru sem landsstjórnin lætur flytja
hingað? Ætlar stjórnin að selja
kaupmönnum ? Það væri óþörf króka-
leið. Um þetta hefir ekkert heyrst.
En sennilega geta s\’eita og sýslufé-
lög á t kost á að kaupa af landsstj.
án þess að nota þurfi milligöngu
kaupmanna. Yæri að minsta kosti
rétt að þetta yaði gert vitanlegt í
tíma. Á þessu ætti reyndar enginn
vafi að vera. Því innkaup þessi eru
gerð fyrir almenning on ekki einstaka
menn. a.
Flug yfír Norðursjóinn.
Yfir Norðursjóinn frá Englandi til
Noregs fór Norðmaðurinn Trygve
Gran 31. f. m. Er þetta fyrsta flug
yfir Norðursjóinn, og þykir Norð-
mönnum mikil fremd að þessa.xi för
Grans.
Vegalengdin yfir Norðursjóin er
um 500 km. Trygve Gran lagði
upp frá Grinden Bay við Aberdeen
kl. 1,10 og lenti á Jaðrinum kl. 6,20.
Hafði hanu þá farið 503 km. á 5
klukkst. og 10 mín.
Undarlegt en þó satt.
Ég var að lesa grein eftir Guðm.
Hjaltason um fyrirlestrafeið hans á
Norðurlandi, og rak ég mig þar á
þetta, þar sem hann er að tala um
áhuga ungmennafélags í Húnavatns-
sýslu er fjölmenti á fyrirlest.ra hans í
ófæru veðri:
„Höskuldsstaðafólkið sýndi glögt
hvað góður áhugi dr6gur þó torfært
sé. Hið gagnstæða þekki ég líka dá-
lítið, og engu síður í góðviðrum góð
sveitanna, en í illviðrum útkjálkanna.
Já mér hefir virst andlegi áhuginn
oft vera langmestur í harðbalasveit-
unum, bæði utanlands og innan. í
göðsveitunum eru oft andleysisblettir
líkt og brunaskellur undan óhófsáburði
í túnum kringum bœi*u.
* Leturbreyting blaðhins.
—-------------
Mannalát.
t torfinnur Þórarinsson bóndi
á Spóastöðum í Biskupstungum er
nýlátinn úr lungnabólgu. Hann var
rétt þrítugur að aldri, myndarbóndi
mikill, og atgerfismaður um margt.
er að honum mikill mannskaði. Verð-
ur hans nánar minnst í næsta blaði.
Úr heimahögum.
Eyrarbakkalæknlsliórað er veitt
Gísla Péturssyni lækni á Húsavík.
Er með þessu sýnt og sannað hve
mikils veitingarvaldið metur vilja og
óskir almennings. — Og almenningur
þakkar náttúrlega í auqjýkt hjarta
síns.
Yeðráttau undanfarið hefir verið
hin besta, stöðug blíðviðri, daufurerþó
þerririnn en vandræðalítið þó alt með
heyþurk þangað til þessa. siðustu viku.
Smjörsala. Hróarsliek j arsmj ö rbú
hefir nýlega fengið k ■. 1,40 fyrir
smjör pd. í smjörsendir gu þeirri er
seld var síðast frá þvi bi i. Zöllaer
seldi.
Yeiklndl. Kvillasai it tjl muna
hefir verið hér eyst'a í sumar.
Lungnabólga stingur str niður ekki
óvíða. Barnaveiki, Kíghósti, Tauga-
veiki o. fl.
Flóaáveitan. Mælingin fyrir á-
veitunni mun nú vera all langt kom-
in áleiðis. Eru þeir mælingamenn
nú hér í grend við Eyrarbakka og
Stokkseyri.
1 Miklavatnsmj'ri er sagður á-
gætur grasvöxtur nú, eins og vænta
mátti úr því nægilegt vatn náðist í
þetta sinn.
------oo-o------
Lög frá alþingi.
Undir þessari fyrirsögn mun SI.
geta þeirra af lögunum frá þinginu í
sumar er það finnur ástæðu til.
Verða þau lög birt í heild sinni er
almenningi er mest nauðsyn á að
þekkja en hinna aðeins getið lauslega.
Lög
um notkun bifreiða.
1. gr.
Bifreið nefnist í lögum þessum
hver sá vagn, sem er knúinn áfram
með aflvél í vagninum sjálfum, og
ætlaður til að flytja fólk eða varmng.
Lögin ná ekki til vagna, sem renna
á spori, eða eru notaðir eingöngu af
slökkviliði.
2. gr.
Stjórnarráðið getur, eftir að hafa
leitað álits hlutaðeigandi sýslunefndar
eða bæjarstjórna, takmarkað eða
bannað umferð bifreiða á vegum
öða vegaköflum með öllu, eðaum til-
tekin tíma, ef slík umferð álist
hættuleg eða til sérlegra óþæginda
fyrir aðra umferð.
3. gr.
Bifreiðar skulu svo gerðar, að þær
geti farið eftir kröppum bugðum og
auðvelt sé að snúa þeim. Sé bifreið
þingri en 350 kg. skal vélin
geta kmxið hana aptur á bak
sem áfram. Ekki má nota breiðari
bifreiðar en svo að mesta breidd
utanmáls sé 1,75 metrar; þó getur
stjórnaráðið veitt undanþáu frá þessu
að því er sérstaka vegakafla snerl ir
A hverri bifreið skulu vera:
1. tvennir hemlar svo sterkir, að
með hvorum þeirra rnegi stöðva
vagninn innan tveggja vagnlengda, þó
hann renni með fullum hraða (35
km.) og umbúnaður, sem varni
því, vagninn geti runnið forbrekkis,
ef annarhvor hemillinn orkar ekki.
2. horn til þess að gefa með
hljóðmerki.
3. Ennfremur þegar dimt er:
a. tvö tendruð lójsker, sitt á hvorri
hlið bifreiðarinnar framantil, og
í sömu hæð, sem lýsa svo, að
ökumaður sjái að minsta kosti
12 metra fram á vegin.
b. eitt Ijós, sem ber skæra biitu á
merki vagnsins.
Stjórnarráðið getur rneð reglugerð
sett nánari ákvæði um gerð bifreiða
þar á moðal serstaklega um þyngd
þeirra.
4. gr.
Sérhver bifreiðareigandi skal senda
lögreglustjóranum i því umdæmi
sem hann er búsettur í. tilkynning
um bifreið sína, áður en hún er
tekin til notkunar. Skal lögreglu-
stjóri síðan láta fara fram skoðun á
vagninum, og greiðir vagneigandi