Suðurland


Suðurland - 23.08.1916, Blaðsíða 4

Suðurland - 23.08.1916, Blaðsíða 4
100 SGÐURLAND Áskorun. Stjórn Bókmentafélagsins heflr ákveðið að gefa út helztu rit Jón- asar skálds Hallgrímssonar í hundnu og óbundnu máli og kosið til að sjá um útgáfuna, í samráði við forseta félagsins, þá Helga Jónsson, dr. phil. í Reykjavík, Matthías f’órðarson, fornmenjavörð í Reykjavík og Jón Sigurðsson í Kaldaðarnesi. Til þess að rit þetta geti orðið sem fullkomnast eru það tilmæli útgáfunefndarinnar til allra þeirra, er hafa í höndum eða vita um handrit frá Jónasi Hallgrímssyni, kvæði, sendibréf eða annað, og sömuleiðis bréf til Jónasar, að Ijá eða útvega nefndinni alt slíkt til afnota, helzt í frumriti, en ella í stafréttu eítirriti, og enn fremur önnur gögn, er lúta að æfi Jónasar, svo sem frásagnir eða ummæli um hann í bréfum samtíðarmanna. Nefndin beiðist þess og, að henni séu látnar í té sagnir eða ummæJi, er menn kynnu að hafa heyrt um Jónas, t. d. um tiidrög sumra kvæða hans o. fl., alt að tilgreind- um heimildum. Allir þeir, sem kynnu að geta rétt nefndinni hjálparhönd í þessu efni, eru beðnir að senda gögn sín einhverjum nefndarmanna sem allra fyrst. Reykj-avík, 13. júlí 1916 Helgi Jónsson, MattMas I'órðarson. Jón Sigurðsson. Á víð og dreif. Jarðskjálftakipp, allsnarpan, varð vart við hér aðfaranótt laugard., kl. rúmlega 4. Frá Ægissíðu er oss sagt að vart hafi orðið við þrjá kippi þar, þann fyrsta um sama leyti og hér og hinn 3. um kl. 7. Höfðu þeir allir verið snarpir, einkum þó sá fyrsti, svo hrikt hafi í öllu og hús skolfið. „Ycnus" stronduð. Nýkomið skeyti til kaupfélaganna hér, Heklu og Ingólfs, segir að vöruskip þeirra „Venus", sem koma átti að fori fallalausu í júní, en tafið var á upp og útleíð, lengi í hvort skifti, hafi strandað í fyrri nótt við Fær eyjar. Hefir sennilega verið kom- ið hér upp undir land, en því svo snúið við til Kiikwoll, því skeytið segir að enskir varðmenn hafi bjargast ásamt skipshöfninni. Skipið var eign þeirra Johnsons og Kaabers; farmur aJJur, ásamt fragt, var trygt að fullu. Slnpið var að mestu hlaðið nauðsynjavörum og byggingarefni, en á þilfari hafði það áhöld til rjóma- búa og mótorbátaefni. Rar sem svo er áliðið sumars, er lítt hugsanlegt að hægt verði að bæta' sé'r þeSsar vörur til vetr arins, því skip eru t'reg að sigla hingað úr því þessi tími er kom- inn. Kaupstjórar kaupfélaganna eru nú farnir t.il Reykjavikur til þess að reyna að tryggja sér vör- ur til vetrarins, að svo miklu leyti sem hægt er. Haraldur Nielsson, prófessor, hefir verið á fyrirlestraferð um Norð- urland í sumar. Lætur „Islendingur11 mikið af fyrirlestrum hans og prédik' unurn, og alstaðar hafði verið mikil aðsókn að fyrirléstrum hans. Jorðin Selkot í Þingvallahreppi fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Mesta landKOsta jörð, og mjög hæg. Heyskapur hægur og góður og rjúpnaveiði mikil. Leitið upplýsinga og semjið við undirritaðann fyrir 1. okt. þ. á. Kárastöðum 5. ágúst 1916. Efnar Halldórsson. Ciníiíir StuSSar komnir aftur í verzlun Andrésar Jónsonar. JSjdBlöéin eftirspurðu, eru komin aftur í verzl. Andrésar Jónssonar. cflíelis högginn og steittur, fæst í verzl. Andrésar Jónssonar. Munntóbaksdósir gamlar fundn- ar. Viðjist til Konráðs læknis. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þorfinnur Kristjánsson. Prontsmið.ja Suðurlands. U r, mjög hentug verkamönnum, hefi eg nú til sölu á kr. 16—22,00. Reir sem hafa pantað úr hjá mér geta vitjað þeirra nú þegar. Eyrarbakka 22. ágúst 1916. Sfg. Tómasson. 5. ágúst fanst rekin upp úr Hvítá fuJlorðinn ær, með hornum mark: hófbiti aftan h., stýft hóf- biti aftan v., brennimark A. 4. H. M. Eigandi vitji sem fyrst, og borgi áfallinn kostnað Auðsholti í Biskupst. 19. ág 1916. Tómas Tómasson. — 45 — — Nei, eg vil ekki syngja með ykkur! svaraði hann upphátt og hélt leiðar sinnar. Svo sungu þau nokkur sálmavers með skjálf- andi röddu, ein sins liðs, og héldu siðan heimleiðis. Sjaldan áður höfðu þau verið eins sundurkramin í anda. En Morten Kruse vissi í rauninni ekki sjálfur í hverju skyni hann hafði farið svona að. Hann hafði yfirbugast af nokkurskonar þörf á að svala heift sinni, og honum hafði létt við það á vissan hátt; en á eftir spurði hann sjálfan sig: hvernig skyJdi þetta mælast fyrir? Fyrri hluta laugardagsins komu ýmsir og vildu finna hann að máli. En hann var ekki óhultur um sig; hann vissi ekki nema einhver kynni að hafa sent þá til þess að njósna; hingað til hafði það svo sjaldan komið fyrir, að nokkur úr söfnuð inum ætti einka-erindi við hann. Honum virtist því ráðlegast að sýna það viðmót, sem honum var eiginlegast, og vísaði þeim vægðarlaust á bug með nokkurum stygðaryrðum. Sunnudagskveldið átti hann að prédika við aftansöng í kirkjunni, og þá er hann nú var að skrifa upp ræðu sína á laugardagskvöldið, greip hann hvað eftir annað löngun til að reyna hið samasem við biblíuupplesturinn — ekki nieð eins sterkum orðum, heldur einungis breyta dálítið út af hinni ströngu guðfræðislegu tízku og tala í nokkuð öðrum tónblæ á sínu eigin tungurnáli og áheyrendanna. Mikil hætta gat engan veginn af því stafað. Svona aJgenga aftansöngva sóttu hér um bil samskonar áheyrendur eins og biWiufyrirlestrana: hinar trúlyndu konur trá Blaasenborg og griðkonur, sem ekki gátu varið öðruvísi frídegi sínum, en fáir karlmenn. En harin var ekki einu sinni búinn að ráða það við sig þegar hann fór til kirkjunnar, hvort þetta væri þorandi; og þessi óvissa setti hann nokkuð út af jafnvæginu. Svo mörgum sirmum — 46 — haiði hann áður setið i skrúðbúsinu og beðið eftir því, að djákninn kæmi og gerði honum viðvart, þegar verið var að syngja siðasta versið, að hann var fyrir löngu hættur að finna til nokkurrat- áhyggju eða kviða á leiðinni upp í prédikunarstólinn. í dag var öðru máli að gegna. Þegar djákn, inn kom fram í dyrnar, þaut liann upp, og sjálfur djákninn kom honum öðruvísi fyrir sjónir en vant var. Honum virtist hann hneigja sig svo djúpt um leið og hann gekk fram hjá. Var það gert í háði, eða hvað? Rað var síðJa veturs. Niðri í meginkirkjunni var kveikt á gasinu, en í kórnum var hálfuokkið. Eegar Moiten Kruse kom í kórdyrnar, vildi svo til að hann leit upp og rendi augunum eftir kirkjunni; og í sama vetfangi nam hann staðar eitt augnablik og menn tóku eftir því, að hann setti dreyrrauðan. Pví hin stóra kirkja var nærri því full. f staðinn fyrir hina hálfsetnu bekki inst til beggja liliða og hinar mörgu tómu bekkjaraðir utar eftir kirkjunni, var við þennan aftansöng svo margt fólk, að það sótti sjaldan fleira hánressu Jijá honum á hátíðisdegi. Á meðan hann hélt áfram göngu sinni upp í prédikunarstólinn, kreisti hann bókina í hendi sinni og hugsaði þrálátlega með sjáJfum sér: hvað vill þetta fólk mér! — kemur það til þess að gera gys að méi ? En sú tiJgáta hvarf þó brátt; eitthvað annað hlaut. að vera á seiði, — eitthvað sem hann vissi ekki hvað var, — eða skyldu þeir nú œt!a að — ? Hann varð að gegna guðsþjónustunni, og vanst ekki tímí til að hugsa hugsunina á enda; og þegar hann hafð'. lokið við bænirnar og textann, byrjaði hann á ræðu sinni. En það leið ekki á löngu, ekki einu sinni á fimm mínútum, áðut en hann varð sjálfur var við kuldann í orðuuum og kuldann s,etn lrgði upp frá söfnuðinum. af mörgum tegundum, fást í verzlun Cinars <3. Cinarssonar, Hafnarstræti 20, Rcykjavik. Komu með es. „Island“, 1. ágúst 1916. Hatfiskur og largarine til sölu við verzlun cJöns Jónassonar, Sfoffiseyri. Með skon. „Bonavlsta" er nýkomið: cTrjá* ocf Boréviéur af öllum tegundum. Enn fremur: Stangqj’árn, elóavclar, ofnar o.jt. SlaupJálagié <3ncjálfurt StoRRseyri.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.