Alþýðublaðið - 02.10.1963, Síða 2

Alþýðublaðið - 02.10.1963, Síða 2
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjóri: Árni Gunnarsson. — Ritstjómarfuiitrúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 1490S. ■— Aðsetur: Alþýðuliúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald 4sr. 80.00. —■ í lausasölu kr. 4.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Bylgja með jafnaðar- mönnum í Evrópu BREZKIR JAFNAÐARMENN sitja flokks- þing í Scarborough í Englandi þessa daga, og er þinginu veitt mikil athygli sökum þess, hve sterk- , ar líkur eru taldar á sigri flokksins í næstu þing' Ikosningum. Verður þá Harold Wilson væntanlega forsætisráðherra og með honum taka nýir menn við stjórn Bretlands eftir hálfs annars áratugs íhalds- i stjóm. í setningarræðu sinni á suunnudag sagði Harold Wilson, að nú gengi ný bylgja yfir Vestur-Evrópu, bylgja til fylgis við jafnaðarmenn. Þeir stjórnuðu á Norðurlöndmn, sætu í stjórnum í Austurríki og Belgíu, mundu brátt verða í stjórn á Ítalíu og loks sigra í næstu kosningum í Þýzkalandi. Kvað Wil- son nú vera að rísa nýja Evrópu, sem væri bæði i þróttmikil og staðföst. Wilson ræddi um afvopnun sem höfuðvanda- tmál samtíðarinnar. Hann var andvígur allri frek- ari útbreiðslu kjamorkuvopna og ræddi hugmynd ir um kjarnorkulaus svæði í Arabalöndum, Afríku og Suður-Ameríku. Hann kvaðst ekki líta á vamar styrk Vesturlanda sem tæki til að heyja endalaus- an skotgrafahernað kalda stríðsins, heldur sem afl 1 til að sækja fram til ivaranlegs og trausts friðar. Það er rétt hjá Wilson, að vaxandi ldcur eru taldar á sigri jafnaðarmanna í næstu kosningum í Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi, og mundi það eitt breyta mjög stjórnmálum og allri stjóm álfunn- ar, ef ungir lýðræðissósíalistar eins og V/ilson og Willy Brandt tækju við völdum þessara tveggja stórþjóða. 18 árekstrar j ÁTJÁN ÁREKSTRAR urðu í Reykjavík einni í fyrradag. Þetta er enn ein áminning um öngþveiti ; umferðarinnar, sem stafar af þröngum og lélegmn igötum, of fáum umferðaljósum, of fámexmu lög- !■; regluliði til að framfylgja umferðalögum — og síð' ast en ekki sízt: glannaskap, kæruleysi og óþolin- mæði fjölda ökumanna. Umferðin er ekki smámál. Hún er fyrir löngu •°rðin vandamál, sem gnæfir yfir önnur í Reylcja- vík, og á eftir að verða mun erfiðara, því stöðtugt fjölgar bílunum. Allt gefur þetta bæjarbúum rík- i ari ástæðu en nokkru sinni að efla umferðamenn- ingu, ekki sízt með kennslu f skólum, sem ástæða 1; er til að stórauka. Norskar spónaplðfur 10, 13 og 16 mm. Stærð: 4x12 fet. Tékkn. spónapiöfur 12, 15 og 18 mm. Stærð: 4x10 fet. Profil-krossviður Teak og Limba. Brennikrossviður 3 og 5 mm. 122x220 cm. Plastplötur „ABEZIA“-harðpIast Harðviður 280x130 cm., kr. 746,00. Teak - Eik - Gufusoðið beyki. „WIRUTEX“-plastplötur 260x200 cm., kr. 874,00, Gipsonif-þilplötur teak og einlitar kr. 1020,00. 260x120 cm., kr. 131,00. PÁLL ÞORGEIRSSON Laugavegi 22 Sími 16412. | ir 18 ára stúlka lýsir áhyggjum sínum. -k Hvað eigum við aS gera? -k Vitlaus lög eða hvað? + Unga fólkiS og framtíðin. IIIIUIIIIIIIII»l*llll***li*l*******»***l*****************************,*****l***»*l*********************,*******,**,*,,*,,,,,,,,,,,,n,,,,l**,**,^ HVERSVEGNA eru íslenzk lögr svona skrýtin? Ég er bara 18 ára og stend hér í algjöru reiðileysi. Þannig eru nefnilega mál með vexti, að nú get ég ekkert gert til | þess að lífga svolítið upp á til- venuna nema gift mig. Ég má ekki fara á ball af því að ég er bara átján ára. Ég get ekki stund- sjoppur, því nú á að fara að loka þeim kl. 10. Ég get ekki gengið rúntinn því ég er svo kankvís. ÉG VEIT, að margt fullorðið fólk hristir hausinn og segir: ,,Ungar stúlkur eiga að vera lieima hjá sér.“ En ég segi: „Hvenær eiga ungar stúlkur að skemmta sér, ef ekki meðan þær eru ung- ar?“ Við megum fara á dansstað ef við erum í fylgd með fullorðn- um. En ef kunningjarnir exu allir á svipuðu reki og maður sjálfur, hvað þá? ÞÁ ER FARIÐ í „PARTÝ“ í lieimahúsum, þar sem ég tel lífernið mun vafasam- ara en á öpinberufn dansstað, jafnvel þótt þar sé vínveitingar- leyfi. Svo hristir fullorðna fólkið höfuðið, þegar krökkum. verður það á, að eignast börn í lausaleik. i En við hverju er að búast, þegar framttíðin, sem fullorðna fólkið skapar æskunni með þessum kjána legu lögum býður ekki upp á ann að en þessa vafasömu „partý“ eða að beygja sig undir vilja eldra fólksins og sitja heima og vera góðu börnin — og pipra svo til æviioka. ar, sem væri sko ekki vanþörf á. ÞAÐ ER SJÁLFSAGT að birta þetta bréf. Mér þætti meira að segja vænt um ef ungt fólk vildi grípa pennan við og við og senda mér línu um sín viðfangsefni og áhugamál. Ég mun birta þau þó að ég kunni að hafa aðra skoðun á málinu, sem um er rætt. Af tilefni þessa bréfs vil ég segja þetta. Eldra fólkið skapar ekki framtíð- ina eitt. Unga fólkið leggur grund- völlinn að sinni framtíð. Hvað hefur þú sagt vina mín þegar eldra fólkið hefur verið að tala við þig um það að fara vel með það sem þú vinnur þér inn svo að þú getir byggt upp framtíð þína? Hannes á horninu. Miiii*iiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiimiii*iiii**ii**Miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii*iiii*iii'**i********'*,****i**ii*ii***i«ia Mínar innilegustu þakkir færi ég skyldum og vandalaus- um, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 100 ára afmæli mínu og gerðu mér daginn ógleymanlegan, Guð blessi ykkur öll. Valgerður Stefánsdóttir. GAGNFRÆÐASKÓLINN í KÓPAVOGI ÞAÐ ÞÝCIR EKKERT að segja alitaf: „Huh, það var nú öðruvísi í mínu ungdásmi1 því að nú er öldin önnur og jafnvel eldra fólkið verð- ur að beygja sig undir það áður en álit sem heitir æska fer í rass og rófu. í GUÐANNA BÆNGM reynið svo að endurskoða þessi kjánalegu lög ykkar, sem eru engum til gagns en mörgum til ama. Svo þakka ég fyrir birtinguna, ef þetta þréf kemst einhverntíma syo iþn|!t), og ég vona að einhver taki þetta til rækilegrar áthugun- tekur til starfa fimmtudaginn 3. okt. Nemendur mæti sem hér segir: Fjórði bekkur, landsprófsdeild og annar bekk ur kl. 2, en almennur þriðji bekkur og fyrsti bekkur kl. 4 síðdegis. Kennarafundur verður þann 2. okt. kl. 2 síð-. degis. :.|a| Skólastjóri. 2 2. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐID

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.