Alþýðublaðið - 02.10.1963, Blaðsíða 3
- -awir
þilsund
WWMWWWMMHWWWWWWWWWWWWWWWW
UPPREISNAR
TILRAUN
«ÍI$TEKST
TIZI OUZOU Alsír 1.10
(NTB-Reuter.)
HöfuSborgin Tizi Ouzou
Kabylíu, sem hefur að undan-
förnu verið á barmi uppreisn-
ar sregn Bel BeHa, forseta Al-
sír. var í dagr fullkomlegra á
vaídi hersveita þeirra sem
tryggar eru forseíUnum og
ríkisstjórn hans. í viðtali við
fréttamenn í dasr, lýsti hinn
setti yfirmaður herstjórnar-
svæðis þessa yfir því, að allar
herdeildir í Kabylhi staeðu
tryggar með stjórninni og Ben
Bella. Aðeins örfáir hermenn
hefðu gengið í lið með upp-
reisnarseggnum Mohand Ou
E1 Hadj fyrrverandi yfir-
manni henstjórnrí svæðisins.
Ben Bella útnefndi í dag
Said Abid major sem yfir-
mann herstj órtaarlvætSis
Kabylíu og er hann væntan-
legur til borgarinnar á morg
un. Hinn setti yfirmaður
svæðisins lý'Jf því yfi|- á
þriðjudag að ekkj hefðu átt
sér stað neinir árekstrar mill
um herdeilda í Kabylíu.
í Tizi Ouzou var allt kyrrt í
dag. Uppreisnarforinginn E1
Hadj hvatti í dag hersveitir
í Kabylíu til að ganga í lið
með andstöðunni við hina
„fasistísku ög einræðis-
kenndu ríkisstjórn“ og sagði
í ræðu í bænum Michelet, að
takmark uppreisnarmanna
væri að koma á að nýju lýð-
ræðisskipulagi, er virti rétt
indi borgaranna þar á meðal
réttinn til að hafa eigin
st j órnmálaskoðanir.
wwwwwwtwwwtwwwwtwwwwwwwni
SCARBOROUGII 1.10 (NTB-
Reuter) Harold Wilson, forsætisráð
herraefni brezka Verkamanna-
flokksins, fékk kröftugt lófa-
klapp er hann kom fram á flokks-
þinginu í dag í fyrsta skipti síðan
hann var kjörinn stjórnmáialeið-
togi flokksins. í ræðu sinni kom
hann víða við. Itæddi hann fe.il
íhaldsstjórnar þeirrar er nú situr
og réðst heiftarlega að lienni fyr-
ir margs háttar mistök. Þá ræddi
hann ýmis stefnuskráratriði og
hfutverk Bretlands í heimastjórn-
armálunum.
Wilson minntist meðal annars
á það, að hin mjög aukna sjálf-
virkni gei’ði það að verkum, að út
vega yrði 10 milljón manna at-
vinnu á næstu 15 árum. í þessu
sambandi ræddj Wilson um nauð-
syn þess að vísindamönnum þjóð-
arinnar fjölgaði svo að hún megn
aði að halda hlut sínum í tækni-
byltingu nútímans. Yrði að búa
þeim svo góða atvinnuaðstöðu og
kjör að þeir kysu heldur að
dvelja í Bretlandi en erlendis.
Wilson sagði, að fyrir dyrum stæði
mesta tæknibylting í sögu Bret-
lands síðustu 250 árin. Meðal til-
lagna er fram kom í ræðu Wilsons
var tillaga um stofnun Útvarps- og
sjónvarpsháskóla.
Ýmsar tillögur og ályktanir
voru ræddar á þinginu í dag. Með-
al annars kom fram tillaga um
að einkaskólar skyldu niður leggj
ast af ríkisstjórn Verkamanna-
flokksins, en þingið felldi þessa
tillögu með yfirgnæfandi meiri-
hluta að tillögu flokksstjórnarinn-
ar.
Á þessu flokksþingi er stendur
andspænis þingkosningum, viröist
vera mikill einhugur og full ein-
ing um að gera sem allra minnst
úr öllum ágreiningsmálum. í því
skyni verða ýmis viðkvæm ágrein-
ingsmál alls ekki rædd á þinginu,
svo sem afstaða flokksins til ým-
issa utanríkimála. Þótt mikill
fögnuður hafi verið við þingsetn-
inguna og mjög mikill áhugi fyrir
hendi hjá þingfulltrúum, þá kváð-
ust fréttamenn merkja viða í þing
salnum upphaf deilna,, er fyrst og
fremst væru orsakaðar af persónu
legum deilum ýmissa forystu-
manna. Ekki vilja fréttamenn
leggja of mikið upp úr þessum til
hneigingum en benda þó á, að oft
hafi slíkar smádeilur sem þessar
ekki verið lengi að grípa um sig
og verða stórdeilur.
90 þúsund sterlingspund
um var stolið úr bankabif-
reið í Kent í Bretlandi á
föstudaginn eins og frá hef
ur verið skýrt í blaðinu.
Glæpamennirnir, sem hót-
uðu mönnunum í bifreið-
inni komust undan,
WWMMMWVWMWWWWWW
ÐNÆÐIIAL-
ÞJÓÐNÝTT
(NTB - AFP - Reuter)
BEN BELLA forseti Alsír til-
kynnti í kvöld, að stjómin hefði
ákveðið fyrirvaralausa þjóðnýt-
ingu á öllu því jarðnæði, sem nú er
eign franskra manna. þar í landi.
Tilkynnti hann, að þar með væri
ekki lengur svo mikið sem einn
liektari lands eftir í eigu útlend-
fnga. Ræðu sina um þetta efni
flutti forsetinn fyrir 100 þús.
manns á aðaltorginu í Alsírborg.
Þjóðnýting þessi er á um það bil
1 milijón hektara jarðnæðis. For-
setinn kvaðst hafa tilkynnt frönsku
ríkisstjórninni ákvörðun þessa,
svo að hún gæti tilkynnt landnem-
unum í Alsír, nú fyrrverandi eig-
endum jarðanna, að þeir þyrftu
ekki að hugsa um að sá í akrana
í haust. Munu þeir fá fullar bætur
fyrir missi jarðnæðisins. ÖUum
persónulegum eignum munu land-
nemamir halda og mun séð til
þess, að þeir verði ekki áreittir.
Þjóðnýting þessi er í sambandi við
almenna endurskipulagningu land-
búnaðarins.
LONDON 1.10 (NTB-Reuter).
í Brezka ríkisstjótmin tilkynnti í
í kvöld, að hún væri fús til að
taka þátt í athugun á því, hvort
framkvæmanleg væri bandarísk
tiUaga um NATO-kjarnflota með
blandaðri áhöfn. Þó hefur stjórnin
sett ákveðið skilyrði fyrir þessari
þátttöku sinni. Það skilyrði er,
að landið skuldbindur sig ekki
fyrirfram til að taka þátt í mynd
un þessa flota, ef hann verður
stofnaður. Hugmyndin um marg-
hliða NATO-flota fjallar um flota
25 skipa er útbúin verði með 200
Polaris-eldflaufjum, kjarnblöðn-
Sparið korniö
segir Krustjof
Moskva 1.10.
(NTB - Reuter)
í RÆÐU, sem Krústjof hélt í dag
f landbúnaðarhéraði í norður Kák-
asus, sagði hann meðal annars:
„Vegna afleits veðurfars er svo
komið fyrir okkur að við getum
ekki sjálfir framleitt það magn
' korns, sem við þörfnumst. Mið-
! stjórn Kommúnistaflokksins sér
, sig því tilneydda til að hvetja nú
þjóðina til að fara sparlega með
komvörur á næstunni”.
NEW YORK 1.10 (NTB-TT).
Sænski utanríkisráðherrann, Torst
en Nilsson sagði á þingi Sþ í dag
að heimsókn til Suður-Afríku
mundi vera þýðingarlaus, og ef til
vill skaðleg fyrir baráttuna gegn
aðgreiningu kynþáttanna.
Ein af nefndum Allsherjarþings-
ins ákvað í dag, að setja umræður
um kynþáttaaðgreininguna í Suð-
ur-Afríku sem efsta mál á um-
ræðuefnalista sínum.
um, og skuli hann mannaður sjó
mönnum ýmissa NATO-landa.
Ætlað er, að heildarkostnaður við
stofnun flota þessa verði um 25-
30 milljarðar íslenzkra króna, er
greiðist á tíu árum. Hlutí Breta
af þessari upphæð yrði urn 10%.
Mest kæmi í hlut Bandaríkja-
manna og Vestur-Þýzkalands. Auk
Vestur-Þýzkalands hafa einnig
Grikkland og Tyrkland lýst sig
reiðubúin til að taka þátt í undir-
búningsviðræðum.
Veiðileyfin
Framhaid af 1. siðu.
en orðið að snúa við þar eð orðið
var fullskipað við ána. Hvort þess
ir menn hafi fengið peninga sína
endurgreidda veit blaðið ekki.
Sá fulltrúi sakadómara, sem
hefur með mál þetta að gera, er
nú erlendis og var því engar nán-
ari upplýsingar hægt að fá um
málið.
Húsnæbisíeysi
Framh. af 1. síðu
var til leigu. Hann ' var beðinn
um að senda tilboð. Þetta var fal-
leg ný 3ja lierbergja íbúð á sæmi-
legum stað. Ungi maðurinn bauð
4000 krónur fyrir hvern mánuð.
Hann fékk ekki íbúðina. Hann gat
fengið litla óhrjálega íbúð í Soga-
mýrinni þar sem eitt sturtubað
var fyrir allt húsið, og það var í
þvottahúsinu og salernið var
frammi í forstofu. Þessi fbúð,
sem flaut út í slaga, átti að kosta
2500 krónur. Þetta eru aðeins tvö
dæmi. Einliver hcfur ugglaust tek-
ið íbúðina í Sogamýrinni, því
margir eru um boðið.
ILSON MÓTAR
Brezka
með í viðræðum
ALÞYÐUBLAÐIÐ — 2. okt. 1963 3