Alþýðublaðið - 02.10.1963, Qupperneq 7
A skrifstofu Rauffu stjörnunnar í Moskvu.
6000 hitðeiningðr á dag
Maður, seir heita má að ein-
göngu nærist á úlfaldamjólk (5—
10 lítrar daglega) ætti að þjást af
þeim sjúkdómum, sem settir eru í
samband við slíka ofneyzlu varma
eininga, og þá fyrst og fremst
hjartasjúkdómum. Sú er samt ekki
raunin um hirðingjana á sléttum
Sómalíu, segir í tímariti Alþjóða-
heilbirigðismálastþfnunarinnar,
„WHO CHRONICLE". Rannsóknir
1 hafa þvert á móti leitt í ljós. að
hjarta- og æðasjúkdómar eru
þarna afar sjaldgæfir.
Þessir hirðingjar á hinum hrjóst
rugu sléttum í Sómalíu fást fyrst
og fremst við úlfaldarækt. Þeir
eru hávaxnir og magrir og ein-
.s^aklcga þoigóðií. Talið er að
þetta eigi rætur sínar að rekja
til þess, að þeir eru sambland af
semítískum (arabiskum) og blökku
manna- (bantu) kynstofnum. Fæða
Samkvæmt athugunum, sem
gerðar hafa verið í háþróuðum
löndum, ætti slíkt mataræði að
hafa skaðlegar afleiðingar, ma.
leiða af sér æðasjúkdóma. Læknar
við sjúkrahúsið í Mógadisciu höf-
uðborg Sómalíu, skýra hins vegar
frá því, að slíkir sjúkdómar séu
mjög sjaldgæfir.
Hópur vísindamanna, sem sent
hafa frá sér skýrsiu á vegum Al-
þjóðaheilbrigðismllastofnunarinn-
ar, hefur rannsakað 203 hirðingja
á aldrinum 11 — 70 ára. Þessir vís-
indamenn komust m. a. að raun
um, áð hjartaæðarnar virtust ekki
hafa nein sjúkdómseinkenni. Vís-
indamennirnir reikna með því, að
á mörgum öldum hafi átt sér stað
aðlöguh þessa fóljfcs að hinum
mjög svo sérstæðu lífsskilyrðum.
Þeir benda á að svipuð skilyrði
séu meðal eskimóa, sem einnig eti
mikið af fitu.
Þetta fólk verður ekki fyrir
þeim óteljandi sálrænu truflunum
sem hafa áhrif á líkamsstarfsemina
og eru svo algengar meðal fólks í
borgum eða þéttbýli. Þessi stað-
reynd varpar Ijósi á sambandið
milli sálrænna áhrifa og hjarta-
sjúkdóma, segir í tímaritinu.
KENNILEG TREGÐA
LEIRÁ í Borgarfirði mun í I
tölu frægustu stórjarða landsins. |
Þar sátu fyrrum ríkir bændur og I
atkvæðamiklir valdstjórnarmenn,
6em máttu sín svo mikils, að af
þeim og störfum þeirra er ærin
saga. Nú virðist Leirá hins vegar
afskekktur staður, enda þótt
skammt sé þaðan niður á þjóð-
brautina, sem ekin er að sunnan
vestur og norður. Samt kemur
fljótt • í ljós við nánari athugun,
að Leirá stendur enn í gömlu
og góðu gildi. Búskapur er þar
mikill á nútímavísu véltækninnar,
og jörðin verður jafnan liöfuðból
frá guðs hendi, víðlend og frjó-
söm, blautar engjar löngu orðn-
ar gróinn töðuvöllur og ræktun-
arskilytði þó enr frábær. Og þetta
cr héraðskunnur rausnargarður.
Eigi að siður fer þvl fjarri, að
Leirá sé fjölsóttur staður vegna
sögu sinnar. Ökuþórarnlr, sem
éru á leiðinni vestur ó ísafjörð
eða norðúr á Akureyri, mega ekki
vera að því að skreppa þangað
upp eftir, enda vafalaust búnir að
ákveða að drekka kaffi í Bifröst
eða Fornahvammi. — Naumast
heldur við því að búast, að þeir
kunni mikil skil á stað þessum eða
laðist þangað í vissu þess að sjá
þar fornar minjar og heyra þyt
sögunnar í íslenzku grasi. Leirá
skortir að kalla öll tákn sinnar
gömlu frægðar — eins og raunar
velflesta sögustaði á íslandi.
Mér varð eftirminnilegast, þeg-
ar ég heimsótti Leirá á dögunum
fyrsta sinni, að koma í kirkju-
garðinn. Þar sofa margir merkir
íslendingar svefninum langa. Allt
í einu standa þrír aðkomumenn
og tveir heimamenn við Ieiði
Jóns Þórðarsonar Thoroddsens,
sem var faðir nútíma skáldsagna-
gerðar íslenzkrar, höfundur Pilts
og stúlku og Manns, og konu.
Leiðið prýðir vandaður legsteinn
og ágætlega við hæfi, en um-
hverfis það er jámrimlagirðing,
sem hefur ryðbrunnið af regni og
stormi og gæti hæglega fokið í
næsta stórviðri. Þyrfti að fjar-
lægja hana fyrir veturinn og velja
svo leiðinu nýja og snotra um-
gerð að vori. Við legsteininum
þarf hins vegar ekki að hrófla
— hann er réttur hlutur á réttum
stað.
um sögu okkar og þjóðhætti.
Okkur liggur svo mikið á upp í
Bifröst eða Fornahvamm, að við
megum ekki vera að því að líta
upp að Leirá, hvað þá að skreppa
þangað.
Borgaryfirvöldin í Reykjavík
horfa upp á það aðgerðalaus, að
Viðeyjarstofa grotni niður við
bæjardyr höfuðstaðarins. Nesstofa
við Seltjörn mun að vísu sæmi-
legur mannabústaður, en henni er
ekki sýnd nein opinber ræktar-
semi. Þetta eru frægustu hús á
íslandi ásamt menntaskólanum í
Reykjavík, stjórnarráðshúsinu og
í HEYRANDA HLJÓDI
eftir Helga Sæmundsson
Þetta er vitaskuld sníáatriði.
Ryðbrunnu jámrimlana kringum
leiði Jóns Thoroddsens er hægt
að fjarlægja með litlum tilkostn-
aði og engri fyrirhöfn, svo og að
koma þar upp hæfilegri umgerð.
Ekki þyrfti annaö fen minna ein-
hvern niðja Jóns á leiðið með
einu símtali. Ástæðan til þess, að
ég ræði hér málið í heyranda
hljóði, er allt önnur. Mig lang-
ar af þessu tilefni að fara nokkr-
um orðum um einkennilega tregðu
okkar íslendinga: Við vanrækjum
ýmislegt, sem virðist smátt, og
förum þess vegna á mis við sitt-
hvað, sem þætti stórt, ef fyrir
hendi væri. Þetta á ekki. sízt við
dómkirkjunni að Hólum í Hjalta-
dal. Og nú spyr ég: Nær nokk-
urri átt, að Viðeyjarstofa sé'lát-
in eyðileggjast undir handarjaðri
þjóðarinnar á sama tíma og við
þykjUmst vilja endurreisa gamla
og gleymda sögustaði með því að
byggja þar ný hús handa guði og
mönnum og kostum til þess millj-
ónatugum? Myndi okkur ,ekki
sæmst að varðveita það, sem fyr-
ir hendi er og hlýtur að teljast
hluti íslenzkrar sögu? Meðan ég
man: Hefur Lárusi Sigurbjörns-
syni aldrei dottið í hug að láta
flytja Viðeyjarstofu og Nesstofu
upp að Árbæ og fá Skúla Helga-
syni þær í hendur? Eg spyr svona1
af því að áhugi Lárusar verður
minnsta kosti ekki dreginn í efa.
Reykvíkingar hljótfa að vera
þeim útgjöldum vaxnir að bjarga
Viðeyjarstofu. Tregðan að sinna
slíkum verkefnum er hins vegar
islenzkt þjóðareinkenni. Og svo
er reynt að leyna henni með þeirri
sýndarmennsku að ætla að láta
stjórnarráð og biskupsskrifstofu
segja sögunni fyrir verkum um
endurreisn staða, sem einu sinni
voru í þjóðbraut, en hurfu í
gleymsku og einangrun. Þar rísa
svo hallir, sem kosta milljóna-
tugi, en á sama tíma sekkur Við-
eyjarstofa ofan í jörðina eins og
kirkjan í Hruna eftir danslcikinn
forðum.
Já, vel á minnzt — kirkjurnar.
Eg reyni sannarlega ekki að skil-
greina það fyrirbæri, hvers vegna
fólk situr heima á sunnudögum
í stað þess að sækja messur, en
hitt langar mig að ræða, hvað
guðshúsin svokölluðu eru illa til
Jfara. Sum líkjast tilgerðarlegum
unglingum, en önnur sinnulitlum
gamalmennum. Nýju kirkjurnar
einkennast sem sé margar af
prjáli, en þær gömlu eru flestar
úr sér gengnar eins og brotin
amboð. Gripir, sem einu sinni
voru góðir, hafa vitaskuld stór-
skemmzt eða eyðilagzt í þessum
óvistlegu liúsakynnum. 'Víst eru
nokkrar þakkarverðar undantekn-
ingar, en yfirleitt mun ástand ís-
lenzkra kirkna ósköp bágborið. Svo
eru þær læstar nema um messu-
tímann! Ætli prestarnir og safn-
aðarstjórnirnar haldi, að kirkjun-
um myndi stolið, ef þær væru
opnar almenningi? Eg legg til, að
Framb. á 10. síffu
i ★ Kommúnistar eru ekki að i
| eins rammklofnir vegna inn f
| anlandsmála, heldur einnig |
| vegna deilunnar milli Kín- 1
jj verja og Rússa . . . Kín- 1
i verska sendiráðið í Kaup- I
I mahnahöfn hefur góð sam- jt
I bönd hér á landi og hefur |
| dreift áróðursritum til i
| kommúnista hér . . . Rúss- |
| neska sendiráðið hefur svar 5
i að meðál annars með því |
í að birta voldugar ádeilu- |
§ greinar á Kínverja í fjölrit- §
i uðum fréttatilkyningum, |
i sem sendiráðið gefur út á ís |
1 lenzku. - i
láp |
| ★ Hin nýja skáldsaga Ind- §
i riða G. Þorsteinssonar kem- |
| ur væntanlega út í nóvem- |
= ber. Nafnið á henni mun jj
| enn ekki ákveðið, en sagan jj
= hefur heitið ýmsum nöfnum |
1 meðan á samningu hennar I
i stóð, m. a. þessum: Land í |
i sárum, Haustlönd, Ilaust- |
i stemma, Haustgríma, Ein- |
Í dagar. |
Í ★ Eitt af því, sem mest er 1
Í deilt um í Sósíalistaflokkn- |
Í um ívarðandi fyrirhugaða |
\ breytingu hans í nýjan f
Í flokk eru cignirnar. Þjóð- |
i viljinn, prentsmiðjan, hús- |
i eignirnar, heildsölufyrir- §
= tækin, ailt er þetta miilj. i
Í óna virði. Gömlu kommun- |
§ um, sem komu þessu upp i
I (hvemig, seni þeir hafa far- §
I ið að því) þykir illt að horfa i
= á þetta hverfa í hendurn- i
| ar á tækifærissinnuðum i
| nýliðum.
| ★ FIosi Ólafsson verður ^
Í með skemmtiþátt á |
Í sunnudögum í útvarpinu f j|
Í vetur, en Svavar Gests ’jf
Í byrjar ekki fyrr en eftir i
i nýár. — Næsta framhalds- ji
| leikrit verður sennilega |
| „Hús hattarans” eftir i
| Cronin. i
S ~
| ★ t vifftali við DAG á |
= Akureyri sagði Móðuharð- i
| inda-Karl Kristjánsson, að í
| vænta mætti gengislækkun- |
| ar, en það væri „álíka §
| snjallræði og úrræði það |
| hjá manni, sem væri ofur-
| ölvi, að ,,bæta á sig” — f:
| drekka meira til þess að j;
| verði „færari”.” — Annað jj
| sagði maddama Framsókn, |
= þegar hún lækkaði gengið íí
I 1939, 1949, 1950 og 1958 ! I
| ★ Á sömu síðu í Degi var |
I viðtal við Áskel Einarsson, |
1 bæjarstjóra á Húsavík. |
| Hann lýsti ástandinu í bæn- |
| um: Góður efnahagur — |
= vinnuaflsskortur háir fram- |
| kvæmdum — iðnaður auk- jj
| izt — uppgangstímar —r' §
| miklar húsbyggingar — og jj
| svo framvegis, en auðvitað |
I gerist þetta allt ÞRÁTT 1
| FYRIR ríkisstjórnina. jj
''tmin 111111111111111111 uiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinlim>V
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 2. okt. 1963 £
þeirra er fyrst og fremst úlfalda- f.............................""’f
mjólk, sem þeir drekka þegar þeír f
eru hungraðir eða svangir, og hafa 1
enga ákveðna matmálstíma. Úlf- 1
aldamjólk er nálega helmingi feit- |
ari en kúamjólk. |
Sé reiknað með 5 lítrum af §
mjólk (margir drekka allt upp í |
10 lítra) auk þeirra 200—250 gr. |
af sykri sem þeir nota út í teið |
sittv þá en dagleg hitaeininga- I
neyzla hjá þeim kringum 6200.