Alþýðublaðið - 02.10.1963, Blaðsíða 15
kannski fremur en flestir aðrir
menn, — til þess aO stjórna
heimilinu og til þess aO deila
með honum áhugamálum hans.
Án þess að vilja hreykja mér
hátt, varð ég að viðurkenna, að
ég teldi mig ágætlega hæfa til
þess að reynast lækni ágæt eigin
kona, svo langt sem það náði.
Hvað tilfinningunum viðvék . ..
— Eigum við að hanga á fót
um í alla nótt?
Þegar ég heyrði þessa syfju-
legu spurningu mundi ég, að
vesalings Doris litla sat þarna
við arininn og starði á mig gal-
opnum augum. Ég gat kreist upp
úr mér hlátur og fékk mér svo
lítið meira kaffi. Ég vissi, að
mér mundi veitast erfiðara að
sofna, ef ég svelgdi svona mikið
kaffi, — en ég vissi, að mér yrði
ekki svefnsamt hvort eð væri
Svo hvað gerði það þá til?
— Sagðist hann elska þig,
spurði Doris allt í einu.
Ég roðnaði og leit á klukkuna.
Það er komið fram yfir miðnætti,
sagði ég ákveðið. Þú verður að
fara strax að hátta. Það var gott,
að þú komst fram, elskan, en ég
er ekki veik.
— Mér datt það heldur ekki í
hug, sagði hún rólega. Hvaða
hálfviti, sem væri hefði séð, að
þú ert bara í æstu skapi.
— Hvers vegna, spurði ég
kuldalega og gáði ekki að mér. '
Hún dróst í áttina til dyranna —
náttsloppurinn, sem var henni
alltof stór, var eins og slóði á
eftir henni ....
__ Þú ert auðvitað reið við
sjálfa þig, sagði hún blátt áfram.
Það kemur þér alltaf til að gráta,
Shirley, er það ekki?
__ Ég sat kyrr lengi eftir að
hún var farin í háttinn og reyndi
að melta hinar undarlegu yfir-
lýsingar sem telpuhnátan gaf
En var ekki sannleikskorn í ýmsu
því, sem hún sagði? Hafði ver-
ið reið? Og var ég raunverulega
sú manntegund, sem Doris vildi
vera láta — sú manntegund, sem
grét af reiði ekki við aðra lield-
ur við sjálfa sig?
En auðvitað var þetta hlægi-
legt. Hvers vegna skyldi ég vera
reið við sjálfa mig i kvöld? Kona
reiðist ekki sjálfri sér, þegar
hennar er beðið, hún reiðist að-
ans manninum, ef henni lízt
ekkj á hann. En mér leizt á Col
in, svo að ég gat ekki afsakað
mig með því. Mér leizt sannar-
lega ágætlega á hann og samt —
ég gat vel játað það — hafði ég
reiðst — eins og Doris sagði.
En hvers vegna, hvers vegna?
Auðvitað var nærvera Peters
mér til mikils angurs á þessari
stundu, þegar annar maður var
að biðja mig að verða konan sín,
ég hefði átt að vorkenna Colin
en það var ekki um neitt slíkt
að ræða. Nei, ég hafði einfald-
lega verið öskureið . . . svo reið
að ég fór aö grenja.
Ég fór ekki í rúmið fyrr en það
var komið fram undir morgun,
og ég var engu nær varðandi til
finningar mínar þá en um kvöld
ið. Ég bjóst ekki við að sofna og
tók með méf bók í rúmið til þess
að leiða hugann frá þessum kjána
legu heilabrotum, sem ekki
leiddu til neinnar niðurstöðu.
En ég hlýt að hafa dottið út af af
einskærri þreytu, og svart kaff
ið virtist ekki hafa mikil áhrif.
Um morguninn, þegar ég vakn-
aði var ljós á. leslampanum mín
um og bókin lá opjn ofan á
sænginni.
Ég var fegin að hitta Janice
Spennand! framhaldssaga effcir Anne Lorraine
i-ít
J3!
á leiðinni til spítalans, því mig
langaði ekki til að hitta lækn-
inn eftir það, sem gerzt hafði.
Ég vissi ekki, hvers vegna mér
þótti léttir að því að hitta hana,
en allt um það, — Þannig var
það, og ég masaði um bréf, sem
Harry hafði fengið frá skólastjór
anum sínum um morguninn. Hún
virtist ekki hafa sérstakan áhuga
á því, sem ég var að segja, og
það fór að lækka á mér risið. Ég
óskaði þess, að ég hefði fylgt
ráðum læknisins og setið heima
yfir helgina. Ég Ieit á Janice
og sá, að hún var einbeitt á svip
inn, — öll ást og aðdáun var
þurrkuð burt eins og krít sem
hefur verið strokið burt af skóla
töflu með rökum svampi. Ég
fann, að reiði kvöldsins var að
ná tökum á mér á nýjan leik.
Hvers vegna í ósköpunum þurfti
hún að umgangast mig eins og
svikara, spurði ég sjálfa mig. Ég
hafði ekkert gert henni, og hvers
vegna gat henni þá ekki þótt
vænt um mig dáðst að mér eins
og hún hafði alltaf gert áður.
Ég gerði mér það ljóst, að ég
gæti ekki þolað óvináttu hennar.
Ég hef líklega alltaf verið þann
ig, hugsaði ég ’ örvæntingarfull,
að mér er nauðsyn á, að fólki
þyki vænt um mig. Ég minntist
þess, þegar ég hljóp hágrátaudi
til pabba og sagði, að ég væri
viss um, að kennaranum þæ.tti
ekkert vænt um mig lengur.
Henni verður. að þykja vænt
um mig snökti ég og gróf and
litið ofan í gamla jakkann ahns.
Ég get ekki þolað að henni þyki
ekki vænt um mig, pabbi!
Ég man enn, hvernig hann
strauk mér yfir hárið.
— Vesalings litla Rauðtoppa
hvíslaði hann blíðlega. Hvenær
lærist þér, að það tjóar ekki að
krefjast ástar, — það verður að
vinna sér ást. Enginn getur skip
að hjartanu að elska eða ekki
elskan mín. Þú mátt ekki vera
kröfuhörð, hjartagullið mitt, við
skulum sjálf elska án þess að
ætlast til endurgjalds. Hin eina
raunverulega ást krefst engrar
greiðslu . . .
Ég skildi það ekki þá, og ég
skiidi það ekki enn. Ég þráði ást
ina eins og hindin þráir vatn —
ég vildi, að allt þetta fólk sem
mér þótti vænt uip, elskaði mig
og, þegar það neitaði, þá varð ég
reið. REIÐ — orðið stóð skrif
að stórum stöfum fyrir augum
mér. Það var eins og bókstafirn
ir lokuðu . . . Þú ferð alltaf að
gráta, þegar þú ert reið við
sjálfa þig,. sagði Doris i gær-
kvöldi. En ef ég varð alltaf reið,
ef ég vissi, að fólki þætti ekki
vænt um mig, — þá gat verið,
að ég hefði verið reið í gær af
því, að ég hafi fundið það á mér,
að Colin elskaði mig ekki, þótt
hann bæði mig að giftast sér.
Ég gerði mér það skyndilega
ljóst að við vorum nærri komnar
upp að spítalanum og ég hafði
ekki talað eitt einasta orð til
Janice meir en helming leiðar-
innar. Ég sneri mér að henni og
ætlaði á einhvern hátt að endur
heimta vináttu okkar, — en í
sama bili sneri hún sér að mér
og sagði stuttaralega:
— Var þetta skemmtilegt leik
rit í gærkvöldi, Shirley?
Ég glápti á hana og vissi ekki,
hvað ég átti að segja. Ég hafði
ekki sagt neinum utan fjölskyld
unnar. frá þessari ferð, — en
það var eins og hún læsi hugs-
anir mínar því hún sagði og hló
um leið kuldahlátri.
— Það er einfalt, þú sagðir
mér það sjálf — eða einhver
27
heima hjá þér, þegar ég kom
um daginn. Og hvað um það, —
hún pírði augun svolítið, —
hvers vegna skyldi þér ekki vera
sama, þótt ég viti þetta? Allir
vita, að læknirinn er á eftir þér,
— er það ekki? Ert þú skotin í
honum?
■— Þú hefur engan rétt . . .
byrjaði'ég ösjálfi-átt, — en hún
greip fram i fyrir mér.
— Ég hef allan rétt . . . ertu
skotin í lækninum, Shirley.
— Nei, ég er það ekki . . . ég
reyndi að sýnast róleg. Svo
kannski, að þú hættir að haga
þér svona einkennilega, Janice..
Vegurinn er opinn fyrir þig mín
vegna . . . ég skal ekki verða þér
Þrándm- í Götu. Hún sneri sér
að mér, náföl í framan, og mér
til mikillar undrunar sá ég að
augu liennar voru full af tár-
um.
Shirley, þú skilur ekki ....
byrjaði hún alvarleg . . . það, sem
ég er að hugsa um, er þín ham-
ingja og ekkex-t aniiað . . . eins
og alltaf hefur verið . . .
—- Þú hefur þá einkennilegan
hátt á að sýna það, sagði ég.
Janíce, — hvers vegna þurfum
við að standa í illdeilum. Það
er mesta ólíklegt, að við gætum
orðið óvinir eftir öll þessi ár . .
-4 Margt virðist ómögulegt,
sagði liún dapui-lega, — en ger
ist samt, Shirley. Sjáðu, nú er-
um við komnar að hliðinu, þarna
er nætur-systirin. Við hljótum að
vera á seinni skipunum. Fyrir-
gefðu mér,----en ég þarf að taka
til fótanna. Ég sé þig bráðum,
— kannjski í kvöld.
Ég hélt áfram ein míns liðs
hægum skrefum, en Janice
hijóp á undan mér. Ég reyndi
að telja sjálfri mér trú um, að
allt væri í himnalagi á milli okk
ar, en mér tókst ekki að sann
færa sjálfa mig. Janice var af-
brýðissöm, og það var tilgangs-
laust af mér að láta, sem ég
vissi það ekki. Ef ég væri í Jani
ce sporum og ástfangin í Col-
in, hvernig hefði ég þá tekið
því, ef hún sæti ein að honum
og varnaði því, að hann veitti
mér nokkra athygli.
Það var mikið að gera þenn-
an laugardag, og ég var því feg-
in, að ég rakst ekki á Colin Mast
ers. Það eina, sem ég sá til hans
þennan dag voru slopplöfin hans,
sem slógust til þegar hann var
á hraðri ferð út eftir ganginum.
Ég hafðí ekki minnsta grun um
það, hvernig ég ætti að haga
mér næst, þegar við hittumst, en
ég var ákveðin í að slá slíkum
vandamálum á frest og einbeita
mér að starfinu. Yfirhjúkrunar
konan var stutt í spuna, en —
ég reiknaði með því, að það ætti
rót sína að rekja til þess, að
það var jafnán mikið hjá henni
að gera á laugardögum, margir
sjúklingar voru sendir heim og
jafnmargir komu inn. Það var
líka skipt í rúmunum og tekið
til lín til þvottar á laugardögum,
og allir, sem unnið hafa á sjúkra
húsum vita, hvílík martröð það
getur verið. Ég átti að hjálpa
til við þetta og ég verð að játa,
að mér þótti það eitt hið óynd
islegasta, sem ég gerði á Red-
stones. Þennan laugardag var ég
að vinna með hiúkrunarkonu,
Jeltor að nafni. Hún var fyrir-
taks hjúkrunarkona, að því er
sagt var, — en lítill félagi, að
því er mér fannst. Hún var stór
og stæðileg með lymskuleg augu.
Sumar hjúkrunarkonurnar héldu
því fram, að Jeltor gengi pm
með blað og blýant og píndi út
úr sjúkliifgunum öll teyndap-
mál, sem þeir byrgðu innra með
sér, þegar þeir voru að rakna
úr rotinu eftir uppskurði. Aðr-
ar stóðu á því fastar en fótunum,
að þær hefðu séð hana liggja á
hleri við svefnherbergisdyr yfir-
hjúkrunarkonunnar af því að
vesalings konan talaði upp úr
svefninum. Þótt þetta væru auð-
vitað lygasögur, sem enginri
trúði, — var samt einhver fótur
fyrir því, að Jeltor var forvitin,
því að hún vissi jafnan allt, sem
gerðist á Redstones og meira tiL
Ef hún vissi ekki eitthvað upp
á sína tíu fingur á bjó hún til
og bætti við eftir hentugleik-
um. Því miður lá hún ekki á því,
sem hún vissi, — en var sérlega
gjafmild á allar upplýsingar.
Þennan daginn virtist hún í sér !
lega góðu skapi og ég dró mig
meira og meira inn í skel. Hún
kunni þó alls elcki að taka neiti
um ábendingum, það hefði mátt
vera gróf móðgun sem gæti feng
ið hana iil að skilja, að manni.
væri ekki um hana.
— Þú berð trúlofunarhringinn
þinn eklci lengur, elskan, .sagði
' hún glaðlega, þegar við vorum
_að burðast með lökin. Segir það
eitthvað?
— Það segir bai-a, að ég er
ekki með hann, tautaði ég.
Hún hló glaðlega.
— Alltaf gaman að kunna að
gera að gamni síru, elskan. En
það er sagt, að þú sért ekki leng
ur trúlofuð laglega piltinum úr
þorpinu. Ja, ég sel það ekki dýr
ara en ég keypti . . . Marty litla
— Ég heiti Martin.
— Marty er svo miklu vina-
legra, — það finnst mér, hélt
hún áfram. Það tekur suma menn
ekki langan tíma að skilja, að
— Mamma þín segir, — pabbi þinn segir, — frænka þíai
segir, — gerirðu aldrei neitt, sem þig langar til, eða hvað?
AIÞÝÐUBLAÐIÐ — 2. okt. 1963 is