Alþýðublaðið - 18.10.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 18.10.1963, Blaðsíða 9
Á grímudansleikjunum leggjum við ekkj aðaláherzluna á sjálfar grímurnar. Ég hefi sagt stúlkunum að koma í gömlum kjólum eða ein- hverju slíku og piltunum að koma bara í gömlum gallabuxum. Til breytingin er aðalatriðið. Einni nýjung höfum við komið á en það eru danskeppnir. Slíkar keppnir tíðkast mjög á norður- löndum. Við höfum því miður ekki getað tekið þátt í þessum keppnum, en ég efast ekki um að okkar unglingar eru fyililega sam- keppnisfærir í dansi sem öðru. Kennari minn í Danmörku, sem kennt hefur í 45 ár og er sérfræð- ingur í barnadönsum, hefur sam- ið marga barnadansa og gert lög fyrir börn. Þessi maður hvatti mig til að semja dansa, en ég var nú heldur ragur við það. Þó samdi ég dans við bangsalagið 'úr leikrit- inu , „Dýrin í Hálsaskógi“ og hef- ur sá dans verið mikið dansaður af eldri og yngri börnum. Meiningin er að vera opinn fyrir nýjum barna lögum og semja helzt við þau dansa. Barnadansar eru mjög vin- sælir á norðurlöndum, en þekkjast ekki í Englandi, þó merkilegt megi ^heita. Þó eiga þeir gamla barna — dansa frá Victoriutímabilinu. Hér á landi eru líka til gamlir barna — dansar, sem nauðsynlegt er að halda við. Frá byrjun hefi ég verið mjög ófeiminn við að segja nemendum, eldri og yngri skoðanir mínar á danskennslunni, enda er það öll- um fyrir beztu. Það þarf að læra frumsporin fyrst, þar gildir það sama og við lestrarnám. Það verð ur að læra að þekkja stafina áður en farið er að lesa. Þegar við hjón- in fórum út til að læra nýja dansa, rákumst við á það að gleýmst hafði að kenna okkur frumsporin. Það vantar danshús hér á landi. Þessi veitingahús eða rekstrasjón- ir, eru ekki byggð með það fyrir augum að vera danshús fyrst og fremst. Þar er of þröngt á þingi til að hægt sé að dansa, nema þá helst á mánudögum eða þriðju- dögum, enda veit ég dæmi þess að fólk sem verið hefur í námi lijá mér fer þangað á þeim dögum, til að hafa rými. Til að bæta eitthvað úr þessu veit ég að nokkrir nem- enda minna, fyrrverandi og núver- andi, ætla að stofna klúbb, þar sem markmiðið verður að koma saman og dansa. Mest er þetta hjóna- fólk, eins og eðlilegt er. Við höfum hugsað okkur að mæta á þessum danskvöldum til að kenna ný spor og leiðbeina á annan hátt. Ég hafði verið með þessa hugmynd í koll- inum um tíma, en þótti vænt um að hún skyldi koma frá þeim s.iáif- um, því annars er hætt við að þeim hefði fundizt ég vera of ein- ráður. Að lokum vil ég segja þetta. Ég tel að danskennsla hafi mjög mikil uppeldisleg álirif. Nemendum er kennd kurteisi í framkomu og þeir sem eru haldnir feimni, losna við hana þegar þeir byrja að læra dansana. Sem dæmi get ég nefnt það að til mín hafa komið ung- menni sem hafa trúað mér fyrir því, að þau þori hreinlega ckki út á dansgólfið, án þess að vera búin að fá sér í staupinu áður. Þetta er feimni sem flestir losna við, sem nema dans. R. L. Myndirnar: Það er líf og fjör í Skátaheimilinu, þegar dans- ltennslan fer fram. Á meðfylgjandi myndum sjáum við m. a. tvo af kennurunum, en það eru þau frú Unnur Ragnars og Örn Guðmundsson. Það væri synd að segja að börnin slægju slöku við námið, enda sést á svip þeirra að nægur áhugi er fyrir hendi. Þarna læra þau að dansa, syngja og það sem jafnvel mest er um vert, þau læra fallega framkomu. Ódýrt Ódýrt Mjög édýrar hollenzkar vetrarképur TÍZKUVERZLUNIN GUÐRÚN Raubarárstíg I ÓVBÐJAFNANLEGA HRESSANDB FiiEYDIBAf) ALGEMARIN-baðið er heilsubótarbað, sem hefur þau áhriC að örva blóðrás til húðarinnar og bæta líkamanum upp ým- is efni, sem gengin kunna að vera til þurrðar. ALGEMARIN-baðið hressir og endurnærir á sama hátt og sjóbað, með því að í baðvatni, sem blandað er þessu baðefni, eru hin sömu efni og í sjávarvatninu í lífrænni og virkri mynd. ALGEMARIN myndar froðu, sem leikur um líkamann, opn- ar svitaholurnar og hreinsar þær með dýptaráhrifum sín- um og nær að verka milliliðalaust á sjálfar frumurnar. ALGEMARIN-fótabað er góð og þægileg hressing eftir eril- saman dag. Ðreypa skal hóflega miklu af ALGEMARIN á baðkers- feotninn og láta síðan renna í kerið svo að froða myndist. Útsölustaðir í Reykjavík: Sápuliúsið — Regnhoginn Vesturbæjar Apótek Snyrtivörubúðin Laugavegi 76 Tízkuskólinn Laugavegi 133 Oculus Heildsölubirgðir: RIMAR H.F. Umboðs- og heildverzlun — Simi 23627. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 18. okt. 1963 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.