Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1903, Síða 4

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1903, Síða 4
4 heild, þar sem eigi er hægt að raska neinu einstöku, án þess að lama heildina.« Sem betur fór, gátu hinir ráðandi efri deildar menn eigi fengið vilja sínum framgengt. Neðri deild færði styrkinn til fjelagsins upp í 6500 kr. á ári. Fjárlaganefnd efri deildar sat þó við sinn keip og setti málið í sameinað þing, en varð þar í miklum minni hluta. Annað, sem hinum ráðandi þingmönnum í efri deild var umhugað um, var að Ræktunarfjelagið væri eigi óháð. Til þess að sjá fyrir þessu, átti að veita Búnaðarfjelagi Islands 2500 kr., og svo átti Búnaðarfjelagið að veita Ræktunarfjelaginu þessa upphæð, »af því að skipting fjárins til óháðra fjelaga, er eigi standi undir sam- eiginlegri yfirstjórn,* segir í áliti fjárlaganefndar efri deildar, »er um leið dreifing og skerðing kraptanna.c Það er nokkuð óljós hugmynd, sem kemur fram í þessu, því að hvaða kraptar eru það, sem skerðast, þó að Ræktunarfjelagið geti starfað sem óháð fjelag samkvæmt tilgangi sínum og vilja fjelags- manna sinna. Kraptar þjóðarinnar geta þetta eigi verið. Ræktunar- fjelagið vill auka og efia krapta þjóðarinnar. Kraptar Búnaðarfje- lags Islands geta þetta heldur eigi verið. Ræktunarfjelagið veitir Búnaðarfjelaginu stuðning og ljettir undir með því, svo að það getur beitt sjer enn betur. Kraptar Ræktunarfjelagsins geta þetta ómögulega verið, því að það þarf að geta notið krapta sinna frjáls- lega, til þess að gcta fullnægt tilgangi sínum. Þessi orð um »dreifing og skerðing kraptanna* í áliti fjárlaga- nefndar efri deildar, eru nokkuð óskiljanleg í því sambandi, sem þau eru notuð. En að öllum líkindum hefur vakað fyrir hinum hátt- virtu efri deildar mönnum gömul skoðun um, að dreifing land- stjórnarvaldsins væri skaðleg fyrir þjóðfjelagið. Þessi skoðun hefur fyr meir haft mikið fylgi og þekkjum vjer hana vel í stjórnarbar- áttu Islands. Hægri menn í Danmörku vildu eigi láta ísland fá stjórnfrelsi, af því að þeir álitu að dreifing valdsins væri skaðleg fyrir ríkið. Þessi skoðun um dreifing valdsins fylgir opt þeim, sem völdin hafa, og hún er svo seig, að hún hverfur aldrei til fulls, fyrri en sannarlegt þjóðfrelsi ryður sjer tii rúms.

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.