Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1903, Blaðsíða 15

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1903, Blaðsíða 15
iS unarfjelagið mun reyna þær. Ennfremur þarf að sýna mönnum, hvernig á að verka súrhey og sæthey. Hjer að framan hefur verið minnst á nokkur búnaðarverkfæri. Hingað til hefur mannkrapturinn verið ódýr, en nú er hann að verða dýr, og svo er eigi einu sinni hægt að fá hann. Það eru því lífsskilyrði fyrir bændur að fara að nota hestaflið. I útlöndum er sagt að einn maður með sláttuvjel og tveimur hestum vinni jafn-mikið og 10—II menn, en íslenskir hestar eru kraptaminni. Þessvegna þyrfti að hafa tvo íslenska hesta fyrir einhestisvjel; með henni getur einn maður slegið fimm til sex dagsláttur í túni. Það er auðsætt, hversu mikill vinnusparnaður þetta er. í útlöndum eru notaðar vjelar til að raka, snúa heyi, sá, ná upp illgresi o. s. frv. Allar þessar vjelar þarf að fá, reyna þær og ef þær eru eigi alveg við vort hæfi, þarf að laga þær. Ræktunarfjelagið þarf að leggja afarmikið kapp á að bændur fái sem best búnaðarverkfæri. Búnaðarfjelag íslands hefur mikinn hug á þessu máli og hefur boðið Ræktunarfjelaginu mikilsverðan stuðning. Ræktunarfjelagið þarf að vinna að því, að menn fari að rækta skóg, að menn noti mó til eldsneytis, láti rannsaka hitagildi hans o. s. frv., en vjer skulum eigi tjölyrða um þetta. Hjer er að eins tilætlunin að benda mönnum á helstu verkefni Ræktunarfjelagsins. Að svo mæltu skulum vjer athuga, hvernig rjettast sje að fræða almenning. Venjulegasta aðferðin er sú, að rita greinar í blöð eða ritgjörðir í tímarit eða semja bækur handa almenningi og reyna svo að breiða greinar þessar, ritgjörðir og bækur út meðal al- mennings. Síðan ætlast menn til þess að fólk taki þetta viðstöðu- laust til greina og fari eptir þessu. I raun rjettri ber þetta vott um ónærgætni og vöntun á rjettri þekkingu á hag almennings. Flestir bændur eru þannig staddir, að þeir mega eigi við því að setja efni sín í hættu. Þeir verða að fara gætilega með þau. Þeir, sem eru efnaðir, hafa flestir farið gætilega með efni sín og vilja því eigi setja þau í hættu. Síðastliðið sumar var minnst á, að það væri mikil fyrirmunun á bændum að setja eigi hey sitt í súrhey eða sæthey. En þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.