Valurinn - 06.07.1907, Qupperneq 2
196
VALURINN
84. Guðmundur Finnbogason
cand. mag.
85. Jón Magnússon bóndi frá
Bráðræði.
86. Magnús Blöndahl trésmið-
ur.
87. Ottó N. Þorláksson stýrim.
88. Sveinn Sigfússon kaupm.
89. Þórður Guðmundsson út-
vegsbóndi.
90. Magnús Benjamínsson úr-
smiður.
91. Jón Þórðarson kaupm.
92. Sig urður Jónsson kennari.
Árla um morguninn kvaddi
Bjarni frá Vogi menn til göngu
til Lögbergs hins forna. Gengu
menn þangað í fylkingu og
báru íslenzka fánann, enda
veifaði hann víða um Þingvöll.
Höfðu ýmsir haft með sér fána,
bæði á vögnum og reitt þá með
sér. Var það fögur sjón, að
sjá hinn fagra íslenzka fána
blakta yfir vænum hóp röskra
Islendinga og bera við blá fjöll
og hvítan snæ. Er á Lögberg
var komið kvaddi Bjarni sér
hljóðs, og talaði snjalt erindi
um íslenzka fánann, og »lög-
helgaði« hann á Lögbergi hinu
forna um leið og hann reysti
hann þar hæzt á gjárbarmin-
um. Var gerður hinn bezti
rómur að máli hans. Lék
hornleikaraflokkurinn fánalag
Sigfúsar á eftir. Að þessu loknu
héldu menn aftur til búða.
Klukkan tólf fylktu menn sér
aftur og gengu til Lögbergs,
var síðan settur fundur.
í íundarbyrjun flutti Björn
ritstjóri Jónsson langt erindi og
snjalt fyrir hönd fundarboð-
enda og var að þeirri ræðu lok-
inni kosin stjórn fundarins.
Forseti var kosinn Sigurður
prófastur Gunnarsson í Stykk-
ishólmi, en varaforsetar Björn
Jónsson ritstj. og Ari Jónsson
ritstj. Fundarskrifarar voru
kosnir Sigurður ritstj. Hjörleifs-
son og Benedikt ritstj. Sveins-
son.
Að því loknu var nefnd kos-
in i sambandsmálið og hlutu
þessir kosningu:
Bjarni Jónsson frá Vogi.
Björn Sigurðsson bóndi á
Kornsá.
Einar Hjörleifsson.
Guðmundur Friðjónsson.
Guðmundur Guðmundsson
frá Gufudal.
Kjartan Helgason prestur í
Hruna.
Magnús Blöndahl húsa-
smiður.
Því næst var hlé á fundin-
um meðan nefndin lauk starfa
sínum.
Kl. 4 hófst fundurinn aftur,
og hóf þá Einar Hjörleifsson
ritstj. umræðurnar um sam-
bandsmálið, sem framsögumað-
ur nefndarinnar. Mæltist hon-
um vel að vanda. Hófust sið-
an umræður og tóku þessir
fulltrúar til máls:
Jónas Guðlaugsson ritstj.,
Guðm. Guðmundsson fyrrum
prestur,HaraldurNíelsson cand.
theol., Gísli lögfr. Sveinsson,
Jósep skólastjóri Björnsson,
Árni bóndi Þorkelsson frá
Geitaskarði, Guðmundur Finn-
bogason heimspekingur, Ágúst
bóndi Jónsson frá Höskuldar-
koti, Þórður prestur ólafsson,
Jens prófastur Pálsson, Eyj-
ólfur bóndi Guðmundsson,
Guðmundur skáld Friðjónsson,
Lárus bóndi Helgason og Ein-
ar ritstj. Hjörleifsson.
Allir voru ræðumenn sam-
mála um, að halda fram ítr-
asta rétti lands vors og þjóðar,
og frá öllum ræðumönnum
kom fram ákveðinn vilji, að
gefa ekkert eftir af landsréttind-
um vorum fornum og nýjum.
Var eins og öll flokkaskifting i
landinu væri horfin, og menn
hefðu það eitt fyrir augum, sem
vissi til heilla fósturjörðinni.
Að loknum umræðum voru
samþyktar svohljóðandi tillög-
ur frá nefndinni í einu hljóði:
1. a. Fundurinn krefst þess, að
væntanlegur sáttmáli við
Dani um afstöðu land-
anna sé gerður á þeim
grundvelli einum, að ís-
land sé frjálst land í kon-
ungssambandi við Dan-
mörku, með fullu jafnrélti
og fullu valdi gfir öllum
sínum málum. En þeim
sáttmála má hvor aðili
um sig segja upp. — Fund-
urinn mótmœlir allri sátt-
málsgerð, sem skemra fer,
og telur þá eigi annað fgr-
ir höndum en skilnað
landanna, ef eigi nást slík-
ir samningar, sem nefndir
voru.
b. Fundurinn telur sjálfsagt
að ísland hafi sérstakan
fána, og felst á tillögu
Stúdentafélagsins um gerð
hans.
c. Fundurinn krefst þess, að
þegnréttur vor verði ís-
lenzkur.
2. Sökum þess að Alþingi var
eigi rofið, þegar afráðið
var að skipa samninga-
nefnd í sjálfstœðismálinu,
skorar fundurinn á Alþingi
og stjórn að sjá um, að
nefndin verði eigi skipuð
fyr af íslands hálfu, en
kosið hefir verið til alþing-
is af nýju.
Að umræðunum og sam-
þyktunum i sambandsmálinu
loknum var fundinum slitið.
Þingvallafundurinn markar
nýtt tímabil í sögu landsins.
Hann rekur smiðshöggið á þá
sjálfstæðisstefnu, sem ólgað hef-
ir í ýmsum myndum í hug-
um manna hér á landi undan-
farin ár. Hann sameinar hin-
ar ýmsu stefnur, og setur bar-
áttu vora ótvirætt yfir á grund-
völl fornra landsréttinda. Blaða-
mannaávarpið var undanfari
Þingvallafundarins, og það sem
mönnum kann að hafa þótt
tvírætt í því, ætti nú að standa
öllum ljóst. ísland á að vera
»frjálst land í konungssambandi
við Danmörku með fullu jafn-
rétti og fullu valdi yfir sínum
málum«. Þetta tekur af allan
vafa um það, hve langt blaða-
mannaávarpið fór, og að í því
voru falin full landsréttindi ís-
lands, en engin innlimun. Um
þetta eru nú allir flokkar í
landinu sammála, nema ef vera
kann eitthvert lítið flokksbrot,
vörður hins heilaga grautar-
Grals,1 og lífvörður stjórnar-
innar. En vonandi sjá þó þess-
ir íslenzku Gral-riddarar, að
ekki tjáir að spyrna á móti
broddunum, ekki tjáir að rísa
öndverðir móti einhuga kröf-
um vaknandi þjóðar. Því vak-
andi er sú þjóð, sem bindur
það fastmælum, að sækja full-
an, eðlilegan og sögulegan rétt
sinn í hendur erlenda valds-
ins, vakandi er sú þjóð, sem
lætur engar fortölur hindra sig
frá því, og enga erfiðleika
standa sér þar í vegi. Vak-
andi er sú þjóð, sem segir:
»Annaðhvort fullkominn rétt
minn eða ekkert samband. Eg
er ekki fær um að gefa neitt
eftir af því, sem mér ber, eg
þarf á fullu frelsi mínu að
halda!«
Og þettá hefir íslenzka þjóð-
in nú gert. Sjálfstæðisstefnan
hefir unnið hinn glæsilegasta
sigur í hugum landsmanna;
hún hefir dreyft allri innlim-
unarþoku og komið i veg fyrir
alt draumfálm eftir réttarbóta-
hálmstráum, sem oft hefir nær
því orðið hinni íslenzku þjóð
að fjörtjóni.
Allir sannir íslendingar hljóta
að gleðjast yfir þessum fregn-
um, og allir þeir dansklund-
aðir íslendingar, sem klístrað
hafa ættjarðarmiðanum utan á
sig, neyðast nú til að koma
fram úr skúmaskotum sínum
og sýna sig í dagsbirtunni.
Héðan af ætti greinarmunur-
inn að verða ljós milli sannra
íslendinga og danskra íslend-
inga.
Og það má vera þjóðinni
mikið gleðiefni, því skæðastir
eru þeir úlfarnir, sem bezt hafa
lag á þvi, að bregða yfir sig
sauðargærunni.
Nú fyrst getum vér íslend-
ingar stært oss af því, að vér
áttum frjálsa feður, þegar vér
höfum hafið það verk, er feður
vorir létu niður falla. Vér
ættum ekki lengur að þurfa að
minnast þeirra með kinnroða
ættlerans.
Tekur islenzka þjóðin því von-
andi undir með því, sem ýms-
ir fulltrúarnir sögðu, er þeir
höfðu lokið starfi sínu, og
rendu auguin sínum yfir hinn
forna helgistað allra íslenzkra
minninga:
»Pelta er sá gleðilegasti dagur,
sem eg hef lifaðfc
Vér teljum vist, að svo verði.
1 Heilög skál, sem fræg helgisaga
er um.
Ef horfi eg í augu þér.
Eftir Heine.
Ef horfi eg í augu þér,
þá óðar burtu sorgin fer,
en kyssi eg munninn, kæra,
þinn,
eg kraft í æðar streyma finn.
Og hallist þú að hjarta mér,
mér himinsæla búin er,
en mælir þú: »Þér ann eg æ«,
eg ekki gráti varist fæ.
J. Guðlaugsson.
Alþingi
var sett 1. júlí kl. 12 á hádegi.
Sra Friðrik Friðriksson hélt
þingsetningarræðuna og talaði
vel. Þá hófst sameinað þing,
og eftir að ráðherra hafði lesið
upp opið bréf konungs um
setning Alþingis og Tryggvi
Gunnarsson húrrað tyrir kong-
inum, var tekið að kjósa for-
seta.
Forseti sameinaðs þings var
sra Eiríkur Briem kosinn með
23 atkv. (Jóh. Jóh. fékk 11).
Varaforseti: Lárus H. Bjarna-
son 23 atkv. (St. St. Sgf. 12 at-
kv.) — Ritarar: Hannes Þor-
steinsson með 22 atkv. og
Guðm. Björnsson með 21 atkv.
(sra Sig. Stefánsson fékk 13
atkv. Sig. Jensson 12).
, Forseti neðri deildar var Magn-
ús Stephensen uppgjafalands-
höfðingi kosinn með 16 atkv.,
og varaforsetar þeir Magnús
Andrésson með 16 atkv. og Tr.
Gunnarsson með 15. Skrifarar:
H. Þ. og Jón Magnússon með
17 atkv.
Forseti efri deildar Júlíus
Havsteen.
Varaforsetar Jón Jakobsson
og Guðjón Guðlaugsson.
Ritarar B. M. ó. og Sig. Jens-
son.
Nefndarskipanir.
Fjárlaganefnd: TryggviGunn-
arsson, Jón frá Múla, Skúli Th.,
Eggert Pálss., Þórh. Bjarnar-
son, Stefán Stefánsson þm.Skgf.,
Árni Jónsson.
Yfirlitsnefnd landsreikninganna
1904—5: ólafur Briem (23 at-
kv.), Guðl. Guðmundsson (20)
og Magnús Kristjánsson (16).
Skattanefnd: Lárus H. Bjarna-
son, Pétur Jónsson, Björn
Kristjánsson, Guðm. Björnsson,
Hermann Jónasson, Ólafur ól-
afsson, Ól. Briem.
Lœknaskipunarmálið falið 5
manna nefnd: Guðm. Björns-
syni, ólafi Thorlacius, Jóhann-
esi Ólafssyni, Stefáni Stefáns-
syni þm. Eyfirðinga, Guðlaugi
Guðmundssyni.
Almennur ellistgrkur. Kosin
5 manna nefnd: Björn Bjarnar-
son, Lárus H. Bjarnason,
Magnús Andrésson, Pétur Jóns-
son, Hermann Jónasson.
Landsdómurinn var ruddur í
efri deild Alþ. í fyrradag, og
var þessum rutt:
Eirin r Benediktsson sýslumaður
Jens Pálsson próf. í Görðum