Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.10.1919, Page 2

Verkamaðurinn - 30.10.1919, Page 2
88 VERKAMAÐURINN. m VERKAMAÐURINN keniur út á hverjum Fimtudegi 48—50 blöð til ársloka 1919. Árgangurinu kostar 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Útgefendur: Verkamenn á Akureyri. Ábyrgðarmaður: Halldór Friðfónsson. Afgreiðsla hjá Finni fónssyni, Kaupfélagi Verkamanna. --V$A K$*— —4*— Prentsmiðja Björns Jónssonar. Mér kemur í hug frásaga er eg las fyrir mörgum árum. Kona vildi ná ástum karfmanns, en gat ekki vegna þess að önnur kona átti ást og aðdáun hans. Sú kona var forkunnar fögur ásýndum, göfug að eðlisfari og falslaus. En kvenskassið hugði að alt stæði og félli með fegurðinni. Það lét þræla sína misþyrma konunni fögru, spilla útliti hennar og leit- ast við að kasta skugga á ættgöfgi hennar og mann- orð. Að því búnu var hún leidd fram fyrir' mann- inn og honum gefinn kostur á að kjósa. Bannmenn starfa að því að breyta lögunum í sama horf og til var ætlast, þegar þjóðin játaðist undir þau. Skerpa eftirlitið með lögunum, afnema konsúla og skipaáfengið og draga úr núsnotkun lækna á leyfi til úlgáfu áfengisseðla. Peir vilja styðja bannlögin og bæta þau, svo þau verði sem far- sælust fyrir þjóðina. Andbanningar, þeir er nokkuð ber á, vilja ekkert gera til þess að bannlögin geti komið að íullu gagni. Peir vilja ekki spyrja þjóð- ina hvort hún vilji bannlög, sem fá að njóta sín í friði og óáreitt. Nei, hugsjónin er ekki stærri, há- fleygari né göfugri en það, að þeir vilja láta þjóð- ina velja um, hvort hún vilji bannlögin, þegar þeir andbanningar og þjónar þeirra, hafa svívirt þau og afskræmt á allan hátt, eða ríkiseinkasölu á áfengi. Findi Björn Líndal og aðrir andbanningar það hjá sér, að þeir væru svo siðferðislega þroskaðir, gæddir þeirri víðsýni, göfugmensku og mannkær- leika að þeir gætu boðið þjóðinni sig sem umbóta- menn, myndu þeir ekki kjósa leiðina sem andbann- ingar bentu á á þingi í sumar. Pá myndu þeir spyrja þjóðina; Hvað af þessu þrennu kýst þú, áfengisbann, framkvæmt efiir hugsjón bannvina, á- fengisbann, afskrœmt og lamað, eða ekkert áfengis- bann, en rikiseinkasölu á áfengi. En andbanningar vilja ekki spyrja á þenna hátt, þeir vita vel að þjóð- in myndi svara á þá leið að hún vildi óskorað og öflugt áfengisbann. En af hólminum þeim rennur þingmannsefnið á Svalbarði og aðrir audbanningar. Til þess að vinna að uppfyllingu þeirrar óskar þjóð- arinnar, eru þeir alt of miklir þrælar fýsna sinna, skortir manngöfgi og umbótaþrá til þess að starfa fyrir heill ineðbræðranna og vilja heldur vega aftan að þjóðinni en að snúast í lið með henni. Bannmálið er ágætur prófsteinn. Eftir því má mikið mela gildi þingmanna. Peir sem ekki hafa hug til að hjálpa þjóðinni til að varpa af sér áfeng- isokinu, eru ekki líklegir til að fara vel með um- boð sitt á öðrum sviðum. Þeir eiga að sitja heima. Þeir sem fjandskapast við og reyna á allan hátt að svívirða og misþyrma einu lðgunum, sem þjóðin hefir óskað eftir með eigin atkvæði, eru og verða böðlar þjóðarviljans. Það er skylda allra kjósenda áð neita þeim um fylgi á kjördegi. Birni Líndal hefir verið hælt fyrir hreinskilni í þjóðmálum. í bannmálinu bpestur hann hreinskiln- ina. Þar kýs hann krókaleiðina. Jafn gáfaður mað- ur og B. L. er, skilur það og veit að það er móðg- un við þjóðina að biðja hana að fella atkvæði um bannið á jafn óheilbrigðutn grundvelli og andbann- ingar fara fram á. Eyfirskir kjósendur, sem unna bindindis- og bann- málinu, ættu að launa Líndal »þessa hreinskilni« með því að láta hann sitja heima. Bannmaður. Útlendar fréttir. Hafnarverkfallinu í New York lokið. Mótmælaverkföll hafin í héruðum sem Belgía á að fá í Þýskalandi. Bandamenn neita að verða við kröfum Rúmena um landaukning vestur á bóginn. Portúgalar leyfa Bandaríkjunum að hafa flotastöð í Azoreyjunum. Bolchevickum veitir betur. Hafa þeir teflt fram kvenherdeild Petrograd til varnar. Finnland neitar um stuðning. Feinflokkurinn magnast í írlandi. Breskir embættismenn þar hræddir um líf sitt. Kolaskortur í Pýskalandi. (Fréttaritari V.m. Rvik). Irmlendar fréttir. 29/io 23. Okt. s. 1. fórst seglskipið Activ frá Marstal undir Knararnesi á Mýrum. Allir menn tíndust. Tímakaup verkamanna í Reykjavík nýlega hækkað upp íl kr. og 16 auraum tímann. Alþýðuflokkurinn byrjaði í dag að gefa út dagblað á stærð við »Dvöl« Ólafur Friðriksson ritstjóri. (Fréttaritari V.m. Rvlk.) Hljótt er nú um kosningar í Akureyrarbæ. Kjósendur bíða eftir M. K., vonast eftir að þegar hann er kom- inn, muni þingmannaefnin leiða saman hesta sína frammi fyrir kjósendum, og nægur tími að berjast úr því. Flogið hefir fyrir, að Sig. dýral. þættist eiga ítök í hugum verkamanna. Hefir máske þótst vinna til fylgis þeirra með framkomu sinni í dýr- tíðarmálum bæjarins undanfarin ár og yfirleitt allri baráttu gegn öllum áhugamálum verkamanna. Annars mun það sanni nær, að hinir fáliðuðu fylgismenn Sigurðar séu hér að fleypra með stað- leysur fyrir hans hönd, einungis til að bera sig mannalega meðan hæfilega langt er til kjördags. Geldur Sigurður hér sem oftar sambands við sér verri menn. Kvöldskemtun hélt kvenfélagið »Framtíðin« á Sunnudagskvöldið var. Var þar til skemtunar, tvísöngur, gamanvísna- söngur, lúðraspil og upplestur. Bögglauppboð — og dans á eftir. »Kora« koqi á Mánudaginn, tók hér kjöt til útflutnings. Fór um kvöldið áleiðis austur um land og út. Er þetta siðasta ferð Koru hingað til lands þetta ár. »Firda«, norskt flutningaskip, kom hingað seint í fyrri viku með vörur til kaupsýslumanna. Fór héðan vestur til ísafjarðar á Mánudaginn var. »ísland« væntanlegt um helgina kemur. Aflalaust hér inn á firðinum, en töluverður fiskur úti fyrir þegar á sjó gefur. Verð á nýjum fiski, slægðum, hér í bænum 50 aurar kg. Tíðin stilt síðan um helgi. Væg frost og þur- viðri, Bókavinir, lesið þetía! — Ca. 200 bækur til sölu. — Margar æfisögur, og bækur ýmislegs efnis. Bæk- urnar verða seldar með vægu verði. Bókasöfnum og einstökum mönnum verða seld eitt eða fleiri eintök — eftir óskum. Er daglega að hitta kl. 4 — 6 e. h. Öllum spurningum viðvíkjandibókunum verðursvarað. Kristian Johnsen, Hjálprœðisherinn »Laxamýri«. Ath. Gítarstrengir og tónblístrur til sölu. Versl! „Brattahlíð“ Kaffi, besta teg. kr, 4.00 kg. Export, kannan, kr. 2.20 kg. íslenska smjörlíkið. OMA-margarínið, Ostar ágætir, Rúsín- ur, Sveskjur, Mjólk, Kakaó Súkkulaði- og margt fleira. Brynjólfur E. Stefánsson. Bæjarsvörður. Pað síðasta af honum verður afhent á MÁNUDAGINN og PRIÐJUDAGINN 3.og4. Nóv- ember n. k. 30. Okt. 1919. Stefán Melstað. FDNDDR verður haldinn í Trésmiðafélagi Akur- eyrar Sunnudaginn 2. Nóv. n. k. hjá Sig. Fanndal og byrjar kl. 4 e. h. Tvö stórmál á dagsskrá. 3%0 1919. Stjórnin. Reyktóbak, (í baukum og pökkum) Munntóbak, Vindlar. Cigarettur, nýkomið í versl. „Brattah/íð“ Brynjólfnr E, Stefánsson,

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.