Verkamaðurinn - 08.11.1921, Blaðsíða 2
VERKAM AÐURINN
9
Verkamaðurinn kemur út á Laugar-
dögum. 60 — 70 tbl. um árið. Kostar
fimm krónur árgangurinn. Gjalddagi
15. Júní. Uppsögn bundin við áramót,
sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1.
Nóvember. Ábyrgðar-, afgreiðslu- og
innheimtumaður Halldór Friðjónsson.
Talsími 110.
Laknarnir hafa fengið haekkað taxta
sína að miklum mun. Einkum eru höf-
uðstaðarlæknar dýrir á verkum sínum.
Föst laun laekna úr ríkissjóði ættu því
ekki að vera há. Annars vil eg geta
þess, að eg tel báðar þessar tegundir
'embættismamia mjög þarfar, og um
fækkun á þeim er ekki að tala frá því
sem orðið er.
Aftur á móti hafa sumir talið hægt
að fækka, sýsíumönnum. En eg býst við
að það sé mjög hæpið. Umdæmi þeirra
eru nógu stór, og starfsemi þcirra marg-
brotin og umfangsmikil. En Iaun þeirra
með prósentum af innkölluðum tekjum
ríkissjóðs, uppboðshöldum etc. verða
all-álit!eg og hjá sumum óþarflega mik-
il. Mætti klípa dálitia ögn af launum
þeirra margra, og þeir þó fullsæmdir af.
Rað má enginn skilja orð mín svo^
að eg öfundi embæftismennina af laun-
um þeirra. Langt í frá. En vér höfum
ekki ráð á að borga þeim svona mikið.
Embættismerm margra erlendra ríkja hafa
hin síðari hörmunga ár lifað við mjög
lág laun. Og sumstaðar svo lág að þe.r
geta ekki af þeim liíað. En hér hefir
aldrei verið tiltölulega eins vel launað
opinberum starfsmönnum ríkisins og nú.
Meraileg ráðstöfun. Líklega óaðgæsla.
Ætti að k ppa þessu í lag á næsta
þingi. Setja launin niður um lji og
spara með því eina miljón. Keyna síðan
að kasta henni i Englendinga, og reýná
að losna úr skuldaklöfunum smátt og
smátt og þá hækkar gengi peninga vorra,
en það er mikils vert.
Ymsir vambsíðir vitnngar eru stund-
um að áminna alþýðuna í ræðu og riti
um að spara. Hún getur lítið sparað.
því hún kemst yfir lítið ár 'nvert og hana
vantar ýms þægindi. En hún þarf að
vera hagsýn. Reykja pípur en ekki si-
garettur, eta fisk en ekki ket, ganga á
klossum en ekki lakkskóm o: s. frv.
12—1800 kr. árstekjur má ekki alla
vega leika sér með. Rað segir sig sjálft.
En þessir »stóru« sparnaðarspekingar
eyða sjálfir fleiri þúsundum árlega. Eg
man eftir einum, sem skrifaði síðasta
vor langa sparnaðarhugvekju, en fór
svo í fleiri vikna »listitúr« suður um
land fáum dögum seinna. Hugvekjur
slíkra manna hafa lítil áhrif. Menn þurfa
að fá fyririnyndir. Ekki pappírsfyr-
irmyndir. \
— »Aumt er ísland, ef enginn réttir
þess stand.«
fóh. Sch. fóh.
Aths.
Verkam. sá ekki ástæðu til að neita
ofanritaðri grein um rúm í blaðitm, þó
hann sé greinarhöf. ósammála í flestu.
Fækkun embættismanna og launalækkun
þeirra er ekkert aðalðtriði, heldur það,
að embættismennirnir ræki störf sín svo
að þjóðinni sé að gagni. Góðum starfs-
mönnum, hvort sem þeir eru í þjónustu
einstaklinga eða 'þjóða, er aldtei of laun-
að. ITitt er aftur rétt, að eitt verður
ytir aiU' stéUir þjóðfélBgama að ganga
ef á að rétta við fjárhaginn með spar-
semi og ráðdeild.
Rar sem greinarhöf. er að tala um að
landið eigi ekki ‘að verslá, en vill þó
að það sé að vasast í verátmarmálum,
byrgja upp vissa bluta landsins og fyrir-
byggja okur, fer hann með hreinasta
bull. Trygging sérstakra landshluta, sem
eiga örðugt aðstöðu, fæst best með
landsverslun, og okur á lífsnauðsynjum
verður best fyrirbygt á sarna hátt. Að
einstaklingum helst uppi að okra á
ónauðsynlegunj vörum er almenningi
að kenna. Hann getur ósköp vel neitað
sér um kaup á þeim.
Verkamaðurinn telur það ekki sóma-
samlegt fyrir landið að svelta starfsfólk
sitt, en sómasamlegast telur hann að
segja hverjum þeim þjóni upp vistinni
sem aðeins situr í embætti til að hirða
launin, og því miður munu margir slík-
ir finnast meðal íslenska embættismahni.
Príma Karlmannaskinnhúfiir á kr. 9,75,
Prima Drengjaskinnhúfur á kr. 8,50 og
Prima dömu- og telpu-Piydshúfur á kr. 7,25
og 8,50 nýkomnar til
Baldv. Ryel.
Bankabygg, Rísgrjóh, Heilbaunir, Sago-
grjón, Kartöflumjöl, Rúsínur, Sveskjur,
Natron, Cfemotartari, nýkomið í
Kaupfélag Verkaraanna.
Símfréttír.
✓
Rvik i dag.
Frakkar hóta að gera Jtýska
ríkið gjaldþrota, ef þeir fái ekki
stríðsskaðabæturnar greiddar á
réttum tíma.
Karli keisara hefir verið bægt
frá konungdómi yfir Ungverja-
landi með lögum. Hersöfnun
gegn Ungverjum hætt.
Lloyd George vill frið við Ira
fyrir hvern mun. Ætlar heidur
að segja af sér en að taka á sig
ábyrgð borgarastríðs.
Norðmenn neita að viðurkenna
yfirráðarétt yfir öllu Grænlandi.
Dönsk blöð stórreið.
Rússar hafa keypt síld í Nor-
egi fyrir 4 miljónir króna.
Frttiar. Vm. Rvík.
Spánarsamningurinn.
Samkvæmt fregn frá sendi-
herra Dana hér, hefir eftirfarandi
grein staðið í »Börsen«:
»Að gefnu tilefni skulum vér
tilkynna, fyrir milligöngu utan-
ríkisstarfsemi Dana, að Island
hefir gert bráðabirgðasamning
við Spán, þannig, að í raun og
veru er um ákveðið fyrirkomu-
lag að ræða, sem má skoða sem
framlenging á bráðabirgðasamn-
ingum frá í sumar. — A engan
hátt er hægt að setja samning-
inn í samband við ósamkomulag
á verslunarsviði milli Spánar og
Islands. Spánn gerir yfir höfuð
ekki fasta verslunarsamninga, þar
eð í ráði er, að breyta öllu tolla-
kerfinu. •
Ekkert liggur fyrir frá Portúgal,
sem bendir til, að breyta eigi
verslunar-pólitíkinni gagnvart ís-
landi«.
Brúna
á Eyjafjarðará er í ráði að byggja á
næsta sumri. Á að undirbúa verkið í
vetur, með því að aka möl að brúar-
stæðinu. Margir hafa gert sér von tim
að bæjarmenn mundu geta haft gott
af þessu. Mundu fá þarna vetrarvinnu.
Svo er þó ekki. Mölina á að taka úr
melhól yfir hjá Rverá á Staðarbygð og
er það svo langt frá að ekki er Viðlit
fyrir bæjarmenn að sæta þeirri vinnu,
enda er um lítið að gera, þar sem ekki
á að undirbúa vegalagningu, eða flytja
að grjót. Brúin á að verða steinbrú.
Tombólu
og kvöldskemtun héldu tfemendur
Gagnfræðaskólans í samkomusal skólans
s. 1. Laugardag. Rann ágóðinn i fána-
sjóð skóians.
>Island«
kotn í gærmorgun vestan um. Með
skipinu voru ymsir kaupsýslumenn á
leið til útlanda. Einnig Jóh. Kjarval
málari. Hingað komu frá Reykjav'k,
Vernharður Rórsteinsson, Ingólfnr Jóns-
son stud. júr. með heitmey sinni og
dvelja þau hér um tíma, og frá Siglu-
firði Guðmundur Friðjónsson skáld.
»ísland« kom hingað með töluvert af
vörum og tekur hér síld til útflutnings.
Fer í kvöld.
Fyrirlestur
flytur Guðmundur Friðjónsson í Sam-
komuhúsinu í kvöld kl. Fyrirlest-
urinn heitir: »lnn í blámóðu aldanna,«
og hefjr sérstaklega verið til hans vand-
að. Guðmundur flutti fyrirlestur á Siglu-
firði nú í þessari ferð og var það ætl-
un hans að dvelja hér nokkra daga, en
tafðist vegna illveðra vestur frá. Fer
hann heimleiðis með »Sírius« á morgun.
Ræfa
fæst í
Kaupfél. Verkamanna.
PrujtsnHðja Bjéi »»s JéiMseHftr.
Kartöflur,
Rísgrjón,
Sagógrjón,
Baunir,
Kartöflumjöl,
Rúsínur,
Sveskjur,
Krydd
allsk.
VERSL.
Kartöflur
komu með »íslandi« í
Kaupfélag Verkamanna.
Nb. Reir sem hafa pantað kartöflur hjá
félaginu, vitji þeirra tafarlaust.
Skófatnaðar
nýkominn í
Kaupfélag Verkamanna.
Dúnn
jí
fæ í
Kaupfél. Verkamanna.
Margarine,
Alfa og Ljónið á kr. 2,80 kg.
lsl. Smjorlíki á kr. 3,00 kg.
Kaupfélagi Verkamanna.