Verkamaðurinn - 28.03.1922, Side 2
18
miklu Ieyti sem hann getur og ástaeð-
ur leyfa.
Pað getur hver maður með sæmi-
legri dómgreind skorið úr því, hver
þessara tveggja kaupsýslumanna er
þjóðinni þarfari, og verðskuldar
frekar nafnið,^kaupsýslumaður þjóðar-
innar. Og líka er ekki erfitt að segja
um það, hver þjóðin ætti frekar við-
reisnarvon, sú er ætti marga Árna-
líka í kaupsýslumannahópi, eða sú,
er væri háð aðgjörðum Sveinanna.
Af reynslunni verður ekki annað
séð, en mörgum kaupsýslumönnum
sé það hulið, hve mjög fjárhagslegt
gengi þjóðarinnar er háð athöfnum
þeirra, og einnig það, að því meira
sem þjóðin leggur í vald þeirra, því
þyngri þjóðfélagsleg skylda hvíli á
herðum þeirra — skyida við með-
brœðurna.
Sorglegar slysfarir.
Vélsk. »Talisman« strandar.
Tólf menn farast.
Fjórir bjargast nauðuglega.
Eins og getið var um í siðasta blaði,
lagði vélskipið »Talisnian,« eign Ás-
geirs Péturssonar kaupm., af stað héð-
an fyrra Sunnudag, Ætiaði skipið suður
fyrir land á þorskveiðar og var hlaðið
frystri síld tii vertsöðvanna þar.syðra.
Pegar út fyrir land kom, hrepti skipið
mótvind og sneri við inn á Siglufjörð.
Gerði skipið aðra tiiraun en fór á sömu
ieið, enda varð þá vart við lítilsháttar
dekkleka og vélbilun. Var gert að hvor-
tveggja á Sigiufirði. Á Fimtudaginn var
brá til norðaustanáttar og samtímis
dimdi að með hríð. Lagði skipið þá
út af Siglufirði vestur á leið. Um kvöld-
ið skali á stórhríð og tók raenn strax
að ugga um afkomu skipsins. Fréttist
ekkert til þess, þar til um miðjan dag
á Sunnudaginn var, að eiganda skips-
ins barst simskeyti um að það hefði
strandað á Laugardagsnóttina á Sauða-
nesi milli Súgandafjarðar og Önundar-
fjarðar, 12 menn hefðu farist,
Símasamband við vesturland var mjög
slæmt eftir hríðina, sneri blaðið sér þvi
til trúverðugs manns á Önundarfirði
og bað hann að gefa sér (í símskeyti)
uppiýsingar um þenna atburð. Skeytið
fékk blaðið í gærkvöldi, og einnig hafði
blaðið sfmtal við ísafjörð í morgun, og
hafði upp úr þessu eftirfarandi frásögu
um þenna sorglega atburð.
Eins og áður er getið, lagði skipið
út af Siglufirði kl. 10 f. h. s. 1. Fimtu-
dag. Þegar það var komið vestur í
Húaflóa, varð það fyrir stórsjó, er braut
káetukappann og skolaði honum út,
misti skipið þar annan áttavitann, sjó-
kort og fléira. Stóðu skipverjar eftir það
við dælurnar, þar tii skipið strandaði.
Dreif nú skipið fyrir sjó og vindi, þar
til öndverða Langardagsnótt, að skip-
verjar sáu til vita, er þeir álitu Straum-
nesvita; ætluðu þeir þá að hleypa inn
á ísafjarðardjúp. En þetta reyndist viti
vestan við ísafjarðardjúp og lenti skip-
ið^því of nærri landi og strandaði kl.
12 um nóttina norðaná Sauðanesi, milli
SÚgandafjarðar^og vjnundarfjarðar. Brim
VERKAMAÐURINN
var mikið, stórhríð og náttmyrkur og
varð ekki komið við björgunartækjum.
Klukkan 5 um morguninn brotnaði stór-
siglan fyrir borð. Komust 7 menn á
hana og fleyttust með henni til lands.
Nokkru síðar liðaðist skipið sundur.
Mennirn'ir, sem af komust, vissu ekki
hvar þeir voru staddir og lögðu af
stað vestur um nesið til að leita bæja,
Uppgáfust 3 þeirra á göngunni og
voru andaðir er mannhjálp kom. Fjár-
leitarmaður úr 0nundarfirði hitti svo
skipsbrotsmenn af tilviljun ca. 1 mílu
frá bygð á Laugardagsmorguninn og
sótti menn til bjargar. Voru þá boð
sent inn á Flateyri og margir menn
brugðu þegar við og fóru á mótorbát-
um út að strandinu;’ var læknir í för
með þeim. Þegar á strandstaðinn kom,
voru lík þeirra er druknuðu rekin í
land og voru þau flutt að Stað í Súg-
andafirði. Lik hinna voru flutt til Fiat-
eyrar og þeir fjórir, er af komust, eru
þar. Segir Iæknirinn Ifðan þeirra góða
og þá úr allri hættu.
Á skipinu voru 16 menn og fórust
þessir:
Mikael Guðmundsson skipstj. Akur-
eyri, frá konu og 3 börnum.
Þorsteinn jónsson frá Grímsnesi
stýrim., ókvæmtur.
Stefán Ásgrímsson vélam. Akureyri,
frá konu, 5 börnum og aldraðri tengda-
móður.
Stefán Jóhannesson Nunnuhóli, ó-
kvæntur.
Sæmur.dur Friðriksson Holti, frá konu
og 4 börnum.
Benedikt Jónsson Akureyri, frá konu
og 4 börnum.
Sigurður Porkelsson Sigiufirði, ó-
kvæntur.
Jóhannes Jóhannesson Kúgili, ókvæntur.
Ásgeir Sigurðsson Alcureyri, unglings-
piltur.
Bjarni Emilsson Hjalteyri, unglings-
piltur.
Gunnar Vigfússon Siglufirði, ung-
lingspiltur.
Sigtryggur Davíðsson Dalvík, frá
konu og 3 börnum.
Pessir fjórir komust lífs af.
Einar Guðbjartsson Grenivík.
Jóhannes Sigvaldason Byrgi,
Jakob Einarsson Akureyri.
Arinbjörn Árnason Skriðulandi.
Eins og búast mátti við, hafa alskon-
ar kynjasögur um þennan atburð geng-
ið manna á milli, en það sem hér hefir
verið sagt er eftir þeim bestu gögnum,
sem hægt er að fá að svo stöddu.
Skip og farmur voru óvátrygt. Engan
sérstakan hægt að saka um þessa atburði.
Fólkið vestur á fjörðunum hefir sýnt
frábæra hjálp og hluttekningu við þetta
tækifæri. Hefir óskað eftir að mega
veita þeim dánu síðustu hjálp, en það
mun ekki ráðið enn hvort hægt er að
verða við þeirri ósk. Líklegt að líkin
verði flutt hingað.
Pessir atburðir hafa gengið bæjarbú-
um hér og mjög að hjarta sem von
er. Menn hafa staðið á öndinni eftir
fréttum. Fánar blöktu á hálfa stöng
yfir öllurn bænum í gær.
U. M. F. I.
I. S. /.
Iþróttamót
fyrir Norðlendingafjórðung verður haldið á Akureyri, að tilhlutun U. M. F. A.,
17. og 18. Júní n. k.
Kept verður í þessum íþróttum:
I. Islensk glíma.
II. Hlaup: 100 m., 800 m. og 5000 m.
III. Kappganga: 2000 m.
IV. Stökk: Hástökk (með atrénnu). Langstökk (með atrennu) og stangarstökk.
V. Reipdráttur: (8 manna sveitir).
VI. Sund: Fyrir konur 50 m. sund.
Fyrir karla 50 m. og 100 m. sund. Sundleikni.
VII. Knattspyrna:
Öilum félögum innan í. S. í. er heimil þátttaka í mótinu. Ber þátttakendum
að gefa sig fratn við stjórn U. M. F. A. eða einhvern undirritaðra fyrir 10.
Júní n. k.
Akureyri 21. Mars 1922.
f íþróttanefnd U. M. F. A.
Ole Hertevig. Gunnar Sigurgeirsson. Óskar Gíslason.
Svanbjörn Frímannsson. Axel Friðriksson.
Símfréttir.
Rvík i gœr.
Alsherjarverkfall í Randers.
Þjóðhjálp starfar undir herverði.
Englandsstjórn leggur til að
Bandamenn gefi hverir öðrum
upp herskuldir, skaðabótaskylda
Þýskalands verði 65 milljarðar
gullmarka, og setulið Banda-
manna verði flutt ur Þýskalandi.
Amerika styður þessa tillögu.
Frakkar hissa.
Umfangsmikil verkföll í suður
Þýskalandi.
Milljón kolamanna í Ameríku
hejir gert verkfall.
Lloyd George vill að Bretland
semji eitt við Sovjetrússland,
geti Bandamenn ekki orðið á-
sáttir á Genuafundinum.
Grikkir verða á brott úr Asiu
og láta Tyrkjum hana eftir.
»Svalan« slitnaði upp hér á
höfninni á Laugardaginn, talin
ósjófœr, var vátrygð.
Maður druknaði á Eyrarbakka
og annar af mótorbáti i Vest-
mannaeyjum á Þriðjudaginn var.
Á Föstudaginn var datt bónd-
inn í Helgajelli í Mosfellssveit
niður af bita i húsi og rotað-
ist til dauðs.
Afar fjölmennur borgarafund-
ur hér í gcer, mótmcelti hvers-
konar undanhaldi í Spánarsamn-
ingamálinu.
Fiárlögin eru til þriðju um-
rœðu í neðri deild. Tekjuhalli
um 150 þúsund.
Kaupdeila byrjuð hér. Verka-
menn vilja hafa sama kaup og
áður.
, (Fréttar. Vm.)
Ólafur Túbals
málari kom hingað með »Sterling« og
dvelur hér í bænum þangað til »Goða-
foss« gengur um. Hefir hann i hyggju
að hafa málverkasýningu á Hótel Akur-
eyri og verður hún opin í fyrsta sinn
á Fimtudaginn kemur. Hr. Ólafur sýndi
málverk sín í Reykjavík s. 1. haust, og
fóru sunnan blöðin mjög hlýum og góð-
um orðum um málverkin og málarann.
Nú síðast hafði hann sýningu á Húsa-
vik og hlaut ágætis aðsókn. Ólafur er
ætlaður frá Múhkoti í Fljótshlíð, fædd-
ur dáandi íslenskrar náttúrufegurðar.
Flestallar myndir hans eru landlagsmyndir
frá Fljótshlíð, Vestmanneyjum og víðar.
Listelskir ménn og konur líta óefað inn
til Ólafs meðan sýningin verður opin.
Jarðarför
Jóhanns heitins Olafssonar fer fram
á morgun (Miðvikudag 29 þ. m.) og
hefst með húskveðju á heimili hins látna
(Hafnarstræti 91) kl 1. e. h. Jarðarförin
gat ekki farið fram á Laugardaginn vegna
óveðurs.
Dánardægur.
Nýiega er Iátinn Halldór bóndi Stef-
ánsson á Skútum á Pelamörk, aldur-
hniginn maður hagorður.
I. O. G. T.
Stúkan Ísafold-Fjallkonan hcfir fund
í bæjarstjórnarsalnum kl 8 í kvöld. Nýir
félagar teknir inn. Hagnefndin skemtir.
St. Brynja hefir fund annað kvöld
kl. 8. Tekur inn nýa félaga. Reglusyst-
kini, mætið á fundinum.
»SterlIng«
kom hingað á Miðvikudagskvöldið var
og fór kl. 1 daginn eftir vestur á leið.
Lá skipið á Siglufirði yfir stórhríðina.
»lsland«
fór á Sunnudaginn frá Kaupmanna-
höfn. Verður væntanlega hér 7. næsta
mánaðar.
Vlnnukonu vantar á gott
heimili í Skagafirði. Hátt kaup.
Fó I kráðni ngastof an.
Smásíld
hefir veiðst í landnætur hér á Pollin-
um. Hafa fleiri hundruð strokkar verið
lásaðir inni.
»Goðafoss«
verður hér litlu síðar en »ísland.«
Kaupakona óskast vestur
Skagafjörð, Gott kaup. Gott heimili.
Fólkráðnlngastofan.
Prentsrniðja Björns Jónssonar.