Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.09.1922, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 19.09.1922, Blaðsíða 1
QEiKðinaUHlllH Ritstjóri: Halldór Friðjónsson. V. árg. Steinolían. »Verkamaðurinn og steinolían« heitir 6 dálka grein í »íslendingi«, 38. tbl., innblásin af Karli Nikulássyni og Jóni Bergsveinssyni, en skrifuð af Tryggva litla. Grein þessi er næstum ein- göngu lofsöngur um Steinolíufélagið akaemda, og er ekki haft minna við en það, til þess að kara þetta óska- barn þeirra Karis og Jóns, að snúið er út úr samanburði á verði á stein- olíu Landsverslunarinnar og Stein- olíufélagsins síðastliðið ár, sem birt var í Verkamanninum, 33. tbl. Segja þessir þremenningar að Verkamaður- inn beri saman verð á olíu Steinolíu- félagins í Mars við verð Landsversl- unar í Ágúst o. s. frv., en steinolíu- verð hafi farið lækkandi alt árið. Það sjá lesendur »ísl.« og Verkamannsins nú, sem þeir hafa ef til vill ekki vit- að áður, að »ís!endings«-þrenningin umtalaða er ekki læs á einfalt mál, því hefði þrenningin verið læs, þá hefði hún hlotið að veita því eftir- tekt á verðsamanburðinum, að 16. Mars er Steinolíufélagið 12 aurum á kg. ofan við Landsverslun 1. Mars og 24. Nóv. 7 aurum á kg. ofan við Landsverslun 22. Okt. En reyna verður allar blekkingar, sem hugsan- legar eru, til þess að fá hreinan blett á skjólstæðingi þeirra Karls og Jóns. En þeir Karl og Jón eru hér sérstak- lega við þetta mál kendir af því, að ritstj. »ísl.« kvartaði undan því svo margir heyrðu eftir að umrædd grein var rituð, að hafa þurft að skrifa all- an þann vaðal, sem þeir K. og J. höfðu knúð hann til að birta í blað- inu. En aumingja ritstjórinn er eins og aligæsin, verður nauðugur viljug- ur að kingja öllu því, sem- ofan í hann er hnoðað af húsbændunum. Annars er hér í blaðinu birtur sam- anburður á olíuverði Landsverslunar og Steinolíufélagsins frá ársbyrjun 1921 til Ágústloka 1922, gerður af Sigurði Jónassyni cand. jur. í Reykja- vík. Eru þar tilgreindar tegundir á olíunni ásamt verðinu, svo þýðingar- laust er fyrir þá Karl og Jón að halda því fram, að samanburður sé tekinn á lökustu tegund Landsverslunar og bestu tegund Steinolíufélagsins, þeg- ar verðið er borið saman. Annars er fremur hjákátlegt stagl »íslendings« um það, að Steinolíufélagið flytji inn betri olíutegundir heldur en Lands- verslunin, þar sem vitanlegt er, að olían er svo lík hjá báðum þessum innflytjendum, að ekki verður gert upp á milli þeirra, t. d. Hvítasunna hjá LandsversUm og Sólarljós hjá Steinolíufélaginu og Mjölnir hjá Lands- Akureyri, Priðjudagipn 19. September 1922. 34. tbl. Landsverslunin. Hið ísl. stcinolíuhlutafélag. Hvítasunna Mjölnir Sólarljós óðinn (Water White) (Standard White) (Water White) (Standard White) Tunnan 150 kg. nettó Tunnan 150 kg. nettó Tunnah 150 kg. nettó Tunnan 150 kg. netto 1921 Janúar (miðjan) . . » » 138,00 kr. 135,00 kr. — (seint) . . » » 123,00 — 120,75 — Febrúar .... » 105,00 kr. 118,50 — 115,50 — Ágúst 108,00 kr. 105,00 — 129,00 — 121,13 — September. . . . 87,00 — 82,50 — 93,75 — 90,00 — Október .... 76,50 — 72,00 - 93,75 — 90,00 — Desetnber.... 75,00 — 72,00 — 85,50 — 82,50 — 1922 1. Jan. til 1. Maí . 75,00 — 72,00 — 85,50 -- 82,50 — Maí 69,00 — 66,00 — 82,50 — 78,75 — Júní 69,00 — 66,00 — 76,50 — 72,00 — Ágúst 63,00 — 60,00 — 72,00 — 66,00 — verslun og Óðinn hjá Steinolíufélag- inu. Pessi endalausi lofsöngur »ísl.« um Steinolíufélagið og vöru þess kemur hálf illa heim við ummæli blaðsins og Jóns Bergsveinssonar um, að þeim sé ekki ant um Stein- olíufélagið. Peir »ísl.« og Jón við- urkenna það svo sem, að Steinolíu- félagið sé ekki gott í viðskiftum, en sé sýnt fram á það með óhrekjan- legum tölum, að það félag hafi selt olíu sína mikið dýrar en aðrir, sem þá vöru hafa flutt til landsins, þá vígbúast þessir kappar með liðveislu Karls Nikulássonar til varnarþessum skjólstæðingi þeirra félaga. Annars er þess vert, í sambandi við olíu- gæðin, að minna þremenningana á það, að »Kattarhlandsolían« svokall- aða var flutt inn löngu áður en Landsverslun tók til staifa, svo ann- aðhvort á Steinolíufélagið heiðurinn af innflutningi hennar eða einhver þessara frjálsu keppinauta, sem »ísl.« er altaf að syngja lofsöng sinn um. Hálf skoplegt er skraf þrenningar- innar um það, að Landsverslunin hafi ekki orðið fyrst til þess að flytja til landsins steinolíu í stáltunnum; jjað hafi kaupmenn orðið fyrstir til að gera; og verður þrenningin helduren ekki háleit, þegar hún hefir fundið þetta út. En rétt á eftir kemst hún að þeirri niðurstöðu, að það geti svo sem verið varhugavert, að Lands- verslurfin flytji olíuna í stáltunnum, því þá verði ekki til neinar tunnur í landinu til þess að flytja í út úr landinu lýsi og annað, sem út þarf að flytja í olíutunnum. Svo geti stein- olían »geymst vel í límbornum eikar- artunnum«. En hvers vegna hefir skjólstæðingur þrenningarinnar, Stein- olíufélagið, ekki flutt inn olíuna í þessum »límbornu eikartunnum« all- an þann aldur, sem það félag hefir skapað sér einkasölu á olíunni hér á landi? Gerir það það bara að gamni sínu, að láta olíuna* renna niður í malarkambinn hérna út og niður á Eyrinni og víðar eða á kostnað kaupendanna? Kanske eikartunnurn- ar límbornu haldi ekki sem best olí- unni nema þegar þrenningin segir frá. Annars er ekkert annað auð- veldara en það fyrir einkasöluna, að fiytja olíu inn í eikartunnum eins og þörfin krefur, til þess að fá nægar umbúðir utan um lýsi og annað, sem út þarf að flytja úr landinu í eikar- tunnum, og verður það sjálfsagt gert, þegar þörf krefur. En hálf óviðfeldið er það fyrir þrenninguna, að kaup- menn skuli hafa orðið fyrri til en Landsverslunin, að flytja olíuna inn í stáltunnum fyrst það er varhuga- vert að hennar dómi. Pað er alt að einu eins og kaupmönnunum geti yfirsést og þrenningunni líka með því að vera að benda á þessa yfir- sjón kaupmannanna. trausti á Forberg landsímastjóra út af veitingu Borðeyrarstöðunnar.* Björn Kristjánsson hefir samið árásarrit á Sambandið og kaup- félögin. (Fréttar. Vm.) Símtréttir. Rvtk 18. Sept. Fregn frá London segir rrrrkið uppistand í Konstantínópel. Brezki yfirforinginn Harington hótar að lýsa borgina í umsátursástandi. Miðjarð- arhafsfloti Breta lagður á stað þangað. Búist við ófriði milli Tyrkja og Búlgara annarsvegar, en Grikkja, Rú- mena og Júgóslava hinsvegar. Júgó- slavar hafa kvatt saman herlið sitt gegn Tyrkjum. Blóðugir bardagar á landamærum Grikkja og Búlgara. Bylting hafin á eyjunum Cios, Myte- lenc, Epirus og í Makedoníu. Hlutafé Landmandsbankans er aukið um 100 miljónir í forgangshlutum bankanum til viðreisnar. Hluthafar eru ríkissjóður, Pjóðbankinn, Stóra norræna og Austur-Asíufélagið. Félag símamanna hefir lýst [van- Hásetafélagið. Nú eru skipin hér við fjörðinn óðum að hætta veiðum, eða flest hætt. Tíl næstu vertíðar verður langur tími, og sjómennirnir verða að ganga atvinnu- lausir, eða vinna landvinnu, ef nokkur fæst. Hásetaíélag Akureyrar var stofnað í vor, sem kunnugt er, Fyrsta deila þess við útgerðarmenn varð ósigur fyrir fél- agið að nokkru leyti, sem vonlegt var, því heita málti að það væri varla kom- ið á laggirnar, og sambandsleysi við stéttarbræður í öðrum landsfjórðungum var ekki nægilega sterkt og samvinna enginn. Sumarið er ekki hentugt til þess að halda uppi félagslífi, en áhugasamir menn nota sumarið til þess að efla fél- agsskapinn, með því, að vekja athygli félaga sinna á honum og gagnsemi hans. Hásetafélagið var stofnað af beinni nauð- syn. Af því að sjómenn höfðu um langt skeið orðið svo hart úti í ósamtaka við- skiftum sínum við útgerðarmenn, að þeir voru farnir að finna nauðsyn þess, að samtök þyrftu, ef kjörin ættu að batna. Pó félag hafi nú verið stofnað meðal sjómanna, er enginn von til þess, að það verði þegar í stað svo ölfugt, að það ráði til fulls hvernig viðskiftunum lýkur; en því samheldnari og áhuga- samari, sem sjómennirnir verða og því víðtækari og almennari sem verkalýðs- samtökin um land alt verða, þvi meiru ræður verkalýðurinn yfirleitt um kjörsín. *) Formaður símafélagsins í Rvík var einn af þeim, er sóttu móti Eggert Stefánssyni um veitingu Borðeyrarstöðvarinnar. Ritstj,

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.