Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.09.1922, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 19.09.1922, Blaðsíða 2
68 VERKAMAÐURINN 34. tbl. Vertíð er lokið þvf sem næst. Þá er tækifæri fyrir sjómennina að skjóta á fundum, og Ijúka við stofnun Háseta- félagsins, sem þeir stofnuðu til í vor. Rað er ekki nóg, þó stjórn félagsskapar- ins og fáir menn með henni séu áhuga- samir, hver einasti féiagsmaður verður að taka þátt í starfinu eftir bestu getu, og gleyma því aldrei, að hann er liður í keðju, sem bæta á kjör stéttarinnar og jafnframt þjóðarinnar í heild. í Nóvember í haust verður haidið sambandsþing Alþýðusambandsins. Pá þarf Hásetafélag Akureyrar að vera kom- ið svo vel á veg, að það geti sent þangað fulltrúa, til þess að tala máli norðlenskra sjómanna við sunnlensku stéttarbræðurnar. Oerið Hásetafélagið að fyrirmyndar- félagi, og sigurinn er vís. Rafveitan. Á Sunnudaginn var bæjarstjórninni boðið upp að rafstöðinni til þess að vera viðstödd þegar að rafmagnsvél- arnar yrðu reyndar í fyrsta sinn eftir að búið var að ganga frá þeim til fulln- ustu. Var það sannarlegt ánægjuefni að vera þar viðstaddur, og sjá hversu traust- lega og vel var frá öllu gengið. Herra O. Sandell, sem haft hefir aðal verk- stjórn á hendi við byggingu rafveit- unnar, hélt þar ræðu á sænsku, um leið og “ hann lýsti því yfir, að hann hefði lokið starfi sínu, sem verkstjóri við raf- veituna. Ragnar Ólafsson þakkaði verk- fræðingnum fyrir vel Unnið starf í þágu rafmagns-málsins og var undir ræðu hans afhjúpuð mynd af herra O. Sand- ell, sem bæjarstjórnin hafði látið gera til minningar um verkfræðinginn, og á myndin að hanga þar uppi í stöðvar- húsinu. Á Sunnudagskvöldið bauð bæjarstjórn- in verkfræöingunum Sænsku sem unnið hafa að byggingu rafveitunnar, til kvöld- verðar í samkomuhúsi bæjarins. Var þar lesið upp yfirlit yfir allan kostnað við rafveituna, og undirbúning rafveitu- málsins frá byrjun, og var kostnaður all- ur með áætlun yfir það, sem enn er ógert og áætlun gengismunar á danska láninu upp undir 350 þúsund kr. Eru þar meðtaldar leiðslur frá staurum inn í húsin, og rafmagnsmæiirar og það, sem þeim tilheyrir, sem alt mun kosta um 30 þúsund kr. En Hnur þessar voru ekki meðtaldar eða mælirar, þegar hin upphaflega áætlun var gerð. Má því telja að rafveitan sé að minsta kosti 50 þús. kr. ódýrari en áætlað var í fyrstu. Eyjafjarðarbrúin. Byrjað er nú að undirbúa smíði brú- arinnar á Eyjafjarðará, eftir að smíðin hefir verið dregin ár frá ár. Petta verð- ur mikið verk og veitir ekki af að vanda vel til smíðinnar, því þó áin sé fremur straumlítil á þeim stað, sem brúað er, verður vatnsþunglnn mikill þegar vöxtur hleypur í ána. Samfara smíði þessari er bráðnauðsynlegt og alveg sjálfsagt, að gera veginn yfir Vaðlaheiði bílfæran. Eins og hann er nú, er hann oft varla fær gangandi mönnum, hvað þá ríðandi. Og ókleyft er að flytja á vögnum eftir honum; því bæði er hann brattur og a|- veg óruddur á pörtum. Vegurinn þarf að færasí til bæði vestan og austan í heiðinni, þegar á næsta sumri, og má vænta þess, að þ ngmaður Akureyrar og þingmaður S.-þingeyjarsýs!u vinni að þvf, að verkið verði framkvæmt, þv* umferð um þennan veg hiýtur stórum að aukast, jafnskjótt og brúin á Eyja- fjarðará verður tilbúin. Kolakaup ríkisins. »íslendingur« fyllist vandlætingu yfir því, að Vm. skyldi skýra frá kolakaup um ríkisstjórnarinnar og víta hana fyrir að kaupa kol hjá heildsala, þegar hún hafði bein sambönd og betri sambönd en heildsalinn t l kolakaupa. »fsl« heldur að hann hafi himininn höndum, tekið er hánn birtir skýringar Garðars Gíslason- ar, en hann athugar ekki, að með því gerir hann Vm. greiða, því hver heil- skygn maður sér, að »Skýringar« eru klaufalegt fálm út i loftið, til þess að verja gerðir stjórnarinnar Petta vissi »ísl.« vel, en hann skákar í því skjól- inu, að lésendur hans sjái ekki Alþbl. og í síðari viðskiftum hefir Garðar farið enn ver út úr því. Og hefir hann ekk- ert hrakið af ummælum blaðsins, heldur miklu fremur sannað þau. — Hvað við- víkur viðbót »ísl« um vilja síðasta þings, þá eru þær ráðstafanir stjórnarinnar, að kaupa dýrari kol til opinberra stofnana, en þörf er á, jafnvítaverðar; og frá sjónarmiði almenuings er mesta glap- ræði, að láta landsverslun hætta kola- versluninni, þó þingið, fyrir áhrif reik- vískra kolakaupmanna samþykki að hætta henni. Tíðin hefir verið stirfin seinni hluta Ágústm. og það sem af er Sept. J nótt snjóaði niður í sjó, en rofaði til með morgni. Hey munu enn mjög víða óhirt og ekki séð hvernig tekst að ná því heyi inn, sem nú hefir lent undir snjó, þó eldri menn telji það góðs vita ef snemma snjóar að hausti. Vonandi rætist framúr með nýtingu heyjanna, þó illa líti út eins og stendur. CÖ cd > T3 C < cö C O J* e/> 15 bJD O u. a b/3 c 'Sh bJ) -*-» co c Lm ’ cO -O c3 i E - ty > bfl re -C bB :Q ce Xi. C! v 31 <o cð </) <u l/> lO 3 öfl \ c S ' 5a a * b:o "S cv 3 rt E c ^ö3 ö C 3w*< .E > c/) 'ct3 bJD 3 a •se |s __________ ■s •> ^5 bfl to bfi c - § O Sg ’Z'15 ro J . u- E t/5 «-SiS§ÍE='~ bfl >> > ■ >> s- jx »S.í ‘5b_ bfi'<u gflio boja. _ >»S >© — S io ■2| <1 r- = !° S , Sd3»0 c: bfi o 3-<« bfi-C 32 >»J c c B E “O l— vs Cfl ‘53 > bfl-d c bflg c 5 ». — c c 3 ■*- rs £ bfl E O ■p « a <u o > U 3 IQ >> O c c >> 'xí Prentsmiðja Björns Jónssonar, Gagnfræðaskólinn á Akureyri verður sökum viðgerðar og rafmagnsinnlagn- ingar ekki settur fyrr en Mánudag 9. Okt. Sigurður Guðmundsson. af bárðdælsku fé verður til sölu í sláturhúsi okkar á Akureyri næstkomandi Laugardag 23. þ. m. Petta verður eini dagurinn á haustinu, sem við höfum bárðdælskt kjöt, notið því tækifærið. Kaupfélag Eyfirðinga. Skrá yfir aukaniðurjöfnun í Akureyrarkaupstað fyrir árið 1Q22 liggur frammi — almenningi til sýnis — á skrifstofu minni, dag- ana frá 14. til 28. þ. m, Kærum út af skránni sé skilað til formanns niðurjöfnunarnefnd- ar innan lögákveðins tíma. Bæjarstjórinn á Akureyri 13. sept. 1922. Jón Sveinsson, Auglýsing. Samkvæmt auglýsingu Stjórnarráðsins 13. þ. m. er gerð und- anþága frá gildandi reglum um deyðing sauðfjár, þannig að Ieyft er að nota helgrímu eða annað nothæft rotunaráhald við deyðinguna. Petta birtist hér með til eftirbreytni. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 14. sept. 1922. Steingrímur Jónsson. Útsala á vítium frá ,.Áfengisverslun ríkins“ er opnuð í Strandgötu 35 (fyr sölubúð J. V. Havsteens). Par fæst m. a.: Portvín rautt Verð: 6,25- 10,25 Portvín hvítt — 6,25- 7,50 Madeira — 7,00— 8,75 Sherry — 7,00- 8,25 Malaga 8,25 Hvítt borðvin — 4,75- 7,00 Rautt borðvín - 4,75- 6,25 Rínarvín — 6,50- 7,50 Kampavín — 10,00- 26,50 Útsalan er opiu kl. 9-12 ár- degis og kl. 1—8 síðdegis. Nýjar kartöflur aftur í Kaupfélag Yerkamanna. Herbergi óskast handa einhleypum reglusömum manni, helst í útbænum, upplýsingar í Kaupfélagi Verkamanna. ísl. smjörlíkið kom nieð »Siriusi« í Kaupfélag verkamanna. gpNokkur eintök af Tarzan enn óseld. Ingólfur fónsson.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.