Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 05.10.1926, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 05.10.1926, Blaðsíða 1
VERHflHílBURIHH Útgefandi: Verklýössamband Norðurlands. IX. árg. T Akureyri Þriðjudaglnn 5. Október 1926. í 67. tbl. Hvers vegna? I siÐatta blafii var stuttlega A það drepið, hversvegna Alþýðuilokkurinn gengi tii kosninga með Framsóknar- ilokknum við landskjörið íyrsta vetr- ardag. Þar var þó ekki nema hAIf- sögð saga, þvi eftir var að reifa það, hvað þvi ylli, að báðir flokk- arnir snérust gegn íhaldsflokknum og hvað undir lægi, að sleglst yrði um þetta eina sæti við landskjörið. Mörgum gæti virst svo, að iitt athuguðu mili, að ekki ylti á miklu um þetta eina atkvæði. Svo er þó. Hér verður um það barlst, hvort neitunarvald efri deildar Alþingis á framvegis að vera f höndum íhalds- fns, eða hinna flokkanna í öðru lagi er barist um það, hvort íhaldsstjórn- In í að sitja við völd eitt árið til, eða ekki. Á þessu sést, að ekki veltur á sama með landskjörið 1, vetrardag. Næst er þá að athuga, hvers vegna Alþýðuflokkurlnn og Framsókn vilja völd og stjórn íhaldsins feiga. Verð- ur íhaidsflokkurinn á þingi og stjórn hans að dæmast efiir verkum hans, þvf ástæðulaust væri, að brjóta í- faaldið á bak aftur, ef verk þess væru góð og gagnleg alþjóð manna. Verður bér litilsháttar vlkið að aðgerðum íhafdsins, einkum þeim, er að snúa sjómönnum og verkalýð, þvi kjósendur Alþýðuflokksins eru allflestir úr þessum hópi. Skal þá fyrst skygnst eftir þvf, sem vel er gert i garö þessara stétta. BLeitið og þér rnunuð finna,0 seg- lr spakmælið. En hér gagnar það ekki. Ekketl — alls ekkert — hefir í- haldsflokkurinn og stjórn hans vel gert alþýðu manna. f einu máli — slysatryggingamálinu—sýndi íhalds- flokkurinn ekki beinan fjandskap almennum réttarbótum — sjálfsagt af hræðslu við kjósendur— en lét bara nægja að skemma lögin svó, að þau eru gagnslftil i flestum tilfellum og oft algerlega gagnslaus. Hér með eru nú ■góðverkin* upptalin. Hinu megin hryggjarins er af nægu að taka og þarf ekki i grafgötur eftir gjöfunum beim. Svo má heita að starfssaga íhaldsins á Alþingi og rikisstjórnarinnar þrjú s. I. ár hafl verið opinber og leynileg árásakeðja á hagsbætur verkalýðs og sjómanna, svo ðberandi og IIIvfg að undrun sætir. A fyrsta fundi Alþingis, eftir að íbaldið komst i meiri hluta, framdi það eitt hið ódrengilegasta verk, er unnið helir verið á löggjafasamkomu þjóðarinnar, þegar það dæmdi sér ísafjarðarkosninguna. Það var fyrsta hnefahöggið i andlit fslenskrar al- þýðu frá þeim flokki, er var að cetjast að völdum. Heil bersing fylgdi á eftir þessari aómalegu byrjun — alt sniðiðtilað kúga fslenska alþýðu. Samviskulausar skatta álögur, sem höggva stærsl skarð i tekjur verkalýðs og sjómanna. Ríkisherinn, sem átti að vcra verk- færi i höndum atvinnurekenda til að kúga verkalýðinn í kaupdeilum. Krossanesmállð, þar sem riklsstjórnin fyrst og svo íhaldið á Alþingi gekk f lið með ágengum útlendingi, til að hafa fé af verkalýð og sjómönn- um. Vlðhald og efllng áfengisversl- unar rfkisins, þvert ofan f almennar kröfur alþýðu um niðurlagning þeirr- ar þjóðskemda verslunar, sem elur upp heilan her smyglara og lögbtota- manna og dregur æskulýð landsins niður i drykkjufenið. Tilraun til að afnema skólaskyldalðgin og sfitaians mótspyrna gegn aiþýðuskólahreyfing- unni. Meira. Vinum og vandamönnum lilkynn- ist, að konan Kristin Jónsdóttlr Þyrnum i Glerárþorpi, andaðist að heimili sfnu 29. f. tn. Jarðarförin er ákveðin Laugar- daginn 9. þ. m. og hefst með bús- kveðju á heimilinu kl. 11 f. h. Fjölskyldan. Jón í Yztafelli og bannmálið. Um þær mundir er það fréttist, að íhaldsflokkurinn byði fram til þings Jónas lækni Kristjánsson, varð tilrætt um, hver myndi vera afstaða mótframbjóðanda hans, Jóns Sigurðssonar í Yztafelli til bannmáls- ins. Til þess, að taka af allan vafa um það efni, óskaði Jón Sigurðsson eftir því að Dagur tæki upp „Kafla úr bréfi austan úr sveitum", er hann sendi blaðinu árið 1922 og sem birt- ist í 17. tbl. þess það ár. Fer þessi kafli hér á eftir: »11. Spánarvín. . . . Sárast er þó, ef þingið meinlausa bognar fyrir Spánverjum. ísl. þjóðin hefir með meirihluta at- kvæða samþykt þá siðferðisraun og siðabót, að útrýma með lögum áfeng- inu úr landinu. Þessi meirihluti hefir fastan og öryggan grundvöll hjá al- þýðu manna, en fjöldi efnamanna reyn- ir að svíkja lögin og spilla þeim með aðstoð sorans úr verzlunarstéttinni og nokkurra óhlutvandra lækna og lyfsala. Um þessi lög stendur barátta og hafa kaupmannablöðin og stjórnin sálaða staðið á móti þeim, og fagnað hverri flugu, spanskri sem íslenzkri, sem stefndi gegn lögunum.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.